Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður framtíðarnefndar Samfylkingarinnar, hafði í höndunum vinningsstöðu í liðinni viku. Solla hafði færi á að koma fram í fjölmiðlum sem vísdómsmaður í íslenskum stjórnmálum og hafa yfir alþjóð að „svona gera menn ekki“. Slík yfirlýsing af hennar hálfu hefði getað haft afdrífaríkar afleiðingar fyrir allt þingið og þá ekki síst stöðu þeirra sem studdu umdeilt eftirlaunafrumvarp. Pólitískt nef Ingibjargar, fyrir möguleikum í stöðum sem þessum, þar sem mál hreinlega hrópa á andstæðar skoðanir, ekki síst í því ljósi að velflestir þingmenn voru á góðri leið með að styðja mál er féll í jafn grýttan jarðveg hjá landsmönnum, brást hrapanlega þegar Solla í hjarta sínu sá möguleika á að koma að sínum eigin hagsmunum.
Ingibjörg lagði á það ofuráherslu, að formenn flokka er ekki eru ráðherrar og ekki á þingi, ættu einnig möguleika á að krækja í þær hækkanir er í boði voru. Slíkur var þunginn í þessari kröfu að Fylkingin hagræddi nefndarmönnum sínum í allsherjarnefnd þingsins, þar sem eftirlaunafrumvarpið var til umræðu, og settu inn einn þrautreyndasta þingmann sinn, Rannveigu Guðmundsdóttur, fyrrverandi ráðherra, til að auka líkur sínar til muna um að tillaga þeirra fylkingarmanna næði fram að ganga. Ingibjargar bíður það hlutverk, að hennar sögn, að leiða Fylkinguna eftir næsta landþing hennar, sitjandi utan þings að öllu óbreyttu, í því ljósi hafði Solla einlæga von um sneið af eftirlaunafrumvarpinu, en svo fór sem fór.
Það er með ólíkindum að jafn sjóaður stjórnmálamaður skuli hafa látið hankað sig svona, neitað m.a. fjölmiðlum um viðtöl, hreinlega hverfa af vettvangi, þegar gullið tækifæri gafst til að spila lykilhlutverk í máli sem varð jafn óvinsælt meðal almennings og raun bar vitni. Það fer að vísu að verða mjög vandræðaleg staða að hreinlega vera stjórnmálamaðurinn Solla í desembermánuði ár hvert.
Alþjóð er í fersku minni hvernig farsælum borgarstjóra tókst að glutra úr höndum sér stjórn borgarinnar í desember í fyrra, uppákoma síðustu daga á sér í raun þá hliðstæðu að Ingibjörg Sólrún metur rangt hvar hagsmunir hennar eigi heima hverju sinni. Það er orðið landslýð deginum ljósara að pólitískar ákvarðanir er Ingibjörg þarf að taka með litlum eða engum fyrirvara eru dæmdar til að mistakast.
miðvikudagur, desember 17, 2003
þriðjudagur, desember 16, 2003
Íslenskur landbúnaður í Evrópusambandinu.
„Innganga Íslendinga í Evrópusambandið (ESB) nú, í samanburði við núverandi stuðningskerfi ríkisins við landbúnaðinn, mun m.a. leiða til samdráttar og tekjumissis í landbúnaði og afurðastöðvum. Þessu valda einkum breytingar sem gera má ráð fyrir að verði á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og innfluttrar.“ ... „Hver áhrifin á framleiðslu búvara verða mun ráðast annars vegar af því hve miklar þessar verðlækkanir verða og hins vegar hvort auknum styrkjum verður beint til landbúnaðarframleiðslu og hvernig þeir dreifast milli framleiðenda.“
Þetta kemur fram í skýrslu hóps frá því í nóvember, er utanríkisráðherra skipaði, vorið 2002, til að fjalla um óvissuþætti varðandi stöðu íslensks landbúnaðar andspænis Evrópusambandinu (ESB) og hugsanlegri aðild Íslands að því, svo og andspænis stefnuákvörðunum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þróun alþjóðavæðingar almennt. Líkt og sjá má þá var hópnum ætlað að fjalla um landbúnað mjög rúmt og verða það því að teljast nokkur vonbrigði að hópurinn skyldi aftur á móti skilgreina hlutverk sitt mun þrengra, þ.e. að einkum skyldi hópurinn sinna þáttum er lúta að fækkun óvissuþátta sem varða íslenskan landbúnað andspænis landbúnaðarstefnu ESB, að afla upplýsinga um stöðu landbúnaðar í nágrannalöndunum, auk á vettvangi ESB og WTO. Þessar staðreyndir verða að skoðast í því ljósi að um áfangaskýrslu er að ræða og hópnum mun verða ætlað að halda áfram að fylgjast með þróun landbúnaðar í alþjóðlegu samhengi.
Fullyrðingin hér að ofan þarf ekki að koma á óvart því að t.d. er Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) nú þegar drifkraftur í að endurskoða landbúnaðarstefnuna á heimsvísu og þar sem má búast við samningum um minnkandi hindranir gegn innflutningi landbúnaðarafurða og einnig um strangar takmarkanir á ríkisstuðningi við landbúnað. Með aðild að Evrópusambandinu mun landbúnaðarstefna sambandsins hafa grundvallaráhrif á starfsumhverfi íslensks landbúnaðar, þ.e. hluti af innri markaði ESB með tilheyrandi niðurfellingu tolla. Í 33. gr. Rómarsáttmálans segir að: tryggja viðunandi lífsviðurværi landbúnaðarsamfélaga, auka framleiðni í landbúnaði, tryggja stöðugleika á mörkuðum, tryggja nægt framboð matvæla og tryggja sanngjarnt verð til neytenda. Til þess að ná þessum markmiðum voru settar sameiginlegar samkeppnisreglur um landbúnaðinn, markaðsskipulag var samhæft og sameiginlegum markaði komið á, þ.e. komið á stjórnun sem byggist á tveimur stoðum, markaðsstjórnun og byggðaþróun. Þá tilhögun við framkvæmd markmiða á markaði, með samræmdum reglum, hafa Íslendingar nú reynt í 10 ár með fjórfrelsinu, með samningnum um EES. Evrópusambandið hefur þó ekki, frekar en aðrir landbúnaðarframleiðendur, farið varhluta af offramleiðslu, óhóflegum útgjöldum, óhagræði við framleiðslu og neikvæðum áhrifum á umhverfið. Forysta ESB hefur nýlega lokið áfanga með endurskoðun sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar sinnar og í framhaldi ákveðið að draga mjög úr beinum ríkisstuðningi við búvöruframleiðsluna. ESB ætlar sér að mæta því, auk fækkunar starfa, með auknum stuðningi við byggðaþróun, umhverfisverkefni og aðra nýsköpun á landsbyggðinni.
Íslenskur landbúnaður er undir stöðugum áhrifum frá ytra umhverfi sínu, einkum og sér í lagi í krafti WTO, þar sem afstaða ESB ræður m.a. miklu um framvindu ýmissa hagsmunamála Íslands, þ.m.t. á sviði landbúnaðar. Talið er að líkindum muni stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), koma til framkvæmda eftir 2006. Þær munu líklega breyta öllum viðhorfum í íslenskum landbúnaðarmálum og m.a. verður þá einnig að endurmeta hugsanleg áhrif ESB og aðildar Íslendinga að ESB. Á þessu tímabili mun jafnframt ESB sjálft breytast. Íslenskur landbúnaður nýtur mikillar sérstöðu, hreinleika náttúrunnar og heilbrigði dýra, sem má ekki glatast og framsóknarmenn hafa ávalt lagt áherslu á mikilvægi landbúnaðar fyrir land og þjóð. En Framsóknarflokkurinn verður einnig standa að nauðsynlegum umbótum innann landbúnaðarins; það er nauðsynlegt að laga íslenskan landbúnað að breyttum aðstæðum.
Þetta kemur fram í skýrslu hóps frá því í nóvember, er utanríkisráðherra skipaði, vorið 2002, til að fjalla um óvissuþætti varðandi stöðu íslensks landbúnaðar andspænis Evrópusambandinu (ESB) og hugsanlegri aðild Íslands að því, svo og andspænis stefnuákvörðunum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þróun alþjóðavæðingar almennt. Líkt og sjá má þá var hópnum ætlað að fjalla um landbúnað mjög rúmt og verða það því að teljast nokkur vonbrigði að hópurinn skyldi aftur á móti skilgreina hlutverk sitt mun þrengra, þ.e. að einkum skyldi hópurinn sinna þáttum er lúta að fækkun óvissuþátta sem varða íslenskan landbúnað andspænis landbúnaðarstefnu ESB, að afla upplýsinga um stöðu landbúnaðar í nágrannalöndunum, auk á vettvangi ESB og WTO. Þessar staðreyndir verða að skoðast í því ljósi að um áfangaskýrslu er að ræða og hópnum mun verða ætlað að halda áfram að fylgjast með þróun landbúnaðar í alþjóðlegu samhengi.
Fullyrðingin hér að ofan þarf ekki að koma á óvart því að t.d. er Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) nú þegar drifkraftur í að endurskoða landbúnaðarstefnuna á heimsvísu og þar sem má búast við samningum um minnkandi hindranir gegn innflutningi landbúnaðarafurða og einnig um strangar takmarkanir á ríkisstuðningi við landbúnað. Með aðild að Evrópusambandinu mun landbúnaðarstefna sambandsins hafa grundvallaráhrif á starfsumhverfi íslensks landbúnaðar, þ.e. hluti af innri markaði ESB með tilheyrandi niðurfellingu tolla. Í 33. gr. Rómarsáttmálans segir að: tryggja viðunandi lífsviðurværi landbúnaðarsamfélaga, auka framleiðni í landbúnaði, tryggja stöðugleika á mörkuðum, tryggja nægt framboð matvæla og tryggja sanngjarnt verð til neytenda. Til þess að ná þessum markmiðum voru settar sameiginlegar samkeppnisreglur um landbúnaðinn, markaðsskipulag var samhæft og sameiginlegum markaði komið á, þ.e. komið á stjórnun sem byggist á tveimur stoðum, markaðsstjórnun og byggðaþróun. Þá tilhögun við framkvæmd markmiða á markaði, með samræmdum reglum, hafa Íslendingar nú reynt í 10 ár með fjórfrelsinu, með samningnum um EES. Evrópusambandið hefur þó ekki, frekar en aðrir landbúnaðarframleiðendur, farið varhluta af offramleiðslu, óhóflegum útgjöldum, óhagræði við framleiðslu og neikvæðum áhrifum á umhverfið. Forysta ESB hefur nýlega lokið áfanga með endurskoðun sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar sinnar og í framhaldi ákveðið að draga mjög úr beinum ríkisstuðningi við búvöruframleiðsluna. ESB ætlar sér að mæta því, auk fækkunar starfa, með auknum stuðningi við byggðaþróun, umhverfisverkefni og aðra nýsköpun á landsbyggðinni.
Íslenskur landbúnaður er undir stöðugum áhrifum frá ytra umhverfi sínu, einkum og sér í lagi í krafti WTO, þar sem afstaða ESB ræður m.a. miklu um framvindu ýmissa hagsmunamála Íslands, þ.m.t. á sviði landbúnaðar. Talið er að líkindum muni stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), koma til framkvæmda eftir 2006. Þær munu líklega breyta öllum viðhorfum í íslenskum landbúnaðarmálum og m.a. verður þá einnig að endurmeta hugsanleg áhrif ESB og aðildar Íslendinga að ESB. Á þessu tímabili mun jafnframt ESB sjálft breytast. Íslenskur landbúnaður nýtur mikillar sérstöðu, hreinleika náttúrunnar og heilbrigði dýra, sem má ekki glatast og framsóknarmenn hafa ávalt lagt áherslu á mikilvægi landbúnaðar fyrir land og þjóð. En Framsóknarflokkurinn verður einnig standa að nauðsynlegum umbótum innann landbúnaðarins; það er nauðsynlegt að laga íslenskan landbúnað að breyttum aðstæðum.
mánudagur, desember 15, 2003
Mikilvægi leiguhúsnæðis og húsaleigubóta.
Í fréttabréfi um húsaleigubætur, sem félagsmálaráðuneytið er nýhafið að gefa út, kemur fram að allt frá því að húsaleigubætur voru fyrst greiddar hefur verið töluverð aukning milli ára, en gríðarleg aukning varð milli áranna 2001 og 2002 í kjölfar breytinga á lögum um húsaleigubætur þar sem bótaréttur var aukinn. Enn er mikil aukning milli ára og er áætlað að um 25,8% raunaukning verði á greiddum bótum milli áranna 2002 og 2003.
Á sínum tíma þá mat Þjóðhagsstofnun að húsaleigubætur, fyrir upphafsárið 1995, kæmu þær til með að kosta ríki og sveitarfélög samtals um kr. 650 millj. Fjöldi bótaþega var áætlaður um 5.500 er myndi skiptast þannig að um 750 hjón fengju bætur, 1.400 einstæðir foreldrar og 3.300 einstaklingar. Áætlað var að um 22% hjóna á almennum leigumarkaði kæmu til með að fá bætur, 73% einstæðra foreldra og 58% einstaklinga. Þá taldi stofnunin að bætur kæmu til með að hækka tekjur hjóna og einhleypra að meðaltali um 10% og einstæðra foreldra um 17%.
Útborgun húsaleigubóta árin 1995 og 1996 varð lægri en áætlanir Þjóðhagsstofnunar höfðu gert ráð fyrir, en greiðslur fyrsta árið námu kr. 215 millj. Haft skal í huga að erfitt var að áætla nákvæmlega útborgun húsaleigubóta þar sem mikilvægar forsendur, eins og afkoma heimilanna, atvinnuþátttaka og atvinnuleysi, geta verið breytilegar frá einum tíma til annars. Sú staðreynd er einnig þekkt að af ýmsum ástæðum nýta ekki allir sér rétt til bóta; um getur verið að ræða vanþekkingu, ákveðið val eða viðkomandi hafi ekki til þess möguleika þegar leigusali hafnar þinglýsingu leigusamninga.
Húsaleigubótum er ætlað það tvíþætta hlutverk að koma á niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði hjá tekjulágum einstaklingum og jafnframt að draga úr þeim aðstöðumun sem í dag ríkir með tilliti til þess hvort um er að ræða eigendur eða leigjendur að íbúðarhúsnæði. Þannig er ætlað að stuðla að því að einstaklingar eigi meira val milli eignar og leigu og veita einstaklingum svigrúm til þess að vera á leigumarkaði á meðan verið er að byggja upp eigin sparnað til fasteignakaupa. Leigjendur eru sá hópur í þjóðfélaginu sem er að jafnaði tekjulægstur og eignalítill.
Í fyrstu lögum um húsaleigubætur var kveðið á um atriði sem girtu fyrir rétt til húsaleigubóta, þar var m.a. kveðið á um að réttur til bóta væri ekki fyrir hendi ef leiguíbúð væri í eigu ríkissjóðs, sveitarfélags eða fyrirtækis sveitarfélags. Sá réttur er ekki lengur undanskilinn í lögunum.
Þegar litið er á flokkun húsnæðis þeirra er njóta húsaleigubóta kemur í ljós að stærsti hluti bótaþega býr í almennu leiguhúsnæði, eða um 49,5%, rúm 38% eru í félagslegum íbúðum, rúm 10% á námsgörðum eða heimavist og 2,5% á sambýlum.
Á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2003 hafa sveitarfélögin greitt um kr. 888 millj. í húsaleigubætur. Í endurskoðuðum greiðsluáætlunum sveitarfélaga er gert ráð fyrir að greiddar verði um kr. 305 millj. á fjórða ársfjórðungi 2003. Í heildina er því gert ráð fyrir að greiddar verði um kr. 1.193 millj. í húsaleigubætur á árinu en í byrjun árs var gert ráð fyrir að um 1.164 m.kr. yrðu greiddar út. Húsaleigubætur hafa því stórhækkað og ekki síst eftir að þær urðu skattfrjálsar frá ársbyrjun 2002.
Í haust var kynnt mjög viðamikil könnun, framkvæmd af Gallup, um stöðu á húsnæðismarkaði í dag, þar kom m.a. fram að rúm 11% landsmanna er í leiguhúsnæði og eru það yngstu aldurshóparnir, 20 til 34 ára, þar fjölmennastir, eða rúm 20%. Jafnframt kom fram að 49% leigjanda telur sig vera í tímabundinni leigu og 41,5% telur sig vera leigjanda af nauðsyn.
Að frumkvæði stjórnvalda var hafið sérstakt átak til að auka framboð leiguhúsnæðis á árinu 2001, gert var rammasamkomulag um að byggðar yrðu 600 leiguíbúðir næstu fjögur árin til viðbótar almennum heilmildum Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða og var lögð áhersla á að auka framboð minni íbúða. Þessar heimildir Íbúðalánasjóðs hafa allar verið nýttar að fullu um land allt. Einnig var gert samkomulag við húsnæðissamvinnufélagið Búseta um byggingu og rekstur 300 leiguíbúða á næstu fjórum árum. Rúmum 100 íbúðum hefur verið ráðstaf af þeirri heimild.
Öflugur leigumarkaður er því mikilvægur þáttur í heildstæðri húsnæðisstefnu og ekki síst mikilvægur unga fólkinu. Stjórnvöld eru enn að vinna að úrbótum að auknu framboði leiguhúsnæðis og hefur verið ákveðið að yfirfara stöðu leigumarkaðarins og leigjenda og framkvæma einnig greiningu á biðlistum hjá félagasamtökum og sveitafélögum eftir leiguhúsnæði.
Löngun og vilji til að búa í eigin húsnæði hefur verið rík, sem má sjá af því að 93% þátttakenda í könnun Gallup vilja frekar búa í eigin húsnæði en að velja að vera á leigumarkaði. Það eru síðan 92% þátttakenda sem eru ánægðir með það húsnæði sem það býr í í dag.
Allra mikilvægast er samt sem áður að ná að draga úr skörpum andstæðum á milli kynslóða í húsnæðismálum og gera leigumarkað að viðurkenndum kost í húsnæðismálum.
Á sínum tíma þá mat Þjóðhagsstofnun að húsaleigubætur, fyrir upphafsárið 1995, kæmu þær til með að kosta ríki og sveitarfélög samtals um kr. 650 millj. Fjöldi bótaþega var áætlaður um 5.500 er myndi skiptast þannig að um 750 hjón fengju bætur, 1.400 einstæðir foreldrar og 3.300 einstaklingar. Áætlað var að um 22% hjóna á almennum leigumarkaði kæmu til með að fá bætur, 73% einstæðra foreldra og 58% einstaklinga. Þá taldi stofnunin að bætur kæmu til með að hækka tekjur hjóna og einhleypra að meðaltali um 10% og einstæðra foreldra um 17%.
Útborgun húsaleigubóta árin 1995 og 1996 varð lægri en áætlanir Þjóðhagsstofnunar höfðu gert ráð fyrir, en greiðslur fyrsta árið námu kr. 215 millj. Haft skal í huga að erfitt var að áætla nákvæmlega útborgun húsaleigubóta þar sem mikilvægar forsendur, eins og afkoma heimilanna, atvinnuþátttaka og atvinnuleysi, geta verið breytilegar frá einum tíma til annars. Sú staðreynd er einnig þekkt að af ýmsum ástæðum nýta ekki allir sér rétt til bóta; um getur verið að ræða vanþekkingu, ákveðið val eða viðkomandi hafi ekki til þess möguleika þegar leigusali hafnar þinglýsingu leigusamninga.
Húsaleigubótum er ætlað það tvíþætta hlutverk að koma á niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði hjá tekjulágum einstaklingum og jafnframt að draga úr þeim aðstöðumun sem í dag ríkir með tilliti til þess hvort um er að ræða eigendur eða leigjendur að íbúðarhúsnæði. Þannig er ætlað að stuðla að því að einstaklingar eigi meira val milli eignar og leigu og veita einstaklingum svigrúm til þess að vera á leigumarkaði á meðan verið er að byggja upp eigin sparnað til fasteignakaupa. Leigjendur eru sá hópur í þjóðfélaginu sem er að jafnaði tekjulægstur og eignalítill.
Í fyrstu lögum um húsaleigubætur var kveðið á um atriði sem girtu fyrir rétt til húsaleigubóta, þar var m.a. kveðið á um að réttur til bóta væri ekki fyrir hendi ef leiguíbúð væri í eigu ríkissjóðs, sveitarfélags eða fyrirtækis sveitarfélags. Sá réttur er ekki lengur undanskilinn í lögunum.
Þegar litið er á flokkun húsnæðis þeirra er njóta húsaleigubóta kemur í ljós að stærsti hluti bótaþega býr í almennu leiguhúsnæði, eða um 49,5%, rúm 38% eru í félagslegum íbúðum, rúm 10% á námsgörðum eða heimavist og 2,5% á sambýlum.
Á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2003 hafa sveitarfélögin greitt um kr. 888 millj. í húsaleigubætur. Í endurskoðuðum greiðsluáætlunum sveitarfélaga er gert ráð fyrir að greiddar verði um kr. 305 millj. á fjórða ársfjórðungi 2003. Í heildina er því gert ráð fyrir að greiddar verði um kr. 1.193 millj. í húsaleigubætur á árinu en í byrjun árs var gert ráð fyrir að um 1.164 m.kr. yrðu greiddar út. Húsaleigubætur hafa því stórhækkað og ekki síst eftir að þær urðu skattfrjálsar frá ársbyrjun 2002.
Í haust var kynnt mjög viðamikil könnun, framkvæmd af Gallup, um stöðu á húsnæðismarkaði í dag, þar kom m.a. fram að rúm 11% landsmanna er í leiguhúsnæði og eru það yngstu aldurshóparnir, 20 til 34 ára, þar fjölmennastir, eða rúm 20%. Jafnframt kom fram að 49% leigjanda telur sig vera í tímabundinni leigu og 41,5% telur sig vera leigjanda af nauðsyn.
Að frumkvæði stjórnvalda var hafið sérstakt átak til að auka framboð leiguhúsnæðis á árinu 2001, gert var rammasamkomulag um að byggðar yrðu 600 leiguíbúðir næstu fjögur árin til viðbótar almennum heilmildum Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða og var lögð áhersla á að auka framboð minni íbúða. Þessar heimildir Íbúðalánasjóðs hafa allar verið nýttar að fullu um land allt. Einnig var gert samkomulag við húsnæðissamvinnufélagið Búseta um byggingu og rekstur 300 leiguíbúða á næstu fjórum árum. Rúmum 100 íbúðum hefur verið ráðstaf af þeirri heimild.
Öflugur leigumarkaður er því mikilvægur þáttur í heildstæðri húsnæðisstefnu og ekki síst mikilvægur unga fólkinu. Stjórnvöld eru enn að vinna að úrbótum að auknu framboði leiguhúsnæðis og hefur verið ákveðið að yfirfara stöðu leigumarkaðarins og leigjenda og framkvæma einnig greiningu á biðlistum hjá félagasamtökum og sveitafélögum eftir leiguhúsnæði.
Löngun og vilji til að búa í eigin húsnæði hefur verið rík, sem má sjá af því að 93% þátttakenda í könnun Gallup vilja frekar búa í eigin húsnæði en að velja að vera á leigumarkaði. Það eru síðan 92% þátttakenda sem eru ánægðir með það húsnæði sem það býr í í dag.
Allra mikilvægast er samt sem áður að ná að draga úr skörpum andstæðum á milli kynslóða í húsnæðismálum og gera leigumarkað að viðurkenndum kost í húsnæðismálum.
fimmtudagur, desember 11, 2003
Gæði verkefna til atvinnusköpunar skipta ekki máli, það er MAGNIÐ?
Kristján L. Möller, alþingismaður, kemur enn og aftur fram með eina af sínum margfrægu fyrirspurnum á Alþingi, hvert málið á fætur öðru er tekið fyrir og ekkert skal undanskilið, því ráðamönnum þjóðarinnar er gert að kafa svo langt aftur að ekki má treysta minni elstu manna.
Nýjasta fyrirspurn Kristjáns snýr að atvinnusköpun frá upphafi, tilgreina skal umfangið eftir verðlagi hvers árs og eins til núvirðis. Auk þess skal ekki síst tilgreina hverjir hafi notið úthlutana og hvernig þær hafi skipist eftir sveitarfélögum. Hvernig ætli Ingólfur Arnarson hafi nú annars hagað atvinnusköpun sinni árið 875, og er ekki síður mikilvægt að vita fjárhæðirnar á verðlagi dagsins í dag.
