mánudagur, desember 26, 2005
Á sjúkrahúsi yfir jól.
Ekki náðist nægur bati á þessum tíma og varð ég því að dvelja eina nótt til. En með sýklagjöf og framúrskarandi hjúkrun tókst að ná mér sæmilegum. Núna liggur maður heima RÓLEGUR til að ná sér fullkomlega. Þá er um að gera að nýta tímann og lesa.
GLEÐILEGA HÁTÍÐ!!
miðvikudagur, desember 21, 2005
þriðjudagur, desember 20, 2005
Hvað er trú á Jólasveininn?
Í Konungsbréfi frá 1736 er kveðið á um barna confirmation og innvígsla, samkvæmt því er börnum séra Flóka gert að gangast undir opinberlegt examen og klerki hefur fundist tími til komin að uppfræða, því margir foreldrar gleyma fyrst og oft sinni skyldu í því að láta uppfræða sín börn í tíma, svo að ekkert manngreinarálit orsaki hina minnstu misklíð í samkundunni.
Séra Flóki tekur störf sín alvarlega, þetta vita landsmenn enda ógleymanleg misklíð í Langholtssöfnuði. Þar var landsþekktur organisti orðin frekur á svigrúm og andrími til handa klerki og orðið þröngt um að sóknarbörn væru uppfrædd í sérlegustu kristindómsins höfuðgreinum. Eða eins og segir í lögbók: „koma til sín í sitt hús, til að undirvísa þeim í þeirra kristindómi, með þeim hætti, að þau ei einasta fái skilning á meiningunni, eftir bókstafnum, í þeim nauðsynlegustu trúarinnar greinum, heldur og einnig verði upphvött til að ná þar af lifandi þekkingu og iðkast þar í, svo að börnin undireins og guðs sannindi verða þeim kröftuglega og alvarlega fyrir sjónir sett og innrætt, uppvekist til að gefa rúm sannleikanum og fái sannan smekk og andlega reynslu til að eftirfylgja honum í þeirra líferni og framferði, í einu orði að segja, komist til sannrar hjartans og sinnisins umvendunar.“
Þetta er eins skýrt og hugsast getur þegar segir „uppvekist til að gefa rúm sannleikanum og fái sannan smekk og andlega reynslu til að eftirfylgja honum í þeirra líferni og framferði.“
Er nema von að séra Flóki spyrji: Hvað er trú á Jólasveininn?
Sú skylda hvílir jú á klerkum að „viti hann til hverra synda eitt eða annað barn er hneigt og hvernig fyrir því er ástatt í einhverjum sérlegum kringumstæðum, skal hann af meðaumkunarsömum kærleika setja sama barni fyrir sjónir þess sálar eymdarlegt ásigkomulag og annaðhvort sýna því og gefa tækifæri til sannrar umvendunar.“ Forsómi á hér ekkert í og hana nú.
föstudagur, desember 16, 2005
Framsóknarflokkurinn 89 ára.
Aldurstakmark er 16 ára og er frítt inn á tónleikana, já þið lesið rétt, það verður frítt inn.
Tónleikarnir verða haldnir húsnæði Bigga Guðna í Grófinni, Reykjanesbæ, þar sem bílasprautuverkstæði var til húsa og byrja Hjálmar að spila kl 22:00.
Um er að ræða vímulausa skemmtun þar sem öllu ungu fólki gefst kostur á að hlýða á tóna vinsælustu hljómsveitar Íslands.
þriðjudagur, desember 06, 2005
Ein milljón dollara og þá áttu hugsanlega möguleika!!
In an interview with Sport Express Kirsan Ilyumzhinov has revealed a startling plan to force any challenger during the May 2006 FIDE presidential election to put up $1 million for the privilege of running. He also reveals an equally revolutionary new plan for the World Chess Championship. First protests are already in.
The interveiw with Sport Express was conducted by Juri Vasiliev, who was travelling on the presidential plane from Moscow to Elista, the capital of the Russian Republic of Kalmykia, at the invitation of its president Kirsan Ilyumzhinov. The latter is also the president of the world chess federation, and will be running for reelection in May 2006, during the Chess Olympiad in Turin, Italy.
In this interview with Vasiliev the FIDE president reveals some startling plans. The first is to introduce a $1 million deposit which must be provided by any challenger for the FIDE presidency. If the challenge is successful this money is used for the development of world chess; if he loses 20% if the sum is retained for the same purpose.
Another dramatic development is that FIDE will permit anyone to challenge the current World Chess Champion Veselin Topalov, provided he or she is rated 2700 or higher and is able to put up the prize fund – including a 20% fee for FIDE. Apparently the regular world championship cycle is unaffected by this rule. If Topalov should lose his title in this kind of free challenge he will simply be replaced by the new champion in the 2007 eight-player world championship.
Today we received a letter of protest from the French candidate for FIDE Presidency, Léo Battesti, who states that FIDE is employing dubious methods during their election campaign and that he intends to take steps against this. "I will express myself any time the equal opportunities policy will be flouted. Moreover, I will not fail to act in a court of law, if obvious violations of the equity rules are to be observed."
(Heimild: ChessBase.com)
fimmtudagur, desember 01, 2005
Áhrif alþjóðasamstarfs á FULLVELDI.
Hugtökin „fullveldi“, „frelsi“ og „sjálfstæði“ eru einhver þau mikilvægustu og jafnframt viðkvæmustu sem fjallað er um. Mörgum hefur orðið hált á því svelli að halda að í þeim felist það eitt að vera engum háður. Umræðan um þessi hugtök hlýtur hins vegar að taka tillit til þeirrar þróunar sem á sér stað allt í kringum okkur. Þau geta ekki orðið okkar eigin hugarsmíð án tillits til þess raunveruleika sem við búum við.
Bjartur í Sumarhúsum lifði í sínum eigin hugarheimi sem hann skilgreindi m.a. á eftirfarandi hátt:
„Þú getur haft mig fyrir því að frelsið er meira vert en lofthæðin í bænum...“ og ennfremur
„Að leita til annarra manna, það er sjálfstæðum manni uppgjöf á vald höfuðóvinarins.“
Öll þekkjum við örlög þessa stolta manns sem er ein þekktasta sögupersóna í íslenskum bókmenntum.
Fullveldishugtakið þróast.
Mönnum er tamt að grípa til þessara áhrifaríku hugtaka í hinni pólitísku umræðu. Oft eru þessi orð mistúlkuð og er hvert og eitt þeirra efni í langt mál. Ég ætla að láta mér nægja að fjalla um fullveldið og þá mikilvægu merkingu sem við leggjum í orðið.
Að mínu mati hefur skort á að bæði við stjórnmálamenn og fræðimenn hér á landi ræði fullveldishugtakið með opnum huga í tengslum við þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi í samstarfi þjóða heimsins. Fagna ég þessu tækifæri til að fjalla um þennan grundvallarþátt í umræðunni um alþjóðasamstarf. Jafnframt fagna ég þeirri umræðu sem hefur farið fram í tengslum við útkomu bókar Guðmundar Hálfdánarsonar, "Íslenska þjóðríkið uppruni og endimörk".
Bók Guðmundar varpar einmitt ljósi á þá staðreynd að fullvalda ríki er margslungnara en svo að hægt sé að skoða það og skilgreina með alveg sama hætti og gert var fyrir rúmlega átta áratugum. Það fullveldi sem veitti eftirsóknarverð tækifæri, setti vitaskuld einnig ramma takmarkanna sem ætlað var að tryggja stöðu þess. Sá rammi miðaðist við umhverfi og viðhorf þess tíma.
Ég hef talið mér skylt að stuðla að umræðu um stöðu Íslands í Evrópu en ég tel ekki síður mikilvægt að ræða þann þátt þess máls sem snýr að fullveldinu.
Það er nauðsynlegt að víkka þessa umræðu í því skyni að þjóðin fái skýra mynd af þeim margvíslegu skuldbindingum sem ríki nútímans eru bundin af; skuldbindingar sem eiga uppruna sinn í alþjóðlegum samningum og skyldum samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar.
Hvað er fullveldi?
Grundvallarspurningin sem ég ætla að reyna að svara hér er hvað felist í hugtakinu fullveldi.
Samkvæmt skilgreiningu þjóðaréttar er sérhvert samfélag manna fullvalda sem hefur yfir landi að ráða, lýtur eigin stjórn og er viðurkennt af öðrum ríkjum sem fullvalda ríki. Með viðurkenningunni öðlast það rétt til þátttöku í samfélagi fullvalda ríkja með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Það hefur því rétt til aðildar að alþjóðlegum stofnunum og getur stofnað til tvíhliða eða fjölþjóðlegra samninga við önnur fullvalda ríki.
Fullvalda ríki hefur rétt til að ákveða eigin mál án þess að önnur ríki geti skipt sér af því. Það ákveður stjórnskipun sína, stjórnarform, stjórnarhætti og annars konar löggjöf og hefur eitt rétt til að framfylgja þeim á sínu landsvæði. Vald fullvalda ríkis í þessum efnum er hins vegar takmarkað af reglum þjóðaréttar hvort sem reglur sækja uppruna sinn til samninga eða almennra reglna þjóðaréttar. Mannréttindi svo dæmi sé tekið eru í dag viðurkennd sem reglur þjóðaréttar og túlkast því ekki út frá staðháttum eða landsrétti einstakra ríkja. Fullvalda ríkjum ber að virða þessar reglur gagnvart þegnum sínum og önnur ríki hafa rétt til afskipta af ástandi mannréttindamála í öðrum ríkjum.
Fullvalda ríki geta gert samninga sín í milli án þess að það raski stöðu þeirra í samfélagi þjóðanna. Ríki geta samið um að framselja ákveðna þætti ríkisvalds t.d. til sameiginlegra stofnana án þess að með því verði sagt að ríki sé ekki lengur fullvalda. Undir þessum kringumstæðum kýs ég frekar að tala um að ríki deili hluta af fullveldi sínu með öðrum ríkjum á gagnkvæman hátt.
Ísland varð fullvalda ríki 1918. Samskipti þess við gamla móðurríkið lutu frá 1. desember það ár alfarið reglum þjóðaréttar. Í samningi ríkjanna, sambandslögunum, voru hins vegar ákvæði sem kváðu á um að Danmörk annaðist fyrir hönd Íslands tiltekna þætti eins og framkvæmd utanríkismála og Hæstiréttur Danmerkur var um skamma hríð æðsti dómstóll Íslands auk þess sem Danmörk annaðist vernd íslenskrar landhelgi. Þrátt fyrir þessa framkvæmd er ekki ágreiningur um að Ísland varð fullvalda ríki þegar árið 1918.
Venjulega eru það aðeins fullvalda ríki sem geta gerst aðilar að alþjóðastofnunum. Ríkin gerast þátttakendur og lúta reglum slíkra stofnana í vissum efnum svo lengi sem þau eru aðilar að þeim. Þátttaka þeirra er grundvölluð á reglum þjóðaréttar og því hefur hún engin áhrif á stöðu þeirra sem fullvalda ríkja.
Í hinni pólitísku rökræðu virðist oft og tíðum vera vísað til fullveldisins í því skyni að þrengja það svigrúm sem ríkið hefur til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Ég neita því ekki að mér finnst stundum að gripið sé til þessa þáttar þegar efnisleg rök eru þrotin.
Þróun í alþjóðamálum.
Að mörgu leyti má segja að saga heimsins sé saga stríðsátaka. Tvær heimsstyrjaldir með stuttu millibili á síðustu öld voru dropinn sem fyllti mælinn. Sú þróun hófst að ríki tóku upp náið samstarf sín í milli um sameiginlega hagsmuni sem þau töldu að tryggja myndi öryggi og jafnvægi í sambúð þjóðanna. Upp úr þessum jarðvegi spretta m.a. Sameinuðu Þjóðirnar, Evrópuráðið, NATO og ESB.
Sameinuðu Þjóðirnar gegna mikilvægu hlutverki að því er varðar frið og stöðugleika í heiminum. Hlutverk samtakanna hefur verið aukið skref fyrir skref í tímans rás og leika þau ásamt sérstofnunum nú lykilhlutverk á ýmsum sviðum sem verður vart í daglegu lífi flestra án þess að fólk sé meðvitað um það. Má þar nefna hlutverk þeirra í heilbrigðismálum, flóttamannamálum og mannréttindamálum svo ekki sé minnst á stórvirki eins og Hafréttarsáttmálann sem er okkur mjög dýrmætur.
Það er löngu viðurkennt að drifkraftur efnahagskerfis heimsins eru viðskipti. Mörg ríki eiga allt undir milliríkjaviðskiptum. Það þurfti því ekki að koma á óvart að framangreind þróun leiddi til samstarfs ríkja og síðar til stofnunar ríkjabandalaga er fjölluðu um viðskipta- og efnahagsmál. Má þar nefna GATT og OECD. Á þessu sviði er ríkjum löngu orðið ljóst að í alþjóðaviðskiptum þurfa að gilda samræmdar leikreglur svo jöfn staða allra sé tryggð.