Nákvæmlega hljóðar fyrirspurn Kristjáns svo: 1. Hve háum fjárhæðum hefur verið varið árlega til „Átaks til atvinnusköpunar“ frá upp hafi, annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á núvirði? 2. Hverjir hafa notið þessara úthlutana og hvernig skiptast þær eftir sveitarfélögum og hin um nýju kjördæmum? – Skriflegt svar óskast.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði nú verið þakklát Kristjáni hefði hann lagt til einhverjar krónur til að vinna að slíkri heimildarvinnu líkt og þingmaðurinn kallar hér eftir. Þess sá ekki stað í umræðu um fjárlögin og ekki gat ráðherra gert ráð fyrir jafn umfangsmikilli fyrirspurn líkt og sá annars ágætur þingmaður, Kristján L. Möller, leggur hér fram.
Það vekur athygli að Kristján L. Möller vill eyrnamerkja í héröð greidd framlög til atvinnusköpunar, óháð því hversu góðar tillögurnar eru, það er magnið, ekki gæðin, sem er lykilatriðið hjá fylkingarmönnum.
Nýjasta fyrirspurn Kristjáns snýr að atvinnusköpun frá upphafi, tilgreina skal umfangið eftir verðlagi hvers árs og eins til núvirðis. Auk þess skal ekki síst tilgreina hverjir hafi notið úthlutana og hvernig þær hafi skipist eftir sveitarfélögum. Hvernig ætli Ingólfur Arnarson hafi nú annars hagað atvinnusköpun sinni árið 875, og er ekki síður mikilvægt að vita fjárhæðirnar á verðlagi dagsins í dag.
Nákvæmlega hljóðar fyrirspurn Kristjáns svo: 1. Hve háum fjárhæðum hefur verið varið árlega til „Átaks til atvinnusköpunar“ frá upp hafi, annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á núvirði? 2. Hverjir hafa notið þessara úthlutana og hvernig skiptast þær eftir sveitarfélögum og hin um nýju kjördæmum? – Skriflegt svar óskast.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði nú verið þakklát Kristjáni hefði hann lagt til einhverjar krónur til að vinna að slíkri heimildarvinnu líkt og þingmaðurinn kallar hér eftir. Þess sá ekki stað í umræðu um fjárlögin og ekki gat ráðherra gert ráð fyrir jafn umfangsmikilli fyrirspurn líkt og sá annars ágætur þingmaður, Kristján L. Möller, leggur hér fram.
Það vekur athygli að Kristján L. Möller vill eyrnamerkja í héröð greidd framlög til atvinnusköpunar, óháð því hversu góðar tillögurnar eru, það er magnið, ekki gæðin, sem er lykilatriðið hjá fylkingarmönnum.
miðvikudagur, desember 10, 2003
Atvinnulýðræðið hjá Samfylkingunni — Taugastríðið III.
Samfylkingin hefur lagt fram á Alþingi þingsályktun um atvinnulýðræði og að fela félagsmálaráðherra „að skipa nefnd er hafi það hlutverk að kanna og gera tillögur um það hvernig unnt sé að tryggja áhrif starfsmanna á stjórnun og ákvarðanatöku í fyrirtækjum og stofnunum á vegum ríkis og sveitarfélaga.“ Ætlunin er að kalla eftir markvissri athugun á því hvergi unnt sé að innleiða hér á landi það sem kallað hefur verið atvinnulýðræði, sem felur í sér að starfsmenn hafi áhrif á mál sem snerta vinnutilhögun og aukin áhrif á stjórnun.
Undarlegast við allt þetta er að málshefjendur, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Helgi Hjörvar og Ásta R. Jóhannesdóttir, skuli hafa opinberað hér með ólýðræðisleg vinnubrögð sem eru viðhöfð innan Fylkingarinnar. Á yfirborðið er komin staðfesting á því að Samfylkingin sé að fótum komin, framsóknarmanninum Árna Magnússyni er ætlað að hlutast til um að lýðræðið innan Fylkingarinnar lifi af. „Horfðu til himins“ segir í ágætu dægurlagi, en Jóhanna, Margrét, Helgi og Ásta mælast til þess að kannað verði hvaða leiðir hafa verið farnar í nágrannalöndunum, uppáhalds land Ingibjargar Sólrúnar er ekki nefnt á nafn.
Kjarni umrótsins verður því öllum ljós, lýðræðisleg vinnubrögð Sollu í Fylkingunni, fyrirmyndir hennar og fjarlæg vinalönd. Fordæmislaus yfirlýsing hennar um að bjóða sig fram til formanns á næsta landsþingi Fylkingarinnar, eftir að hafa hlotið varaformannssætið án eins einasta atkvæðis þingfulltrúa, hefur hleypt illu blóði í fylkingarfólk. Hafið er yfir vafa að Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra, er ljúft og skylt að verða við bón um skipun nefndarinnar góðu, Jóku, Möggu, Helga og Ástu verður falið af fylla þau sæti og pólitísk veisla er framundan.
Áhugamönnum um íslensk stjórnmál er þessi þingsályktun happa fengur, umfjöllun um hugtök eins og völd og lýðræði hjá fólki í hringiðu stjórnmálaumræðunnar, mun reyna á allar þær kenningar sem fræðimenn hafa hingað til talið góðar og gildar, og hvernig nútíma stjórnmál hafa farið með Fylkinguna, þ.e. umræðustjórnmál Sollu. Hvernig mun pólitísku pólunum reiða af í þessu nefndarstarfi, kjósendur, flokksmenn og þingmenn, er vandi um að spá. Jóhanna, Margrét, Helgi og Ásta munu hafa það í sínum höndum hvernig Fylkingin mun í „auknum mæli [horfa] frá miðstýringu til dreifstýringar þar sem einstakir [flokksmenn taki] sífellt meiri þátt í ákvörðunum sem tengjast [Fylkingunni] þeirra." Aðild, þátttaka og samráð fylkingarfólks er undir í umræðunni.
Undarlegast við allt þetta er að málshefjendur, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Helgi Hjörvar og Ásta R. Jóhannesdóttir, skuli hafa opinberað hér með ólýðræðisleg vinnubrögð sem eru viðhöfð innan Fylkingarinnar. Á yfirborðið er komin staðfesting á því að Samfylkingin sé að fótum komin, framsóknarmanninum Árna Magnússyni er ætlað að hlutast til um að lýðræðið innan Fylkingarinnar lifi af. „Horfðu til himins“ segir í ágætu dægurlagi, en Jóhanna, Margrét, Helgi og Ásta mælast til þess að kannað verði hvaða leiðir hafa verið farnar í nágrannalöndunum, uppáhalds land Ingibjargar Sólrúnar er ekki nefnt á nafn.
Kjarni umrótsins verður því öllum ljós, lýðræðisleg vinnubrögð Sollu í Fylkingunni, fyrirmyndir hennar og fjarlæg vinalönd. Fordæmislaus yfirlýsing hennar um að bjóða sig fram til formanns á næsta landsþingi Fylkingarinnar, eftir að hafa hlotið varaformannssætið án eins einasta atkvæðis þingfulltrúa, hefur hleypt illu blóði í fylkingarfólk. Hafið er yfir vafa að Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra, er ljúft og skylt að verða við bón um skipun nefndarinnar góðu, Jóku, Möggu, Helga og Ástu verður falið af fylla þau sæti og pólitísk veisla er framundan.
Áhugamönnum um íslensk stjórnmál er þessi þingsályktun happa fengur, umfjöllun um hugtök eins og völd og lýðræði hjá fólki í hringiðu stjórnmálaumræðunnar, mun reyna á allar þær kenningar sem fræðimenn hafa hingað til talið góðar og gildar, og hvernig nútíma stjórnmál hafa farið með Fylkinguna, þ.e. umræðustjórnmál Sollu. Hvernig mun pólitísku pólunum reiða af í þessu nefndarstarfi, kjósendur, flokksmenn og þingmenn, er vandi um að spá. Jóhanna, Margrét, Helgi og Ásta munu hafa það í sínum höndum hvernig Fylkingin mun í „auknum mæli [horfa] frá miðstýringu til dreifstýringar þar sem einstakir [flokksmenn taki] sífellt meiri þátt í ákvörðunum sem tengjast [Fylkingunni] þeirra." Aðild, þátttaka og samráð fylkingarfólks er undir í umræðunni.
þriðjudagur, desember 09, 2003
Stór stund í réttindabaráttu öryrkja.
Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi og staðfesti hann enn og aftur að von um betri tíð og blóm í haga í kjölfar aukins skilnings ríkisvaldsins á stöðu fólks sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni, er í ljósára fjarlægð, eða svo mátti a.m.k. skilja á látbragði Garðars Sverrissonar. Að samkomulag hans og Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, væri hægt að túlka út og suður er með ólíkindum. Þann 25. mars s.l. var kynntur í Þjóðmenningarhúsinu samningur, sem Jón mat sem „eitt mikilvægasta skrefið sem yfirvöld tryggingarmála og ríkisstjórn hafa gert á síðustu árum.“ Garðar sagði sjálfur að „þetta skref [væri] afar mikilvægt í réttindabaráttu öryrkja og [táknaði] nokkur tímamót í almannatryggingum á Íslandi.“ Jón Kristjánsson sagði jafnframt, á fundinum 25. mars, að hugmyndafræðin væri Öryrkjabandalagsins og að sér hafi hugnast aðferðin vel að koma mest til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni.
Ungir öryrkjar hafa ekki sömu valkosti og jafnaldrarnir, menntun, húsnæðiskaup og yfirleitt þátttaka í þjóðfélaginu er erfiðleikum háð, að reyna að halda í við aðra er ekki mögulegt svo að jafnræði sé með aðilum. Þess vegna var þetta réttlætismál Öryrkjabandalagsins tekið upp og framkvæmt, Jón Kristjánsson hefur verið betri en enginn í þeirri baráttu, það á Garðar Sverrisson að vita og viðurkenna. Samkvæmt því samkomulagi sem náðist þann 25. mars munu öryrkjar 18 og 19 ára fá tvöföldun á sínum lífeyri og þeir sem eru á aldrinum 20-29 ára munu fá á bilinu 70-95% hækkun. Þeir sem eru á aldrinum 30-39 ára fá á bilinu 20-60% hækkun og þeir sem eru 40 ára og eldri fá 10% hækkun eða lægra. Ungir öryrkjar munu fá hækkanir sem nemur 135% frá árinu 1995, eða úr kr. 53.847 á mánuði í kr. 126.547 nú um mánaðarmótin.
Garðar Sverrisson hefur farið hamförum, haft uppi gífuryrði og svika tal, vegna þessarar niðurstöðu og tæmt innihald félagsgjaldabauka Öryrkjabandalagsins og dritað út milljónum króna í auglýsingar í dagblöðum og ljósvakamiðlum. Tilgangurinn; umhugsunarefni er hvort að Garðar sjái eftir því að hafa ekki tekið sæti á lista Samfylkingarinnar í vor, pólitíkin kitlar; það var vafalaust gaman að vinna með Vilmundi Gylfasyni í Bandalagi Jafnaðarmanna hér í þá gömlu góðu, og hvers vegna ekki að endurtaka leikinn. Hver er „ítalski bílasalinn“ í þessu máli, líkt og Garðar hafði á orði svo smekklega um daginn, er hann líkti heilli ríkistjórn við þá stétt og þarflaust að taka fram að það hafi verið gert í neikvæðri merkingu. Stórum stundum í réttindabaráttu öryrkja á Garðar mjög erfitt með að samfagna með öðrum, öll framganga Garðars ber þess merki að hann einn eigi að lýsa yfir sigri í orrustum, aðrir eigi ekki að óhreinka sig við þá iðju, þó svo að þeir hafi barist við hans hlið allt til enda.
Á blaðamannafundi 25. mars var spurt hvort að ekki væri um kosningabombu að ræða. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur lýst þeirra atburðarás í blaðagrein 27. mars svo: „ ... [ég] og Garðar Sverrisson, formaður ÖBÍ, lýstu yfir að þannig bæri ekki að skilja niðurstöðuna og báðir sögðumst við sannfærðir um að enginn stjórnmálaflokkur myndi einn eða í samráði við aðra flokka reyna að rokka við því samkomulagi sem gert hefur verið.“
Ungir öryrkjar hafa ekki sömu valkosti og jafnaldrarnir, menntun, húsnæðiskaup og yfirleitt þátttaka í þjóðfélaginu er erfiðleikum háð, að reyna að halda í við aðra er ekki mögulegt svo að jafnræði sé með aðilum. Þess vegna var þetta réttlætismál Öryrkjabandalagsins tekið upp og framkvæmt, Jón Kristjánsson hefur verið betri en enginn í þeirri baráttu, það á Garðar Sverrisson að vita og viðurkenna. Samkvæmt því samkomulagi sem náðist þann 25. mars munu öryrkjar 18 og 19 ára fá tvöföldun á sínum lífeyri og þeir sem eru á aldrinum 20-29 ára munu fá á bilinu 70-95% hækkun. Þeir sem eru á aldrinum 30-39 ára fá á bilinu 20-60% hækkun og þeir sem eru 40 ára og eldri fá 10% hækkun eða lægra. Ungir öryrkjar munu fá hækkanir sem nemur 135% frá árinu 1995, eða úr kr. 53.847 á mánuði í kr. 126.547 nú um mánaðarmótin.
Garðar Sverrisson hefur farið hamförum, haft uppi gífuryrði og svika tal, vegna þessarar niðurstöðu og tæmt innihald félagsgjaldabauka Öryrkjabandalagsins og dritað út milljónum króna í auglýsingar í dagblöðum og ljósvakamiðlum. Tilgangurinn; umhugsunarefni er hvort að Garðar sjái eftir því að hafa ekki tekið sæti á lista Samfylkingarinnar í vor, pólitíkin kitlar; það var vafalaust gaman að vinna með Vilmundi Gylfasyni í Bandalagi Jafnaðarmanna hér í þá gömlu góðu, og hvers vegna ekki að endurtaka leikinn. Hver er „ítalski bílasalinn“ í þessu máli, líkt og Garðar hafði á orði svo smekklega um daginn, er hann líkti heilli ríkistjórn við þá stétt og þarflaust að taka fram að það hafi verið gert í neikvæðri merkingu. Stórum stundum í réttindabaráttu öryrkja á Garðar mjög erfitt með að samfagna með öðrum, öll framganga Garðars ber þess merki að hann einn eigi að lýsa yfir sigri í orrustum, aðrir eigi ekki að óhreinka sig við þá iðju, þó svo að þeir hafi barist við hans hlið allt til enda.
Á blaðamannafundi 25. mars var spurt hvort að ekki væri um kosningabombu að ræða. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur lýst þeirra atburðarás í blaðagrein 27. mars svo: „ ... [ég] og Garðar Sverrisson, formaður ÖBÍ, lýstu yfir að þannig bæri ekki að skilja niðurstöðuna og báðir sögðumst við sannfærðir um að enginn stjórnmálaflokkur myndi einn eða í samráði við aðra flokka reyna að rokka við því samkomulagi sem gert hefur verið.“
mánudagur, desember 08, 2003
Tímabundnar ráðningar og hlutastörf.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur mælt fyrir frumvörpum til laga á Alþingi um réttindi starfsmanna í tímabundnum störfum og starfsmanna í hlutastörfum. Frumvörpin eru lögð fram til innleiðingar á tilskipunum Evrópusambandsins, um rammasamning sem Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC), Samtök evrópskra iðn- og atvinnurekenda (UNICE) og Evrópusamtök fyrirtækja með opinberri eignaraðild (CEEP) hafa gert.
Á íslenskum vinnumarkaði er meginreglan sú að starfsmenn eru ráðnir ótímabundið. Ekki ætlað að breyta þeirri óskráðu reglu og er því gert ráð fyrir að ótímabundnir ráðningarsamningar verði áfram ríkjandi ráðningarform hér á landi. Þetta er einnig í samræmi við efni tilskipunarinnar en í forsendum hennar kemur fram að „[ó]tímabundnir ráðningarsamningar eru hið almenna form ráðningarsambands og stuðla að lífsgæðum viðkomandi launamanna og bæta árangur“. Engu síður er tekið fram að tímabundnir ráðningarsamningar geta á tilteknum sviðum og í tilteknum starfsgreinum hentað bæði vinnuveitendum og launamönnum.
Í inngangsorðum rammasamningsins kemur fram að hann sé framlag til skipulags atvinnumála í Evrópu. Þar eru settar fram almennar meginreglur og lágmarkskröfur er varða tímabundnar ráðningar og hlutastörf. Markmið rammasamningsins er að tryggja meginregluna um bann við mismunun og að sett verði rammaákvæði í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun sem byggist á því að tímabundinn ráðningarsamningur taki við af öðrum og að uppræta mismunun gagnvart launþegum í hlutastörfum og til að auka möguleika á hlutastörfum á forsendum sem eru viðunandi bæði fyrir vinnuveitendur og launþega.
Mælt fyrir um þrenns konar leiðir sem stjórnvöld geta valið um í samráði við aðila vinnumarkaðarins, þannig að hver tímabundinn ráðningarsamningur taki ekki við af öðrum. Heimilt er að velja eina eða fleiri leiðir en sú fyrsta felur í sér að taldar séu upp þær ástæður sem réttlæta endurnýjun tímabundinna ráðningarsamninga, önnur að kveðið sé á um hámarkstímalengd slíkra ráðningarsamninga og sú þriðja hversu oft sé heimilt að endurnýja þá.
Dæmi er um tímabundnar ráðningar í kjarasamningum milli einstakra sveitarfélaga og viðsemjanda. Í greinargerð kemur fram að slík ákvæði er að finna í kjarasamningi milli Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (ákvæði 12.3.2) en það er í samræmi við ákvæði starfsmannalaga. Kjarasamningur Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins fjallar einnig um tímabundna ráðningarsamninga (ákvæði 12.1.2). Þar kemur fram að heimilt sé að ráða starfsmann tímabundið eða til ákveðins verkefnis. Slík ráðning má þó ekki vera til lengri tíma en þriggja mánaða og kveðið er á um tveggja vikna uppsagnarfrest. Ákvæði þetta mun vera tilkomið vegna aðstæðna í viðkomandi starfsgreinum. Aðrir kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði kveða ekki sérstaklega á um tímabundnar ráðningar.
Ótvírætt er að efni þessara lagafrumvarpa fela í sér réttarbót, sem má sjá af því að um sérlög að ræða, auk þess að kveðið er á um að brjóti vinnuveitandi gegn lögunum varði það skaðabótum. Eins verður um sameiginlega túlkun laganna að ræða hjá aðildarríkjum EES-samningsins.
Á íslenskum vinnumarkaði er meginreglan sú að starfsmenn eru ráðnir ótímabundið. Ekki ætlað að breyta þeirri óskráðu reglu og er því gert ráð fyrir að ótímabundnir ráðningarsamningar verði áfram ríkjandi ráðningarform hér á landi. Þetta er einnig í samræmi við efni tilskipunarinnar en í forsendum hennar kemur fram að „[ó]tímabundnir ráðningarsamningar eru hið almenna form ráðningarsambands og stuðla að lífsgæðum viðkomandi launamanna og bæta árangur“. Engu síður er tekið fram að tímabundnir ráðningarsamningar geta á tilteknum sviðum og í tilteknum starfsgreinum hentað bæði vinnuveitendum og launamönnum.
Í inngangsorðum rammasamningsins kemur fram að hann sé framlag til skipulags atvinnumála í Evrópu. Þar eru settar fram almennar meginreglur og lágmarkskröfur er varða tímabundnar ráðningar og hlutastörf. Markmið rammasamningsins er að tryggja meginregluna um bann við mismunun og að sett verði rammaákvæði í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun sem byggist á því að tímabundinn ráðningarsamningur taki við af öðrum og að uppræta mismunun gagnvart launþegum í hlutastörfum og til að auka möguleika á hlutastörfum á forsendum sem eru viðunandi bæði fyrir vinnuveitendur og launþega.
Mælt fyrir um þrenns konar leiðir sem stjórnvöld geta valið um í samráði við aðila vinnumarkaðarins, þannig að hver tímabundinn ráðningarsamningur taki ekki við af öðrum. Heimilt er að velja eina eða fleiri leiðir en sú fyrsta felur í sér að taldar séu upp þær ástæður sem réttlæta endurnýjun tímabundinna ráðningarsamninga, önnur að kveðið sé á um hámarkstímalengd slíkra ráðningarsamninga og sú þriðja hversu oft sé heimilt að endurnýja þá.
Dæmi er um tímabundnar ráðningar í kjarasamningum milli einstakra sveitarfélaga og viðsemjanda. Í greinargerð kemur fram að slík ákvæði er að finna í kjarasamningi milli Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (ákvæði 12.3.2) en það er í samræmi við ákvæði starfsmannalaga. Kjarasamningur Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins fjallar einnig um tímabundna ráðningarsamninga (ákvæði 12.1.2). Þar kemur fram að heimilt sé að ráða starfsmann tímabundið eða til ákveðins verkefnis. Slík ráðning má þó ekki vera til lengri tíma en þriggja mánaða og kveðið er á um tveggja vikna uppsagnarfrest. Ákvæði þetta mun vera tilkomið vegna aðstæðna í viðkomandi starfsgreinum. Aðrir kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði kveða ekki sérstaklega á um tímabundnar ráðningar.
Ótvírætt er að efni þessara lagafrumvarpa fela í sér réttarbót, sem má sjá af því að um sérlög að ræða, auk þess að kveðið er á um að brjóti vinnuveitandi gegn lögunum varði það skaðabótum. Eins verður um sameiginlega túlkun laganna að ræða hjá aðildarríkjum EES-samningsins.
föstudagur, desember 05, 2003
Hækkun lágmarkslauna og lækkun skatta.
Það eru liðin 4 ár frá gerð síðustu kjarasamninga og þegar byrjað að huga að nýrri samningargerð. Flóabandalagið, Efling-stéttarfélag, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, hefur lagt fram sína kröfugerð og þá hafa Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Landssamband íslenskra launþega verið að kanna viðhorf félagsmanna sinna til þess hvernig hafi til tekist, frá gerð samninga árið 2000. Hækkun lágmarkslauna skoraði hæðst hjá félagsmönnum hvors félags og er það í góðu samræmi við viðhorf um að leiðrétta verði kjör þeirra sem lægst hafa launin. Ennfremur er mikilvægt að mati félagsmanna að staðið sé við loforð um lækkun skatta í tengslum við gerð kjarasamninga, en halda skuli þó heildarmyndinni skýrri; viðhalda stöðugleika, öflugu efnahagslífi, skýrri fjárlagagerð með ábyrgum hætti, traustri peningastjórn og halda verðbólgu lágri.
Peningastefnan er einn af hornsteinum efnahagsstjórnunar og þá fyrst og fremst með því að hafa áhrif á magn peninga í umferð. Þannig má hafa áhrif á verðlag og hins vegar á umfang allrar atvinnustarfsemi og viðskipta. Seðlabankinn hefur á þessu ári keypt erlendan gjaldeyri sem nemur kr. 25,5 milljörðum frá áramótum og nemur hrein eign bankans þá í erlendum gjaldeyri kr. 46,4 milljörðum. Seðlabankinn hefur einnig breytt bindiskyldu hjá innlánsstofnunum þannig að nú er umframframboð fremur en umframeftirspurn á peningamarkaði. Á markaði hafa sérfræðingar spurt sig hvort að boðaðar hækkanir vaxta Seðlabanka muni hafa nokkur áhrif til að byrja með þar sem áfram verður nægt fjármagn á peningamarkaði. Efnahagslegmarkmið um hátt atvinnustig, stöðugt verðlag, réttláta tekjudreifingu, hagvöxt og hallalaus viðskipti við útlönd skipta gríðarlega miklu máli og því er hækkun neysluverðs umfram væntingar umhugsunarefni, en verðbólga er í dag 2,2% með hliðsjón af hækkun neysluverðs. Skýr markmið ríkistjórnarinnar í ríkisfjármálum með hliðsjón af áhrifum stóriðjuframkvæmda, þar sem lögð er áhersla á að afgangur ríkisjóðs sé notaður til lækkunar skatta og skulda ríkisjóðs, auk öflugri útflutningsgreina til að örva hagvöxt, munu þannig stuðla að bættum lífskjörum. Allt eru þetta gríðarlegir áhrifaþættir á heildarmyndinni sem allir eru sammála um að viðhalda.
Kaupmáttur launa hefur aukist um 11,3% frá árinu 2000, en í því sambandi vekur athygli að vinnutími hefur styst hjá flestum stéttum en hjá almennu verkafólki hefur hann lengst. Krafa um styttingu vinnutíma verkafólks er því skiljanleg ekki síst í því ljósi að auka tíma fólks til samveru með fjölskyldum sínum. Meginmarkmið Flóabandalagsins við gerð kjarasamninga sem færi launafólki tryggan kaupmáttarauka á samningstímanum án þess að hætta sé á aukinni verðbólgu er grundvallarmarkmið sem aðilar vinnumarkaðarins eiga að sameinast um. Telja má víst að horft verði til hópa sem heyra undir ákvarðanir kjaradóms og kjaranefndar, og þurfa því ekki að standa í formlegri kjarabaráttu, en þeir hafa haldið sínu og gott betur samkvæmt tölum Hagstofunnar, hækkanir lægstu laun um 30% þurfa því ekki að koma á óvart.
Peningastefnan er einn af hornsteinum efnahagsstjórnunar og þá fyrst og fremst með því að hafa áhrif á magn peninga í umferð. Þannig má hafa áhrif á verðlag og hins vegar á umfang allrar atvinnustarfsemi og viðskipta. Seðlabankinn hefur á þessu ári keypt erlendan gjaldeyri sem nemur kr. 25,5 milljörðum frá áramótum og nemur hrein eign bankans þá í erlendum gjaldeyri kr. 46,4 milljörðum. Seðlabankinn hefur einnig breytt bindiskyldu hjá innlánsstofnunum þannig að nú er umframframboð fremur en umframeftirspurn á peningamarkaði. Á markaði hafa sérfræðingar spurt sig hvort að boðaðar hækkanir vaxta Seðlabanka muni hafa nokkur áhrif til að byrja með þar sem áfram verður nægt fjármagn á peningamarkaði. Efnahagslegmarkmið um hátt atvinnustig, stöðugt verðlag, réttláta tekjudreifingu, hagvöxt og hallalaus viðskipti við útlönd skipta gríðarlega miklu máli og því er hækkun neysluverðs umfram væntingar umhugsunarefni, en verðbólga er í dag 2,2% með hliðsjón af hækkun neysluverðs. Skýr markmið ríkistjórnarinnar í ríkisfjármálum með hliðsjón af áhrifum stóriðjuframkvæmda, þar sem lögð er áhersla á að afgangur ríkisjóðs sé notaður til lækkunar skatta og skulda ríkisjóðs, auk öflugri útflutningsgreina til að örva hagvöxt, munu þannig stuðla að bættum lífskjörum. Allt eru þetta gríðarlegir áhrifaþættir á heildarmyndinni sem allir eru sammála um að viðhalda.
Kaupmáttur launa hefur aukist um 11,3% frá árinu 2000, en í því sambandi vekur athygli að vinnutími hefur styst hjá flestum stéttum en hjá almennu verkafólki hefur hann lengst. Krafa um styttingu vinnutíma verkafólks er því skiljanleg ekki síst í því ljósi að auka tíma fólks til samveru með fjölskyldum sínum. Meginmarkmið Flóabandalagsins við gerð kjarasamninga sem færi launafólki tryggan kaupmáttarauka á samningstímanum án þess að hætta sé á aukinni verðbólgu er grundvallarmarkmið sem aðilar vinnumarkaðarins eiga að sameinast um. Telja má víst að horft verði til hópa sem heyra undir ákvarðanir kjaradóms og kjaranefndar, og þurfa því ekki að standa í formlegri kjarabaráttu, en þeir hafa haldið sínu og gott betur samkvæmt tölum Hagstofunnar, hækkanir lægstu laun um 30% þurfa því ekki að koma á óvart.
fimmtudagur, desember 04, 2003
1.000 milljónir í hækkun til öryrkja 1. janúar 2004.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, er í framhaldi af samkomulagi við Garðar Sverrisson, formanns Öryrkjabandalags Íslands, að leggja til að upphæð grunnlífeyris öryrkja hækki um kr 1.000 milljónir og að þeir sem yngstir verða öryrkjar til lífstíðar fái hækkun sem nemur allt að tvöföldun grunnlífeyrisins. Grunnstef þessarar kerfisbreytingar er að stigið er nú fyrsta skerf til viðurkenningar á hinni margvíslegu sérstöðu þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni, þ.e. upp er tekin aldurstengd örorkuuppbót til handa örorkuþegum ofan á almennar örorkubætur þar sem yngstu örorkuþegarnir munu fá 100% hækkun. Mánaðarleg fjárhæð uppbótar verður hlutfall af óskertum örorkulífeyri og miðast við fæðingardag. Þessar breytingar munu taka gildi strax þann 1. janúar n.k. eða eftir 27 daga.
Hér er um að ræða stærsta skerf í réttindabaráttu öryrkja um langan tíma og viðurkenning á þeirri hagsmunabaráttu sem Öryrkjabandalagið hefur staðið í fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum svo sem varðandi löggjöf og framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt fatlaðra. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, er að taka undir þessa baráttu með þessu nýmæli, þ.e. með aldurstengdum örorkubótum, sem er skref til góðs, auk þess að ekki seinna en eftir hálft ár, 1. júlí 2004, verður kerfisbreytingin endurskoðuð og lagt verður mat á hvernig til hafi tekist við að koma sérstaklega til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni.
Öll þessi vinna er niðurstaða starfshóps sem Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, átti sæti í til að framfylgja samkomulagi er var kynnt 25. mars 2003. Samkomulagið var framhald af formlegum og óformlegum viðræðum ráðherra og forsvarsmanna Öryrkjabandalags Íslands sem höfðu staðið frá því í febrúar 2002 í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Í viðræðunum lögðu forsvarsmenn Öryrkjabandalags Íslands áherslu á sérstöðu þeirra sem yngstir verða öryrkjar og vildu bæta hag þeirra sérstaklega.
Í sameiginlegri yfirlýsingu sem var kynnt 25. mars 2003 var tekið fram að sérfræðingar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis teldu samkvæmt sínum útreikningum að hækkun grunnlífeyris og kerfisbreytingarinnar myndu nema rúmum einum milljarði króna á ársgrundvelli. Aldurstengd örorkuuppbót mun verða greidd þeim sem fá greiddan örorkulífeyri, fullan slysaörorkulífeyri og endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins.
Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á að hafa hjarta í sér til að fagna þessum mikla áfanga sínum og sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur barist með honum af heilum hug. Framsóknarmenn draga hvergi af sér við að berjast fyrir pólitískum hugmyndu sem fela í sér að vera réttlát og sem setja manninn og velferð hans í öndvegi. Samábyrgð þegnanna er eitt af okkar grunnstefum, tryggingarkerfið er kostað af almannafé og Framsóknarflokkurinn telur að rík réttlætiskennd, samhjálp og samvinna í velferðarmálum kalli á að þeir gangi fyrir sem hafa mesta þörfina.
Hér er um að ræða stærsta skerf í réttindabaráttu öryrkja um langan tíma og viðurkenning á þeirri hagsmunabaráttu sem Öryrkjabandalagið hefur staðið í fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum svo sem varðandi löggjöf og framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt fatlaðra. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, er að taka undir þessa baráttu með þessu nýmæli, þ.e. með aldurstengdum örorkubótum, sem er skref til góðs, auk þess að ekki seinna en eftir hálft ár, 1. júlí 2004, verður kerfisbreytingin endurskoðuð og lagt verður mat á hvernig til hafi tekist við að koma sérstaklega til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni.
Öll þessi vinna er niðurstaða starfshóps sem Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, átti sæti í til að framfylgja samkomulagi er var kynnt 25. mars 2003. Samkomulagið var framhald af formlegum og óformlegum viðræðum ráðherra og forsvarsmanna Öryrkjabandalags Íslands sem höfðu staðið frá því í febrúar 2002 í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Í viðræðunum lögðu forsvarsmenn Öryrkjabandalags Íslands áherslu á sérstöðu þeirra sem yngstir verða öryrkjar og vildu bæta hag þeirra sérstaklega.
Í sameiginlegri yfirlýsingu sem var kynnt 25. mars 2003 var tekið fram að sérfræðingar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis teldu samkvæmt sínum útreikningum að hækkun grunnlífeyris og kerfisbreytingarinnar myndu nema rúmum einum milljarði króna á ársgrundvelli. Aldurstengd örorkuuppbót mun verða greidd þeim sem fá greiddan örorkulífeyri, fullan slysaörorkulífeyri og endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins.
Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á að hafa hjarta í sér til að fagna þessum mikla áfanga sínum og sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur barist með honum af heilum hug. Framsóknarmenn draga hvergi af sér við að berjast fyrir pólitískum hugmyndu sem fela í sér að vera réttlát og sem setja manninn og velferð hans í öndvegi. Samábyrgð þegnanna er eitt af okkar grunnstefum, tryggingarkerfið er kostað af almannafé og Framsóknarflokkurinn telur að rík réttlætiskennd, samhjálp og samvinna í velferðarmálum kalli á að þeir gangi fyrir sem hafa mesta þörfina.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Horfum með björtum augum til framtíðar, verkefnin eru næg.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kom inn á stöðu ferðaþjónustunnar og miklum vaxtarmöguleikum sem felast í henni í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarfokksins fyrir skömmu. Hann nefndi m.a. að gert sé ráð fyrir því að fjöldi ferðamanna til Íslands muni tvöfaldast á næstu sjö árum, eða fram til ársins 2010. Til að svo megi verða þarf að fjölga nokkrum nýjum farþegaþotum, sem hver og ein veitir um 200 manns atvinnu á sviði ferðaþjónustu. Í dag veita Flugleiðir til að mynda Íslendingum val um fleiri bein flug til Bandríkjanna í viku hveri en býðst íbúum Noregs, Danmerkur og Finnlands samanlagt.
„Öflug uppbygging og karaftmikil sókn einkennir einnig starfsemi annarra flugfélaga hér á landi. Þannig hefur flugfélagið Iceland Express aukið markaðshlutdeild sína verulega á skömmum tíma, auk þess sem Atlanta hefur styrkt sig í sessi sem traust flugfélag á alþjóðavettvangi. Öll er þessi þróun til marks um að ferðaþjónusta og starfsemi henni tengd er komin til að vera í hópi helstu atvinnugreina hér á landi. Þessi þróun er mikið fagnaðarefni,“ sagði Halldór Ásgrímsson ennfremur í ræðu sinni.
Uppbygging á Keflavíkurvelli er forsenda þessarar þróunar og ekki verður séð annað en að hér sé grunnur að hundruðum starfa til að vega upp á móti minni umsvifum varnarliðsins. Auk þess er flugvöllurinn í dag ein stærsta útflutningshöfn landsins, enda hefur verið staðið myndarlega að uppbyggingu á nýrri aðstöðu fyrir fragtflug.
Nokkrar staðreyndir í ferðamálum:
Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands sem haldinn var 21. nóvember síðastliðinn komu fram eftirfarandi staðreyndir hjá ferðamálastjóra:
- Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað um tæp 8% fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við 2002.
- Hlutfallsleg skipting allra gistinátta á árinu 2002 skiptist þannig: Höfuðborg: 38% og landsbyggð: 62%.
- Hlutfallsleg skipting allra gistinátta á árinu 2002 eftir því hvort um var að ræða landsbyggð eða höfuðborg: Höfuðborg: 20% af sumri 80% af vetri en landsbyggð: 80% af sumri og 20 % af vetri.
- Erlendum gestum hefur fjölgað um 13,3% miðað við sama tíma í fyrra.
Í kjölfar 11. september.
- Í október 2001 var unnin aðgerðaráætlun samgönguráðuneytisins og atvinnugreinarinnar.
- Brugðist var við aðstæðum til að verja árangur undanfarinna ára meðan flestar aðrar þjóðir hikuðu.
- Samgönguráðuneytið hefur varið 450 milljónum til markaðssamstarfs með greininni á þessum 24 mánuðum umfram hefðbundnar markaðsaðgerðir.
Árangur aðgerðaráætlunar.
- Svo virðist sem tekist hafi að verja góðan árangur ferðaþjónustunnar.
- Árangur meiri hér en í nágrannalöndunum.
- Ákvarðanir samgönguráðuneytisins og greinarinnar um aðgerðir og aðferðafræði til varnar aðstæðum voru því réttar.
Á árinu 2004.
- 660 milljónir á fjárlögum fara beint til ferðaþjónustu.
- Þar af mætti nefna 320 milljónir til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu.
- 60,4 milljónir í markaðssetningu Íslands í Norður-Ameríku.
- 16,5 milljónir í gestastofur og söfn.
„Öflug uppbygging og karaftmikil sókn einkennir einnig starfsemi annarra flugfélaga hér á landi. Þannig hefur flugfélagið Iceland Express aukið markaðshlutdeild sína verulega á skömmum tíma, auk þess sem Atlanta hefur styrkt sig í sessi sem traust flugfélag á alþjóðavettvangi. Öll er þessi þróun til marks um að ferðaþjónusta og starfsemi henni tengd er komin til að vera í hópi helstu atvinnugreina hér á landi. Þessi þróun er mikið fagnaðarefni,“ sagði Halldór Ásgrímsson ennfremur í ræðu sinni.
Uppbygging á Keflavíkurvelli er forsenda þessarar þróunar og ekki verður séð annað en að hér sé grunnur að hundruðum starfa til að vega upp á móti minni umsvifum varnarliðsins. Auk þess er flugvöllurinn í dag ein stærsta útflutningshöfn landsins, enda hefur verið staðið myndarlega að uppbyggingu á nýrri aðstöðu fyrir fragtflug.
Nokkrar staðreyndir í ferðamálum:
Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands sem haldinn var 21. nóvember síðastliðinn komu fram eftirfarandi staðreyndir hjá ferðamálastjóra:
- Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað um tæp 8% fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við 2002.
- Hlutfallsleg skipting allra gistinátta á árinu 2002 skiptist þannig: Höfuðborg: 38% og landsbyggð: 62%.
- Hlutfallsleg skipting allra gistinátta á árinu 2002 eftir því hvort um var að ræða landsbyggð eða höfuðborg: Höfuðborg: 20% af sumri 80% af vetri en landsbyggð: 80% af sumri og 20 % af vetri.
- Erlendum gestum hefur fjölgað um 13,3% miðað við sama tíma í fyrra.
Í kjölfar 11. september.
- Í október 2001 var unnin aðgerðaráætlun samgönguráðuneytisins og atvinnugreinarinnar.
- Brugðist var við aðstæðum til að verja árangur undanfarinna ára meðan flestar aðrar þjóðir hikuðu.
- Samgönguráðuneytið hefur varið 450 milljónum til markaðssamstarfs með greininni á þessum 24 mánuðum umfram hefðbundnar markaðsaðgerðir.
Árangur aðgerðaráætlunar.
- Svo virðist sem tekist hafi að verja góðan árangur ferðaþjónustunnar.
- Árangur meiri hér en í nágrannalöndunum.
- Ákvarðanir samgönguráðuneytisins og greinarinnar um aðgerðir og aðferðafræði til varnar aðstæðum voru því réttar.
Á árinu 2004.
- 660 milljónir á fjárlögum fara beint til ferðaþjónustu.
- Þar af mætti nefna 320 milljónir til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu.
- 60,4 milljónir í markaðssetningu Íslands í Norður-Ameríku.
- 16,5 milljónir í gestastofur og söfn.
mánudagur, desember 01, 2003
Sameining sveitarfélaga, hvers vegna?
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, og Samband Íslenskra sveitarfélga hafa ákveðið að hefja átak í sameiningarmálum sveitarfélaga, stefnt er að því að hægt verði að kjósa um tillögur eigi síðar en vorið 2005 og áætlað er að átakinu ljúki formlega í lok þess árs. Yfirumsjón með verkefninu verður í höndum verkefnisstjórnar, hennar verkefni verður m.a. að leggja fram tillögur um hvaða breytingar séu nauðsynlegar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að treysta sveitarstjórnarstigið og efla sjálfsforræði byggðalaga. Sveitarfélögum hefur fækkað verulega síðustu áratugi en þó hefur komið í ljós að ekki hefur enn náðst að mynda heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði, það má því gera enn betur og verður sérstaklega horft til þessa í sameiningarátakinu.
Með sameiningarátakinu er m.a. ætlað að móta hvaða hlutverki sveitarfélögin eigi að gegna á komandi árum og áratugum. Breytingarnar eru hraðar og auknum kröfum verða sveitarfélögin að vera viðbúin að standa undir. Hagsmunirnir liggja ótvírætt hjá íbúum sveitarfélganna sjálfra og í því sambandi er nauðsynlegt að skoða enn betur leiðir til að efla íbúalýðræði í sveitarfélögunum. Tekjustofnar sveitarfélaga verða kannaðir með að markmiði hvort tekjustofnarnir séu í samræmi við lögskyld og venjubundin verkefni sveitarfélaga og gerðar tillögur um endurskoðun eða aðlögun tekjustofnkerfis að væntanlegum breytingum á sveitarfélagaskipan og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Til nýmæla í vinnu við slíka sameiningu er að kannað verði hjá öllum ráðuneytum hvaða verkefni þau telji komi til álita að færð verði frá ríkinu til sveitarfélaganna og öfugt.
Til að tryggja íbúum landsins góð lífsskilyrði er efling sveitarfélga mjög mikilvægur undirstöðuþáttur enda er litlum og örsmáum sveitarfélögum ómögulegt að sinna hlutverkum sem þeim er ætlað að uppfylla lögum samkvæmt. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélga er og því aðeins möguleg að sú forsenda sé fyrir hendi að sveitarfélög geti veitt svipaða þjónustu og tekið að sér sambærileg verkefni. Jafnræði þegnanna kveður á um jafnan rétt til gæða s.s. menntunar og búsetuskilyrðið, eitt af leiðarstefum Framsóknarflokksins, kveður t.d. á um rétt til fjölbreyttra atvinnutækifæra, allt eru þetta forsendur þess að byggð geti þróast um land allt.
Annað atriði sem er ekki síður mikilvægt og knýr á um sameiningu sveitarfélga en það eru jafnréttismálin. Eigi það að verða raunhæft markmið að vinna að leiðréttingu kjara karla og kvenna hjá hinu opinbera verða sveitarfélögin koma þar að með myndarlegum hætti, t.d. með beinum valdboðum er kveða á um tímabundnar aðgerðir til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna. Sveitarfélög verða að vera í stakk búin að sjá svo til þess að ákvæðum um launajafnrétti sé framfylgt. Öllum er ljóst að það er ekki á færi örsmáa sveitarfélaga að vinna gegn launamisrétti og jafn réttur karla og kvenna getur ekki verið með ólíkum hætti frá einu sveitarfélagi til annars.
Í þriðjalagi má nefna að sveitarfélögum er ætlað að uppfylla ákvæði EES-samningsins um umhverfismál, auk sérstakra ákvæða í viðaukum við samninginn. Þar er m.a. kveðið á um kröfur um gæði neysluvatns, varnir gegn loftmengun, eyðingu úrgangs og fráveitumál. Litlum og örsmáum sveitarfélögum getur verið ómögulegt að sinna þessum hlutverkum þannig að standist lög.
Með sameiningarátakinu er m.a. ætlað að móta hvaða hlutverki sveitarfélögin eigi að gegna á komandi árum og áratugum. Breytingarnar eru hraðar og auknum kröfum verða sveitarfélögin að vera viðbúin að standa undir. Hagsmunirnir liggja ótvírætt hjá íbúum sveitarfélganna sjálfra og í því sambandi er nauðsynlegt að skoða enn betur leiðir til að efla íbúalýðræði í sveitarfélögunum. Tekjustofnar sveitarfélaga verða kannaðir með að markmiði hvort tekjustofnarnir séu í samræmi við lögskyld og venjubundin verkefni sveitarfélaga og gerðar tillögur um endurskoðun eða aðlögun tekjustofnkerfis að væntanlegum breytingum á sveitarfélagaskipan og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Til nýmæla í vinnu við slíka sameiningu er að kannað verði hjá öllum ráðuneytum hvaða verkefni þau telji komi til álita að færð verði frá ríkinu til sveitarfélaganna og öfugt.
Til að tryggja íbúum landsins góð lífsskilyrði er efling sveitarfélga mjög mikilvægur undirstöðuþáttur enda er litlum og örsmáum sveitarfélögum ómögulegt að sinna hlutverkum sem þeim er ætlað að uppfylla lögum samkvæmt. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélga er og því aðeins möguleg að sú forsenda sé fyrir hendi að sveitarfélög geti veitt svipaða þjónustu og tekið að sér sambærileg verkefni. Jafnræði þegnanna kveður á um jafnan rétt til gæða s.s. menntunar og búsetuskilyrðið, eitt af leiðarstefum Framsóknarflokksins, kveður t.d. á um rétt til fjölbreyttra atvinnutækifæra, allt eru þetta forsendur þess að byggð geti þróast um land allt.
Annað atriði sem er ekki síður mikilvægt og knýr á um sameiningu sveitarfélga en það eru jafnréttismálin. Eigi það að verða raunhæft markmið að vinna að leiðréttingu kjara karla og kvenna hjá hinu opinbera verða sveitarfélögin koma þar að með myndarlegum hætti, t.d. með beinum valdboðum er kveða á um tímabundnar aðgerðir til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna. Sveitarfélög verða að vera í stakk búin að sjá svo til þess að ákvæðum um launajafnrétti sé framfylgt. Öllum er ljóst að það er ekki á færi örsmáa sveitarfélaga að vinna gegn launamisrétti og jafn réttur karla og kvenna getur ekki verið með ólíkum hætti frá einu sveitarfélagi til annars.
Í þriðjalagi má nefna að sveitarfélögum er ætlað að uppfylla ákvæði EES-samningsins um umhverfismál, auk sérstakra ákvæða í viðaukum við samninginn. Þar er m.a. kveðið á um kröfur um gæði neysluvatns, varnir gegn loftmengun, eyðingu úrgangs og fráveitumál. Litlum og örsmáum sveitarfélögum getur verið ómögulegt að sinna þessum hlutverkum þannig að standist lög.
föstudagur, nóvember 28, 2003
Taugastríðið II.
Enn og aftur staðfestir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður framtíðarnefndar Samfylkingarinnar, óstjórnlegan klofning innan raða Fylkingarinnar. Á PRESSU-kvöldi Sjónvarpsins s.l. miðvikudag, gat formaður framtíðarnefndar með engu móti unnt Össuri Skarphéðinssyni, svila sínum og formanni Samfylkingarinnar, að hrós um hann slysaðist út um hennar varir. Aftur á móti var einhent sér í að svara því til að Össur, leiðtogi stjórnarandstöðunar, hafi nú ekki gert svo sem neitt, það hafi einfaldlega ekki reynt á það enn þá, of skammt væri liðið á kjörtímabilið. Auðvirðulegri einkunn gat Ingibjörg Sólrún ekki gefið núverandi formanni Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, er næsti formaður á næsta landsþingi Fylkingarinnar, ef eftir ganga áætlanir hennar um sinn pólitíska frama. Ólíkt öðrum ákvörðunum Ingibjargar Sólrúnar í pólitík, var ekki framkvæmd skoðunarkönnun af stuðningsmönnum, er laut að því hvernig menn sæju hana fyrirsér sem varaformaður næstu 2 árin og formaður eftir það. Heldur var kannað hvern stuðningsmenn Fylkingarinnar vildu fá sem næsta formann á nýliðnu landsþingi. Það er mikilvæg spurning upp á framtíðina hvort að ákvörðunin sem var tekin af Ingibjörgu Sólrúnu hafi verið rétt, að bjóða sig fram til varaformanns. Stílbrotið var að stökkva ekki til því að tækifærið var fyrir hendi og könnunin hafði sína sögu að segja.
Í bókinni „Traits of a Healthy Family“ eftir Delores Curran er greint frá rannsóknum höfundar um þau einkenni sem eru mikilvæg í hinni heilbrigðu fjölskyldu og gætu orðið gagnleg hjálpartæki til að efla heilbrigði fjölskyldunnar. Þar kemur m.a. fram að fjölskyldunni er nauðsynlegt að: tjáskiptin séu góð, sýnt sé traust, sýnd sé gagnkvæm virðing og að jafnvægi sé í tengslum milli einstaklinga. Stjórnmálamanni er nauðsynlegt að hafa í huga þessi mikilvægu gildi ætli hann sér að stjórna með fólki, en ekki stjórna fólki. Ingibjörg Sólrún á enn eftir að sýna þessa hlið á sér, nema að stjórnarhættir í Norður-Kóreu séu enn fyrirmyndin.