Þess vegna hafa ríki stofnað Alþjóðaviðskiptastofnunina sem byggð er á grunni GATT. Í samstarfi innan þeirrar stofnunar verður Ísland ekki bundið af reglum hennar nema hafa fallist á það. Hins vegar er það svo innan þessarar stofnunar líkt og margra annarra að það yrði ekki liðið ef Ísland ætlaði einvörðungu að njóta ávaxtanna af samstarfinu en ekki axla skyldurnar með sama hætti og önnur aðildarríki. Þannig höfum við innan þessa samstarfs þrengt heimildir okkar til að hækka tolla eða styrkja landbúnað auk þess sem við höfum heimilað innflutning landbúnaðarafurða í nokkrum mæli.
Á hinn bóginn eru hagsmunir Íslands og annarra smærri ríkja af tilvist Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar mun meiri en stærri ríkja þar sem opin milliríkjaviðskipti eru okkur svo mikilvæg sem raun ber vitni. Stærri ríki geta í krafti áhrifa sinna náð fram sínum hagsmunum með öðrum hætti en fyrir tilstilli alþjóðlegra stofnana. Hinu sama gegnir í raun á ýmsum öðrum sviðum alþjóðlegs samstarfs. Því skapar alþjóðlegt samstarf oft grunn til sóknar fyrir smærri ríki á leikvelli hinna stærri. Er t.d. athyglisvert í þessu sambandi að í gær var kveðinn upp úrskurður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þar sem tiltekið skattahagræði er Bandaríkin hafa veitt útflutningsfyrirtækjum var úrskurðað í ósamræmi við reglur stofnunarinnar. Úrskurður af þessu tagi skiptir okkur auðvitað máli sem erum í alþjóðlegri samkeppni við bandaríska útflytjendur.
Úrlausn sem þessi hefði vart fengist nema fyrir tilvist alþjóðastofnunar af þessu tagi.
Á viðskiptasviðinu er Ísland aðili að EFTA en á vegum þess hafa verið gerðir alls 18 fríverslunarsamningar sem fela í sér afnám á tollum á tilteknum vörum. Um leið takmarka þessir samningar það svigrúm sem við höfum til að leggja á tolla gagnvart þessum samningsaðilum.
Þróun og uppbygging alþjóðasamstarfs hefur haldið áfram jafnt og þétt. Ríkjum verður sífellt ljósara að þeim er ekki lengur fært að leysa margvísleg vandamál án samstarfs og jafnvel án þess að deila fullveldi sínu hvert með öðru. Skýrasta dæmi þessa í dag er eflaust að finna á sviði umhverfismála þar sem ríkjum heims er nú orðið ljóst að mengun virðir ekki landamæri. Það er til lítils fyrir Íslendinga að berjast gegn mengun hafsins eða ofveiði nema í samstarfi við aðrar þjóðir. Má e.t.v. með nokkrum sanni færa að því rök að fullveldi Íslands; efnahagslegt fullveldi, byggist á því að sú barátta beri árangur. Má hér og minna á Kyotobókunina sem varðaði íslenska hagsmuni mjög miklu.
Að sama skapi er aukin tilhneiging til að færa baráttu gegn alþjóðlegum afbrotum inn á sameiginlegan vettvang þar sem hópur ríkja sammælist um markvissar aðgerðir í baráttu gegn þeim er að þeim standa. Sjáum við þess merki bæði innan ESB og einnig á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna. Við höfum nýlega verið harkalega minnt á hve mikilvægt er að vinna saman á þessu sviði en viðbrögð við nýlegum hryðjuverkjum vestanhafs sýna í hnotskurn hvernig samfélag þjóðanna vinnur nú saman á þessu sviði.
Staða Íslands í alþjóðlegu samstarfi.
Sú þróun sem að framan er lýst hefur haft sín áhrif hér á landi. Ísland er í dag aðili að um 50 alþjóðastofnunum og alþjóðasamtökum en á vettvangi þeirra eru gerðir samningar og ákvarðanir teknar sem hafa með beinum hætti áhrif á daglegt líf okkar og umhverfi.
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins hafa ríki orðið ásátt um víðtæka mannréttindasamninga. Hæstiréttur hefur vikið settum íslenskum lögum til hliðar þar sem þau væru andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu jafnvel áður en sáttmálinn var lögfestur hér á landi. Fyrir áhrif sáttmálans hefur reynst nauðsynlegt að gera umfangsmiklar breytingar á íslenskum lögum. Á sínum tíma voru ekki allir sammála um þær breytingar en nú, reynslunni ríkari, sjá menn að vel hefur verið að verki staðið.
Lögum samkvæmt er Ísland skuldbundið til að hrinda í framkvæmd ályktunum öryggisráðs SÞ án þess að við tökum þátt í ákvörðunum þess. Eins og dæmin sanna geta aðgerðir sem Öryggisráðið samþykkir bæði verið umfangsmiklar og umdeilanlegar.
Allt eru þetta dæmi um hið viðamikla alþjóðasamstarf sem Ísland er hluti af; alþjóðasamstarf sem í sífellt meira mæli hefur mótandi áhrif á líf okkar og stefnumörkun íslenskra stjórnvalda.
Evrópusambandið.
Ekki verður fjallað um fullveldið án þess að fjalla um ESB því umræðan um fullveldið virðist einkum spretta upp í tengslum við spurninguna um hugsanlega aðild Íslands að ESB.
Ég hygg að ekkert eitt alþjóðlegt samstarf hafi haft meiri áhrif á líf okkar en samstarfið við ESB á grunni EES-samningsins.
Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum er skýr. Aðild að ESB er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Á hinn bóginn er umræða um Evrópumál á dagskrá. Ég hef beitt mér fyrir þessari umræðu því ég tel mér skylt að stuðla að því að opin umræða fari fram um stöðu okkar í alþjóðlegu samstarfi. Í mínum flokki, Framsóknarflokknum, hefur verið mikil umræða um Evrópumál þar sem línur hafa verið skýrðar og stefna mótuð.
Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá eigum við of mikið undir samstarfi við Evrópuríki til þess að geta komist hjá þessari umræðu. Ég hef reyndar enga trú á því að umræðunni um Evrópumál verði nokkru sinni ráðið til lykta hvort heldur Ísland gerist aðili að ESB eður ei. Þetta má sjá glöggt í Danmörku þar sem umræðan er viðvarandi.
Að mínu mati er afar mikilvægt að taki Ísland þá ákvörðun að standa utan ESB eða ganga þangað inn þá sé slík ákvörðun tekin á grundvelli upplýstrar umræðu þar sem skilgreining fari fram á kostum og göllum málsins á fordómalausan hátt. Að slíkri umræðu hef ég stuðlað innan míns flokks og á meðal þjóðarinnar og þarf sú umræða að halda áfram.
Þó svo að Ísland gengi í ESB með þeim breytingum sem það hefði í för með sér fyrir okkar stjórnskipan er það óumdeilt að Ísland yrði eftir sem áður í hópi fullvalda ríkja. Jafnljóst er að með því að deila fullveldi okkar með sameiginlegum stofnunum ESB í svo miklum mæli sem raun bæri vitni þá yrði það ekki gert án breytinga á stjórnarskránni. Jafnframt er augljóst að slíkt yrði ekki gert án þess að það væri borið undir þjóðina.
Aðild Íslands að ESB leiddi því ekki til þess að Ísland væri ekki lengur fullvalda ríki. Ef svo væri þá stefnir nú í það að einungis örfá ríki í Evrópu teljist í raun fullvalda. Eða telur einhver að Danmörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki lengur fullvalda ríki?
Þetta segi ég ekki til að draga úr mikilvægi þess sem gera þyrfti áður en aðild Íslands gæti orðið að raunveruleika heldur til þess að benda á það að ESB er bandalag fullvalda ríkja, sem hafa ákveðið að deila fullveldi sínu með gagnkvæmum hætti til að ná sameiginlegum markmiðum sem þau telja sig ekki geta leyst nema í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.
Það er einkenni Evrópusamstarfsins með aðild að ESB að þar taka þjóðir fullan þátt í mótun þeirra ákvarðana sem teknar eru. Þessu er ekki eins farið á vettvangi EES þar sem við erum þátttakendur. Við njótum þar meira jafnræðis á fyrstu stigum málsmeðferðar en á síðari stigum þegar kemur að hinum raunverulegu ákvörðunum. Þróun ESB undanfarin ár hefur gert þetta þeim mun bagalegra þar sem völd og áhrif hafa í auknum mæli færst frá framkvæmdastjórninni til annarra stofnana ESB, þ.e. ráðherraráðsins og Evrópuþingsins, þar sem Ísland á ekki þess kost að taka þátt. Í þessu efni hallar mjög á jafnræði aðila sem á endanum verða bundnir af löggjöf ESB.
Því má halda fram með góðum rökum að aðild að ESB tryggði fullveldi Íslands með betri hætti en EES gerir nú þar sem við myndum innan ESB taka þátt í mótun okkar eigin örlaga og í mótun þeirra reglna sem þegnum og fyrirtækjum þessa lands er skylt að fara eftir. Á þetta skortir í EES-samstarfinu.
Það er ekki síst af þessum sökum sem ég hef lýst því yfir að EES-samningurinn reyni nú á þanþol stjórnarskrárinnar. Samningurinn hefur einnig að mínu mati ýmis yfirþjóðleg einkenni eins og sjá má af hlutverki Eftirlitsstofnunar EFTA á afmörkuðum sviðum. EFTA dómstóllinn hefur gefið skýr skilaboð um að í EES-samningnum felist skaðabótaskylda ríkis með líkum hætti og innan ESB ef ekki er réttilega staðið að innleiðingu EES reglna en innan ESB er þessi skylda talin hluti af hinu yfirþjóðlega valdi.
En það er ekki einvörðungu EES-samningurinn sem hér um ræðir. Í vaxandi mæli eru ríki heimsins að sameinast um að taka á tilteknum hagsmunamálum í sameiningu. Má þar nefna umhverfismál, sakamál, viðskiptamál o.fl. Þessi þróun leiðir í raun til þess að svigrúm hverrar þjóðar til að grípa til eigin aðgerða er takmarkaðra en áður.
Þessi staðreynd reynir auðvitað einnig á stjórnarskrána eins og hún er nú úr garði gerð. Það er bæði pólitískt og fræðilegt samkomulag um að það eru mörk fyrir því hve langt er heimilt að ganga í að deila fullveldi okkar með ríkjabandalögum eða fjölþjóðlegum stofnunum án þess að til komi breytingar á stjórnarskránni.
Ég hef því tekið undir með þeim fræðimönnum sem vakið hafa máls á nauðsyn þess að gera breytingar á stjórnarskránni til að mæta þessari þróun og skapa okkur traustari grunn til þátttöku í sífellt umfangsmeira alþjóðlegu samstarfi.
Hvar stöndum við?
Í ljósi þess sem ég hef hér gert að umtalsefni má draga eftirfarandi ályktanir.
Ísland er virkur þátttakandi í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi. Ljóst er að Ísland deilir nú þegar fullveldi sínu með ríkjum sem eiga aðild að slíku samstarfi. Flestir fræðimenn telja að með því hafi ekki verið gengið á svig við stjórnarskrána.
Á hinn bóginn setur stjórnarskráin óskilgreind takmörk fyrir því hve langt er unnt að ganga í þessu efni án þess að henni sé breytt.
Í öllu mati á fullveldinu og stöðu þess gagnvart alþjóðlegu samstarfi hljóta menn að horfa til þess hvort Ísland sé hverju sinni þátttakandi í mótun sinna eigin örlaga. Við stöndum hins vegar frammi fyrir þeirri staðreynd að örlög okkar eru nú á vissum sviðum ráðin þar sem við höfum ekki kost á að taka þátt í mótun ákvarðana. Er þar einkum um að ræða EES-samninginn. Vekur það vissulega nokkrar áhyggjur með tilliti til stjórnarskrárinnar, að við séum á mörkum þess sem stjórnarskráin leyfir í þessu efni.
Má halda því fram með gildum rökum að fullveldi aðildarríkja ESB sé betur varið en okkar þar sem þau eru fullir þátttakendur í að móta þær reglur sem þeim er ætlað að fylgja. Munu t.d. margir hafa verið þeirrar skoðunar í Svíþjóð og Finnlandi á sínum tíma að EES-samningurinn gengi nær fullveldinu en aðild að ESB.
Mér finnst eins og okkur hætti til að tala um fullveldið í of þröngum skilningi án tillits til alls þess sem hefur gerst í heiminum undanfarna áratugi og án tillits til þeirra ákvarðana sem íslenskir ráðamenn hafa tekið á undanförnum áratugum hvort heldur það er aðild að NATO eða EES-samningurinn.
Af öllu því sem ég hef gert hér að umtalsefni er ljóst að Íslendingar eru ekki einir höfundar örlaga sinna. Hagsmunir þjóða á tímum hnattvæðingar felast í því að vinna saman á mörgum sviðum og deila með sér fullveldi sem áður var talið nauðsynlegt að tilheyrði hverju og einu ríki í þeim tilgangi að ná sameiginlegum markmiðum. Þannig hefur sú mynd sem einstakar þjóðir hafa af fullveldinu breyst verulega.
Bjartur í Sumarhúsum vildi vera sjálfstæður maður og skapaði sér sína eigin hugmyndafræði um í hverju slíkt sjálfstæði fælist. Þessi hugmyndafræði var hans eigin hugarsmíð sem var ekki öllum skiljanleg. Í hans heimi var betra að vera fátækur og öðrum óháður en hafa það betra og deila hlutskipti sínu með öðrum. Bjartur galt eigur sínar og lífsviðurværi fyrir þessa hugmyndafræði.
Auðlegð og lífsgæði Íslendinga í dag byggja á því að við berum gæfu til þess að eiga fjölbreytt samskipti við önnur ríki í skjóli stöðu okkar sem fullvalda ríki.
Mikilvægt er að vega og meta hagsmuni Íslands á breytilegum tímum en varast að búa til ramma utan um okkar stöðu sem er í engu samræmi við þann raunveruleika sem við búum við eða þá þróun sem á sér stað allt í kringum okkur.
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Breskir bændur lofaðir.
If it was not for you, the British countryside would not look the way it does and the people that enjoy it would not still find it like it is." As well as opening the market at Fosse Farm, Driffield, the Prince tried his hand as an auctioneer as he directed the first three lots to be sold during yesterday's business and brought down the hammer on each deal.
– (Heimild: Western Daily Press)
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Evrópuunræðan innann Framsóknarflokksins.
„Talsvert hefur verið rætt um Evrópusambandið, sem er eðlilegt enda höfum við þar gífurlegra hagsmuna að gæta. Framsóknarflokkurinn markaði stefnu sína núna á flokksþingi í febrúar 2005. Þar stendur, með leyfi virðulegs forseta:
„Á vettvangi Framsóknarflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera undir næsta flokksþing til kynningar.
Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði.“
Eins og margir muna þá skók EES-samningurinn Framsóknarflokkinn. Þar var tekist á. Ég var í þeim hópi sem studdi mjög EES-samninginn. Ég held að Framsóknarmenn telji almennt, þegar þeir líta til baka, að EES-samningurinn hafi verið geysilega jákvætt skref. Ég vil líka segja að á flokksþingi okkar í febrúar 2005 má segja að nokkur breyting hafi orðið í orðræðunni gagnvart Evrópusambandinu innan Framsóknarflokksins. Kannski er hægt að kalla það kynslóðaskipti, ég skal ekkert um það segja. A.m.k. var unga fólkið almennt, þótt það sé ekki svart-hvít umræða, mun jákvæðara gagnvart aðild að Evrópusambandinu en við höfum áður heyrt á vettvangi Framsóknarflokksins. Og hvað var unga fólkið að segja? Jú, það vildi fá tækifæri. Það sagðist sjá að Evrópusambandið væri einsleitt og við værum hluti af því. Við erum með EES-samninginn og að sjálfsögðu höfum við þróast eins og Evrópusambandið vegna þess. Það hefur fært okkur margt mjög hagstætt.
Unga fólkið menntar sig og nýtir tæknina. Það hugleiðir að stofna fyrirtæki og sum þeirra hafa gert það. Þau vilja fara í útrás. Þau fylgjast með sveiflu krónunnar og fylgjast með evrunni. Þau fylgjast með því hvernig önnur ríki hafa farið inn í Evrópusambandið og notið undanþágna, t.d. Malta. Menn hafa rætt um að á vettvangi sjávarútvegsins gætum við fengið slíkar undanþágu. Menn hafa trú á því, af því það er ekki Evrópusambandinu í hag að veita okkur ekki ákveðið svigrúm áfram gagnvart stýringu á sjávarauðlindum okkar. Þannig var mun jákvæðari tónn gagnvart Evrópusambandsaðild en ég hef upplifað áður í Framsóknarflokknum. Ég vildi draga þetta sérstaklega fram af því ég tel að það sé að verða breyting í Framsóknarflokknum að þessu leyti. Nú er unnið að því í Evrópunefnd að móta samningsmarkmið og það verður spennandi að sjá hvernig því reiðir af.“
Þessu til staðfestingar er rétt að rifja upp ályktun er samþykkt var á 32. þingi Sambands ungra framsóknarmanna að Nesjavöllum í Grafningi 25.-27. júní 2004, en þar segir:
„[Þingið] telur að meginmarkmið utanríkisstefnu Íslands sé að varðveita sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, yfirráð yfir auðlindum hennar, tryggja öryggi landsins, efla viðskipti við aðrar þjóðir og tryggja aðgang að erlendum mörkuðum.
Á undanförnum árum hafa Íslendingar í auknum mæli látið til sín taka og axlað aukna ábyrgð innan alþjóða samfélagsins. Þann áratug sem EES-samningurinn hefur verið í gildi hefur hann nýst íslenskum hagsmunum vel í meginatriðum og hefur leitt til mikilla hagsbóta í þágu einstaklinga og fyrirtækja. Þing SUF telur að þó svo að tekist hafi að semja um framlengingu og stækkun EES-samningsins hafi samningurinn ekki þróast nægilega í takt við þær breytingar sem orðið hafa á samstarfi Evrópuríkja á þessu tímabili. Að auki telur þing SUF að EES-samningurinn hafi frá upphafi ekki gætt þess nægilega að Íslendingar hafi sjálfstjórn á sínum málum, m.a. með aðkomu að löggjöf þar sem Íslendingar þurfa í æ ríkara mæli að taka löggjöf ESB óbreytta inn í íslenskan rétt án þess að hafa nokkra aðkomu að stefnumótuninni sjálfri. Það liggur því fyrir að íslendingar afsala sér meira af sjálfsákvörðunarrétti utan ESB en innan.
Því telur þing SUF að það þjóni hagsmunum Íslands að hefja nú þegar vinnu við samningsmarkmið með aðild að ESB í huga og skal sú vinna hefjast að frumkvæði forsætisráðuneytisins. Huga þarf sérstaklega að hagsmunum Íslendinga í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum. Án viðunandi niðurstöðu úr amningarviðræðum leggst SUF alfarið gegn inngöngu í ESB.“
föstudagur, nóvember 18, 2005
RÚV og þjóðfélagsumræðan.
Líkt og sjá má á myndinni þá hafði RÚV mikinn viðbúnað vegna miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í Kópavogi um síðustu helgi. Bein útsending frá staðnum í fréttatíma stöðvarinnar og að ég held sanngjörn umfjöllun af ræðu forsætisráðherra. Ber að þakka þetta og að halda upp kyndli óháðs vettvangs þjóðfélagsumræðu. Aðrar stöðvar eiga það ekki skilið.
Síðan var RÚV með fréttamann á staðnum er fyrstu tölur voru birtar í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi, á laugardagskvöldinu, þar voru engir aðrir utan einn ljósmyndari frá Fréttablaðinu.
365 fjölmiðlar.
Ekki veit ég hvort að maður eigi að fagna eða gráta yfir nýrri fréttastöð 365. Hef enga trú á þessu fyrirtæki fyrir það fyrsta og síðan stýra fyrirtækinu fjárglæframenn sem eiga ekkert skilið nema skömm samborgara sinna og illa innrættir blaðamenn sem eru fengnir til að stýra þessu feigðarflani. Verði þeim að góðu.
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Það var sérlega góður og upplýsandi fundur er ég sat í gær, miðvikudag, um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, formaður stjórnarskrárnefndar, hafði þar framsögu, ásamt Jónínu Bjartmarz, alþingismanni, og nefndarmanni stjórnarskrárnefndar og Guðmundi Ómari Hafsteinsyni, lögmanni.
Á fundi á þriðju klst. var farið yfir þætti er vörðuðu, stöðu forseta; þjóðaratkvæðagreiðslur, þingnefndir, þingrof, Landsdóm, alþjóðasamninga, dómsvaldið, eignarréttarákvæði og umhverfisverndarákvæði. Það væri óðsmanns æði að ætla sér að fjalla um hvert þessara atriða hér og nú, en þess mun ekki lengi vænta að ég komi ekki með einhvern pistil um flesta þessara þátta. En ég bendi áhugasömum á pistil frá 28. maí 2004 um lagasynjanir konungsvaldsins.
Guðmundur Ómar Hafsteinsson, lögmaður, flutti mjög svo gott innlegg í umræðuna um mannréttindi og hagsmundi ungs fólks. Þá sérstaklega ákvæði um rétt til menntunar og stöðu fjölskyldunnar. Sérlega skemmtilegur vinkill á mannréttindaumræðuna og vonandi hægt að nálgast erindi hans fljótlega á prenti.
mánudagur, nóvember 07, 2005
Mannanöfn og fellibyljir.
„Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð.
Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hóf Bandaríska veðurstofan að gefa fellibyljum kvenmannsnöfn og síðar tók Alþjóða veðurfræðistofnunin við útgáfu nafnalista fyrir fellibylji. Á 8. áratugnum þótti ekki lengur viðeigandi að nefna fellibylji einungis eftir konum og 1978-1979 voru karlmannsnöfn tekin upp til jafns við kvenmannsnöfn.
Í gangi eru 6 listar með nöfnum yfir fellibylji á Atlantshafinu sem notaðir eru til skiptis. Þannig er listinn sem notaður er árið 2005 sá sami og notaður var árið 1999 og verður notaður aftur 2011. Nöfnum á þessum listum er aðeins breytt ef fellibylur hefur valdið stórfeldu eignartjóni eða mannskaða þannig að ekki þyki við hæfi að nota það aftur. Dæmi um nöfn sem lögð hafa verið af eru „Andrew“ en hann gekk yfir Bahamaeyjar, Suður-Flórída og Louisíana árið 1992, og „Mitch“ sem gekk yfir Mið-Ameríku árið 1998. Ólíklegt verður að telja að nafnið „Katrina“ verði haft áfram á listanum eftir það mikla tjón sem hún olli í lok ágúst 2005. Á heimasíðu Bandarísku fellibyljastofnunarinnar er hægt að skoða þessa lista.“ – Af vísindavefnum.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Er Seðlabankinn að bregðast?
Ungum framsóknarmönnum kemur ekki á óvart sú hugmynd Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, að leggja til að Seðlabankinn athugi hvort ekki eigi að hækka bindiskyldu viðskiptabankanna og draga þannig úr útlánum þeirra.
Í ályktun, á fundi miðstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna, að Bifröst í Borgarfirði 8. október 2005 s.l., segir „að Seðlabankinn eigi að nýta öll vopn sín í hagstjórninni en ekki bara stýrivaxtabreytingar. Stjórnun efnahagslífsins með stýrivöxtunum er takmarkað tæki til að hafa áhrif á gengi og peningaflæði. Ungir framsóknarmenn leggja til að Seðlabankinn nýti í auknum mæli heimild sína til að aðlaga bindiskyldu bankanna að aðstæðum á markaði hverju sinni. Sú útlánaaukning er að kynda undir efnahagslífinu um þessar mundir er að miklum hluta til komin vegna aukinna útlána viðskiptabankanna. Er því eðlilegt að Seðlabankinn hafi áhrif á hana með því að auka eða minnka bindiskyldu bankanna auk þess að bregðast við sveiflum í gengi krónunnar með gjaldeyrisviðskiptum.“
En Þórólfur telur að Seðlabankinn geti gert sitt til að ná verðbólgunni niður, og á þá ekki bara við enn frekari stýrivaxtahækkanir, sem leggi alla ábyrgðina á útflutningsgreinarnar, sem eigi í nægum vanda vegna hás gengis krónunnar. Þórólfur segist vilja sjá Seðlabankann athuga hvort ekki væri hægt að hækka bindiskyldu og draga þannig úr útlánum bankanna því þau hafi aukist mjög á mikið á undanförnu ári. Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á nokkrum dögum. og 111 milljörðum alls. Dollarinn er nú kominn undir 60 krónur og Evran í 72 krónur og hefur ekki verið ódýrari síðan í júní árið 2000.
Í vegvísi Landsbankans má lesa að síðast í gær stækkaði „Austurríska ríkið skuldabréfaflokk sinn í íslenskum krónum sem gefinn er út til eins árs um 8 ma.kr. í morgun. Stærð flokksins er nú 20 ma.kr. og er hann þar með stærri en ríkisbréfaflokkurinn RB10. Austurríska ríkið er næst stærsti útgefandi erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum, en Rabobank í Hollandi hefur gefið út 21 ma.kr. Útgáfa Rabobank er í tveimur skuldabréfaflokkum, 15 ma.kr. til 1½ árs og 6 ma.kr. til eins árs.
Útgáfa Austurríkis í [gær] er stærsta einstaka útgáfan erlendis á skuldabréfum í íslenskum krónum, en fram til þessa hafði ekki verið tilkynnt um meira en 3 ma.kr. í einu. Þessar útgáfur hófust í lok ágúst þegar að Eksportfinans í Noregi tilkynnti um 3 ma.kr. útgáfu sem var síðan stækkuð í 6 ma.kr. síðar um daginn og í 9 ma.kr. nokkrum dögum síðar.“
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Laus farmur án yfirbreiðslu bannaður.
Nýjustu fréttir eru að frestur er vörubifreiðastjórum var gefin, sem flytja lausan farm án yfirbreiðslu, er liðinn. Nú ætlar lögreglan einmitt að fara í átaksverkefni til að framfylgja ákvæði laga um yfirbreiðslu á lausum farmi.
Mín reynsla er sú að er þessir vörubílar koma t.d. úr námunum við Þrengslin eða námunum fyrir neðan Litlu Kaffistofuna, er minn Skoda-Auto sandblásin eftir að hafa mætt þessu vörubílum. Og en þá verra er að lenda fyrir aftan slíkan bíl á leið til borgarinnar að austan. Sumarhúsa ferðir hjá manni breytast í hreina martröð, er maður grætur yfir skemmdu lakki og kvíða yfir því að þurfa að fara til baka aftur og upplifa þessi ósköp.