Fram er komið að Ingibjörg Sólrún ætlar sér í nám erlendis og er stefnan sett á „London School of Economics and Political Science" er von til að Howard Davies stjórnandi skólans gæti orðið til aðstoðar með eitt af lykilatriðum hinnar heilbrigðu fjölskyldu. Delores Curran nefnir að fjölskyldan eigi að leita sér aðstoðar ef á þarf að halda, námið mun því verða Ingibjörgu Sólrúnu mikilvægt hjálpartæki til að ná áttum að nýju og gera henni gott. Taugastríðið mun því ekki verða óbærilegt milli þeirra Össurar og Ingibjargar Sólrúnar.
Það er síðan öðrum dauðlegum mönnum einlæg ósk að þurfa ekki hnjóta um Ingibjörgu Sólrúnu í fjölmiðlum lýsa Lundúnaborg í viku hverri í einhverjum þjóðfélagsþættinum, þar sem heimsstjórnmálin verða krifjuð yfir morgunkaffinu; eða hún verði fastur pistlahöfundur í einhverju dagblaðanna með fyrirsögninni „Solla í Lundúnum“. Sjálf hefur hún skrifað öfundargrein yfir því hvernig aðrir stjórnmálamenn „kunna því best að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni einir og óáreittir,“ þar sem enginn er til „að trufla þeirra merku pólitísku útleggingar á veruleikanum og enginn til andsvara“.
Mörgum Íslendingum er annt um höfuðborg Breskaheimsveldisins, menningin fjölbreitt og hreint ævintýri að uppgötva eitthvað nýtt í hverri heimsókn. Sú spurning hrópar á landslýð hvort verði farið að tala um Lundúnir, fyrir og eftir „Sollu“.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, er næsti formaður á næsta landsþingi Fylkingarinnar, ef eftir ganga áætlanir hennar um sinn pólitíska frama. Ólíkt öðrum ákvörðunum Ingibjargar Sólrúnar í pólitík, var ekki framkvæmd skoðunarkönnun af stuðningsmönnum, er laut að því hvernig menn sæju hana fyrirsér sem varaformaður næstu 2 árin og formaður eftir það. Heldur var kannað hvern stuðningsmenn Fylkingarinnar vildu fá sem næsta formann á nýliðnu landsþingi. Það er mikilvæg spurning upp á framtíðina hvort að ákvörðunin sem var tekin af Ingibjörgu Sólrúnu hafi verið rétt, að bjóða sig fram til varaformanns. Stílbrotið var að stökkva ekki til því að tækifærið var fyrir hendi og könnunin hafði sína sögu að segja.
Í bókinni „Traits of a Healthy Family“ eftir Delores Curran er greint frá rannsóknum höfundar um þau einkenni sem eru mikilvæg í hinni heilbrigðu fjölskyldu og gætu orðið gagnleg hjálpartæki til að efla heilbrigði fjölskyldunnar. Þar kemur m.a. fram að fjölskyldunni er nauðsynlegt að: tjáskiptin séu góð, sýnt sé traust, sýnd sé gagnkvæm virðing og að jafnvægi sé í tengslum milli einstaklinga. Stjórnmálamanni er nauðsynlegt að hafa í huga þessi mikilvægu gildi ætli hann sér að stjórna með fólki, en ekki stjórna fólki. Ingibjörg Sólrún á enn eftir að sýna þessa hlið á sér, nema að stjórnarhættir í Norður-Kóreu séu enn fyrirmyndin.
Fram er komið að Ingibjörg Sólrún ætlar sér í nám erlendis og er stefnan sett á „London School of Economics and Political Science" er von til að Howard Davies stjórnandi skólans gæti orðið til aðstoðar með eitt af lykilatriðum hinnar heilbrigðu fjölskyldu. Delores Curran nefnir að fjölskyldan eigi að leita sér aðstoðar ef á þarf að halda, námið mun því verða Ingibjörgu Sólrúnu mikilvægt hjálpartæki til að ná áttum að nýju og gera henni gott. Taugastríðið mun því ekki verða óbærilegt milli þeirra Össurar og Ingibjargar Sólrúnar.
Það er síðan öðrum dauðlegum mönnum einlæg ósk að þurfa ekki hnjóta um Ingibjörgu Sólrúnu í fjölmiðlum lýsa Lundúnaborg í viku hverri í einhverjum þjóðfélagsþættinum, þar sem heimsstjórnmálin verða krifjuð yfir morgunkaffinu; eða hún verði fastur pistlahöfundur í einhverju dagblaðanna með fyrirsögninni „Solla í Lundúnum“. Sjálf hefur hún skrifað öfundargrein yfir því hvernig aðrir stjórnmálamenn „kunna því best að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni einir og óáreittir,“ þar sem enginn er til „að trufla þeirra merku pólitísku útleggingar á veruleikanum og enginn til andsvara“.
Mörgum Íslendingum er annt um höfuðborg Breskaheimsveldisins, menningin fjölbreitt og hreint ævintýri að uppgötva eitthvað nýtt í hverri heimsókn. Sú spurning hrópar á landslýð hvort verði farið að tala um Lundúnir, fyrir og eftir „Sollu“.
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
90% húsnæðislán Framsóknarflokksins.
Í kosningabaráttunni s.l. vor lagði Framsóknarflokkurinn mikla áherslu á að ungu fólki og efnaminna verði auðveldað að eignast húsnæði og að áhersla verði áfram á félagsleg lán fremur en félagslegt húsnæði, og í því augnamiði verði lánshlutfall almennra íbúðalána hækkað í allt að 90%. Í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar segir að áfram verði haldið endurskipulagningu á húsnæðismarkaði í samræmi við markmið Íbúðalánasjóð. Lánshlutfall almennra íbúðalana verði hækkað á kjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki.
Það er óumdeilt að einn af hornsteinum velferðar er öryggi í húsnæðismálum, en framfarir hér á landi í hafa verið mjög hraðar í þeim efnum, sem má sjá af því að við búum í tiltölulega nýju húsnæði og óvíða í heiminum er húsrými meira á hvern einstakling. Eitt brýnasta úrlausnarefni í húsnæðismálum fyrir fjölskyldurnar í landinu er jafnframt að ná að dreifa þessum stærsta útgjaldalið fjölskyldunnar betur yfir æviskeið fólks, að færa hluta af þungu byrðinni á fyrstu árunum aftar til þeirra ára þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur kynnt í ríkistjórn að hækkun lánshlutfalls íbúðalána í 90% verði framkvæmd innan vébanda Íbúalánasjóðs að fenginni niðurstöðu samráðsnefndar ríkistjórnarinnar. Í framhaldi þessa hafa stjórnvöld tilkynnt fyrirhugaðar breytingar á hækkun lánshlutfallsins innan núverandi íbúðlánakerfis til ESA. Er það gert til að tryggja að óvissu sé eytt og til að koma í veg fyrir deilur og málaferli á síðari stigum framkvæmdarinnar, en álitamál hefur verið um hvort að núverandi íbúðalánakerfi teljist ríkisstyrkur í skilningi Óportósamningsins. Ákvörðun um hver hámarksfjárhæð húsnæðislána verður í breyttu íbúðalánakerfi og innleiðing hækkunar í áföngum liggur ekki fyrir.
Það er óumdeilt að einn af hornsteinum velferðar er öryggi í húsnæðismálum, en framfarir hér á landi í hafa verið mjög hraðar í þeim efnum, sem má sjá af því að við búum í tiltölulega nýju húsnæði og óvíða í heiminum er húsrými meira á hvern einstakling. Eitt brýnasta úrlausnarefni í húsnæðismálum fyrir fjölskyldurnar í landinu er jafnframt að ná að dreifa þessum stærsta útgjaldalið fjölskyldunnar betur yfir æviskeið fólks, að færa hluta af þungu byrðinni á fyrstu árunum aftar til þeirra ára þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur kynnt í ríkistjórn að hækkun lánshlutfalls íbúðalána í 90% verði framkvæmd innan vébanda Íbúalánasjóðs að fenginni niðurstöðu samráðsnefndar ríkistjórnarinnar. Í framhaldi þessa hafa stjórnvöld tilkynnt fyrirhugaðar breytingar á hækkun lánshlutfallsins innan núverandi íbúðlánakerfis til ESA. Er það gert til að tryggja að óvissu sé eytt og til að koma í veg fyrir deilur og málaferli á síðari stigum framkvæmdarinnar, en álitamál hefur verið um hvort að núverandi íbúðalánakerfi teljist ríkisstyrkur í skilningi Óportósamningsins. Ákvörðun um hver hámarksfjárhæð húsnæðislána verður í breyttu íbúðalánakerfi og innleiðing hækkunar í áföngum liggur ekki fyrir.
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Málefnasnauð stjórnarandstaða Samfylkingarinnar.
Fram er komið frumvarp til laga um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis sem er ætlað að skerpa á eftirlits- og aðhaldshlutverki Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu og fela fastanefndum þingsins víðtækt umboð og rannsóknarvald í einstökum málum. Ætlunin með frumvarpinu er sem sé að rýmka allar heimilir fastnefnda umfram þær heimildir sem í lögum eru í dag. Allt væri þetta góðagjaldavert ef ekki væri fyrir það hverjir það eru sem flytja þetta þingmál, en þetta eru þingmennirnir: Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Bergvinsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, allt þingmenn Samfylkingarinnar.
Ákall þeirra til þingheims gengur út á að veikleikar löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdarvaldinu sé orðin alvarleg staðreynd fyrir lýðræðið í landinu og þingræðið sé í hættu. Nú er það staðfest í stjórnarskrá að þingmenn hafa frumkvæðisrétt að lagasetningu á Alþingi líkt og ráðherrar. Þingmálið sem er hér til umfjöllunar ber þess vætti að frumkvæðisréttur þingmanna er enn fyrir hendi og ekki verður séð að fluttingsmenn minnist á það einu orði í greinargerð frumvarpsins að þessi réttur sé í neinni stórkostlegri hættu. Það mat ofangreindra þingmanna Fylkingarinnar að frumkvæði í lagasetningu hafi færst yfir til framkvæmdavaldsins fær því ekki stoð í hryggjarstykki íslenskrar stjórnskipunar þar sem Alþingi má ekki taka við neinu málefni nema frumkvæðisrétthafa.
Þingmenn Fylkingarinnar hafa því allir tök á því að semja og flytja þingmál, séu þeir einlægir í því að láta hvaðeina í mannlegu samfélagi sig varða í því augnamiði að láta gott af sér leiða, og þeim er einnig í sjálfsvaldsett að leita sér aðstoðar við gerð þingmála, sé það þeim ofviða. Varaþingmaður Framsóknarflokksins, Guðjón Ólafur Jónsson, sat til að mynda á Alþingi hluta október og nóvember s.l. og flutti hann 11 þingmál, ber það skýrt merki þess að þingmenn sem vilja hafa frumkvæði að lagasetningu eru á engan hátt heftir af meintu oki framkvæmdavaldsins. Síðan er það með öllu óskilt atriði að frumvörp stjórnarmeirihluta nái að stærstum hluta fram að ganga, í þeim efnum eru það kjósendur sem veita flokkum brautargengi til umbóta í þjóðfélaginu, þ.e. að hafa áhrif á ríkisvaldið, ekki hlutdeild í, líkt og sá annars ágæti varaþingmaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hélt fram í ræðu á landsþingi Samfylkingarinnar.
Einlægur vilji flutningsmanna ber þess vott að hentugt gæti verið að þeir sem stjórnarandstöðuþingmenn geti hvenær sem þeim þykir ástæða til að taka upp mál og rannsaka án þess að heimild þurfi að fást fyrir því frá Alþingi. Þannig virki eftirlitshlutverk Alþingis best, þ.e. innann fastanefnda Alþingis, án sérstakar heimildar Alþingis, til að viðhalda virku eftirliti með framkvæmdavaldinu, um framkvæmd laga og reglugerða og meðferð opinberra fjármuna. Telja fluttingsmenn þessa tilhögun, þrátt fyrir sjálfstætt hlutverk Ríkisendurskoðunar, henta betur enda ætlað að vinna að rannsóknum fyrir opnum tjöldum.
Sjálfskipaður dómstóll þingmanna, Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurar Skarphéðinssonar, Guðmundar Árna Stefánssonar, Lúðvíks Bergvinssonar og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í skjóli opinnar heimildar um starfshætti dómstólsins, verður varla neitt annað er veisluborð til handa alþýðu manna, þar sem beinskeyttar spurningar Jóhönnu munu bíta á andstæðingunum og ósérhlífni Össurar Skarphéðinssonar við að bæta þjóðfélagið mun njóta sín undir vökulum augum þjóðarinnar.
Er ekki komin tími til að sama gamla þreytta Samfylkingarstjórnarandstaðan með Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Guðmund Árna Stefánsson, Lúðvík Bergvinsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur, með sömu gömlu þreyttu málin fari að vinna að hugsjónum sínum, eða skipti sér út fyrir sér yngra liði með ferskar hugmyndir, framtíðarlausnir, nýja hugsun og leiðarstef.
Ákall þeirra til þingheims gengur út á að veikleikar löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdarvaldinu sé orðin alvarleg staðreynd fyrir lýðræðið í landinu og þingræðið sé í hættu. Nú er það staðfest í stjórnarskrá að þingmenn hafa frumkvæðisrétt að lagasetningu á Alþingi líkt og ráðherrar. Þingmálið sem er hér til umfjöllunar ber þess vætti að frumkvæðisréttur þingmanna er enn fyrir hendi og ekki verður séð að fluttingsmenn minnist á það einu orði í greinargerð frumvarpsins að þessi réttur sé í neinni stórkostlegri hættu. Það mat ofangreindra þingmanna Fylkingarinnar að frumkvæði í lagasetningu hafi færst yfir til framkvæmdavaldsins fær því ekki stoð í hryggjarstykki íslenskrar stjórnskipunar þar sem Alþingi má ekki taka við neinu málefni nema frumkvæðisrétthafa.
Þingmenn Fylkingarinnar hafa því allir tök á því að semja og flytja þingmál, séu þeir einlægir í því að láta hvaðeina í mannlegu samfélagi sig varða í því augnamiði að láta gott af sér leiða, og þeim er einnig í sjálfsvaldsett að leita sér aðstoðar við gerð þingmála, sé það þeim ofviða. Varaþingmaður Framsóknarflokksins, Guðjón Ólafur Jónsson, sat til að mynda á Alþingi hluta október og nóvember s.l. og flutti hann 11 þingmál, ber það skýrt merki þess að þingmenn sem vilja hafa frumkvæði að lagasetningu eru á engan hátt heftir af meintu oki framkvæmdavaldsins. Síðan er það með öllu óskilt atriði að frumvörp stjórnarmeirihluta nái að stærstum hluta fram að ganga, í þeim efnum eru það kjósendur sem veita flokkum brautargengi til umbóta í þjóðfélaginu, þ.e. að hafa áhrif á ríkisvaldið, ekki hlutdeild í, líkt og sá annars ágæti varaþingmaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hélt fram í ræðu á landsþingi Samfylkingarinnar.
Einlægur vilji flutningsmanna ber þess vott að hentugt gæti verið að þeir sem stjórnarandstöðuþingmenn geti hvenær sem þeim þykir ástæða til að taka upp mál og rannsaka án þess að heimild þurfi að fást fyrir því frá Alþingi. Þannig virki eftirlitshlutverk Alþingis best, þ.e. innann fastanefnda Alþingis, án sérstakar heimildar Alþingis, til að viðhalda virku eftirliti með framkvæmdavaldinu, um framkvæmd laga og reglugerða og meðferð opinberra fjármuna. Telja fluttingsmenn þessa tilhögun, þrátt fyrir sjálfstætt hlutverk Ríkisendurskoðunar, henta betur enda ætlað að vinna að rannsóknum fyrir opnum tjöldum.
Sjálfskipaður dómstóll þingmanna, Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurar Skarphéðinssonar, Guðmundar Árna Stefánssonar, Lúðvíks Bergvinssonar og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í skjóli opinnar heimildar um starfshætti dómstólsins, verður varla neitt annað er veisluborð til handa alþýðu manna, þar sem beinskeyttar spurningar Jóhönnu munu bíta á andstæðingunum og ósérhlífni Össurar Skarphéðinssonar við að bæta þjóðfélagið mun njóta sín undir vökulum augum þjóðarinnar.
Er ekki komin tími til að sama gamla þreytta Samfylkingarstjórnarandstaðan með Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Guðmund Árna Stefánsson, Lúðvík Bergvinsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur, með sömu gömlu þreyttu málin fari að vinna að hugsjónum sínum, eða skipti sér út fyrir sér yngra liði með ferskar hugmyndir, framtíðarlausnir, nýja hugsun og leiðarstef.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Stækkun EES og undarlegar spurningar Samfylkingarinnar.
Fram er komið frumvarp til laga um breytingu á lögum um EES, þar sem er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda þátttöku 10 nýrra ríkja ESB sem eru: Tékkland, Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Malta, Pólland, Slóvenía og Slóvakía. Nýr aðildarsamningur um EES var upphaflega undirritaður í Lúxemborg 14. október 2003 en vegna ágreinings milli Liechtenstein annars vegar og Tékklands og Slóvakíu hins vegar um viðurkenningu fullveldis Liechtenstein var samningurinn ekki undirritaður fyrir Íslands hönd fyrr en 11. nóvember 2003 í Vaduz, höfuðborg Liechtenstein.
Sjálfur samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992. Meginmarkmið samningsins er að mynda öflugt og einsleitt evrópskt efnahagssvæði er grundvallast á sameiginlegum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum. Í meginatriðum má segja að EES-samningurinn tryggi EFTA-ríkjunum þátttöku í innri markaði ESB, án þess EFTA-ríkin teljist vera fullgildir aðilar að Evrópusambandinu með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Með innri markaði ESB er stefnt að því að koma á frjálsum viðskiptum með vörur og þjónustu, frjálsum fjármagnsflutningum, sameiginlegum vinnumarkaði, sameiginlegum samkeppnisreglum og sameiginlegum reglum um ríkisaðstoð. EES-samningurinn endurspeglar því reglur Evrópusambandsins á þessum sviðum.
Samningur um stækkun Evrópusambandsins er var undirritaður 16. apríl 2003 í Aþenu og er sú umfangsmesta frá upphafi. Eftir stækkunina verður ESB að sambandi 25 þjóðríkja í Evrópu með um 450 milljónir íbúa. En ríkin í austurvegi, eftir að hafa endurheimt stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt, hafa lagt á það ríka áherslu að verða fullgildir þátttakendur í samvinnu og samstarfi Evrópuþjóða. Hafa þau litið á aðild að Evrópusambandinu sem mikilvægan áfanga á þeirri leið. Leiðtogar Evrópusambandsins ákváðu strax árið 1993 að þeim ríkjum Mið- og Austur-Evrópu sem kysu að sækjast eftir aðild að ESB skyldi vera gefinn kostur á því. Stækkunarferli ESB var hafið með formlegum hætti á fundi leiðtoga Evrópusambandsins árið 1997. Ári síðar hófust formlegar aðildarviðræður við Eistland, Pólland, Slóveníu, Tékkland, Ungverjaland og Kýpur. Á leiðtogafundinum í Helsinki árið 1999 var ákveðið að hefja jafnframt samningaviðræður við Búlgaríu, Lettland, Litháen, Rúmeníu, Slóvakíu og Möltu.
Samningaviðræðunum lauk síðan á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í desember 2002 þar sem endanlegt samkomulag náðist um aðild umsóknarríkjanna að Evrópusambandinu, að Búlgaríu og Rúmeníu undanskildum. Stefnt er að því að ljúka samningum við þau ríki árið 2007. Á grundvelli samkomulagsins sem náðist í Kaupmannahöfn var aðildarsáttmáli við nýju aðildarríkin undirritaður í Aþenu þann 16. apríl 2003.
Í ljósi alls þessa vekur nokkra athygli fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur, alþingismanns Samfylkingarinnar, til utanríkisráðherra þar sem hún spyr m.a. hvaða áhrif stækkun EES er talin munu hafa á vinnumarkað hérlendis. Hún setur svo fram fullyrðingu er hún spyr hvort hugað hafi verið að aðgerðum til að takmarka röskunin sem stækkun sameiginlegs vinnumarkaðar getur valdið hérlendis, t.d. í ljósi vandamála sem hér hafa komið upp á síðustu mánuðum og hugsanlegra félagslegra undirboða.
Á nýliðnu landsþingi Samfylkingarinnar var ályktað sérstaklega um evrópumál, þar sem Rannveig Guðmundsdóttir hefur vonandi verið þátttakandi, en þar sagir m.a.: „Samfylkingin ákvað á stofnfundi sínum vorið 2000 að gera heildstæða úttekt um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Á grunni víðtækra upplýsinga tók síðan almennur flokksfélagi í Samfylkingunni ákvörðun í sögulegri kosningu haustið 2002 um að setja aðildarumsókn að Evrópusambandinu á stefnuskrá flokksins á grundvelli skilgreindra samningsmarkmiða. ... ... Samfylkingin hefur stofnað sérstakan 9 manna málefnahóp um Evrópumál sem m.a. skoði ávinning Íslands af aðild að Evrópusambandinu, skilgreini hver helstu samningsmarkmið eigi að vera við aðildarumsókn, meti stöðu EFTA og EES- samningsins og greini áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf.“
Í sameiginlegri yfirlýsingu allra samningsaðila um beitingu upprunareglna eftir að samhliða stækkun ESB og EES öðlast gildi, taka EFTA-ríkin sérstaklega fram um frelsi launþega til flutninga, að það verði leitast við að veita ríkisborgurum Tékklands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Ungverjalands, Póllands, Slóveníu og Slóvakíu greiðari aðgang að vinnumarkaði samkvæmt landslögum til þess að flýta fyrir samræmingu réttarreglnanna. Þetta verði gert í því augnamiði að fjölga verulega atvinnutækifærum ríkisborgara ofangreindra ríkja.
Nú er spurningin sú hvort að Samfylkingin hafi í raun ekki neina þekkingu á evrópumálum, þrátt fyrir að hafa staðið í heilstæðri stefnumótun allt frá árinu 2000 um málefnið. Hvaða forsendur lágu að baki hinni sögulegu ákvörðun að setja aðildarumsókn að ESB á stefnuskrá Fylkingarinnar? Ofangreind yfirlýsing EFTA-ríkjanna er nánast samhljóða sambærilegri yfirlýsingu núverandi aðildarríkja ESB við stækkun ESB í Aþenu 16. apríl s.l. Er von að spurt sé hvort þekking á evrópumálum sé enn enginn hjá annars ágætum þingmanni Fylkingarinnar, Rannveigu Guðmundsdóttur, eða hefur gleymst algjörlega að læra heima?
Sjálfur samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992. Meginmarkmið samningsins er að mynda öflugt og einsleitt evrópskt efnahagssvæði er grundvallast á sameiginlegum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum. Í meginatriðum má segja að EES-samningurinn tryggi EFTA-ríkjunum þátttöku í innri markaði ESB, án þess EFTA-ríkin teljist vera fullgildir aðilar að Evrópusambandinu með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Með innri markaði ESB er stefnt að því að koma á frjálsum viðskiptum með vörur og þjónustu, frjálsum fjármagnsflutningum, sameiginlegum vinnumarkaði, sameiginlegum samkeppnisreglum og sameiginlegum reglum um ríkisaðstoð. EES-samningurinn endurspeglar því reglur Evrópusambandsins á þessum sviðum.
Samningur um stækkun Evrópusambandsins er var undirritaður 16. apríl 2003 í Aþenu og er sú umfangsmesta frá upphafi. Eftir stækkunina verður ESB að sambandi 25 þjóðríkja í Evrópu með um 450 milljónir íbúa. En ríkin í austurvegi, eftir að hafa endurheimt stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt, hafa lagt á það ríka áherslu að verða fullgildir þátttakendur í samvinnu og samstarfi Evrópuþjóða. Hafa þau litið á aðild að Evrópusambandinu sem mikilvægan áfanga á þeirri leið. Leiðtogar Evrópusambandsins ákváðu strax árið 1993 að þeim ríkjum Mið- og Austur-Evrópu sem kysu að sækjast eftir aðild að ESB skyldi vera gefinn kostur á því. Stækkunarferli ESB var hafið með formlegum hætti á fundi leiðtoga Evrópusambandsins árið 1997. Ári síðar hófust formlegar aðildarviðræður við Eistland, Pólland, Slóveníu, Tékkland, Ungverjaland og Kýpur. Á leiðtogafundinum í Helsinki árið 1999 var ákveðið að hefja jafnframt samningaviðræður við Búlgaríu, Lettland, Litháen, Rúmeníu, Slóvakíu og Möltu.