En hyggjuvit mitt segir að þessi landlægi ósiður að taka kæruleysislega á slíkum málum verði niðurstaðan. Hver man ekki bílum með fiskislorið lekandi niður af pöllunum, sú upplifun þykir ekki par fín á vegum úti í dag, en tíðkaðist alltof lengi þrátt fyrir reglur er bönnuðu þann ósóma. Er því vonandi að sandblástur bíla heyri brátt sögunni til, þó nokkur ár taki að koma öllum í skilning um það.
mánudagur, október 24, 2005
Áfram stelpur.
Lagið „Áfram stelpur“ hljómaði í útvarpinu kl. 7 að morgni 24. október 1975. Platan „Áfram stelpur“ var ekki komin til landsins en aðstandendur höfðu fengið afrit í hendur og komið í útvarpið. Sönghópur Rauðsokka söng „Áfram stelpur“ ásamt öðrum lögum á Lækjartorgi síðar um daginn og það hefur síðan verið táknrænn söngur þessa dags.
Áfram stelpur
Lag: Gunnar Edander
Texti: Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson
Í augsýn er nú frelsi,
og fyrr það mátti vera,
ný fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
Stundin er runnin upp.
Tökumst allar hönd í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori, get og vil.
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori get og vil.
Og seinna börnin segja:
sko mömmu, hún hreinsaði til.
Já seinna börnin segja:
þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.
(Viðlag)
Áfram stelpur standa á fætur
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
Ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur
og við gerum breytingar.
Atkvæði eigum við í hrönnum
komum pólitíkinni í lag
sköpum jafnrétti og bræðralag.
Áfram stelpur, hér er höndin
hnýtum saman vinaböndin
verum ekki deigar dansinn í.
Byggjum nýjan heim með höndum
hraustra kvenna í öllum löndum
látum enga linku vera í því.
Börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
aflið í fjöldasamstöðu.
Stelpur horfið ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað
stelpur horfið bálreiðar um öxl.
Ef baráttu að baki áttu
berðu höfuð hátt og láttu
efann hverfa 'unnist hefur margt.
Þó er mörgu ekki svarað enn:
því ekki er jafnréttið mikið í raun,
hvenær verða allir menn taldir menn
með sömu störf og líka sömu laun?
(Fyrsta vísa endurtekin)
föstudagur, október 21, 2005
Er Cameron næsti leiðtogi íhaldsmanna?
Áfram að forystuleit íhaldsmanna í Bretlandi, þeir David Cameron og David Davis munu kljást um hylli 300.000 félagsmanna Íhaldsflokksins í póstkosningu, eftir úrslit annarrar umferðar innann þingflokks þeirra. Atkvæði féllu þannig að Cameron fékk 90 (56) atkvæði, Davis 57 (62) og Fox 51 (42) atkvæði. Innan sviga hef ég hér niðurstöðuna frá því í fyrstu umferð.
Verður ekki annað ályktað en að stuðningsmenn Clarke hafi farið yfir til Cameron, enda er sú tilhneiging í samræmi við yfirlýsingar Clarke, eftir fyrstu umferð, að flokkurinn sé líklega að leita að yngri manni til að leiða flokkinn í kosningunum 2009.
Póstkosningin mun hefjast 4. nóvember n.k. og standa yfir þar til úrslit verða tilkynnt 6. desember. Áætlað er að fram fari að a.m.k. 11 sameiginlegir framboðsfundi. Það er því spennandi barátta framundan og margt sem á eftir að koma á óvart.
fimmtudagur, október 20, 2005
Árni á ársfundi Alþýðusambands Íslands.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, flutti gott ávarp á ársfund Alþýðusambands Íslands í dag. Þar sagði hann m.a. að mótast hafi „almenn samstaða um að gefa heildarsamtökum atvinnurekenda og launafólks nokkuð mikið svigrúm til að semja sín á milli um kaup og kjör á vinnumarkaði.“ Niðurstaðan sé sú að stjórnmálamenn séu ekki eins miklir gerendur við gerð þeirra. Ráðuneytið sé, að hans mati, t.d. ráðuneyti beggja aðila, bæði atvinnurekenda og launafólks, þ.e. í hlutverki sáttasemjara.
Hann nefndi sem dæmi erfið mál er hafa komið inn á borð ráðherra svo sem reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga, starfsemi starfsmannaleiga og fullgildingu alþjóðasamþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda.
Ráðuneytið hafi í þessum málum sem öðrum „fylgt þeirri stefnu að vera vettvangur fyrir skoðanaskipti, reynt að skapa gagnkvæmt traust á milli aðila og freistað þess að beita á jákvæðan hátt áhrifum sínum til að niðurstaða fáist sem dragi úr ágreiningi, skapi forsendur fyrir því að vél samfélagsins gangi sem snurðulausast og starfsfólk búi við gott vinnuumhverfi.“
Jafnframt kom Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, inn á staðreyndir sem vert er að halda til haga:
„Í síðasta mánuði var skráð atvinnuleysi 1,4% af vinnuaflinu. Þetta eru mikil umskipti á síðast liðnum tveimur árum svo að ekki sé talað um ástandið eins og það var árið 1995 þegar núverandi stjórnarsamstarf hófst en þá mældist atvinnuleysið fimm prósent.
Hagvöxtur hefur verið mikill og verður ekki lát á næsta ári. Á árinu 2004 var hann hvorki meira né minna en 6,2%, á þessu ári er gert ráð fyrir að hann verði 6 % en eitthvað minni á árinu 2006.
Það sem hlýtur að skipta launafólk miklu er að þrátt fyrir meiri verðbólgu hefur kaupmáttur launa haldið áfram að aukast. Á tímabilinu júlí 2004 til júlí 2005 hækkaði launavísitalan um 6,6% og kaupmáttur launa um 2,9% á þessum tíma.
Útlán Íbúðalánasjóðs á síðastliðnu ári eru eitthvað nálægt 70-80 milljörðum króna, sem er í ágætum takti við þau útlán sem hafa verið hjá sjóðnum á undanförnum árum. Á sama tíma hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið um 280 milljarðar króna.“
miðvikudagur, október 19, 2005
Leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins II. hluti.
Skammarleg framkoma Árna Mathiesen.
Siv Friðleifsdóttir gerði vel á mánudaginn er hún varði Framsóknarflokkinn í kattarþvotti Árna Mathiesen á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Ný munstraður fjármálaráðherra í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, sagði blákalt að allar hugmyndir um niðurfellingu bensínstyrksins væru Jóns Kristjánssonar, punktur.
Með þessu var annars sá ágæti maður Árni Mathiesen að víkja sér undan ábyrgð á eigin fjárlagafrumvarpi, annars sá ágæti maður Árni Mathiesen gerði ekki tilraun til að skýra það að heilbrigðisráðherra hafði boðað þá þegar fulltrúa öryrkja til fundar við sig til að ræða þetta mál. Annars sá ágæti maður Árni Mathiesen gerði ekki tilraun til að segja frá því að þessi fundur hefði þegar farið fram, né reyndi annars sá ágæti maður Árni Mathiesen að segja frá því að heilbrigðisráðherra væri að vinna í því að fara yfir þessi mál í ráðuneyti sínu.
Siv benti jafnframt annars þeim ágæta manni Árna Mathiesen á að framsóknarmenn væru seinþreyttir til vandræða og að við sýndum samstöðu í viðkvæmum málum. Það er heldur snautleg frammistaða að benda á bls. 362 í 2. hefti fjárlagafrumvarpsins og segja að þar sé gerð grein fyrir því hvernig þessum málum sé háttað, hvernig eigi að færa þessa fjármuni til og í hvaða tilgangi. En hafandi deginum áður veifað geislabaug á borð fyrir samflokksmenn og segja í raun ekki benda á mig.
Árni verður að svara því hvort hann sé tilbúinn til að falla frá sparnaðarkröfu á heilbrigðisráðuneytið og halda eigi bensínstyrknum inni? Það verður vandlega fylgst með næstu skrefum Árna Mathiesen í þessu máli.
þriðjudagur, október 18, 2005
Leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins I. hluti.
Liam Fox og David Davis voru strax nefndir sem hugsanlegir arftakar Michael Howard, eftir að hann óvænt sagði af sér leiðtogaembættinu í Íhaldsflokknum daginn eftir kosningarnar í vor.
David Cameron er í dag talin líklegastur til að hreppa leiðtogaembættið en þess ber að geta að það eru þingmenn Íhaldsflokksins sem kjósa nú í dag og á fimmtudaginn. Í annarri umferðinni fellur þriðji frambjóðandinn út og allir félagsmenn í Íhaldsflokknum, alls um 300.000, munu síðan kjósa á milli þeirra tveggja sem eftir eru.
mánudagur, október 17, 2005
Útvíkkun Evrópska efnahagssvæðisins formlega tekin gildi.
Stækkunarviðræðurnar sem hófust árið 2003 beindu sjónummanna í Evrópusambandinu í auknum mæli að EES-samstarfinu á ný og máti greina að mati embættismanna greinilegur vilji allra aðildarríkja til að tryggja áframhald samstarfsins í stækkuðu Evrópusambandi. Í stækkunarviðræðunum var m.a. samþykkt að koma á fót nýjum þróunarsjóði EFTA. Sjóðurinn er m.a. talin bjóða upp á aukin tækifæri fyrir samvinnuverkefni íslensks atvinnulífs.
Þessa sér stað nú þegar, en Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fer nú fyrir sendinefnd á leið til Póllands og sækir þar meðal annars ráðstefnu um Þróunarsjóð EFTA . Styrkir sjóðsins til verkefna í Póllandi verða á ári um 55 miljónir evra, eða sem svarar til liðlega 4 miljarða íslenskra króna. Fulltrúar 20 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana héðan eru í för með ráðherra.
... síðan síðast.
Ferðalögin öll hafa gefið mér mikið, t.d. var einstaklega gaman að dvelja fyrir vestan snemma í haust. Gott veður allan tímann og kom mér á óvart hversu góðir vegirnir eru orðnir. Ykkur að segja hef ég ekki komið í Djúpið síðan árið1992 og Strandirnar ekki heldur. En þessu var öllu kippt í liðin í sumar og haust.
Er enda strax farin að hlakka til næsta sumars, og þá ætla ég mér að endurnýja kynninn við hálendið. Spurning um að fjárfesta í svo sem einu stykki Jeep áður.
En hér eftir verða færslur tíðari og a.m.k. ein í viku, af nægu að taka í þjóðfélagsumræðunni.
sunnudagur, september 11, 2005
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
föstudagur, júlí 15, 2005
föstudagur, júní 10, 2005
Mitt fyrsta skáknámskeið.
László Hazai er þekktast fyrir að hafa þjálfað Polgar systur, einnig er hann að þjálfa mikið efni Peter Acs heimsmeistara unglinga. Annað skákefni Zhao Zong Yuan er einnig undir handleiðslu László.
mánudagur, júní 06, 2005
Þegar stjórinn heitir Óli Jó.
„FH-ingar hafa byrjað Landsbankadeild karla með sannfærandi hætti í sumar. Hafnfirðingar hafa unnið báða leiki sína á útivelli og hafa fullt hús stiga og markatöluna 8-1 úr fyrstu tveimur leikjum sínum, sem báðir fóru fram á Suðurnesjum. Það má búast við því að hinum níu liðunum í deildinni sé ekki farið að lítast á blikuna enda eru nokkrir í leikmannahópi FH sem myndu labba inn í lykilhlutverk hjá flestum liðum deildarinnar en eru stundum jafnvel ekki í 16 manna hópi FH á leikdegi.
FH-ingar eru sjöunda liðið í sögu tíu liða efstu deildar sem hefur náð slíkri draumabyrjun og öll hin sex hafa unnið titil á því tímabili. Fimm af þessum sex liðum hafa enn fremur orðið Íslandsmeistarar um haustið og tvö þeirra unnu tvöfalt á tímabilinu sem þau byrjuðu svona vel.
Meðal þessara liða eru Valsmenn frá 1978, sem töpuðu ekki deildarleik á tímabilinu, tvöfaldir meistarar Skagamanna sem unnu 20 leiki af 22 í deild og bikar og skoruðu 62 deildarmörk í 18 leikjum sumarið 1993 og svo Skagaliðið sem vann tvöfalt sumarið 1996. Hin þrjú liðin eru Íslandsmeistarar Valsmanna 1980, Íslandsmeistarar Framara 1990 og svo bikarmeistarar KR-inga 1994.
Aðeins eitt þessara liða lék báða leiki sína á útivelli líkt og FH-liðið nú en KR-ingar byrjuðu Íslandsmótið 1994 með tveimur leikjum á útivelli, unnu 5-0 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í 1. umferð og sóttu síðan 2-0 sigur í Garðabæ þremur dögum síðar.
James Bett, faðir Baldurs Bett, núverandi leikmanns FH, lék einmitt með KR-liðinu þetta sumar og skoraði meðal annars tvö mörk í fyrsta leiknum.
Baldur kom inn á sem varamaður í Grindavík og skoraði þá fimmta og síðasta mark FH-liðsins í leiknum. KR-ingar unnu reyndar aðeins einn af næstu átta leikjum og enduðu í fimmta sætinu um haustið en öll hin liðin tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.
Þetta er líka í fyrsta sinn síðan 1990 sem lið sem nær svona frábærri byrjun á Íslandsmótinu er ekki undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, en ÍA 1993, KR 1994 og ÍA 1996 voru öll undir hans stjórn.
Ásgeir Elíasson var því síðastur á undan Guðjóni að taka Íslandsmótið með trompi í fyrstu tveimur umferðunum en Fram vann báða fyrstu leiki sína sumarið 1990, 4-0.
Næst á dagskrá hjá FH er fyrsti heimaleikur sumarsins þegar Eyjamenn koma í heimsókn í Kaplakrikann en aðeins þrjú af umræddum sex liðum unnu þrjá fyrstu leiki tímabilsins; Valur 1978 og 1980 og ÍA 1993.“
Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur bætt um betur frá þessu tímapunkti og unnið tvo leiki til viðbótar, gegn ÍBV á heimavelli 3-0 og útileik gegn KR-ingum 0-1. Þetta er ekkert annað en stórkostleg byrjun, stjórinn, Ólafur Jóhannesson, enda reynslu mikill. Næstu leikir eru gegn Þrótti heima og Valsmönnum úti, en þeir hafa einnig byrjað keppnistímabilið jafn vel, með fjórum sigrum, þar verður því um stórleik að ræða.
Síðan verður mjög spennandi að fylgjast með Fimleikafélaginu í Evrópukeppninni, það yrði gaman að fá eitthvert stórliðanna í FJÖRÐINN.
Síðan skora ég á Morgunblaðið af fara að skrifa um þessi afrek FH-inga, þau má ekki vanta á síðum þess þegar sagnfræðin verður rifjuð upp. Eins ættu gamlir íþróttafréttamenn blaðsins að minnast eitthvað á knattspyrnuna hér heima; Tottenham er ekki eina liðið í tilverunni.
þriðjudagur, maí 31, 2005
Bresku þingkosningarnar 2005 – seinni hluti.
Kosningabarátta er aðaltæki þjóðfélagsþegnanna í lýðræðisríki til að hlusta á þau markmið sem stjórnmálaflokkarnir ætla sér að ná fram, hvað leiðtogar flokkanna standi fyrir og til að greina í sundur helstu andstæður á milli flokkanna. Sannast sagna eru það þó aðeins hörðustu áhugamenn sem fara í gegnum þurrar kosningastefnuskrárnar og sem yfir höfuð fylgjast t.d. með sérstökum útsendingum flokkanna eða fréttamannafundum. Hafandi þó í huga a.m.k. fjögurra vikna kosningabaráttu þá er nú með góðum vilja erfitt fyrir hinn almenna kjósenda að verða ekki var við þó grundvallar áherslumun stjórnar og stjórnarandstöðu, og í þessum kosningum íraksmálefni, innflytjendamál og efnahagsmálin. Þingmenn og ráðherrar komast heldur ekki hjá því að yfirgefa þægilegu klúbbana í Westminster, heldur fara út í kjördæmin sín og tala við kjósendur.
Þegar tveir sólarhringar eru eftir af fjögra vikna kosningabaráttu er umfjöllunin að yfirkeyra alla fjölmiðla. Forsætisráðherrann Tony Blair hefur orðið fyrir hörðum árásum vegna Írak, núna síðast birtir Sunday Times minnisblað frá því í júlí 2002, þar sem minnst er á fund Blair með Bush, forseta Bandaríkjanna, í apríl á því ári, einu ári fyrir innrásina, þar sem þeir ræða stuðning Breta við væntanlegt stríð í Írak og hvernig eigi að haga áróðursmálum. Blair hélt því fram á sama tíma við þingmenn að engar ákvarðanir hafi verið teknar um innrás. Forsætisráðherrann er því núna í aðdraganda kosninganna sakaður um að hafa logið að þjóðinni. Í viðtali á ITV er Tony Blair spurður hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak á þeim forsendum sem settar voru fram? Hvers vegna hafi ekki verið unnið á forsendum Sameinuðu þjóðanna? Þessara spurninga er spurt aftur og aftur.
Í Economist segir í leiðara að ef þingkosningarnar væru þjóðaratkvæðagreiðsla um störf Tony Blair og ríkistjórnarinnar sem hann hafi leitt frá árinu 1997, þá væru miklar líkur til að kjósendur myndu gefa honum kinnhest. En sú sé ekki raunin, heldur sé verið að kjósa um hver hinna þriggja stóru flokka eigi að leiða landið í næstu fjögur eða fimm ár og svarið sé Tony Blair. Rökin eru að í flestum kosningabaráttum snúist áherslur um efnahagsmál, velmegun og atvinnu og þess vegna ætti Verkamannaflokkurinn í raun að standa betur að vígi á þessum tímapunkti. Verkamannaflokkurinn hafi staðið fyrir áframhaldandi einkavæðingu, Seðlabankanum hafi verið gefið sjálfstæði í peningamálum árið 1997, auk þess hafi flokknum tekist að halda ríkisútgjöldum og sköttum hóflegum frá fyrsta degi. Harla ólíklegt sé að einhver kollsteypa verði er Gordon Brown taki við sem forsætisráðherra, enda hann verið einn af arkitektum efnahagsstefnunnar. Hræðsla við að Brown sé lengra til vinstri, sé í raun ástæðulaus, ekki þurfi annað en að horfa til stefnumála hinna flokkanna til að sjá að t.d. frjálslindir ætli sér að hækka tekjuskattinn úr 40% í 50% og auka útgjöld ríflega til félagsmála. Íhaldsflokknum takist auk þess illa upp við að yfirbjóða Verkamannaflokkinn, þar sé allur samanburður innan skekkjumarka. Grunnurinn að góðri stöðu Tony Blair er sá að honum hefur tekist að halda vel utan um hægri-miðjumenn í breskri pólitík, allt frá því hann varð leiðtogi Verkamannaflokksins árið 1994.
Skoðanakannanir eru að gera að því skóna að Verkamannaflokkurinn muni sigra með 39% atkvæða, Íhaldsflokkurinn fái 32%, Frjálslindaflokkurinn 21% og að skekkjumörkin séu 3%, til eða frá. Innanbúðarmenn hjá Verkamannaflokknum áætla að niðurstaðan verði frá 60 til 120 þingsætameirihluti, til samanburðar við þann 161 sæta meirihluta er þeir höfðu. Fram hafa komið raddir um að skoðanakannanir ofmætu stuðninginn við Verkamannaflokkinn og að óvænt úrslit gætu orðið í allt að 80 kjördæmum þar sem mjótt væri á munum. Eins verður að líta til þess að það eru um 50 þingmenn Verkamannaflokksins sem styðja ekki ríkisstjórnina og því sé 60 þingsæta meirihluti allra minnsti munur Blair nauðsynlegur svo ríkisstjórnin sé starfshæf, enda hefur hann metnað til að sitja í forsæti allt kjörtímabilið. Það er reyndar þekkt í stjórnmálum að lækka alltaf markmiðin eitthvað, miðað við það sem menn innst inni vonast eftir, enda lítur það alltaf miklu betur út þegar úrslitin liggja fyrir. Fyrir séð er að þingmeirihluti með 90 til 100 sæti eru líklegustu úrslitin miðað við kannanir, en jafnvel í slíkum meirihluta er álitið að vinnan verði erfið. En í ljósi einmenningskosningakerfisins getur örlítil breyting í stuðningi við stjórnmálaflokkana í einstaka kjördæmum haft veruleg áhrif í Westminester.
Villtustu draumar Frjálslindaflokksins eru að vinna svo mikið sem 80 til 100 þingsæti, enda telja þeir að atkvæðamagn sitt hafi vaxið um 15%, í kosningabaráttunni, í þeim kjördæmum þar sem meirihlutinn er naumur, þó svo að á landsvísu sjái þess ekki beint merki. En fjöldi óákveðinna kjósenda hefur ekki verið jafn mikill og frá kosningunum 1992. Verkamannaflokkurinn tók þessa staðreynd alvarlega og kom fram með auglýsingaherferð þar sem þeir vöruðu við því að ef einn af hverjum tíu kjósendum Verkamannaflokksins myndi ekki greiða atkvæði, tryggði það sigur Íhaldsflokksins. Spennan er því töluverð og forsætisráðherrann í stöðugu símasambandi við Greg nokkurn Cook, spyrjandi hvernig staðan sé. En Cook þessi er þekktur sem „Mystic Greg“ þar sem hann þykir hafa mikla hæfileika til að segja til um niðurstöður kosninga og hefur hann sem slíkur aðstoðað Verkamannaflokkinn síðustu 10 ár.
Til að slá að nokkru á þær umræður að þingkosningarnar séu að verða líkari forsetakosningum en nokkru sinni áður, kom að því að Jack Straw væri boðið sætis við pallborðið á síðasta fjölmiðlafundi Verkamannaflokksins. Þar hafði ekki sést til hans fram að þessu.
John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra, urðu ekki á þau mistök í þessari kosningabaráttu að missa hnefann í átt að kjósendum. Prescott á það þó til að vera með endemum óheppin í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur, þetta vita félagar hans mæta vel og því var hann t.d. ekki sendur í nein þau kjördæmi þar sem baráttan var hvað eldfimust. En ef hlutir geta gerst, þá gerast þeir; Prescott varð það á í Wales, í kjördæminu Blaenau Gwent, að kalla blaðamann einn „amateur“ er hann varð of ágengur. Einnig fullyrti hann að „wives are not for terrorising“ er Greenpeace menn höfðu gert á hlut eiginkonu hans, Pauline.
Kjördagurinn 5. maí.
Þá rann dagurinn upp, þyrlur foringjanna voru lentar og þeir hættir að kyssa smábörnin. Öll kosningaviðtöl í dagblöðum og sjónvarpi voru frá og helstu deilumálin um innflytjendur, Írak og heilbrigðismálin af baki. Framundan var stóra spurningin, hvort að kosningabaráttan hafi skipt einhverjum máli? Hvort leiðtogarnir hafi náð að hitta kjósendur í raun þar sem næstum öll atburðarás er að mikluleiti skipulögð af flokkunum. Enda kvartaði Tony Blair yfir því að hann hefði viljað ræða stefnumálin oftar.
Kjörstaðir opnuðu kl. 7:00 um landið allt og veðurspáin lofaði góðu, átti að vísu vera skýjað yfir næstum öllu Bretaveldi, en létt rigning átti ekki að hamla kjörsókn. Sagan hefur að geyma heitan kosningadag frá árinu 1992, í þeim kosningum var kjörsókn 77,7% til samanburðar við 59,4% í síðustu þingkosningum. Bretar eiga það til að hýsa suma sinna kjörstaða á undarlegum stöðum. Heyrði af þremur kjörstöðum í Cambridgeshire, sem skiptist í fjögur kjördæmi, og á til að mynda í þorpinu Chettisham að greiða atkvæði í svefnherbergi Carmelia Bond. Í Chittering hefur sendibíll verið útbúin sem kjörstaður að vísu á bílastæðinu við The Travellers Rest Pub, svo það eru gagnsæjar ástæður fyrir þeirri staðsetningu. Í öðru nálægu þorpi á að kjósa á The Queen Adelaide Pub.
Spennustigið yfir því hvað myndi gerast, varð meira og meira. Það tíðkast ekki í Bretlandi að gefa upp kjörsóknartölur á kjördag, sem eru t.d. reglulega gefnar upp hér á landi, en flokkarnir vinna sínar eigin útgönguspár og byggja þeir yfirlýsingar sínar í kjördag á grunni þeirrar vinnu. Ljóst er að tilfærsla um allt að 4% til 5% mun skera meirihluta Verkamannaflokksins niður í 40 til 80 sæti, sem mun verða mjög erfitt fyrir Tony Blair. 6% tilfærsla mun verða auðmýking fyrir Blair, sem mun leita eftir stuðningi frá Frjálslindaflokksins og undirbúa að stíga niður sem forsætisráðherra. Tilfærsla upp á 11% mun gefa Michael Howard hreinan meirihluta og forsætisráðherrastólinn.
Um 20.000 týnd utankjörfundaratkvæði í Birmingham vekja spurningar um að enn eitt svindlið sé í uppsiglingu. Skýringar liggja ekki á lausu, en helst er talið er að atkvæðin hafi ekki skilað sér til kjósenda í tíma eða að óprúttnir aðilar séu hræddir við að fylla atkvæðin út vegna aukinnar athygli yfirvalda á möguleika á svindli. Einnig er hugsanlegt að lægri kjörsókn orsaki misræmið sem er þó ekki líkleg skýring þar sem heimtur á utankjörfundaratkvæðum eru yfirleitt yfir 80%. Þessi staðreynd vekur margar spurningar enda eru nokkur þingsætanna 11 í Birmingham í höndum þingmanna sem unnu mjög naumlega í síðustu kosningum. Alls voru send út 59.000 utankjörfundaratkvæði í Birmingham allri til samanburðar við 16.000 atkvæði í síðustu kosningum.
Kosninganóttin.