Samningaviðræðunum lauk síðan á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í desember 2002 þar sem endanlegt samkomulag náðist um aðild umsóknarríkjanna að Evrópusambandinu, að Búlgaríu og Rúmeníu undanskildum. Stefnt er að því að ljúka samningum við þau ríki árið 2007. Á grundvelli samkomulagsins sem náðist í Kaupmannahöfn var aðildarsáttmáli við nýju aðildarríkin undirritaður í Aþenu þann 16. apríl 2003.
Í ljósi alls þessa vekur nokkra athygli fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur, alþingismanns Samfylkingarinnar, til utanríkisráðherra þar sem hún spyr m.a. hvaða áhrif stækkun EES er talin munu hafa á vinnumarkað hérlendis. Hún setur svo fram fullyrðingu er hún spyr hvort hugað hafi verið að aðgerðum til að takmarka röskunin sem stækkun sameiginlegs vinnumarkaðar getur valdið hérlendis, t.d. í ljósi vandamála sem hér hafa komið upp á síðustu mánuðum og hugsanlegra félagslegra undirboða.
Á nýliðnu landsþingi Samfylkingarinnar var ályktað sérstaklega um evrópumál, þar sem Rannveig Guðmundsdóttir hefur vonandi verið þátttakandi, en þar sagir m.a.: „Samfylkingin ákvað á stofnfundi sínum vorið 2000 að gera heildstæða úttekt um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Á grunni víðtækra upplýsinga tók síðan almennur flokksfélagi í Samfylkingunni ákvörðun í sögulegri kosningu haustið 2002 um að setja aðildarumsókn að Evrópusambandinu á stefnuskrá flokksins á grundvelli skilgreindra samningsmarkmiða. ... ... Samfylkingin hefur stofnað sérstakan 9 manna málefnahóp um Evrópumál sem m.a. skoði ávinning Íslands af aðild að Evrópusambandinu, skilgreini hver helstu samningsmarkmið eigi að vera við aðildarumsókn, meti stöðu EFTA og EES- samningsins og greini áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf.“
Í sameiginlegri yfirlýsingu allra samningsaðila um beitingu upprunareglna eftir að samhliða stækkun ESB og EES öðlast gildi, taka EFTA-ríkin sérstaklega fram um frelsi launþega til flutninga, að það verði leitast við að veita ríkisborgurum Tékklands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Ungverjalands, Póllands, Slóveníu og Slóvakíu greiðari aðgang að vinnumarkaði samkvæmt landslögum til þess að flýta fyrir samræmingu réttarreglnanna. Þetta verði gert í því augnamiði að fjölga verulega atvinnutækifærum ríkisborgara ofangreindra ríkja.
Nú er spurningin sú hvort að Samfylkingin hafi í raun ekki neina þekkingu á evrópumálum, þrátt fyrir að hafa staðið í heilstæðri stefnumótun allt frá árinu 2000 um málefnið. Hvaða forsendur lágu að baki hinni sögulegu ákvörðun að setja aðildarumsókn að ESB á stefnuskrá Fylkingarinnar? Ofangreind yfirlýsing EFTA-ríkjanna er nánast samhljóða sambærilegri yfirlýsingu núverandi aðildarríkja ESB við stækkun ESB í Aþenu 16. apríl s.l. Er von að spurt sé hvort þekking á evrópumálum sé enn enginn hjá annars ágætum þingmanni Fylkingarinnar, Rannveigu Guðmundsdóttur, eða hefur gleymst algjörlega að læra heima?
mánudagur, nóvember 24, 2003
Skyldur stjórnmálamanna, siðferði fyrirtækja og úrræði Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra.
Viðburðir föstudagsins 21. nóvember munu vart líða ráðherrum ríkistjórnarinnar, né þjóðinni allri, úr minni enda Davíð Oddsson, forsætisráðherra, óvenju þungbrýnn er út af ríkisstjórnarfundi var komið þann morguninn. Kastljós fjölmiðlanna var ekki skammt undan og yfirlýsingar forsætisráðherrans í samræmi við tækifærið; dagskipunin var að út af bankabókum skyldu allar eignir landsmanna í Kaupþingi-Búnaðarbanka. Enda rölti Davíð Oddsson, einn ötulasti talsmaður neytenda hin síðari ár, seinna um daginn yfir í næsta útibú Búnaðarbanka og snaraði út heilum kr. 400.000 er hann átti þar inni á bók. Meðal-Jóni var ómögulegt að kreista nokkurt það eigið fé út af óstofnuðum bankareikningum hjá stofnuninni, himinn háar skuldir hans í Búnaðarbankanum héldu hinsvegar áfram að minna á sig auk ógreiddra greiðsluseðla frá sömu stofnun.
Kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins, hafa hreyft við þjóðinni, enda verið að tala um nokkuð stórar tölur. Að mögulegt sé að gera viðbót við ráðningarsamninga er miðar að því að hægt sé að ná allt að kr. 950.000.000 í kaupauka, fyrir utan föst laun, er eitthvað sem er óskiljanlegt alþýðu manna. Að vísu er þetta ekki í fyrsta skipti sem athygli vekur góðir ráðningarsamningar til handa lykil stjórnendum fjármálafyrirtækja á Íslandi. Frægt var er ungu athafnamennirnir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sópuðu til sýn töluverðum gróða af all vafasömum viðskiptum með tækifærisbréf og síðan rann hluti hagnaðar út í skjóli afkomutengdra ráðningarsamninga. Fyrrum forstjóri Kaupþings þótti og einnig þungur til fjárins er hann fékk um kr. 70.000.000 sem afkomutengdan kaupauka á sínum tíma, hafa ber þó í huga að starfsemi Kaupþings hafði gengið mjög vel og gerir enn. Þjóðfélagsumræðan á þeim tíma hrópaði á siðareglur fjármálafyrirtækja, spurningin er hvort að viðskiptasiðferði hafi þrotið frá þeim tíma eða orðið enn sterkar eftir að stjórnendurnir hafa nú fallið frá kaupréttarsamningum sínum við Kaupþing-Búnaðarbanka.
Rétt er að hafa í huga að innkoma ráðherra ríkistjórnarinnar um þessi mál á sér forsögu allt frá því að ákveðið var að hlutafélagsvæða fjármálastofnanir ríkisins og skilgreina á ný almennt hlutverk ríkisins til fyrirtækja á fjármagnsmarkaði. Markaðshagkerfi felur í sér m.a. að ríkið á ekki að sinna atvinnustarfsemi sem einkaaðilar geta stundað með eðlilegum hætti og virk samkeppni er fyrir hendi. Í greinargerð með frumvarpi til laga um sölu á eignahlut ríkisins í ríkisbönkunum sagði m.a. um hlutverk ríkisins á fjármagnsmarkaði: "Meginhlutverk þess verður jafnan að tryggja að til staðar séu reglur um starfsemi á þessu sviði og að reglunum sé fylgt. Jafnframt kann á hverjum tíma að vera nauðsynlegt að ríkið hlutist til um fjármálastarfsemi sem nauðsynleg er til að efla atvinnulíf og tryggja þjóðfélaginu ákveðin lífsgæði." Einkarekstur banka er meginreglan í hinum vestræna heimi en rökin felast í að einkareknar fjármálastofnanir eru fremur undirseldar aga markaðarins, bæði er hvað varðar afkomu og áhættu. Einkareknir bankar eiga því að öðru jöfnu að verða hagkvæmari en bankar í eigu ríkisins. En ríkið á og getur enn haft með að gera fjárfestingarþjónustu eins og verkefnafjármögnun og beina áhættufjármögnun.
Í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsleg áhrif sölu ríkisins á hlut sínum í Landsbanka og Búnaðarbanka á sínum tíma, taldi stofnunin að umbætur myndu eiga sér stað með rekstri einkaaðila og með stærri eignaraðild fái stjórnendur ríkara aðhald og að ákvarðanir yrðu fyrst og fremst hagkvæmari fremur en að verða pólitískar. Nú er það ein af lykilspurningum í þessu tilfelli hvaða viðmið Kaupþing-Búnaðarbankinn, sem í dag er á frjálsum markaði, setur sér við gerð ráðningarsamninga við sína starfsmenn. Og það er pólitísk spurning hversu há laun lykilstarfsmanna eigi að vera, væntanlega hefur launanefnd stjórnar Kaupþings-Búnaðarbanka haft til stuðnings ákveðin viðmið, en í fámennu landi eins og Íslandi getur verið nauðsynlegt að þessi viðmið séu sýnileg öllum, ekki aðeins hluthöfunum einum, viðskiptamenn bankans hljóta líka geta haft skoðun á því hvað sé eðlilegt og hvað gerræðislegt. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar, á að hafa skoðun á því hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Undrist menn á einhvern hátt framgöngu Davíðs er rétt að minn á að hann einn talaði nú um á sínum tíma að kjöt hefði nú ekki verið á útsölum fyrir verslunarmannahelgi eina fyrir nokkrum árum. Það er því ekkert nýtt að Davíð bendi á hluti, stóra sem smáa, sem betur mættu fara, það hefur hann gert í hjartans einlægni og hefur uppskorið samkvæmt því sem mjög farsæll stjórnmálamaður og verið samfellt forsætisráðherra þjóðarinnar frá árinu 1991.
Í umræðunni er kallað eftir skýrari reglum frá löggjafarvaldinu, en ekki má gleyma að þjóðfélagið getur haft mikil áhrif á gjörðir manna, þannig að aðilar séu tilbúnir að endurskoða sinn hug, líkt og stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings-Búnaðarbanka hafa gert og viðurkennt mistök í því sambandi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lýst því yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði. En jafnframt er athugandi hvort að Valgerður eigi ekki að taka Davíð með sér á næsta aðalfund Samtaka atvinnulífsins og kynna þar siðareglur atvinnulífsins, undirbúnar af ríkistjórninni, fá þær lagðar fram fyrir aðalfundinn til samþykktar og halda síðan áfram að vera öflugur liðsmaður neytenda í landinu og grípa inn í er fram af fólki er gengið.
Stjórnendur banka á markaði skapa sjálfir sinn orðstýr og það eru ríkar kröfur gerðar til þeirra, agi markaðarins snýst einnig um að halda viðskiptamönnum bankans jafn ánægðum og eigendunum sjálfum. Hagsmunir lykilstjórnenda banka þurfa því að taka mið af þessum þáttum og ekki síst þeim að fjármálamarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í hverju hagkerfi, þegar hann hefur með höndum miðlun greiðslna, veitingu lána og móttaka innlána, þar er lykilhugtakið TRAUST.
Kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins, hafa hreyft við þjóðinni, enda verið að tala um nokkuð stórar tölur. Að mögulegt sé að gera viðbót við ráðningarsamninga er miðar að því að hægt sé að ná allt að kr. 950.000.000 í kaupauka, fyrir utan föst laun, er eitthvað sem er óskiljanlegt alþýðu manna. Að vísu er þetta ekki í fyrsta skipti sem athygli vekur góðir ráðningarsamningar til handa lykil stjórnendum fjármálafyrirtækja á Íslandi. Frægt var er ungu athafnamennirnir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sópuðu til sýn töluverðum gróða af all vafasömum viðskiptum með tækifærisbréf og síðan rann hluti hagnaðar út í skjóli afkomutengdra ráðningarsamninga. Fyrrum forstjóri Kaupþings þótti og einnig þungur til fjárins er hann fékk um kr. 70.000.000 sem afkomutengdan kaupauka á sínum tíma, hafa ber þó í huga að starfsemi Kaupþings hafði gengið mjög vel og gerir enn. Þjóðfélagsumræðan á þeim tíma hrópaði á siðareglur fjármálafyrirtækja, spurningin er hvort að viðskiptasiðferði hafi þrotið frá þeim tíma eða orðið enn sterkar eftir að stjórnendurnir hafa nú fallið frá kaupréttarsamningum sínum við Kaupþing-Búnaðarbanka.
Rétt er að hafa í huga að innkoma ráðherra ríkistjórnarinnar um þessi mál á sér forsögu allt frá því að ákveðið var að hlutafélagsvæða fjármálastofnanir ríkisins og skilgreina á ný almennt hlutverk ríkisins til fyrirtækja á fjármagnsmarkaði. Markaðshagkerfi felur í sér m.a. að ríkið á ekki að sinna atvinnustarfsemi sem einkaaðilar geta stundað með eðlilegum hætti og virk samkeppni er fyrir hendi. Í greinargerð með frumvarpi til laga um sölu á eignahlut ríkisins í ríkisbönkunum sagði m.a. um hlutverk ríkisins á fjármagnsmarkaði: "Meginhlutverk þess verður jafnan að tryggja að til staðar séu reglur um starfsemi á þessu sviði og að reglunum sé fylgt. Jafnframt kann á hverjum tíma að vera nauðsynlegt að ríkið hlutist til um fjármálastarfsemi sem nauðsynleg er til að efla atvinnulíf og tryggja þjóðfélaginu ákveðin lífsgæði." Einkarekstur banka er meginreglan í hinum vestræna heimi en rökin felast í að einkareknar fjármálastofnanir eru fremur undirseldar aga markaðarins, bæði er hvað varðar afkomu og áhættu. Einkareknir bankar eiga því að öðru jöfnu að verða hagkvæmari en bankar í eigu ríkisins. En ríkið á og getur enn haft með að gera fjárfestingarþjónustu eins og verkefnafjármögnun og beina áhættufjármögnun.
Í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsleg áhrif sölu ríkisins á hlut sínum í Landsbanka og Búnaðarbanka á sínum tíma, taldi stofnunin að umbætur myndu eiga sér stað með rekstri einkaaðila og með stærri eignaraðild fái stjórnendur ríkara aðhald og að ákvarðanir yrðu fyrst og fremst hagkvæmari fremur en að verða pólitískar. Nú er það ein af lykilspurningum í þessu tilfelli hvaða viðmið Kaupþing-Búnaðarbankinn, sem í dag er á frjálsum markaði, setur sér við gerð ráðningarsamninga við sína starfsmenn. Og það er pólitísk spurning hversu há laun lykilstarfsmanna eigi að vera, væntanlega hefur launanefnd stjórnar Kaupþings-Búnaðarbanka haft til stuðnings ákveðin viðmið, en í fámennu landi eins og Íslandi getur verið nauðsynlegt að þessi viðmið séu sýnileg öllum, ekki aðeins hluthöfunum einum, viðskiptamenn bankans hljóta líka geta haft skoðun á því hvað sé eðlilegt og hvað gerræðislegt. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar, á að hafa skoðun á því hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Undrist menn á einhvern hátt framgöngu Davíðs er rétt að minn á að hann einn talaði nú um á sínum tíma að kjöt hefði nú ekki verið á útsölum fyrir verslunarmannahelgi eina fyrir nokkrum árum. Það er því ekkert nýtt að Davíð bendi á hluti, stóra sem smáa, sem betur mættu fara, það hefur hann gert í hjartans einlægni og hefur uppskorið samkvæmt því sem mjög farsæll stjórnmálamaður og verið samfellt forsætisráðherra þjóðarinnar frá árinu 1991.
Í umræðunni er kallað eftir skýrari reglum frá löggjafarvaldinu, en ekki má gleyma að þjóðfélagið getur haft mikil áhrif á gjörðir manna, þannig að aðilar séu tilbúnir að endurskoða sinn hug, líkt og stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings-Búnaðarbanka hafa gert og viðurkennt mistök í því sambandi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lýst því yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði. En jafnframt er athugandi hvort að Valgerður eigi ekki að taka Davíð með sér á næsta aðalfund Samtaka atvinnulífsins og kynna þar siðareglur atvinnulífsins, undirbúnar af ríkistjórninni, fá þær lagðar fram fyrir aðalfundinn til samþykktar og halda síðan áfram að vera öflugur liðsmaður neytenda í landinu og grípa inn í er fram af fólki er gengið.
Stjórnendur banka á markaði skapa sjálfir sinn orðstýr og það eru ríkar kröfur gerðar til þeirra, agi markaðarins snýst einnig um að halda viðskiptamönnum bankans jafn ánægðum og eigendunum sjálfum. Hagsmunir lykilstjórnenda banka þurfa því að taka mið af þessum þáttum og ekki síst þeim að fjármálamarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í hverju hagkerfi, þegar hann hefur með höndum miðlun greiðslna, veitingu lána og móttaka innlána, þar er lykilhugtakið TRAUST.
föstudagur, nóvember 21, 2003
Taugastríðið.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður framtíðarnefndar Samfylkingarinnar, var í þættinum Maður á mann á Skjá 1, 16. nóvember s.l. Algjörlega sannfærð mun hún halda áfram að láta vita af framboði sínu til formanns á næsta landsþingi fylkingarinnar. Blekið á ný samþykktum ályktunum á landsþingi fylkingarinnar er ekki enn þornað og strax farið að huga að því næsta, þar sem allt stríð Ingibjargar Sólrúnar mun bera árangur. Vinsamlegum samskiptum formanna tveggja í fylkingunni Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er takmörkunum háð, þingfulltrúar á næsta landsþingi bíður það erfiða hlutverk að gera upp á milli þeirra. Bræðralagið er ekkert heldur stórfenglegt taugastríð.
Samfylkingarfélögum býður erfitt hlutverk og hvort að hægt verði „að vinna sem einn maður að því að undirbúa okkur fyrir hlutdeild í ríkisvaldinu“ líkt og Ingibjörg Sólrún sagði svo smekklega á landsfundinum. Taugastríðið þar sem verður unnið sem einn maður, en þá gegn Össuri formanni, til að uppfylla vonir, þrár og væntingar margra kynslóða. Össuri hefur nefnilega tekist að hneppa ungliða flokksins í eintóman þrældóm á þingum fylkingarinnar, við lítinn fögnuð ungafólksins, úthýst fötluðum frá fundarstað með of háum þröskuldum og neitað blindum og heyrnarlausum um handhæg hjálpargögn til að taka þátt í landsþingum af krafti. Að mati fylkingarinnar var þetta allt nothæfir stuðningshópar á kjördag, en lengra nær það ekki hjá Össuri. Samfélag byggt á hornsteinum jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar er takmörkum háð. Kjósendur munu aldrei gleyma sviknum hugsjónum stjórnmálaafla.
Næstu 2 ár verða söguleg í meiralagi fyrir fylkingarfólk, kannanir að frumkvæði stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar munu móta umræðuna, umræðustjórnmálin lifa, hvaða stemming sem er verður mæld og í framhaldi verður beðið yfirlýsingar Ingibjargar. Óvissan er algjör í herbúðum stuðningsmanna þeirra beggja og málamiðlanir liggja ekki á lausu. Þetta er aðalvandamál Samfylkingarinnar fram að næstu kosningum er nýr leiðtogi fylkingarinnar verður kynntur; uppgjör mun þá hafa farið fram og taugastríðinu lokið.
Samfylkingarfélögum býður erfitt hlutverk og hvort að hægt verði „að vinna sem einn maður að því að undirbúa okkur fyrir hlutdeild í ríkisvaldinu“ líkt og Ingibjörg Sólrún sagði svo smekklega á landsfundinum. Taugastríðið þar sem verður unnið sem einn maður, en þá gegn Össuri formanni, til að uppfylla vonir, þrár og væntingar margra kynslóða. Össuri hefur nefnilega tekist að hneppa ungliða flokksins í eintóman þrældóm á þingum fylkingarinnar, við lítinn fögnuð ungafólksins, úthýst fötluðum frá fundarstað með of háum þröskuldum og neitað blindum og heyrnarlausum um handhæg hjálpargögn til að taka þátt í landsþingum af krafti. Að mati fylkingarinnar var þetta allt nothæfir stuðningshópar á kjördag, en lengra nær það ekki hjá Össuri. Samfélag byggt á hornsteinum jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar er takmörkum háð. Kjósendur munu aldrei gleyma sviknum hugsjónum stjórnmálaafla.
Næstu 2 ár verða söguleg í meiralagi fyrir fylkingarfólk, kannanir að frumkvæði stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar munu móta umræðuna, umræðustjórnmálin lifa, hvaða stemming sem er verður mæld og í framhaldi verður beðið yfirlýsingar Ingibjargar. Óvissan er algjör í herbúðum stuðningsmanna þeirra beggja og málamiðlanir liggja ekki á lausu. Þetta er aðalvandamál Samfylkingarinnar fram að næstu kosningum er nýr leiðtogi fylkingarinnar verður kynntur; uppgjör mun þá hafa farið fram og taugastríðinu lokið.
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Hver er vænlegasta byggðaaðgerðin?
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktun um stofnun háskóla á Vestfjörðum. Sér hann fyrir sér að hægt væri að móta sérhæft námsframboð sem mótist af sérstöðu svæðisins, með tilliti til umhverfismála, ferðamála, sjávarútvegsmála og tónlistarlífs. Horft verði til samstarfs við aðra háskóla og þannig stuðlað að fjölbreyttu námsframboði.
Á Vestfjörðum hefur aðsókn að háskólanámi aukist svo á skömmum tíma að líkja má við sprengingu. En samt er enginn skóli á háskólastigi í fjórðungnum svo að nemendur verða að stunda fjarnám. Um það bil 130 manns á Vestfjörðum stunda háskólanám við a.m.k. fjóra háskóla.
Á Akureyri var stofnaður sjálfstæður háskóli m.a. með þeim rökum að ekkert væri raunhæfara í byggðamálum en að flytja menntun út í byggðir landsins. Má fullvíst telja að flutningur æðri menntunar út í hinar dreifðu byggðir skapi betri undirstöður heldur en margt að fjármagn sem hefur farið í ýmis konar félagsleg verkefni og til ýmiss konar atvinnufyrirtækja. Enda nauðsynlegt að fólki í hinum dreifðu byggðum landsins fái aukna möguleika á að notfæra sér þá menningu og þau lífsgæði sem felst í þróttmikilli háskólamenntun og vísindastarfsemi.
Á Vestfjörðum er staða byggðar óvíða erfiðari né íbúafækkun meiri. Um síðustu áramót voru íbúar Vestfjarða 7.915 og hefur þeim þá fækkað um 8,6% frá árinu 1997.
Menntun er fjárfesting sem skilar arði til samfélagsins sem hefur þá alla burði til að auka velsæld sína með þeim mannauði sem vex upp í heilbrigðu skólastarfi og er því vænlegasta byggðaaðgerðin. Það er ástæða til að taka undir þessa þingsályktun og fylgja henni fast eftir.
Á Vestfjörðum hefur aðsókn að háskólanámi aukist svo á skömmum tíma að líkja má við sprengingu. En samt er enginn skóli á háskólastigi í fjórðungnum svo að nemendur verða að stunda fjarnám. Um það bil 130 manns á Vestfjörðum stunda háskólanám við a.m.k. fjóra háskóla.
Á Akureyri var stofnaður sjálfstæður háskóli m.a. með þeim rökum að ekkert væri raunhæfara í byggðamálum en að flytja menntun út í byggðir landsins. Má fullvíst telja að flutningur æðri menntunar út í hinar dreifðu byggðir skapi betri undirstöður heldur en margt að fjármagn sem hefur farið í ýmis konar félagsleg verkefni og til ýmiss konar atvinnufyrirtækja. Enda nauðsynlegt að fólki í hinum dreifðu byggðum landsins fái aukna möguleika á að notfæra sér þá menningu og þau lífsgæði sem felst í þróttmikilli háskólamenntun og vísindastarfsemi.
Á Vestfjörðum er staða byggðar óvíða erfiðari né íbúafækkun meiri. Um síðustu áramót voru íbúar Vestfjarða 7.915 og hefur þeim þá fækkað um 8,6% frá árinu 1997.
Menntun er fjárfesting sem skilar arði til samfélagsins sem hefur þá alla burði til að auka velsæld sína með þeim mannauði sem vex upp í heilbrigðu skólastarfi og er því vænlegasta byggðaaðgerðin. Það er ástæða til að taka undir þessa þingsályktun og fylgja henni fast eftir.