Fyrirséð var að fyrstu tölur myndu berast frá Sunderland South, samkvæmt venju, enda tekur það þá um 43 mínútur að ljúka talningu eftir að kjörstöðum hefur verið lokað kl. 22:00 og var Chris Mullin endurkjörin með 11.059 atkvæða meirihluta og honum tryggt sviðsljós milljóna sjónvarpsáhorfenda um stund. Úrslit frá Sunderland North og Houghton & Washington East komu þremur korterum síðar, allt sæti er Verkamannaflokkurinn vann.
En Verkamannaflokkurinn verður fyrir áföllum í London, tapar kjördæmum eins og Enfield Southgate, Benthnal Green and Bow, Putney, Wimbledon, Hammersmith & Fulham, Hornchurch, Ilford North, Bexleyheath og Brent East, gamla kjördæmi Ken Livingstone, með sveiflu upp á 30% frá síðustu þingkosningum. En það verður ekki sagt að Verkamannaflokkurinn hafi ekki reynt af miklu afli að vinna sætið til baka eftir að hafa misst það í aukakosningum fyrir 18 mánuðum. Þeir buðu fram lögfræðing, sérfræðing í mannréttindamálum, múslímsk kona og harðan andstæðing íraksstríðsins. Hún gat varla hugsað sér að nefna Blair á nafn, aftur á móti fékk hún Tony Benn og Robin Cook til að aðstoða sig í kosningabaráttunni. Það verður því enn bið á því að múslímsk kona verði í fyrsta sinn þingmaður í Westminester. Í suðaustur hluta Englands tapaði Verkamannaflokkurinn illa og féll niður í að vera þriðji stærsti flokkurinn.
Í höfuðstöðum Verkamannaflokksins voru starfsmenn flokksins orðnir áhyggjufullir um framtíð Blair ef í það stefndi að meirihlutinn yrði undir 60 þingsætum, en væntingar stóðu til að meirihlutinn færi ekki undir 100 þingsæti.
Reg Keys átti líklega eftirminnilegustu ræðu næturinnar, en hann fékk 10% atkvæðanna í Sedgefield kjördæminu út á baráttu gegn hernaðinum í Írak. Í þessu sama kjördæmi var forsætisráðherrann Tony Blair endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða. En sú staðreynd að sonur Reg skildi láta lífið í Írak og þau samúðarfullu svipbrigði er Blair sýndi undir ræðu hans verða vafalaust sýnd aftur og aftur er stjórnarár hans vera rifjuð upp.
Þingsæti sem Verkamannaflokkurinn hefur átt í Wales, Blaenau Gwent, og sem var fyrrum kjördæmi Aneurin Bevan og Michael Foot, féll í hendur heimamanns, Peter Law, sem sagði sig úr Verkamannaflokknum eftir að flokkurinn tók upp „an allwomen shortlist“ og honum á þeim forsendum meinað að bjóða sig fram.
Ráðherrann Oona King tapaði þingsæti sínu í Bethnal Green and Bow og hefur viðtal Jeremy Paxman, fréttamanns BBC, við sigurvegarann George Galloway, vakið mikla athygli. Paxmann spyr: „Mr. Galloway, are you proud of having got rid of one of the very few blac women in Parliament?“ ─ „What a preposterous question. I know it´t very late in the night, but wouldn´t you be better starting by congratulating me for one of the most sensational election results in modern history?,“ svaraði Galloway.
Stephen Twigg, sem vann þingsætið í Enfield Southgate af Michael Portillo í kosningunum 1997 og varð með réttu tákn fyrir yfirburði nýja Verkamannaflokksins í þeim kosningum, tapaði núna þingsætinu aftur í hendur Íhaldsflokksins. Meirihluti hans upp á 5.546 atkvæði frá síðustu kosningum, sem var aukning frá kosningunum 1997, virtist ekki í mikilli hættu enda þingsætið í 116. sæti á lista íhaldsmanna sem yfir þau kjördæmi sem þeir höfðu augastað á.
Malcom Riffcen, fyrrum utanríkisráðherra, kom nú að nýju inn á þing, eftir hlé frá árinu 1997, í Kensington & Chelasea kjördæmi Portillo en hann hefur ákveðið að hætta þingmennsku.
Í undanförnum kosningum hefur verið horft til Watford til að segja fyrir um tilhneigingu hvernig landslagið sé á landsvísu, þar hafa frjálslindir t.d. verið að sjá mikla uppsveiflu í sveitastjórnarkosningunum. Verkamannaflokkurinn vann kjördæmið með 1.148 atkvæða mun eða 2,32%. Frjálslindaflokkurinn fékk 31% atkvæðanna og Íhaldsflokkurinn 29,5%. Frjálslindaflokkurinn fær þarna 12% tilfærslu, að mestu frá Verkamannaflokknum og um 4% frá Íhaldsflokknum.
Niðurstaða kosninganna á landsvísu urðu þær að Verkamannaflokkurinn hlaut 365 þingsæti eða 35,3% atkvæða, tapaði 45 þingsætum, Íhaldsflokkurinn hlaut 197 þingsæti eða 32,4% atkvæða, vann 35 þingsæti, og Frjálslindaflokkurinn hlaut 62 þingsæti eða 22% atkvæða, vann 8 þingsæti. Aðrir flokkar hlutu 30 þingsæti eða 10,3% atkvæða. Þingmeirihluti Verkamannaflokksins er því 67 þingsæti.
Daginn eftir.
Þessi niðurstaða er að því leiti öðruvísi fyrir Verkamannaflokkinn, að hann hefur ekki fyrr misst jafnmörg þingsæti í kosningum frá árinu 1983, eða í 22 ár. Að meirihlutinn skildi hrynja niður í 67 þingsæta meirihluta er auðvitað til að draga úr gleðinni í herbúðum Tony Blair. Það var fyrir séð að Verkamannaflokkurinn myndi vinna þessa kosningar og það jafnvel þrátt fyrir að forsætisráðherrann væri Tony Blair, en í könnunum kom fram að flokknum myndi hafa gengið betur ef Gordon Brown væri tekin við forystunni. Það var enda Brown sjálfur sem lýsti því yfir um nóttina að flokkurinn myndi „hlusta og læra“. David Blunkett bættu um betur er hann sagði: „Við verðum að hlusta á raddir bresku þjóðarinnar og á næstu fimm árum verðum við að vera í tengslum við fólkið, hlusta á nágrannana, samfélagið, byggja að nýju traust á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Við verðum að vera á sömu línu og fólkið.“ Margir þingmenn Verkamannaflokksins eru á því að flokknum hefði vegnað betur hefði Gordon Brown tekið við sem forsætisráðherra á síðasta þingi enda Blair sagður sjálfur hafa alvarlega hugsað um að halda ekki áfram.
Fyrrum kjósendur Verkamannaflokksins dreifðu sér á alla flokka, en Frjálslindaflokknum gekk einna best, ekki síst fyrir af vera eini flokkurinn sem var gegn stríðinu í Írak. Flokkurinn fékk meira að segja þingsæti í Manchester Withington, þar var Verkamannaflokkurinn með meirihluta upp á 11.500 atkvæði í síðustu kosningum, en nú sigra frjálslindir kjördæmið með 667 atkvæðum, með tilfærslu yfir 17%. Eins var flokkurinn að sigra kjördæmi eins og Hornsey & Wood Green í norður London, sem var þingsæti Íhaldsflokksins á stjórnarárum Margaret Thatcher, en sem féll í skaut Verkamannaflokksins 1992.
Liam Fox og David Davis eru talir líklegastir til að taka við Michael Howard eftir að hann mjög svo óvænt ákvað að segja af sér leiðtogaembættinu hjá Íhaldsflokknum. Þeir örfáu blaðamenn sem slógust í fór með Howard til Putney kjördæmisins áttu von á táknrænni ræðu um pólitískt mikilvægi þess að íhaldsmenn hafi náð kjördæminu að nýju af Verkamannaflokknum. Sir James Goldsmith vann að vísu þingsætið 1997 af fyrrum ráðherra Íhaldsflokksins David Mellor, en Verkamannaflokkurinn í kosningunum 2001, sem hann hafði átt í 15 ár fram að sigri Mellor árið 1979. En eins og í ljós kom þá var að vænta stærra tíðinda. Fréttaskýrendur eru á því að Íhaldsflokkurinn þurfi allra síst á því að halda að fram fari leiðtogakjör með einhverjum svipuðum hætti og gerðist við afsögn William Hague eftir kosningarnar 2001. Hague var í þeirri trú að þetta væri best fyrir Íhaldsflokkinn á þeim tíma, en í dag hefur reynslan sýnt annað. Kjör Iain Duncan Smith „the quiet man“ reyndist skelfilega, þó svo að um val grasrótarinnar væri að ræða. Er næsta víst að Íhaldsmenn muni breyta framkvæmd formannskosninga sinna, enda mun Howard ekki segja afsér fyrr en í haust, á þann veg að þingmennirnir hafi óhjákvæmilega meira um þær að segja, þ.e. færast nær forminu sem var viðhaft með 1922 nefndinni.
Vert er að gefa því gaum hvort allur sá fjöldi skoðanakanna sem voru gerðar hafi komist nálægt niðurstöðu kosninganna. Frómt frá sagt þá voru þær ótrúlega nákvæmar úrslitum kosninganna. Venjan er að taka þær kannanir sem gerðar eru daginn fyrir kosningar og var könnun NOP fyrir dagblaðið The Independent sú sem náði að spá nákvæmlega fyrir um niðurstöðurnar, en hér má sjá yfirlit yfir þær:
OPINION POLL Con. Lab. Lib.Dem. Lab. over Con.
Communicate Resarch/IoS 31% 39% 23% 8%
ICM/Guardian 32% 38% 22% 6%
NOP/Independent 33% 36% 23% 3%
Populus/Times 32% 38% 21% 6%
YouGov/Telegraph 32% 37% 24% 5%
MORI/FT 33% 38% 23% 5%
ELECTION RESULT 33% 36% 23% 3%
Í nokkrum síðustu kosningum hafa kannanir sífellt ofmetið styrk Verkamannaflokksins. Í kosningunum 1997 og 2001 sögðu kannanir fyrir um sigur Verkamannaflokksins, en t.d. árið 1997 sögðu þær að hlutfall atkvæða sem myndi falla þeim í skaut yrði 47% og að forskotið á Íhaldsflokkinn væri þá 16%. Niðurstöður kosninganna urðu að 44% atkvæðanna féllu Verkamannaflokknum í skaut og forskotið varð 13% á Íhaldsflokkinn. Haft skal í huga að minnsta hreyfing á atkvæðamagni hefur mikil áhrif í Westminester. Það voru gerðar um 51 könnun fyrir þessar kosningar, og sýndu flestar þeirra raunhæfa mynd af niðurstöðum kosninganna. Mesta frávikið reyndist í könnunum MORI, líkt og kosningunum 2001, ekki aðeins mældu þeir atkvæðamagn Verkamannaflokksins vera frá 29% til 39%, heldur mældu þeir einnig Íhaldsflokkinn vera með 5% forskot í kosningabaráttunni. Það var í könnun sem birtist í Financial Times 5. apríl. Kannarnir í heild mældu einnig að það væri ekkert um að fólk sveiflist yfir til eins flokks umfram annan á síðustu dögum kosningabaráttunnar, líkt og gerðist í kosningunum 1992. Útgönguspárnar sem BBC og ITV voru með, sameiginlega í fyrsta skipti, spáðu fyrir um að meirihluti Verkamannaflokksins yrði 66 sæti. Það voru NOP og MORI sem sáu um framkvæmdina, með viðtölum við um 20.000 kjósendur á 120 kjörstöðum og að hlutföllin yrðu 37% til Verkamannaflokksins, 33% til Íhaldsflokksins og 22% til Frjálslindaflokksins. Þessar niðurstöður voru fengnar í hendur sérfræðinga sem keyrðu þær í gegnum módel og fengu þeir út mjög nákvæma niðurstöðu, annars hefði meirihluti Verkamannaflokksins verið ofmetinn í útgönguspánum.
Ríkisstjórnin var kjörin með minnsta meirihluta frá seinna stríði og þrátt fyrir glæsilega sigra Tony Blair fram að þessu, hefur honum ekki enn tekist að vinna með meira atkvæðamagni en John Major gerði árið 1992 með 14,1 milljón atkvæða. Stærsti kosningasigur Blair og 179 þingsæta meirihluti var tryggður með 13,5 milljón atkvæða, enda féll kjörsókn úr 77,7% árið 1992 í 71,2% árið 1997. Til samanburðar voru á stjórnarárum Margaret Thatcher aldrei færri en 13 milljón kjósendur á bakvið ríkisstjórnina.
Að mati stjórnmálaskýrenda kom eitthvað nýtt fram í ræðu Tony Blair fyrir utan Dowingstræti 10 á föstudeginum, hann fór að tala um skóla, sjúkrahús og að fylgja vilja þjóðarinnar. Cherie Blair táraðist á meðan eiginmaðurinn hélt sína síðustu sigurræðu sem forsætisráðherra. Robin Cook hefur hvatt hann til að lýsa því yfir hvenær hann ætli sér að segja af sér, í stað þess að skilja flokkinn og þjóðina eftir giskandi á hvenær honum þyki hentugt að hætta.
Charles Kennedy er í raun eini foringinn sem getur að nokkru glaðst yfir niðurstöðu kosninganna. Að vinna þingsæti í Manchester Withington, eftir endurtalningu með 667 atkvæða mun og tilfærslu upp á 17,33%, og þingsætið ekki einu sinni á lista yfir þau þingsæti sem ættu að vinnast, er vitaskuld afrek. Frjálslindaflokknum gekk nú betur en nokkru sinn, fékk hann nú stærri skerf atkvæða en frá sínum besta kosningasigri árið 1983. Sérstaða Frjálslindaflokksins í þessum kosningum var að hann keppti við Verkamannaflokkinn í norðrinu og í stórborgunum, en gegn Íhaldsflokknum í sveitum og suðurhluta Englands. Flokknum gekk ekki síst vel í kjördæmum þar sem margir námsmenn búa, líkt og í Cardiff Central og Cambridge. Í Bristol West kjördæminu vann flokkurinn þingsæti, en frjálslindir hafa ekki átt þingsæti í Bristol í 70 ár.
Veðbankarnir voru stóru sigurvegarar þessara kosninga, veðjað hafði verið um allt sem viðkom kosningunum, frá því hversu stór meirihluti Verkamannaflokksins yrði til þess hvernig skyrtu Tony Blair myndi klæðast við kjör hans í Sedgefield kjördæmi. Helsta ástæða uppskeru veðmangara var ofurtrú manna á velgengi Verkamannaflokksins og vantrú á möguleikum Íhaldsflokksins.
Í lokin kemur hér ein kjaftasaga: Heyrst hefur að þingsæti Eddie O´Hara í Knowsley South, Merseyside, sem vannst með 48,3% meirihluta, gæti orðið næsta þingsæti Blair fjölskyldunnar, en að fornafnið verði Cherie. Þetta yrði svona hliðstæð atburðarás við það sem Clinton hjónin hafa gert. Þingsætið þykir svo öruggt að það er í 424. sæti hjá íhaldsmönnum og í 547. sæti hjá frjálslindum yfir eftirsóknarverð sæti. En hvað veit maður.
mánudagur, maí 30, 2005
Aðalfundur Skáksambands Íslands.
En mér féllust hendur er ég las í reikningum Skáksambandsins að það hafi greitt Ríkisútvarpinu hálfa milljón króna til sýna frá skákmóti, þar sem m.a. Kasparov og Karpov voru þátttakendur. Er það virkilega svo að það þurfi að „múta“ RUV til að sýna frá slíkum viðburði? Mín fyrsta hugsun var, hvers vegna erum við með Ríkisútvarp? Og þurfa fleiri íþróttahreyfingar að greiða RUV fyrir að sýna frá stórmótum á þeirra vegum? Þarf Blaksambandið að greiða? Bridgesambandið? Glímusambandið? Eða Knattspyrnusambandið?
Ég legg til að Ríkisútvarpið verði selt starfsmönnum þess með góðum afslætti, þannig að þjóðin þurfi ekki lengur að þola áþján þessarar stofnunar á sínum herðum. „Þetta er orðið, gott!!“
miðvikudagur, maí 25, 2005
Af framlögum til stjórnmálaflokkanna í Bretlandi.
Þessir aurar komu sér vel fyrir kosningabaráttu frjálslinda, s.s. vegna dagblaðs auglýsinga og veltiskilta í þeim kjördæmum þar sem mjótt var á munum.
Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu Electoral Commission og má þar sjá að Verkamannaflokkurinn fékk mest allra flokka í framlög eða kr. 1,14 milljarð og Íhaldsflokkurinn kr. 1 milljarð.
Klíkurnar í Samfylkingunni.
Á meðan Ingibjörg talaði um mikilvægi þess að lýðræðið væri hugsjón um að einstaklingarnir geti mótað samfélag sitt og sína eigin tilveru, í lokaorðum sínum á þinginu, kjósa 412 til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hvað hafði orðið af öllum þeim 839 þingfulltrúa sem kusu t.d. í varaformannskjörinu? Í verkalýðsmálanefnd flokksins eru það 235 þingfulltrúar sem kjósa, hvað gerðist eiginlega?
En Ingibjörg Sólrún lét sér hvergi bregða, heldur brýndi fyrir þingfulltrúum að Samfylkingin treysti almennum flokksmönnum til að meta hvað væri best fyrir flokkinn. Horfa yrði til þess að þriðjungur flokksmanna vildi aðra niðurstöðu en varð ofan á í formannskjörinu, en að þeir hafi samt ástæðu til að gleðjast vegna þess að lýðræðið virkaði og að þess vegna væru samfylkingarmenn svona glaðir á þessu þingi.
Áfram heldur hún „göngunni miklu“ og leggur mikið uppúr að lífsviðhorf og verðleikar séu virtir án tillits til uppruna, félagslegrar stöðu eða kynferðis. Að fólk þurfi ekki að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum, valdhöfum, kenjum og klíkum, og af öllu þessu sé klíkurnar verstar.
En hvaða klíku var Guðmundur Árni Stefánsson að lýsa í bréfi til Ingibjargar Sólrúnar þegar skila átti tillögum utanríkismálahópsins til stýrihóps Ingibjargar. Guðmundur Árni tekur fram í bréfinu að honum sé alls kostar ekki sama hvernig sé farið með niðurstöður undirhópsins er hann sat í og telji mjög varhugavert að framselja það vald í hendur svokallaðs stýrihóps. Hann hafi auk þess enga aðild að honum og því síður að hann viti hvernig staðið hafi verið skipun hans. Getur þetta verið lýsing á lítilli klíku?
Og hvað með allan þann hóp sem var gengin úr sveitinni, eftir sátu 230 hræður af þeim 12.015 sem kusu í formannskjöri Samfylkingarinnar, 230 hræður af rúmum 20.000 félagsmönnum Samfylkingarinnar, eða 1% félagsmanna, klíka? Ingibjörg fullyrðir að Samfylkingin hafi tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa, en með lýðræðinu.
Sparsl í sárustu sprungurnar í hennar eigin vinnubrögðum duga samt ekki, það sanna alvarlegar ásakanir Guðmundar Árna Stefánssonar sem hann lýsir sem langt í frá gagnsætt ferli eða lýðræðislegt. Hún vill sem sé frekar velja sér félaga og ráða lögum og lofum án tillits til hins lýðræðislega vilja fólksins í landinu eða kjörinna fulltrúa.
Var Guðmundur Árni kannski ekki heppilegur talsmaður skuggaráðuneytis Samfylkingarinnar í utanríkismálum og því nauðsynlegt að stofna nýtt líkt og nýkjörinn formaður hefur boðað.
föstudagur, maí 20, 2005
Bresku þingkosningarnar 2005.
Utanríkisráðuneytið breska bauð í liðinni viku 2.-6. maí fulltrúum erlendra ríkja í fyrstu skipulögðu heimsókn til að fylgjast með þingkosningunum þar í landi. Það var The Electoral Commission sem sá um allt skipulag heimsóknarinnar, það á meðal á fyrirlestrum, heimsóknum og viðtölum við lykilfólk í framkvæmd þingkosninganna.
Það var mér mikil ánægja að sendiráð Bretlands hér á Íslandi skyldi bjóða mér að vera þátttakandi og fá einstakt tækifæri til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Ég er ekki með öllu reynslulaus eftir að hafa verið á vettvangi í síðustu kosningum árið 2001, en þá gerði ég mér m.a. sérstakar ferðir til Brighton og Hove, til Hastings, ásamt yfirferð um Lundúnaborg. Ætli þetta flokkist ekki undir að vera haldinn aðdáun á breskri pólitík.
Það er eitthvað alveg einstakt við þingkosningar í Bretlandi, að t.d. kosið skuli í einmenningskjördæmum, eins eru fjölmiðlarnir með stórkostlega umfjöllun og leggst maður ósjálfrátt í allt að tveggja tíma lestur á dagblöðunum á hverjum degi auk þess að fylgjast með kvöldfréttatímum ITV og BBC. Það verður því að segjast að það er á engan hátt hægt að bera saman breska blaðamennsku saman við þá íslensku, enda er aðstöðumunur þeirra mikill.
Fyrirlestrarnir í utanríkisráðuneytinu.
Öllum þátttakendum var boðið að sitja dags námskeið í Locarno Suite í breska utanríkisráðuneytinu þar sem var farið yfir þá þætti sem ég tek fyrir sérstaklega hér að neðan. Þeir sem fluttu erindin voru: Mr. Sam Younger, Chairman, The Electoral Commission; Mr. Malcolm Rawlings, Department of Constitutional Affairs – Electoral Policy Division; Mr. John Bennett, Head of Assembly Support for London Assembly and Deputy Greater London Returning Officer; Mr. Peter Wardle, Chief Executive, The Electoral Commission; Ms. Kate Sullivan, Head of Electoral Administration, The Electoral, Commission; Mr. Nick Moon, Director, Social and Political – NOP World og Dr. Roger Mortimore, Senior Political Analyst, MORI Social Research Institute.
The Electoral Commission varð til með breyttum kosningalögum í nóvember árið 2000. Stjórnmálaflokkarnir hafa engin áhrif á nefndina. Ef upp kemst um tengsl starfsmanna nefndarinnar við einstaka flokk þá verður viðkomandi starfsmanni vikið frá, hlutleysi er skýlaus krafa. Formaðurinn greindi frá því að sonur hans sem væri 19 ára hafi spurt hann, hvað hann ætli sér að kjósa og að í þeim efnum hafi hann ákveðið að segja honum það ekki. Gæti lekið út, jafnvel frá fjölskyldu hans. Nefndin er tengd beint við þingið. Kosið verður um 646 sæti, sem er fækkun frá síðustu kosningum úr 659 sætum, munar mestu um fækkun sæta í Skotlandi úr 72 í 59, og flokkarnir sem bjóða fram eru um 350 í Bretlandi, en t.d. í Kanada þá eru þeir 11 til 12. Þetta er því í raun hrein martröð. Eru því líkur til að lagt verði til við breska þingið að heimilt verði að þrengja að framboði stjórnmálaflokka, enda mjög rúmar reglur í gildi um framboð stjórnmálaflokka. Í raun dugar að skila upplýsingum um stjórnmálaflokk í a.m.k. í 6 orðum, eða þá með lýsandi orði eins og „Independent“, auk uppáskrift 10 meðmælenda búsettra í kjördæminu.
Kosningarétt hafa þeir sem eru 18 ára og eldri, hafa breskan ríkisborgararétt, eða fullgildir borgarar breska Samveldisins, eða írskir ríkisborgarar búsettir í Bretlandi og hafa óskað eftir því að hafa kosningarétt. Þeir sem geta því ekki kosið eru þeir sem eru undir 18 ára aldri, þeir sem sitja í lávarðardeildinni, fangar (þeir smíða þó kjörklefanna sem notaðir eru) og borgarar sem ekki hafa skráð sig á kjörskrá. Breskir ríkisborgarar sem eru búsettir erlendis hafa heimild til að kjósa, að uppfylltum skilyrðum hér að ofan, í allt að 15 ár frá því þeir fluttu. Á kjörskrá fyrir þessar þingkosningarnar voru 44,28 milljón kjósenda, í samanburði við 44,55 milljón kjósenda í þingkosningunum 2001. Kjörskráin skiptist þannig að í Englandi voru kjósendur 37,04 milljón, í Skotlandi 3,86 milljón, í Wales 2,23 milljónir og á Norður Írlandi 1,15 milljónir kjósenda.
Frambjóðendur verða að vera 21 árs eða eldri. Þeir sem geta ekki boðið sig fram eru þeir sem sitja í lávarðardeildinni, gjaldþrota einstaklingar, starfsmenn konungsdæmisins, fangar og aðilar sem hafa verið uppvísir að kosningasvindli. Framboð verða að vera studd af 10 kjósendum í kjördæminu, það þarf að leggja fram £ 500 sem tryggingu, og fæst sú upphæð ekki endurgreidd fái framboðið minna en 5% heildaratkvæða.
Kjörstaðir á Englandi og Wales eru um 45.000 og eru þeir opnir frá kl. 7:00 til kl. 22:00. Það þarf að sjálfsögðu mikið af starfsfólki í kringum þessa vinnu og á vegum The Electoral Commission einnar eru þetta um 150 starfsmenn, eru þeir staðsettir í London, Edinborg, Cardiff og Belfast. En síðan skipa Returning Officers í hverju kjördæmi annað starfsfólk til að annast framkvæmdina. Þar sem kjörtímabilið í Bretlandi er 5 ár þá eru miklar líkur til að það sé nýtt starfsfólk í hverjum kosningum. The Electoral Commission hefur því talið mjög mikilvægt að setja reglur um ýmis framkvæmdaatriði, gefa út upplýsingabæklinga og að þjálfa starfsfólkið. Kostnaður við framkvæmd þingkosninganna núna, á Englandi og Wales, var áætlaður um £ 71 milljón, en árið 2001 voru það £ 51 milljón og árið 1997 voru það £ 46 milljónir.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aukist mikið frá árinu 2001, en fyrir þann tíma voru hlutföll þeirra atkvæða um 2%. Frá 2001 hefur þeim fjölgað mikið, ekki síst vega þess að nú þarf ekki að skýra frá því hvers vegna fólk ætli að kjósa utankjörfundar. Í þingkosningunum 2001 þá eru þau 3,9%, voru 8,3% í Evrópusambandskosningunum árið 2004, og bjuggust menn við því að þau yrðu um 15% í kosningunum núna, eða um 6 milljónir atkvæða. Hlutfall utankjörfundaratkvæða getur verið frá um 3,5% til um 50% í einstaka kjördæmum. Þess ber að geta að hægt er að sækja um að kjósa utankjörfundar allt að 6 dögum fyrir kjördag.