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Hvaða stefnu rekur Framsóknarflokkurinn í heilbrigðismálum?
„Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.“
Framsóknarflokkurinn hefur rekið markvissa og ákveðna stefnu í heilbrigðismálum sem felur í sér að vera réttlát, öllum opin, byggð á samábyrgð þegnanna, að vera að mestu kostuð af almannafé og að þeir gangi fyrir sem hafa mesta þörfina. Þegar þessi markmið eru tryggð, þá skiptir rekstrarform ekki máli. Þetta er spurning um jafnræði þegnanna og því segjum við framsóknarmenn: manngildi ofar auðgildi, að hver og einn hafi sama rétt til grundvallarlífskjara óháð heilsu og efnahags. Það er af siðferðilegum ástæðum að það er haldið svona fast í þessi grundvallaratriði sem fela í sér arf Framsóknarflokksins, þ.e. rík réttlætiskennd, samhjálp og samvinna í velferðarmálum. Samfélagsleg vitund og samkennd með þeim sem minna hafa og þurfa á hjálp að halda er mikilvægari í dag en nokkru sinni því að í samfélögum vesturlanda hefur markaðskerfið orðið ofan á. Í hreinum og tærum markaðslausnum í heilbrigðisþjónustunni felst misrétti, leiðarstjarnan getur því aldrei orðið sú sem lausn við útgjaldaaukningu í heilbrigðisþjónustunni.
Framsóknarflokkurinn vill byggja efnahagslíf þjóðarinnar á markaðshagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og samtaka þeirra njóti sín til fulls. Framsóknarflokkurinn er því ekki andsnúin markaðslausnum, enda hefur hann staðið fyrir fjölbreytileika í þjónustunni sem er ætlað að vera jafn góðri og ekki dýrari fyrir skattborgarana en einhver önnur lausn. Undir stjórn framsóknarmanna hefur í fyrsta sinn verið bryddað upp á öðrum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu til að auka skilvirkni og bæta þjónustuna. Gerðir hafa verið fleiri þjónustusamningar en nokkru sinni áður og undir stjórn Framsóknarflokksins hefur einnig verið staðið fyrir útboðum.
Framsóknarflokkurinn byggir á frjálslyndri hugmyndafræði og telur því farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika. Það er ekki hægt að tefla fram einhverjum töfralausnum í heilbrigðismálum og því mikilvægt að umræðan um þessi mál byggist á þekkingu og sanngirni.
Það er því sorglegt þegar formaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson, fer mikinn í hinni pólitísku orðræðu um heilbrigðismál og boðar lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn, er rætt er um vandan við útgjaldaaukninguna í heilbrigðismálum á síðustu árum. Með hagsmuni hverra að leiðarljósi tala slíkir talsmenn frjálshyggjuaflanna? Gætum við verið viss um að sjúklingar hefðu getað greitt fyrir lyfin án þess að samfélagið kæmi þar að eða greitt fyrir dýra aðgerð? Hverjir njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að fá er lögmál framboðs og eftirspurnar ráða för? Er tryggt að þar felist ekki misrétti? Er hægt að hafna þörfinni á auknum fjárframlögum til heilbrigðismála þegar staðið er vörð um samfélagslega vitund og samkennd með þeim sem minna hafa og þurfa á hjálp að halda?
Upphafsorð þessa pistils eru grundvöllur að stefnu Framsóknarflokksins, grundvöllur þeirrar stefnu sem við framsóknarmenn stöndum fyrir, hugsjónir um frelsi lýðræði, samhjálp og samvinnu. Framsóknarfólk er með svipaða lífssýn og svipaðar hugmyndir og berst fyrir umbótum á samfélaginu, berst fyrir velferð, öryggi borgaranna og lætur sig hvaðeina í mannlegu samfélagi varða í því augnamiði að láta gott af sér leiða. Framsóknarflokkurinn setur „fólk í fyrirrúmi.“
Framsóknarflokkurinn hefur rekið markvissa og ákveðna stefnu í heilbrigðismálum sem felur í sér að vera réttlát, öllum opin, byggð á samábyrgð þegnanna, að vera að mestu kostuð af almannafé og að þeir gangi fyrir sem hafa mesta þörfina. Þegar þessi markmið eru tryggð, þá skiptir rekstrarform ekki máli. Þetta er spurning um jafnræði þegnanna og því segjum við framsóknarmenn: manngildi ofar auðgildi, að hver og einn hafi sama rétt til grundvallarlífskjara óháð heilsu og efnahags. Það er af siðferðilegum ástæðum að það er haldið svona fast í þessi grundvallaratriði sem fela í sér arf Framsóknarflokksins, þ.e. rík réttlætiskennd, samhjálp og samvinna í velferðarmálum. Samfélagsleg vitund og samkennd með þeim sem minna hafa og þurfa á hjálp að halda er mikilvægari í dag en nokkru sinni því að í samfélögum vesturlanda hefur markaðskerfið orðið ofan á. Í hreinum og tærum markaðslausnum í heilbrigðisþjónustunni felst misrétti, leiðarstjarnan getur því aldrei orðið sú sem lausn við útgjaldaaukningu í heilbrigðisþjónustunni.
Framsóknarflokkurinn vill byggja efnahagslíf þjóðarinnar á markaðshagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og samtaka þeirra njóti sín til fulls. Framsóknarflokkurinn er því ekki andsnúin markaðslausnum, enda hefur hann staðið fyrir fjölbreytileika í þjónustunni sem er ætlað að vera jafn góðri og ekki dýrari fyrir skattborgarana en einhver önnur lausn. Undir stjórn framsóknarmanna hefur í fyrsta sinn verið bryddað upp á öðrum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu til að auka skilvirkni og bæta þjónustuna. Gerðir hafa verið fleiri þjónustusamningar en nokkru sinni áður og undir stjórn Framsóknarflokksins hefur einnig verið staðið fyrir útboðum.
Framsóknarflokkurinn byggir á frjálslyndri hugmyndafræði og telur því farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika. Það er ekki hægt að tefla fram einhverjum töfralausnum í heilbrigðismálum og því mikilvægt að umræðan um þessi mál byggist á þekkingu og sanngirni.
Það er því sorglegt þegar formaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson, fer mikinn í hinni pólitísku orðræðu um heilbrigðismál og boðar lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn, er rætt er um vandan við útgjaldaaukninguna í heilbrigðismálum á síðustu árum. Með hagsmuni hverra að leiðarljósi tala slíkir talsmenn frjálshyggjuaflanna? Gætum við verið viss um að sjúklingar hefðu getað greitt fyrir lyfin án þess að samfélagið kæmi þar að eða greitt fyrir dýra aðgerð? Hverjir njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að fá er lögmál framboðs og eftirspurnar ráða för? Er tryggt að þar felist ekki misrétti? Er hægt að hafna þörfinni á auknum fjárframlögum til heilbrigðismála þegar staðið er vörð um samfélagslega vitund og samkennd með þeim sem minna hafa og þurfa á hjálp að halda?
Upphafsorð þessa pistils eru grundvöllur að stefnu Framsóknarflokksins, grundvöllur þeirrar stefnu sem við framsóknarmenn stöndum fyrir, hugsjónir um frelsi lýðræði, samhjálp og samvinnu. Framsóknarfólk er með svipaða lífssýn og svipaðar hugmyndir og berst fyrir umbótum á samfélaginu, berst fyrir velferð, öryggi borgaranna og lætur sig hvaðeina í mannlegu samfélagi varða í því augnamiði að láta gott af sér leiða. Framsóknarflokkurinn setur „fólk í fyrirrúmi.“
mánudagur, nóvember 17, 2003
Drifkrafturinn kemur úr nýrri átt.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti yfirgripsmikla og góða ræðu á Haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Halldór kom m.a. inn á að framsóknarmenn settu sér raunhæf markmið og sem kjósendur vissu að þeir geta treyst á að verði framkvæmd. En íslenskt þjóðfélag býr nú við meiri stöðugleika í efnahagsmálum en oftast áður, auknum umsvifum og öflugra velferðarkerfi. Þessar staðreyndir eiga vel við stefnu Framsóknarflokksins sem velferðarflokks, þar sem ríkistjórnin leggur áherslu á aukin framlög til málefna fatlaðra og ætlun um að eyða biðlistum eftir búsetu og þjónustu fyrir fatlaðra í heimabyggð. Ætlunin er að úrræði í öldrunarþjónustu verða bætt og að unnið verði enn frekar að uppbyggingu í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, á næsta ári verða framlög til heilbrigðismála aukin um alls níu milljarða.
Í kosningunum í vor settu framsóknarmenn 90% lán til íbúðakaupa meðal forgangsverkefna sinna. Ráðgjafahópur þriggja ráðuneyta vinnur að mótun tillagnanna og munu niðurstöður liggja fyrir á næstunni. Jafnframt benti Halldór á að sem hluta að heilstæðri húsnæðisstefnu verði staða leigumarkaðarins könnuð í því augnamiði að auka megi framboð leiguhúsnæðis. Í menntamálum lagði Halldór til að miðstjórnin fæli Málefnanefnd að stofna umræðuhóp um málefnið, þannig að Framsóknarflokkurinn myndi móta sér kröftuga og skýra stefnu í málaflokknum, sem ætti við um öll skólastigin, enda væru menntamál einhver mikilvægust verkefni samfélagsins í framtíðinni.
Halldór Ásgrímsson benti á að traustar stoðir efnahagslífs hafi „lagt grunninn að auknum umsvifum, meiri þjóðartekjum, stórbættum kaupmætti, betri efnahag og öflugra velferðarkerfi“. En þó hefur eins og Halldór kom inn á „skort nægilegt framboð á því sem oft er kallað þolinmótt fjármagn, sem styður við frumkvöðla og sprotafyrirtæki“. Enn fremur mun Framsóknarflokkurinn í ríkistjórn beita sér fyrir nýjum lögum um vísinda og tækniráð og stofnun tækniþróunarsjóðs sem verði ætlað að bæta verulega stuðning við nýsköpun.
„Drifkrafturinn kemur úr nýrri átt“, voru orð Halldórs, er hann benti á að Austurland væri miðpunktur athyglinnar og að sérstakt væri að þensla í atvinnumálum skuli vera mest utan höfuðborgarsvæðisins. Síðan fór Halldór með miðstjórnarfulltrúa í hringferð um landið og sýndi framá hvernig byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar væri þegar farin að hafa jákvæð áhrif. Hann tók sérstaklega fram í ræðunni að hlutir gerðust ekki að sjálfu sér, eitthvert afl þyrfi til að koma hlutum af stað og það væri hlutverk ríkisins að skapa skilyrði til þess að atvinnulíf hér á landi blómstri.
Framsóknarflokkurinn og framsóknarfólk um land allt er samstíga hópur og sá mikli kraftur sem gerir okkur auðveldara en ella að sækja fram með okkar baráttumál, líkt og í kosningunum í vor, af krafti og einurð er enn til staðar og getum við með stolti litið yfir okkar störf í ríkistjórn undanfarinn átta ár „og þess vegna hefur íslensk þjóð falið okkur ábyrgð“, voru lokaorðin í ræðu Halldórs Ásgrímssonar.
Í kosningunum í vor settu framsóknarmenn 90% lán til íbúðakaupa meðal forgangsverkefna sinna. Ráðgjafahópur þriggja ráðuneyta vinnur að mótun tillagnanna og munu niðurstöður liggja fyrir á næstunni. Jafnframt benti Halldór á að sem hluta að heilstæðri húsnæðisstefnu verði staða leigumarkaðarins könnuð í því augnamiði að auka megi framboð leiguhúsnæðis. Í menntamálum lagði Halldór til að miðstjórnin fæli Málefnanefnd að stofna umræðuhóp um málefnið, þannig að Framsóknarflokkurinn myndi móta sér kröftuga og skýra stefnu í málaflokknum, sem ætti við um öll skólastigin, enda væru menntamál einhver mikilvægust verkefni samfélagsins í framtíðinni.
Halldór Ásgrímsson benti á að traustar stoðir efnahagslífs hafi „lagt grunninn að auknum umsvifum, meiri þjóðartekjum, stórbættum kaupmætti, betri efnahag og öflugra velferðarkerfi“. En þó hefur eins og Halldór kom inn á „skort nægilegt framboð á því sem oft er kallað þolinmótt fjármagn, sem styður við frumkvöðla og sprotafyrirtæki“. Enn fremur mun Framsóknarflokkurinn í ríkistjórn beita sér fyrir nýjum lögum um vísinda og tækniráð og stofnun tækniþróunarsjóðs sem verði ætlað að bæta verulega stuðning við nýsköpun.
„Drifkrafturinn kemur úr nýrri átt“, voru orð Halldórs, er hann benti á að Austurland væri miðpunktur athyglinnar og að sérstakt væri að þensla í atvinnumálum skuli vera mest utan höfuðborgarsvæðisins. Síðan fór Halldór með miðstjórnarfulltrúa í hringferð um landið og sýndi framá hvernig byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar væri þegar farin að hafa jákvæð áhrif. Hann tók sérstaklega fram í ræðunni að hlutir gerðust ekki að sjálfu sér, eitthvert afl þyrfi til að koma hlutum af stað og það væri hlutverk ríkisins að skapa skilyrði til þess að atvinnulíf hér á landi blómstri.
Framsóknarflokkurinn og framsóknarfólk um land allt er samstíga hópur og sá mikli kraftur sem gerir okkur auðveldara en ella að sækja fram með okkar baráttumál, líkt og í kosningunum í vor, af krafti og einurð er enn til staðar og getum við með stolti litið yfir okkar störf í ríkistjórn undanfarinn átta ár „og þess vegna hefur íslensk þjóð falið okkur ábyrgð“, voru lokaorðin í ræðu Halldórs Ásgrímssonar.
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Þið munið hann Steingrím Jóhann Sigfússon.
Í frægri hátíðarræðu, Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-framboðsins, á landsþingi fyrir skömmu, virðist hann harma að Framboðið skyldi mælst lengi vel mjög hátt í skoðanakönnunum. Verður því ekki annað skilið en að framboðið hafi átt að mælast mun lægra. Staðan væri skelfileg, en það jákvæða væri nú „að eiga hljómgrunn hjá miklu stærri hluta almennings í landinu en sem nemur þeim fjölda sem að endingu ákvað að kjósa okkur“.
Er því nema von að spurt sé hvort að Steingrímur Jóhann Sigfússon sé enn stjórnmálamaðurinn sem kom inn á Alþingi, árið 1983, fullur af þrótti og eldmóði, sem ber fram þann boðskap, árið 2003, að „keppinautar okkar eða andstæðingar í stjórnmálum tóku smátt og smátt allir að líta á okkur sem sérstaka og sameiginlega ógn og hagsmunir þeirra fóru þ.a.l. saman í því að reyna að finna á okkur höggstað. ... Við getum ekki vænst þess að aðrir flokkar horfi á okkur taka aukið rými í heimi stjórnmálanna á þeirra kostnað án þess að bregðast við.“
Nú er það svo að innistæða er nauðsynleg fyrir fullyrðingum, það ættu sjóaðir stjórnmálamenn að vita. Þegar Steingrímur Jóhann telur Framboðið sitt eiga og geta tryggt að fimmtungur til fjórðungur þjóðarinnar a.m.k. sem eigi meira og minna málefnalega samleið með Vinstri-framboðinu og fylgi því eftir með atkvæði sínu í kjörklefanum, þá þrýtur heimildina.
Sé formaðurinn að líta til kosningarannsókna Ólafs Þ. Harðarsonar, þá er ekkert sem segir að hægt sé að sækja allt það fylgi sem hafi íhugað að styðja flokkinn, því það er alltaf við andstæðinga að berjast og við því þarf Framboðið að bregðast. Barlómur forystumanns í stjórnmálum er því meir undarlegri ef það er ekki verðugt verkefni flokksfélaga í alvöru flokki, sem vill verða stór, að takast á við andstæðingana sem reyna að finna höggstað á flokknum.
Áskorunin í stjórnmálum fellst í því að þurfa að vinna eins mörg þingsæti og hægt er til að breyta, þ.e. að hafa áhrif á ríkistjórnina, embættismennina og þjóðfélagið í heild. Áfallið fyrir þá sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn kallar á umræður og uppgjör innan flokka. Staða forystumann verður einnig veikari takist þeim ekki að skapa sér áhrifastöðu. Ekki er að sjá að Steingrímur Jóhann Sigfússon hafi tekist á við þetta uppgjör á landsþinginu eða hvaða alvöru stjórnmálaafl, vill hafa forystumann sem hræðist góða mælingu í könnunum?
Er því nema von að spurt sé hvort að Steingrímur Jóhann Sigfússon sé enn stjórnmálamaðurinn sem kom inn á Alþingi, árið 1983, fullur af þrótti og eldmóði, sem ber fram þann boðskap, árið 2003, að „keppinautar okkar eða andstæðingar í stjórnmálum tóku smátt og smátt allir að líta á okkur sem sérstaka og sameiginlega ógn og hagsmunir þeirra fóru þ.a.l. saman í því að reyna að finna á okkur höggstað. ... Við getum ekki vænst þess að aðrir flokkar horfi á okkur taka aukið rými í heimi stjórnmálanna á þeirra kostnað án þess að bregðast við.“
Nú er það svo að innistæða er nauðsynleg fyrir fullyrðingum, það ættu sjóaðir stjórnmálamenn að vita. Þegar Steingrímur Jóhann telur Framboðið sitt eiga og geta tryggt að fimmtungur til fjórðungur þjóðarinnar a.m.k. sem eigi meira og minna málefnalega samleið með Vinstri-framboðinu og fylgi því eftir með atkvæði sínu í kjörklefanum, þá þrýtur heimildina.
Sé formaðurinn að líta til kosningarannsókna Ólafs Þ. Harðarsonar, þá er ekkert sem segir að hægt sé að sækja allt það fylgi sem hafi íhugað að styðja flokkinn, því það er alltaf við andstæðinga að berjast og við því þarf Framboðið að bregðast. Barlómur forystumanns í stjórnmálum er því meir undarlegri ef það er ekki verðugt verkefni flokksfélaga í alvöru flokki, sem vill verða stór, að takast á við andstæðingana sem reyna að finna höggstað á flokknum.
Áskorunin í stjórnmálum fellst í því að þurfa að vinna eins mörg þingsæti og hægt er til að breyta, þ.e. að hafa áhrif á ríkistjórnina, embættismennina og þjóðfélagið í heild. Áfallið fyrir þá sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn kallar á umræður og uppgjör innan flokka. Staða forystumann verður einnig veikari takist þeim ekki að skapa sér áhrifastöðu. Ekki er að sjá að Steingrímur Jóhann Sigfússon hafi tekist á við þetta uppgjör á landsþinginu eða hvaða alvöru stjórnmálaafl, vill hafa forystumann sem hræðist góða mælingu í könnunum?
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Hvar er umræðan um Hatton-Rockall svæðið?
Fyrir um 3 árum flutti Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ávarp á ráðstefnu um landgrunnið og auðlindir þess. Þar kom m.a. fram í ágætu erindi hans að frá því að Hafréttarsáttmáli Sameinaðuþjóðanna öðlaðist gildi 16. nóvember 1994 hafa tekið til starfa þrjár stofnanir Alþjóðlegi hafréttardómurinn, Alþjóðahafsbotnsstofnunin og Landgrunnsnefndin. Líkt og Halldór benti á þá hefur tilkomu tveggja síðastnefndu stofnanna, aukið áherslu á málefni hafsbotnsins, bæði landgrunnsins og alþjóðlega hafsbotnsins. Og að jafnframt þá væri það fyrir strandríkið Ísland einkum landgrunnið sem hefði gífurlega þýðingu.
Nú er það svo að frestur Íslands til þess að leggja fram upplýsingar fyrir Landgrunnsnefndina rennur út haustið 2004, sbr. ákvæði samningsins um 10 ára frestinn frá gildistöku. Fram kom í ræðu Halldórs, að Landgrunnsnefndin sé „að taka við upplýsingum frá strandríkjum um mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna og gera tillögur þar að lútandi. Samkvæmt hafréttarsamningnum skulu strandríki almennt leggja upplýsingar um mörk landgrunns síns fyrir nefndina innan 10 ára frá gildistöku samningsins að því er viðkomandi ríki varðar. Ekkert ríki hefur enn lagt slíkar upplýsingar fyrir nefndina en alls munu um 30 ríki eiga rétt til landgrunns utan 200 sjómílna.“
Um svæðin utan 200 sjómílna sagði Halldór: „Annars vegar er um að ræða landgrunnið til suðurs, þ.e. á Reykjaneshrygg og Hatton Rockall svæðinu, og hins vegar landgrunnið til austurs, þ.e. í Síldarsmugunni. Ljóst er að mikið starf er framundan vegna þessa en m.a. þarf að yfirfara fyrirliggjandi gögn um mörk íslenska landgrunnsins, afla nýrra gagna, þar sem þörf er á, og ganga úr skugga um að gögnin séu í samræmi við hinar vísindalegu og tæknilegu viðmiðunarreglur Landgrunnsnefndarinnar. Starf þetta verður einkum í höndum utanríkisráðuneytisins og Orkustofnunar en aðrir aðilar munu einnig koma að því, m.a. Sjómælingar Íslands. Tryggja verður að þessir aðilar hafi bolmagn til þess að takast á við þetta mikil-væga verkefni með fullnægjandi hætti.“
Við Íslendingar eigum gífurlegra hagsmuna að gæta í þessu máli og því nauðsynlegt að vel sé staðið að þessari framkvæmd allri. Í þjóðréttarlegri rökræðu um rétt Íslendinga til Hatton-Rockall svæðisins er vísað til hugtaksins um eðlilegt framhald landgrunns sem telja má að sé aðalregla í skilgreiningu landgrunns samkvæmt samningnum. Hafa Íslendingar byggt kröfur sínar á því að fundnar séu rætur landgrunnshlíðarinnar og dregin lína 60 sjómílur þar fyrir utan. Beiting viðkomandi reglna tekur mið af því að á íslenska hafsvæðinu séu ekki fyrir hendi skýr mörk landgrunns á Íslands-Færeyjahrygg fyrr en komið er að Hatton-Rockall bankanum.
Síðan er það að á milli Hatton-Rockall svæðisins og Írlands/Skotlands liggur svokallað Rockall-trog sem er 3000 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þessi staðreynd veikir mjög kenningar um að Hatton-Rockall svæðið sé óslitið framhald eða eðlilegt framhald meginlands Írlands og Bretlands. Írsk og bresk stjórnvöld hafa hins vegar haldið því fram að þar sem trogið liggi innan ytri marka efnahagslögsögu þeirra hafi það ekki áhrif á framhald landgrunnsins utan 200 sjómílna. Bresk stjórnvöld hafa bent á tengsl milli Skotlands og Hatton-Rockall svæðisins eftir Wyville Thomson-hryggnum. Danir halda því fyrst og fremst fram að Hatton-Rockall svæðið tengist Færeyjum sem eins konar „micro-meginland“. Rannsóknir sem hafa farið fram benda til þess að jarðskorpan á Hatton-Rockall svæðinu sé sama eðlis og jarðskorpan undir Færeyjum.
Samkvæmt 125. gr. hafréttarsamningsins fá eyjar á stærð við Rockall hvorki landgrunn né efnahagslögsögu. Slík takmörkun á víðáttu landgrunns efnahagslögsögunnar teljast gildandi þjóðaréttur nú þegar og getur réttarstaða Bretlands og á Hatton-Rockall svæðinu byggst á eynni sem slíkri eða þessum 19 metra háa kletti.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, kom inn á mjög mikilvægt atriði í lokaorðum sínum er hann sagði: „Hatton Rockall málið er býsna flókið og viðbúið að erfitt verði að finna lausn á því. Við munum hins vegar ekki láta okkar eftir liggja í því efni, enda er hætt við því að nái aðilar ekki samkomulagi muni kostnaðarsamar greinargerðir aðila til Landgrunnsnefndarinnar verða unnar fyrir gíg og hugsanlegar auðlindir á svæðinu liggja ónýttar í jörðu.“
Á Hatton-Rockall svæðinu er að finna vinnanlega olíu og því mikilsverðir hagsmunir sem eru í húfi fyrir fámenna þjóð eins og Ísland. Það er nauðsynlegt að umræða um þessi mál séu sem oftast í dagsljósi og að þjóðfélagsumræða sem slík fari fram. Ber því að hvetja þá aðila sem að málinu koma að greina frá stöðu mála enda aðeins 369 dagar til stefnu.
Nú er það svo að frestur Íslands til þess að leggja fram upplýsingar fyrir Landgrunnsnefndina rennur út haustið 2004, sbr. ákvæði samningsins um 10 ára frestinn frá gildistöku. Fram kom í ræðu Halldórs, að Landgrunnsnefndin sé „að taka við upplýsingum frá strandríkjum um mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna og gera tillögur þar að lútandi. Samkvæmt hafréttarsamningnum skulu strandríki almennt leggja upplýsingar um mörk landgrunns síns fyrir nefndina innan 10 ára frá gildistöku samningsins að því er viðkomandi ríki varðar. Ekkert ríki hefur enn lagt slíkar upplýsingar fyrir nefndina en alls munu um 30 ríki eiga rétt til landgrunns utan 200 sjómílna.“
Um svæðin utan 200 sjómílna sagði Halldór: „Annars vegar er um að ræða landgrunnið til suðurs, þ.e. á Reykjaneshrygg og Hatton Rockall svæðinu, og hins vegar landgrunnið til austurs, þ.e. í Síldarsmugunni. Ljóst er að mikið starf er framundan vegna þessa en m.a. þarf að yfirfara fyrirliggjandi gögn um mörk íslenska landgrunnsins, afla nýrra gagna, þar sem þörf er á, og ganga úr skugga um að gögnin séu í samræmi við hinar vísindalegu og tæknilegu viðmiðunarreglur Landgrunnsnefndarinnar. Starf þetta verður einkum í höndum utanríkisráðuneytisins og Orkustofnunar en aðrir aðilar munu einnig koma að því, m.a. Sjómælingar Íslands. Tryggja verður að þessir aðilar hafi bolmagn til þess að takast á við þetta mikil-væga verkefni með fullnægjandi hætti.“
Við Íslendingar eigum gífurlegra hagsmuna að gæta í þessu máli og því nauðsynlegt að vel sé staðið að þessari framkvæmd allri. Í þjóðréttarlegri rökræðu um rétt Íslendinga til Hatton-Rockall svæðisins er vísað til hugtaksins um eðlilegt framhald landgrunns sem telja má að sé aðalregla í skilgreiningu landgrunns samkvæmt samningnum. Hafa Íslendingar byggt kröfur sínar á því að fundnar séu rætur landgrunnshlíðarinnar og dregin lína 60 sjómílur þar fyrir utan. Beiting viðkomandi reglna tekur mið af því að á íslenska hafsvæðinu séu ekki fyrir hendi skýr mörk landgrunns á Íslands-Færeyjahrygg fyrr en komið er að Hatton-Rockall bankanum.
Síðan er það að á milli Hatton-Rockall svæðisins og Írlands/Skotlands liggur svokallað Rockall-trog sem er 3000 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þessi staðreynd veikir mjög kenningar um að Hatton-Rockall svæðið sé óslitið framhald eða eðlilegt framhald meginlands Írlands og Bretlands. Írsk og bresk stjórnvöld hafa hins vegar haldið því fram að þar sem trogið liggi innan ytri marka efnahagslögsögu þeirra hafi það ekki áhrif á framhald landgrunnsins utan 200 sjómílna. Bresk stjórnvöld hafa bent á tengsl milli Skotlands og Hatton-Rockall svæðisins eftir Wyville Thomson-hryggnum. Danir halda því fyrst og fremst fram að Hatton-Rockall svæðið tengist Færeyjum sem eins konar „micro-meginland“. Rannsóknir sem hafa farið fram benda til þess að jarðskorpan á Hatton-Rockall svæðinu sé sama eðlis og jarðskorpan undir Færeyjum.
Samkvæmt 125. gr. hafréttarsamningsins fá eyjar á stærð við Rockall hvorki landgrunn né efnahagslögsögu. Slík takmörkun á víðáttu landgrunns efnahagslögsögunnar teljast gildandi þjóðaréttur nú þegar og getur réttarstaða Bretlands og á Hatton-Rockall svæðinu byggst á eynni sem slíkri eða þessum 19 metra háa kletti.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, kom inn á mjög mikilvægt atriði í lokaorðum sínum er hann sagði: „Hatton Rockall málið er býsna flókið og viðbúið að erfitt verði að finna lausn á því. Við munum hins vegar ekki láta okkar eftir liggja í því efni, enda er hætt við því að nái aðilar ekki samkomulagi muni kostnaðarsamar greinargerðir aðila til Landgrunnsnefndarinnar verða unnar fyrir gíg og hugsanlegar auðlindir á svæðinu liggja ónýttar í jörðu.“
Á Hatton-Rockall svæðinu er að finna vinnanlega olíu og því mikilsverðir hagsmunir sem eru í húfi fyrir fámenna þjóð eins og Ísland. Það er nauðsynlegt að umræða um þessi mál séu sem oftast í dagsljósi og að þjóðfélagsumræða sem slík fari fram. Ber því að hvetja þá aðila sem að málinu koma að greina frá stöðu mála enda aðeins 369 dagar til stefnu.
Obbobobb, Obba!!
Það er nauðsynlegt í pólitískri orðræðu að svara fljótt og vel illa ígrunduðum og innistæðulausum aðdróttunum andstæðinganna. Nú í morgun hóf TÍK ein að míga utan í mann og annan og þá helst framsóknarmenn. Rembingur viðkomandi ætti að beinast að stöðu kvenna í eigin Sjálfstæðisflokki, en það er sjálfsagt ekki til vegsauka innan þess félagsskapar. Er rétt að birta hér snilldar pistil sem Dagný Jónsdóttir, alþingismaður, ritaði í morgun og segir allt sem segja þarf við tíkarskrifum Obbu.
Við eigum innistæðu fyrir nýrri ímynd
Ég má til með að setja hér inn nokkur orð varðandi pistil sem ég heyrði í morgunsjónvarpi Stöðvar tvö í morgun. Ég veit ekki hvernig pistlahöfundar eru valdir þar, væri gaman að vita það. Reyndar voru tengslin frekar skýr varðandi höfundinn í morgun en þar talaði Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi oddviti Vöku í Stúdentaráði (var á sama tíma og ég var framkv.stjóri Stúdentaráðs) í þætti sem fyrrverandi stúdentaráðsliði Vöku stýrir. Langsótt, ég held ekki. Alla vega þá gripu orð hennar Obbu (Þorbjargar) mig þar sem ég stóð inni á baði og var að hafa mig til fyrir daginn.
Hún talaði um Framsóknarflokkinn og markaðssetningu hans í vor. Hún sagði að allt hefði þetta verið auglýsingum að þakka og minn skilningur af bitrum orðum hennar var að hún teldi enga innistæðu fyrir nýrri ímynd flokksins. Ég vil bara benda henni á að við erum flokkurinn sem tefldi fram þremur konum í forystusætum. Við erum flokkurinn sem var með ungt fólk í baráttusætum í öllum kjördæmum og skiluðum þremur nýjum þingmönnum inn á þing og þar af eigum við yngsta þingmanninn og yngstu þingkonuna. Geri aðrir betur. Við hefðum aldrei getað farið út í slíka ímyndavinnu nema hafa grunninn til þess. Allt gekk upp hjá okkur og við erum afar ánægð með það.
Obba ræddi um ráðherra flokksins og ég vil taka fram í þeirri umræðu að mér finnst gjörsamlega óþolandi í slíkri umræðu hvað fólk gerir lítið úr þingmennskunni. Ég er svo heppin að mér finnst ég ekkert ómerkari þingmaður þó ég sé ekki ráðherra. Það er nú svo að Alþingi Íslendinga er æðra framkvæmdavaldinu og af því vitum við þingmenn. Hún gerði að umtalsefni hversu einkennilegt það hafi verið að setja Árna Magnússon í ráðherrastól þar sem hann hafði enga reynslu haft sem þingmaður, minni menntun en aðrir þingmenn og að hann hafi ekki verið kona. Tja, ég veit að Árni er ekki kona en hann hefur virkilega sett jafnréttismálin á dagskrá í ráðuneytinu og er það vel. Átti hann að gjalda fyrir það að vera ekki af sterkara kyninu? Mín skoðun er að svo eigi ekki að vera. Hann hafði enga reynslu sem þingmaður en flokkurinn sýndi í verki að hann treystir ungu fólki og fylgdi eftir því fylgi sem við fengum meðal ungs fólks með því að taka áhættu. Er ekki í góðu lagi að gera einhvern tíma eitthvað öðruvísi? Þurfum við alltaf að hafa sömu formúluna? Ég segi nei og mér fannst þetta útspil einmitt vera fyrstu merki þess að nýir vindar blésu innan þingflokksins.
Með þessum orðum er ég þó á engan hátt að taka til þeirra framúrskarandi einstaklinga sem komu til greina sem ráðherrar, sem betur fer gátum við valið úr góðum hópi. Að lokum við ég setja út á þennan menntahroka hennar Obbu. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að hafa sem fjölbreyttustu reynslu á Alþingi. Ég vil t.d. ekki að allir þingmenn séu lögfræðingar eða að allir þingmenn séu íslenskufræðingar (tek þetta dæmi því ég er íslenskunemi og Obba laganemi). Það sama á að gilda um ráðherra.
Við eigum innistæðu fyrir nýrri ímynd
Ég má til með að setja hér inn nokkur orð varðandi pistil sem ég heyrði í morgunsjónvarpi Stöðvar tvö í morgun. Ég veit ekki hvernig pistlahöfundar eru valdir þar, væri gaman að vita það. Reyndar voru tengslin frekar skýr varðandi höfundinn í morgun en þar talaði Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi oddviti Vöku í Stúdentaráði (var á sama tíma og ég var framkv.stjóri Stúdentaráðs) í þætti sem fyrrverandi stúdentaráðsliði Vöku stýrir. Langsótt, ég held ekki. Alla vega þá gripu orð hennar Obbu (Þorbjargar) mig þar sem ég stóð inni á baði og var að hafa mig til fyrir daginn.
Hún talaði um Framsóknarflokkinn og markaðssetningu hans í vor. Hún sagði að allt hefði þetta verið auglýsingum að þakka og minn skilningur af bitrum orðum hennar var að hún teldi enga innistæðu fyrir nýrri ímynd flokksins. Ég vil bara benda henni á að við erum flokkurinn sem tefldi fram þremur konum í forystusætum. Við erum flokkurinn sem var með ungt fólk í baráttusætum í öllum kjördæmum og skiluðum þremur nýjum þingmönnum inn á þing og þar af eigum við yngsta þingmanninn og yngstu þingkonuna. Geri aðrir betur. Við hefðum aldrei getað farið út í slíka ímyndavinnu nema hafa grunninn til þess. Allt gekk upp hjá okkur og við erum afar ánægð með það.
Obba ræddi um ráðherra flokksins og ég vil taka fram í þeirri umræðu að mér finnst gjörsamlega óþolandi í slíkri umræðu hvað fólk gerir lítið úr þingmennskunni. Ég er svo heppin að mér finnst ég ekkert ómerkari þingmaður þó ég sé ekki ráðherra. Það er nú svo að Alþingi Íslendinga er æðra framkvæmdavaldinu og af því vitum við þingmenn. Hún gerði að umtalsefni hversu einkennilegt það hafi verið að setja Árna Magnússon í ráðherrastól þar sem hann hafði enga reynslu haft sem þingmaður, minni menntun en aðrir þingmenn og að hann hafi ekki verið kona. Tja, ég veit að Árni er ekki kona en hann hefur virkilega sett jafnréttismálin á dagskrá í ráðuneytinu og er það vel. Átti hann að gjalda fyrir það að vera ekki af sterkara kyninu? Mín skoðun er að svo eigi ekki að vera. Hann hafði enga reynslu sem þingmaður en flokkurinn sýndi í verki að hann treystir ungu fólki og fylgdi eftir því fylgi sem við fengum meðal ungs fólks með því að taka áhættu. Er ekki í góðu lagi að gera einhvern tíma eitthvað öðruvísi? Þurfum við alltaf að hafa sömu formúluna? Ég segi nei og mér fannst þetta útspil einmitt vera fyrstu merki þess að nýir vindar blésu innan þingflokksins.
Með þessum orðum er ég þó á engan hátt að taka til þeirra framúrskarandi einstaklinga sem komu til greina sem ráðherrar, sem betur fer gátum við valið úr góðum hópi. Að lokum við ég setja út á þennan menntahroka hennar Obbu. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að hafa sem fjölbreyttustu reynslu á Alþingi. Ég vil t.d. ekki að allir þingmenn séu lögfræðingar eða að allir þingmenn séu íslenskufræðingar (tek þetta dæmi því ég er íslenskunemi og Obba laganemi). Það sama á að gilda um ráðherra.
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Sár og bitur, Ingibjörg Sólrún.
„Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunna því best að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni einir og óáreittir. Annar í sjónvarpssal og hinn á netinu. Þá er enginn að trufla þeirra merku pólitísku útleggingar á veruleikanum og enginn til andsvara. Þeim finnst fara best á því.“
Ofangreind tilvitnun er úr grein sem Ingibjörg Sólrún skírir „Rismiklir ráðamenn“ og er sjálfsagt ætlað að vera framlag hennar til svo kallaðra umræðustjórnmála sem eru hennar ær og kýr. En eitthvað er það, við þessa tilvitnun sem á bara svo ágætlega vel við formann framtíðarnendar fylkingarinnar, eða hverjum hefur hún annars boðið til sætis við hringborðið til umræðna um pólitískar útleggingar á veruleikanum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er þar ekki á meðal boðsgesta, það er vitað fyrir víst.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður framtíðarnefndar Fylkingarinnar, virðist ekki alltof sátt við sitt hlutskipti í sjálfskipaðri pólitískri útlegð. Enda sest hún niður, þegar hér er komið til sögu, við einhverja tölvuna, svona til að vera í beinu milliliðalausu sambandi við sitt fólk, henni þykir fara best á því, og sendir út eftir þörfum boðskap sinn, í skjóli frægrar uppgjafar frá borgarstjóraembættinu í Reykjavík og mislukkaðrar farar í átt að forsætisráðherrastólnum í vor.
Þessi annars ágæti varaþingmaður situr annars í hverju embættanna á fætur öðru innan raða Samfylkingarinnar án þessa að nokkurt það atkvæði falli henni í skaut sem ætti að þurfa til fleyta öllum öðrum dauðlegum mönnum áfram. Það eru greinilega umræðustjórnmálin sem eiga að koma í stað hefðbundinna lýðræðislegra vinnubragða. Er það þá ekki orðin aðkallandi spurning fyrir Samfylkinguna að leggja meira upp úr þörf fyrir réttaröryggi og jafnræði þegnanna þegar umræðustjórnmálin eru í kolli einnar manneskju og ráða að séð verður algjörlega för. Eða hvar dettur öðrum stjórnmálamanni það í hug, á byggðu bóli, að tilnefna sig til formanns á næsta landsþingi, ný orðin varaformaður, ef undan er skilin fylking í Norður-Kórea, þar er enginn til andsvara.
Ofangreind tilvitnun er úr grein sem Ingibjörg Sólrún skírir „Rismiklir ráðamenn“ og er sjálfsagt ætlað að vera framlag hennar til svo kallaðra umræðustjórnmála sem eru hennar ær og kýr. En eitthvað er það, við þessa tilvitnun sem á bara svo ágætlega vel við formann framtíðarnendar fylkingarinnar, eða hverjum hefur hún annars boðið til sætis við hringborðið til umræðna um pólitískar útleggingar á veruleikanum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er þar ekki á meðal boðsgesta, það er vitað fyrir víst.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður framtíðarnefndar Fylkingarinnar, virðist ekki alltof sátt við sitt hlutskipti í sjálfskipaðri pólitískri útlegð. Enda sest hún niður, þegar hér er komið til sögu, við einhverja tölvuna, svona til að vera í beinu milliliðalausu sambandi við sitt fólk, henni þykir fara best á því, og sendir út eftir þörfum boðskap sinn, í skjóli frægrar uppgjafar frá borgarstjóraembættinu í Reykjavík og mislukkaðrar farar í átt að forsætisráðherrastólnum í vor.
Þessi annars ágæti varaþingmaður situr annars í hverju embættanna á fætur öðru innan raða Samfylkingarinnar án þessa að nokkurt það atkvæði falli henni í skaut sem ætti að þurfa til fleyta öllum öðrum dauðlegum mönnum áfram. Það eru greinilega umræðustjórnmálin sem eiga að koma í stað hefðbundinna lýðræðislegra vinnubragða. Er það þá ekki orðin aðkallandi spurning fyrir Samfylkinguna að leggja meira upp úr þörf fyrir réttaröryggi og jafnræði þegnanna þegar umræðustjórnmálin eru í kolli einnar manneskju og ráða að séð verður algjörlega för. Eða hvar dettur öðrum stjórnmálamanni það í hug, á byggðu bóli, að tilnefna sig til formanns á næsta landsþingi, ný orðin varaformaður, ef undan er skilin fylking í Norður-Kórea, þar er enginn til andsvara.
mánudagur, nóvember 10, 2003
Fortíðardraugar Vinstriframboðsins – dýrið gengur laust og eigir engum landamærum.
Einn er sá flokkur sem á fulltrúa á löggjafarsamkundunni og telur hann heila 5 þingmenn sem verður að teljast harla gott fyrir flokk manna sem byggir tilvist sína óánægju „alltaf á móti stefnu“, og verður því nær aldrei dæmdur af einhverjum sérstökum verkum.
Útivist frá áhrifum í íslenskum stjórnmálum hefur því á stundum virst vera aðalsmerki Vinstriframboðsins, enda jafnvel ekki áætlun uppi um að verða neitt stórt framboð. Má fullvíst telja að annar lítill flokkur hafi stolið sviðinu með óvæntum hætti og í raun stolið fylgi því sem Vinstriframboðið ætlaði sér að ná með óánægju-stefnunni.
Vinstraframboðið hefur frá árinu 1999 fengið sem nemur kr. 87,5 millj. af fjárlögum til að styrkja sig, efla og dafna. Kemur því verulega á óvart að framboðið skuli á landsþingi sínu, nú um helgina, telja sér það til tekna að hafa eitt litlu sem engu í kosningabaráttuna sl. vor. Er það þá ekki grundvallarspurning í hvað peningarnir hafa farið? Eru ofangreindir peningar ekki til að skerpa á áherslum og það í aðdraganda kjördags?
Væll yfir áróðursherferðum annarra flokka er síst til að skýra illa skipulaga og ómarkvissa baráttu, líkt Vinstraframboðið háði í vor, né til að skila árangri til lengri tíma. Er þá ekki óhjákvæmilegt „að líta aðeins um öxl og fara yfir það“ sem aflega fór í eiginn ranni, líkt og formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, ætlaði sér í hátíðarræðu á landþinginu en tók aldrei föstum tökum. Að sætta sig við að vera lítið framboð laðar varla að fjölmenni.
Yfirlýsingar formannsins fyrir næstu kosningar munu líklegast einkennast af sama snakkinu, um lítið Vinstriframboð, sem ætli sér fátt eða ekkert nema að vera á móti öllu. Meginreglurnar virðist Steingrímur Jóhann þó hafa en á hreinu á landsþinginu er hann segir:
Umhverfismálin eru einn stærsti og mikilvægasti málaflokkur samtímans og sá sem verður án nokkurs minnsta vafa hvað fyrirferðarmestur í stjórnmálaumræðu bæði innanlands og utan á komandi árum. Það tengist bæði einstökum átakamálum eins og þeim sem við höfum staðið, og munum standa, frammi fyrir varðandi nýtingu tiltekinna landssvæða og hagsmunaárekstra milli nýtingarsjónarmiða annars vegar og verndunarsjónarmiða hins vegar. Auðvitað fyrst og fremst þegar nýtingaráformin eru af þeim toga að þau stangast á við framsækna náttúruvernd og eyðileggja náttúruna. Framkvæmdir eða svokölluð nýting náttúrunnar sem um leið eyðileggur hana er að sjálfsögðu ekki sjálfbær og getur aldrei orðið. Það sem mönnum gengur seint að læra er að þó nýting og náttúruvernd fari sem betur fer iðulega vel saman, þá á það ekki alltaf við. Stundum rekst þetta algerlega á og þá er ekki bæði hægt að borða kökuna og geyma.
Gleymist ekki hér að það verði einnig að baka kökuna? Eða duga hundasúrur og fjallagrös til handa dýrunum? Hefur Steingrímur J. gleymt „Útflutningsleiðinni“ frá þeim gömlu góðu, kommaárunum?
Steingrímur Jóhann er síðan, eftir allt saman, ekki með á þurru hvað snýr upp eða niður í stefnu litla framboðsins er hann segir:
Ég tel að ákveðnir þættir í kosningabaráttunni, t.d. vægi áherslna hefðu mátt vera öðruvísi. Líklega höfum við goldið þess að vera orðin um of merkt hinum hörðu átökum um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Við vitum vel að barátta okkar fyrir varðveislu náttúruverðmætanna, sem þýddi andstöðu við framkvæmdaáform sem miklar væntingar tengdust, sérstaklega í ákveðnum landshluta, við vitum að þetta var okkur ekki auðvelt vegarnesti í kosningabaráttunni, a.m.k. ekki á þeim slóðum. Það er skiljanlegt, það getur kostað sitt að standa í lappirnar og vera sjálfum sér samkvæmur.
Hvernig skýrir formaðurinn, Steingrímur Jóhann, hvernig öðrum stjórnmálaöflum var mögulegt að afla sér fylgis? Tóku ekki allir flokkar þátt í sömu kosningabaráttunni, með sama kjördag? Að væna Framsóknarflokkinn um að „hafa lagst flatur í ömurlega auglýsingamennsku, froðu og lágkúrupólitík“, segir allt um gamla kommahjartað, það er samkvæmt sjálfu sér.
Útivist frá áhrifum í íslenskum stjórnmálum hefur því á stundum virst vera aðalsmerki Vinstriframboðsins, enda jafnvel ekki áætlun uppi um að verða neitt stórt framboð. Má fullvíst telja að annar lítill flokkur hafi stolið sviðinu með óvæntum hætti og í raun stolið fylgi því sem Vinstriframboðið ætlaði sér að ná með óánægju-stefnunni.
Vinstraframboðið hefur frá árinu 1999 fengið sem nemur kr. 87,5 millj. af fjárlögum til að styrkja sig, efla og dafna. Kemur því verulega á óvart að framboðið skuli á landsþingi sínu, nú um helgina, telja sér það til tekna að hafa eitt litlu sem engu í kosningabaráttuna sl. vor. Er það þá ekki grundvallarspurning í hvað peningarnir hafa farið? Eru ofangreindir peningar ekki til að skerpa á áherslum og það í aðdraganda kjördags?
Væll yfir áróðursherferðum annarra flokka er síst til að skýra illa skipulaga og ómarkvissa baráttu, líkt Vinstraframboðið háði í vor, né til að skila árangri til lengri tíma. Er þá ekki óhjákvæmilegt „að líta aðeins um öxl og fara yfir það“ sem aflega fór í eiginn ranni, líkt og formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, ætlaði sér í hátíðarræðu á landþinginu en tók aldrei föstum tökum. Að sætta sig við að vera lítið framboð laðar varla að fjölmenni.
Yfirlýsingar formannsins fyrir næstu kosningar munu líklegast einkennast af sama snakkinu, um lítið Vinstriframboð, sem ætli sér fátt eða ekkert nema að vera á móti öllu. Meginreglurnar virðist Steingrímur Jóhann þó hafa en á hreinu á landsþinginu er hann segir:
Umhverfismálin eru einn stærsti og mikilvægasti málaflokkur samtímans og sá sem verður án nokkurs minnsta vafa hvað fyrirferðarmestur í stjórnmálaumræðu bæði innanlands og utan á komandi árum. Það tengist bæði einstökum átakamálum eins og þeim sem við höfum staðið, og munum standa, frammi fyrir varðandi nýtingu tiltekinna landssvæða og hagsmunaárekstra milli nýtingarsjónarmiða annars vegar og verndunarsjónarmiða hins vegar. Auðvitað fyrst og fremst þegar nýtingaráformin eru af þeim toga að þau stangast á við framsækna náttúruvernd og eyðileggja náttúruna. Framkvæmdir eða svokölluð nýting náttúrunnar sem um leið eyðileggur hana er að sjálfsögðu ekki sjálfbær og getur aldrei orðið. Það sem mönnum gengur seint að læra er að þó nýting og náttúruvernd fari sem betur fer iðulega vel saman, þá á það ekki alltaf við. Stundum rekst þetta algerlega á og þá er ekki bæði hægt að borða kökuna og geyma.