Flokkarnir hafa lista yfir fólk sem ætlar að kjósa utankjörfundar, fólk hefur val um að senda atkvæði sitt til flokksins eða yfirvalda. Komi fólk á kjörstað og ætli sér að kjósa að sjálfsögðu, og að í ljós kemur að viðkomandi hafi óskað eftir því að fá sendan kjörseðil sinn heim, þá fær viðkomandi að kjósa með bleikum kjörseðli, sem er haldið til haga þar til að ljóst sé hverju það veldur að viðkomandi hafa verið skráður sem kjósandi utankjörfundar.
Kjörsóknin var með minnsta móti í síðustu kosningum, þ.e. árið 2001, eða um 59,4%. Í þingkosningum fram að árinu 1997 var kjörsókn frá 70 til 77% og var í þingkosningunum 1997 70,9%. Í sveitastjórnarkosningunum er kjörsóknin venjulega frá 30 til 40%. Í síðustu kosningum til Evrópuþingsins, eða árið 2004, var kjörsókn 38,2% og árið 1999 24,1%. The Electoral Commission leggur að sjálfsögðu áherslu á að fá fólk til að skrá sig til kosninganna. Í herferð þeirra var mikil áhersla lögð í að ná til ungra manna 18 til 24 ára. En kannanir sýna að sá aldurshópur hefur sýnt hvað mest skeytingaleysi gagnvart stjórnmálum. Reynt var að svara áleitnum spurningum, eins og um ástæður/tilgang þessa að kjósa og hverju þær í raun skipta einstaklinginn máli. En einmitt þar verður að segjast að sé lykillinn að því að gera stjórnmál áhugaverð, þ.e. með því að stilla þeim upp sem verkfæri til að koma persónulegum skoðunum á framfæri. Afrakstur þessarar herferðar var mældur eftir Evrópuþingskosningarnar 2004 og kom í ljós að 64% aðspurða höfðu séð herferðina, 1/3 hafði kosið vegna hennar, ¼ höfðu rætt um kosningarnar vegna þeirra og aðeins 15% hefðu ekkert aðhafst vegna herferðarinnar. Sett hafði verið upp vefsíða, frír upplýsingasími og auglýsingar á strætó. Í sjónvarpi hafi verið hvatt til að kjósa t.d. vegna umræðu um lokunartíma kráa kl. 23, og hreins lofts. Í útvarpsauglýsingunni hafði t.d. verið talað um bílastæði og leikvöllinn. Síðan var komið fyrir stöndum í verslunarkjörnum, allt í samræmdu útliti. Hringingar í frían síma jukust um 1.200 á hverjum degi og heimsóknir 5.000 til 10.000 fleiri á vefinn á hverjum degi. Uppskeran var jákvæðari umræða um stjórnmál almennt. Það fóru 4 milljónir punda í þetta verkefni árið 2004.
Fjármögnun kosningabaráttunnar er háð skilyrðum og veður t.d. að tilkynna öll fjárframlög sem eru hærri en £ 5.000 til stjórnmálaflokks og þau framlög sem eru hærri en £ 1.000 til flokksfélaga. Stjórnmálaflokkum er gert skylt að skýra vikulega frá þessum framlögum í kosningabaráttunni. Útgjöld eru háð skilyrðum, flokkar sem bjóða fram í öllum kjördæmum mega að hámarki eyða £ 19,38 milljónum eða £ 30.000 í hvert kjördæmi. Upplýsingum um útgjöld verður að skila í síðasta lagi ári eftir kosningar. Frambjóðendurnir mega eyða að grunni til £ 7.150 til kosningabaráttunnar, til viðbótar er heildarfjöldi kjósenda margfaldaður með stuðlinum 0,07 og þannig fæst sú heildarupphæð sem má eyða. Á landsvísu er ekkert hámark á því sem stjórnmálaflokkar mega eyða og er talið að það hafi verið um £ 21. milljón sem var kostað til í síðustu kosningum.
Skoðanakannanir hafa mjög sett svip sinn á umræðuna frá degi til dags í kosningabaráttunni. Í Bretlandi eru það um 7 til 9 aðilar sem sjá um framkvæmd þeirra og eru dagblöðin helstu viðskiptavinir fyrirtækjanna. Í raun eru slíkar kannanir þó aðeins 1% verkefna þeirra hjá MORI. Það fóru um £ 1,5 milljónir hjá stóru flokkunum í að gera kannanir í síðustu kosningum 2001. Það eru engar reglur til um þessa upplýsingaleit en algengast er að beitt sé fókus-hópum og hringingum í fólk. Fyrir síðustu kosningar kom fram 60% þjóðarinnar vildu banna kannanir fyrir kosningar, einnig vildu í raun 50% þjóðarinnar einnig banna umfjöllun almennt um kosningar. Við framkvæmd kannana er mikilvægt að spyrja réttu spurninganna, spyrja rétta hópinn og að fjölmiðlar túlki upplýsingar rétt. Ef eitthver þessara þátta misferst er könnunin ónýt.
Útgönguspár eru framkvæmdar af tveimur aðilum, fulltrúa stjórnmálaflokkana og aðilum frá BBC/ITV; þær eru framkvæmdar á 120 kjörstöðum og eru um 16.500 kjósendur í úrtakinu.
Bristol.
Öllum þátttakendum var skipt upp í hópa til að fylgjast með kosningunum á vettvangi í hinum ýmsu stöðum, s.s. Birmingham, Cambridge og Bristol, mér er ekki kunnugt um hvort að aðrir staðir voru einnig heimsóttir, en veit þetta fyrir víst eftir viðtöl við nokkra þátttakenda í ráðuneytinu. Undirritaður var í hópi með fulltrúum frá Svíþjóð, Slóvakíu, Rúmeníu og Suður-Afríku. Var þetta í alla staði sérlega skemmtileg, það voru 6 þingmenn í hópnum, sem var sérlega skemmtilegt og t.d. mjög gaman að fræðast um stjórnmálin í Suður Afríku.
Í Bristol gafst okkur m.a. tækifæri til að hitta Stuart Hook frá South Gloucester Council og fara yfir ýmsa þætti í framkvæmd kosninganna, en þá sérstaklega utankjörfundaratkvæðin, enda mesti veikleikin í framkvæmdinni almennt. Á kjördag fórum við á kjörstað í Kingwood Civic Centre og fylgdumst með framkvæmdinni. Síðar sama dag sóttum við heim ritstjórnarskrifstofur The Western Daily Press og voru upplýst um verkáætlun þeirra í umfjöllun um kosningarnar og eins hvernig þeir myndu haga vinnulagi sínu fyrir kosninganóttina og útgáfu blaðsins tvisvar þá nóttina. Kosningakvöldið vorum við viðstödd talningu atkvæða og verður að segjast að öll sú umgjörð hafi verið til fyrirmyndar, minnstu smáatriðin úthugsuð.
Veikir hlekkir í framkvæmd kosninganna.
Kosningakerfið Bretlandi á sér langa hefð, byggt á gagnkvæmu trausti og góðri trú á millum kjósenda og framkvæmdaaðila. Komið hafa fram veikleikar í framkvæmd með utankjörfundaratkvæðisseðla, en þeir eru sendir heim til þeirra kjósenda sem óska að kjósa utankjörfundar og það er á þeirra ábyrgð að skila þeim á réttan stað.
Mikið rætt um kosningasvindlið í Birmingham á fundinum í ráðuneytinu. En í síðustu sveitastjórnarkosningum, 2004, var fjöldi kosningabærra manna sagður með heimilisfesti í yfirgefnu pakkhúsi, utankjörfundarseðlar voru sendir á þetta heimilisfang og óprúttnir aðilar fylltu út seðlana og skiluð inn til kjörstjórnar. Þetta dæmi er auðvitað lýsandi fyrir það vandamál að ekki skuli vera til þjóðskrá í landinu, og að hægt væri að mynda kjörskrárstofn frá henni.
Eins kom fram í fjölmiðlum að 5 ára barn fékk sendan kjörseðil, í því tilviki hafa foreldrarnir lagt fram umsókn fyrir hönd þess, enda þarf aðeins að leggja fram nafn og heimilisfang. Það vinnst engin tími fyrir framkvæmdaraðila að sannreyna hvort að viðkomandi hafa kosningarétt áður en seðlar eru sendir út.
Það eru engin nafnskírteini í Bretlandi og því engin þjóðskrá. Umræðan um upptöku slíkrar þjóðskrár er mikið mannréttinda mál að mati Breta. Þó gefa þeir út heilbrigðiskort til allra landsmanna. Eins er það umhugsunarvert í allri þessari mannréttindaumræðu, að daglega nota landsmenn kredit- og debetkort og því raun stórkostleg upplýsingasöfnun í gangi daglega og engin spyr í raun hvernig þær upplýsingar eru meðhöndlaðar.
þriðjudagur, maí 17, 2005
PLANET MARZ — Örsaga.
Framfarafélagið hélt þó ótrautt áfram sinni baráttu við að þróa hugmyndina og laugardaginn 17. apríl, árið 2004, samþykkti félagið að standa að stofnun og rekstri PLANET MARZ. Samþykkt tillögunar á sínum tíma fór eins og eldur um sinu um gjörvalla heimsbyggðina ekki síst vegna óvissunnar er var mikil ennþá um samskipti við nýja nágranna.
Í Málvík upphófst nýtt framfararskeið, bjartsýnin var mikil og strax á framkvæmdatímanaum varð PLANET MARZ stærsti vinnuveitandinn í bæjarfélaginu og máttarstólpi. Nágranarsveitarfélögum Málvíkur þótti í framhaldi af þessu mikilvægt og nauðsynlegt að sameinast Málvík, sem og varð til að styrkja og efla mótvægið við höfuðborgarsvæðið. Stjórnvöld voru að vísu að hvetja til sameiningar sveitarfélaga í landinu á þessum tíma, en í dag má fullyrða að framsýni og hugmyndaauðgi félagsmanna Framfarafélagsins hafi haft gríðarleg áhrif hér á.
PLANET MARZ var ætlað að vera hvíldar- og afþreyingarmiðstöð fyrir Marsbúa hér á jörðinni, þó enn væri óvíst að könnunarför jarðarbúa til Mars myndu á þessum tímapunkti skila árangri. Tekist hafði að senda myndir til jarðar, en mikil óvissa um hvort þar fyrirfyndist eitthvert líf. Mannað far hafði ekki enn verið sent til plánetunnar.
En framsýni og trú fólksins í Málvík á sjálfu sér hafði úrslitaárhrif og það nýti þau stórkostlegu tækifæri sem myndu gefast með væntanlegum samskiptum við hin nýja heim. Það voru ekki margir sem sáu fyrir sér að í Málvík myndu eðlis-og stjörnufræðingar eða flugumferðarstjórar verða bráðnauðsynlegir, en sú varð raunin. Málvík hefur verið til dagsins í dag komu- og brottfararmiðstöð Marsbúa til og frá jörðinni. Og margfeldisáhrifin af hvíldar- og afþreyingarmiðstöðinni skapað þúsundir starfa á öllum sviðum á þeim árum sem liðið hafa.
Allt of mörg vænleg tækifæri, höfðu tapast frá Málvík á árunum fyrir 2004 og félagsmönnum í Framfarafélaginu fannst því skylda og hlutverk sitt að taka af skarið. Sanna að til væri hópur fólks sem væri óhrætt að takast á við framtíðina og styrkja um leið byggðalagið. Þeir aðilar sem gagnrýndu hugmyndina strax í upphafi og reyndu að koma í veg fyrir hana, eru í dag löngu þagnaðir. Framfarafélagið í Málvík hóf á sínum tíma FRAMSÓKN til heilla fyrir jarðar- og marsbúa, sem stendur enn.
──────────
Höfundur: Apríl.
fimmtudagur, apríl 28, 2005
Ekki missa af þessu!!
Með málþinginu er ætlunin að ræða áhrif Jónasar annars vegar á skólamálin og hinsvegar á stjórnmálin og heiðra minningu hans í leiðinni.
Hér að neðan er dagskrá málþingsins:
Arfur Jónasar – Málþing um Jónas Jónsson frá Hriflu í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá fæðingu hans.
Kl. 13-16 sunnudaginn 1. maí á Bifröst.
Dagskrá þingsins:
Stjórnmálamaðurinn Jónas:
Erindi: Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur
Viðbrögð: Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Ívar Jónsson, prófessor á Bifröst.
Skólamaðurinn Jónas:
Erindi: Helgi Skúli Kjartansson, prófessor við KHÍ.
Viðbrögð: Ása Björk Stefánsdóttir, meistaranemi við KHÍ og Jónas Guðmundsson, fyrrv. rektor á Bifröst.
Fundarstjóri: Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður.
Léttar veitingar að málþingi loknu
Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.