Gleymist ekki hér að það verði einnig að baka kökuna? Eða duga hundasúrur og fjallagrös til handa dýrunum? Hefur Steingrímur J. gleymt „Útflutningsleiðinni“ frá þeim gömlu góðu, kommaárunum?
Steingrímur Jóhann er síðan, eftir allt saman, ekki með á þurru hvað snýr upp eða niður í stefnu litla framboðsins er hann segir:
Ég tel að ákveðnir þættir í kosningabaráttunni, t.d. vægi áherslna hefðu mátt vera öðruvísi. Líklega höfum við goldið þess að vera orðin um of merkt hinum hörðu átökum um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Við vitum vel að barátta okkar fyrir varðveislu náttúruverðmætanna, sem þýddi andstöðu við framkvæmdaáform sem miklar væntingar tengdust, sérstaklega í ákveðnum landshluta, við vitum að þetta var okkur ekki auðvelt vegarnesti í kosningabaráttunni, a.m.k. ekki á þeim slóðum. Það er skiljanlegt, það getur kostað sitt að standa í lappirnar og vera sjálfum sér samkvæmur.
Hvernig skýrir formaðurinn, Steingrímur Jóhann, hvernig öðrum stjórnmálaöflum var mögulegt að afla sér fylgis? Tóku ekki allir flokkar þátt í sömu kosningabaráttunni, með sama kjördag? Að væna Framsóknarflokkinn um að „hafa lagst flatur í ömurlega auglýsingamennsku, froðu og lágkúrupólitík“, segir allt um gamla kommahjartað, það er samkvæmt sjálfu sér.
laugardagur, nóvember 08, 2003
Helgarsjónarhornið.
Það er hreint ömurlegur málflutningur hjá Samfylkingunni að leggja til þá tímamóta stefnubreytingu í heilbrigðismálum að kostnaður hins opinbera megi ekki aukast, það vanti ekki aukið fé í heilbrigðismálin, en segja síðan í hinu orðinu að málefni geðsjúkra séu í uppnámi ár eftir ár vegna fjárskorts.
Hin nýja og framsækna hugsun Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum gengur út að hafna því að auka þurfi þjónustu og mæta ólíkum þörfum einstaklinga. Samfylkingin segist ekki ætla sér að einkavæða þar sem forgangur hinna efnuðu er tryggður, heldur að einkavæða þannig að aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustunni sé óháð efnahag.
Getur það verið að samfylkingarmenn gleymi að það sé til stétt innan heilbrigðisgeirans sem heiti tannlæknar eða að sjálfseignarstofnanir reki hluta öldrunarstofnana, er þörf á framtíðarlausn í þessum þáttum. Gengur gagnrýni Samfylkingarinnar í hátíðarræðu Össurar Skarphéðinssonar, formanns, fullkomlega upp. Ætla má að formaður framtíðarnefndar fylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eigi nú eftir að rétta formanninn af á frjálshyggjuferðalaginu og telji okkur trú um að fljótfærni og hugsunarleysi hafi verið að ræða. Er hafið yfir vafa að Rannveig Guðmundsdóttir muni ljá Ingibjörgu lið í þessari baráttu.
Skortur á pólitískri forystu er kallað úr hornum fylkingarinnar, ljóst er að blinda og heyrnaleysi Samfylkingarinnar er einn aðalvandi hennar og að hún gefur sér ekki tíma til að fara yfir öll þau góðu verk sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, er að framkvæma.
Hver var stefna Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum?
Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður, sagði í umræðu fyrir um 2 árum (18.10.2001) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um almannatryggingar, eftirfarandi:
… Það er merkileg staða uppi hjá okkur Íslendingum hvað varðar einkarekstur. Þegar við förum að skoða hvernig einkarekstur hefur þróast eiginlega af sjálfu sér, án mikillar umræðu og þýðingarmikilla ákvarðana um að opna fyrir einkarekstur, hvort heldur í mennta- eða heilbrigðiskerfi, þá hefur það gerst og gerist í skjóli einhvers konar pilsfaldakapítalisma. Þannig er það í menntakerfinu. Opnaðir hafa verið einkaskólar og einkaskólarnir fá sama ríkisframlag og ríkisskólarnir, en þeir fá bara leyfi til að taka gjöld til að hafa sinn skóla flottari, til að kaupa betri, fleiri og dýrari tæki, búa betur að nemendum og greiða betri laun. Síðan á ríkisskólinn að keppa við þetta fyrirkomulag sem ábyggilega þekkist hvergi á byggðu bóli.
Förum svo yfir í heilbrigðiskerfið. Þar hafa ákveðnar fagstéttir fengið heimild til að flytja starfsemi sína frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í einkarekstur á stofu úti í bæ. Og hver borgar þegar upp er staðið? Neytandinn, sjúklingurinn. Afgangurinn fer á samneysluna, eðlilega, af því að þær fagheilbrigðisstéttir sem hér um ræðir hafa fengið heimild til þess að vinna á eigin forsendum nokkurn veginn, auðvitað með ákveðnum samningum, allt öðruvísi samningum en þeirra sem starfa á stofnunum og sjúkrahúsum, og senda Tryggingastofnun reikninginn.
… Það er annað sem ég vil líka nefna, hámarksgreiðslu fyrir tannlæknaþjónustu. Tannlæknakostnaður hefur ekki verið undir hámarki hingað til heldur annar heilsufarskostnaður eða lækniskostnaður. Það hefur verið að þróast í þá átt undanfarið að foreldrar og þeir sem fá hluta af tannlæknakostnaði greiddan af hinu opinbera, Tryggingastofnun, hafa alltaf verið að greiða meira og meira úr eigin vasa vegna þess að gjaldskrá Tryggingastofnunar hefur ekki verið í samræmi við gjaldskrá tannlækna og þeir hafa verið að láta fólk greiða hærri upphæðir en gjaldskrá Tryggingastofnunar segir til um. Kostnaður fólks vegna tannlækninga barna sinna og sjálfs sín hefur aukist mjög.
Í utandagskrárumræðu þann 8. mars 2002, um útboð í heilbrigðisþjónustu, var sá annars ágæti þingmaður, Rannveig Guðmundsdóttir, málshefjandi og sagði:
Virðulegi forseti. Ungur læknir skrifaði á dögunum um stríðsástand á Landspítalanum. Læknirinn bendir á að vegna þess að bið eftir vistun á hjúkrunarrýmum aldraðra geti skipt mánuðum, liggja aldraðir á sjúkradeildum og bráðveikir sjúklingar komast ekki inn á spítalann, þar sem fá og engin laus pláss eru fyrir hendi. Fresta þarf aðgerðum og biðlistar lengjast. Læknirinn segir að öldrunar- og endurhæfingarþjónustan sé enn annar flöskuháls og hann bendir á að þar sem 20 til 30 þús. manns á höfuðborgarsvæðinu séu án heimilislæknis flytjist vandamál sem hægt væri að leysa innan heilsugæslunnar inn á sjúkrahúsin, á bráðamóttökur og slysadeildina.
Þetta þekkjum við og þessi frásögn er ekki af nýjum tíðindum. En hún vekur verðskuldaða athygli vegna þess að fagmaður sem starfar á Landspítalanum setur vandamálin þar í samhengi. Lausnina á vandamálinu telur læknirinn vera einkarekstur, m.a. í heilsugæslunni, en það finnst mér vafasöm staðhæfing. Gífurleg þörf er fyrir hjúkrunarrými og frjáls félagasamtök sem reka hjúkrunarheimili víða um land hafa barist í bökkum fjárhagslega. Þau hafa ekki getað fengið sambærilegan samning og gerður var í kjölfar útboðs á Sóltúni. Þangað var veitt meira af almannafé, enda þótti Sóltúnssamningurinn milljónavirði eins og frægt varð þegar hann varð söluvara. Þá ályktun má draga af þeirri einkavæðingu að þegar ríkisstofnun eða sjálfseignarstofnun mannúðarsamtaka á í hlut er fjármagn skorið við nögl, en þegar um alvörueinkaframkvæmd er að ræða er allt annað verðlag á þjónustunni.
Frumstig heilbrigðiskerfisins, heilsugæslan, hefur verið vanrækt. Nauðsynleg uppbygging hefur ekki átt sér stað. Ofboðsleg þörf hefur myndast í heilsugæslunni sem ekki hefur fengið nauðsynlegt fjármagn og keyrt hefur um þverbak tvö undangengin ár. Þekkt atburðarás verður til. Málaflokkurinn er sveltur fjárhagslega og svo kemur lausnin: Einkavæðing. Þannig hefur hæstv. heilbrrh. fyrirvaralaust boðað útboð á rekstri nýrra heilsugæslustöðva, húsnæði og öllum rekstri – miðað við fréttir — þar með talinni læknisþjónustu, fyrst í Salahverfi í Kópavogi og sennilega síðar í Hafnarfirði og Heimahverfi, miðað við fréttir. Þetta eru næstu heilsugæslustöðvar sem fyrirhugað er að opna. Ekki er ljóst hvers konar útboð er hér á ferðinni eða hvernig eigi að tryggja þjónustu. Engin rök liggja fyrir um að einkaframkvæmd í heilbrigðisþjónustu sé hagkvæmari. Þvert á móti bendir reynsla erlendis frá til þess að einkarekstur sé dýrari. Erfitt er að sjá mikinn sparnað í rekstri, þar sem 70--80% kostnaðar er laun, nema ef draga á úr þjónustu. En meginmál er að það á ekki að vera hagnaðarvon í heilsugæslunni. Grunnþjónusta í heilbrigðiskerfinu lýtur ekki lögmálum framboðs og eftirspurnar.
Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að tryggja jafnrétti til heilbrigðisþjónustu og einkarekstur hefur ekki tryggt öllum sama rétt.
Fréttin um útboðið kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir þá sem mánuðum saman hafa staðið í samningaviðræðum við heilbrrn. Þannig hafði heilsugæslan í Hafnarfirði átt í viðræðum um tilteknar sértækar lausnir og í Kópavogi hafa alvarlegar viðræður við heilbrrn. verið í gangi í níu eða tíu mánuði. Í Kópavogi er áformað að taka húsnæði í Salahverfi á leigu og þörfin er sex lækna stöð. Sú stöð verður þriðja stöðin í Kópavogi þar sem íbúar nálgast óðfluga 25.000.
Á skömmum tíma hefur biðin eftir lækni farið úr þremur í tíu daga, meðan áður var hægt að komast til læknis fyrirvaralítið. Þetta er léleg þjónusta og ömurlegt ástand sem fólk vill ekki una.
Margar spurningar vakna um einkavæðingaráform heilbrigðisráðherrans. Í fyrsta lagi:
Hvers vegna útboð heilsugæslunnar núna?
Hverju hyggst ráðherrann ná fram og hvernig verður jafnrétti til heilsugæslu tryggt?
Með hvaða hætti verða stöðvarnar tengdar stjórnum heilsugæslustöðvanna, stefnu þeirra og áherslu?
Verða sambærilegar kröfur gerðar til rekstraraðila um alla þjónustu eins og stöðvanna sem fyrir eru?
Verður þeim gert að veita sömu upplýsingar og finna má um heilsugæslustöðvarnar í verkefnavísum?
Í Salahverfi í Kópavogi á fólki eftir að fjölga um helming. Hvernig verður þessi stighækkandi þjónustuþörf skilgreind og tryggð?
Hvernig kemur Læknalind, sjálfstæða einkarekna stöðin, inn í það þjónustumat?
Hvernig mun heimaþjónusta í Sölum tengjast heimaþjónustumiðstöð núverandi heilsugæslustöðva?
Herra forseti. Verður Salastöðin tengd miðlægri vörslu upplýsinga sem starfrækt er hjá hinum heilsugæslustöðvunum í Kópavogi?
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, svaraði í þessari utandagskrárumræðu m.a. grundvallarspurningu um mismundandi rekstrarform:
… Við erum þegar með mismunandi rekstrarform í heilsugæslunni. Útboð eins og ég hef sagt að kæmi til greina er því engin nýlunda. Við erum þegar með hinar hefðbundnu stöðvar. Við erum með sjálfstætt starfandi heilsugæslulækna. Við höfum gert eins konar þjónustusamning um rekstur heillar stöðvar og við höfum þar fyrir utan gert eins konar þjónustusamning um rekstur Læknavaktarinnar. Gagnvart einstaklingum er kostnaðurinn alls staðar sá sami og leiðin að læknum á að vera jafngreið fyrir alla. Fyrir heilbrigðisyfirvöld, lækna og skattgreiðendur er hins vegar hollt að geta borið saman hin mismunandi form á rekstri, meta þannig kosti og galla og það hyggjumst við gera án þess að hverfa frá neinum grundvallaratriðum sem ég hef ætíð hamrað á varðandi þessi mál.
Hin nýja og framsækna hugsun Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum gengur út að hafna því að auka þurfi þjónustu og mæta ólíkum þörfum einstaklinga. Samfylkingin segist ekki ætla sér að einkavæða þar sem forgangur hinna efnuðu er tryggður, heldur að einkavæða þannig að aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustunni sé óháð efnahag.
Getur það verið að samfylkingarmenn gleymi að það sé til stétt innan heilbrigðisgeirans sem heiti tannlæknar eða að sjálfseignarstofnanir reki hluta öldrunarstofnana, er þörf á framtíðarlausn í þessum þáttum. Gengur gagnrýni Samfylkingarinnar í hátíðarræðu Össurar Skarphéðinssonar, formanns, fullkomlega upp. Ætla má að formaður framtíðarnefndar fylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eigi nú eftir að rétta formanninn af á frjálshyggjuferðalaginu og telji okkur trú um að fljótfærni og hugsunarleysi hafi verið að ræða. Er hafið yfir vafa að Rannveig Guðmundsdóttir muni ljá Ingibjörgu lið í þessari baráttu.
Skortur á pólitískri forystu er kallað úr hornum fylkingarinnar, ljóst er að blinda og heyrnaleysi Samfylkingarinnar er einn aðalvandi hennar og að hún gefur sér ekki tíma til að fara yfir öll þau góðu verk sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, er að framkvæma.
Hver var stefna Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum?
Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður, sagði í umræðu fyrir um 2 árum (18.10.2001) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um almannatryggingar, eftirfarandi:
… Það er merkileg staða uppi hjá okkur Íslendingum hvað varðar einkarekstur. Þegar við förum að skoða hvernig einkarekstur hefur þróast eiginlega af sjálfu sér, án mikillar umræðu og þýðingarmikilla ákvarðana um að opna fyrir einkarekstur, hvort heldur í mennta- eða heilbrigðiskerfi, þá hefur það gerst og gerist í skjóli einhvers konar pilsfaldakapítalisma. Þannig er það í menntakerfinu. Opnaðir hafa verið einkaskólar og einkaskólarnir fá sama ríkisframlag og ríkisskólarnir, en þeir fá bara leyfi til að taka gjöld til að hafa sinn skóla flottari, til að kaupa betri, fleiri og dýrari tæki, búa betur að nemendum og greiða betri laun. Síðan á ríkisskólinn að keppa við þetta fyrirkomulag sem ábyggilega þekkist hvergi á byggðu bóli.
Förum svo yfir í heilbrigðiskerfið. Þar hafa ákveðnar fagstéttir fengið heimild til að flytja starfsemi sína frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í einkarekstur á stofu úti í bæ. Og hver borgar þegar upp er staðið? Neytandinn, sjúklingurinn. Afgangurinn fer á samneysluna, eðlilega, af því að þær fagheilbrigðisstéttir sem hér um ræðir hafa fengið heimild til þess að vinna á eigin forsendum nokkurn veginn, auðvitað með ákveðnum samningum, allt öðruvísi samningum en þeirra sem starfa á stofnunum og sjúkrahúsum, og senda Tryggingastofnun reikninginn.
… Það er annað sem ég vil líka nefna, hámarksgreiðslu fyrir tannlæknaþjónustu. Tannlæknakostnaður hefur ekki verið undir hámarki hingað til heldur annar heilsufarskostnaður eða lækniskostnaður. Það hefur verið að þróast í þá átt undanfarið að foreldrar og þeir sem fá hluta af tannlæknakostnaði greiddan af hinu opinbera, Tryggingastofnun, hafa alltaf verið að greiða meira og meira úr eigin vasa vegna þess að gjaldskrá Tryggingastofnunar hefur ekki verið í samræmi við gjaldskrá tannlækna og þeir hafa verið að láta fólk greiða hærri upphæðir en gjaldskrá Tryggingastofnunar segir til um. Kostnaður fólks vegna tannlækninga barna sinna og sjálfs sín hefur aukist mjög.
Í utandagskrárumræðu þann 8. mars 2002, um útboð í heilbrigðisþjónustu, var sá annars ágæti þingmaður, Rannveig Guðmundsdóttir, málshefjandi og sagði:
Virðulegi forseti. Ungur læknir skrifaði á dögunum um stríðsástand á Landspítalanum. Læknirinn bendir á að vegna þess að bið eftir vistun á hjúkrunarrýmum aldraðra geti skipt mánuðum, liggja aldraðir á sjúkradeildum og bráðveikir sjúklingar komast ekki inn á spítalann, þar sem fá og engin laus pláss eru fyrir hendi. Fresta þarf aðgerðum og biðlistar lengjast. Læknirinn segir að öldrunar- og endurhæfingarþjónustan sé enn annar flöskuháls og hann bendir á að þar sem 20 til 30 þús. manns á höfuðborgarsvæðinu séu án heimilislæknis flytjist vandamál sem hægt væri að leysa innan heilsugæslunnar inn á sjúkrahúsin, á bráðamóttökur og slysadeildina.
Þetta þekkjum við og þessi frásögn er ekki af nýjum tíðindum. En hún vekur verðskuldaða athygli vegna þess að fagmaður sem starfar á Landspítalanum setur vandamálin þar í samhengi. Lausnina á vandamálinu telur læknirinn vera einkarekstur, m.a. í heilsugæslunni, en það finnst mér vafasöm staðhæfing. Gífurleg þörf er fyrir hjúkrunarrými og frjáls félagasamtök sem reka hjúkrunarheimili víða um land hafa barist í bökkum fjárhagslega. Þau hafa ekki getað fengið sambærilegan samning og gerður var í kjölfar útboðs á Sóltúni. Þangað var veitt meira af almannafé, enda þótti Sóltúnssamningurinn milljónavirði eins og frægt varð þegar hann varð söluvara. Þá ályktun má draga af þeirri einkavæðingu að þegar ríkisstofnun eða sjálfseignarstofnun mannúðarsamtaka á í hlut er fjármagn skorið við nögl, en þegar um alvörueinkaframkvæmd er að ræða er allt annað verðlag á þjónustunni.
Frumstig heilbrigðiskerfisins, heilsugæslan, hefur verið vanrækt. Nauðsynleg uppbygging hefur ekki átt sér stað. Ofboðsleg þörf hefur myndast í heilsugæslunni sem ekki hefur fengið nauðsynlegt fjármagn og keyrt hefur um þverbak tvö undangengin ár. Þekkt atburðarás verður til. Málaflokkurinn er sveltur fjárhagslega og svo kemur lausnin: Einkavæðing. Þannig hefur hæstv. heilbrrh. fyrirvaralaust boðað útboð á rekstri nýrra heilsugæslustöðva, húsnæði og öllum rekstri – miðað við fréttir — þar með talinni læknisþjónustu, fyrst í Salahverfi í Kópavogi og sennilega síðar í Hafnarfirði og Heimahverfi, miðað við fréttir. Þetta eru næstu heilsugæslustöðvar sem fyrirhugað er að opna. Ekki er ljóst hvers konar útboð er hér á ferðinni eða hvernig eigi að tryggja þjónustu. Engin rök liggja fyrir um að einkaframkvæmd í heilbrigðisþjónustu sé hagkvæmari. Þvert á móti bendir reynsla erlendis frá til þess að einkarekstur sé dýrari. Erfitt er að sjá mikinn sparnað í rekstri, þar sem 70--80% kostnaðar er laun, nema ef draga á úr þjónustu. En meginmál er að það á ekki að vera hagnaðarvon í heilsugæslunni. Grunnþjónusta í heilbrigðiskerfinu lýtur ekki lögmálum framboðs og eftirspurnar.
Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að tryggja jafnrétti til heilbrigðisþjónustu og einkarekstur hefur ekki tryggt öllum sama rétt.
Fréttin um útboðið kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir þá sem mánuðum saman hafa staðið í samningaviðræðum við heilbrrn. Þannig hafði heilsugæslan í Hafnarfirði átt í viðræðum um tilteknar sértækar lausnir og í Kópavogi hafa alvarlegar viðræður við heilbrrn. verið í gangi í níu eða tíu mánuði. Í Kópavogi er áformað að taka húsnæði í Salahverfi á leigu og þörfin er sex lækna stöð. Sú stöð verður þriðja stöðin í Kópavogi þar sem íbúar nálgast óðfluga 25.000.
Á skömmum tíma hefur biðin eftir lækni farið úr þremur í tíu daga, meðan áður var hægt að komast til læknis fyrirvaralítið. Þetta er léleg þjónusta og ömurlegt ástand sem fólk vill ekki una.
Margar spurningar vakna um einkavæðingaráform heilbrigðisráðherrans. Í fyrsta lagi:
Hvers vegna útboð heilsugæslunnar núna?
Hverju hyggst ráðherrann ná fram og hvernig verður jafnrétti til heilsugæslu tryggt?
Með hvaða hætti verða stöðvarnar tengdar stjórnum heilsugæslustöðvanna, stefnu þeirra og áherslu?
Verða sambærilegar kröfur gerðar til rekstraraðila um alla þjónustu eins og stöðvanna sem fyrir eru?
Verður þeim gert að veita sömu upplýsingar og finna má um heilsugæslustöðvarnar í verkefnavísum?
Í Salahverfi í Kópavogi á fólki eftir að fjölga um helming. Hvernig verður þessi stighækkandi þjónustuþörf skilgreind og tryggð?
Hvernig kemur Læknalind, sjálfstæða einkarekna stöðin, inn í það þjónustumat?
Hvernig mun heimaþjónusta í Sölum tengjast heimaþjónustumiðstöð núverandi heilsugæslustöðva?
Herra forseti. Verður Salastöðin tengd miðlægri vörslu upplýsinga sem starfrækt er hjá hinum heilsugæslustöðvunum í Kópavogi?
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, svaraði í þessari utandagskrárumræðu m.a. grundvallarspurningu um mismundandi rekstrarform:
… Við erum þegar með mismunandi rekstrarform í heilsugæslunni. Útboð eins og ég hef sagt að kæmi til greina er því engin nýlunda. Við erum þegar með hinar hefðbundnu stöðvar. Við erum með sjálfstætt starfandi heilsugæslulækna. Við höfum gert eins konar þjónustusamning um rekstur heillar stöðvar og við höfum þar fyrir utan gert eins konar þjónustusamning um rekstur Læknavaktarinnar. Gagnvart einstaklingum er kostnaðurinn alls staðar sá sami og leiðin að læknum á að vera jafngreið fyrir alla. Fyrir heilbrigðisyfirvöld, lækna og skattgreiðendur er hins vegar hollt að geta borið saman hin mismunandi form á rekstri, meta þannig kosti og galla og það hyggjumst við gera án þess að hverfa frá neinum grundvallaratriðum sem ég hef ætíð hamrað á varðandi þessi mál.
föstudagur, nóvember 07, 2003
Telur þú að framlag Íslands til þróunarmála sé of mikið, hæfilegt eða of lítið?
Svo var spurt í nýjasta þjóðarpúls Gallup og eru viðhorf landsmanna mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Fram kemur að meirihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna telur að framlagið sé hæfilegt en meirihluti fylgis stjórnarandstöðunnar telur að framlag Íslands til þróunarmála sé of lítið.
Svör voru einnig greind eftir menntun, kyni og búsetu. Framkemur mikill munur á viðhorfum fólks eftir menntun, en 64% háskólamenntaðra og 35% þeirra sem lokið hafa grunnskóla telja framlag Íslands til þróunarmála of lítið. En þegar er litið til heildarniðurstöðunnar þá telur nærri helmingur þjóðarinnar, eða 48% að framlagið sé of lítið eða hæfilegt.
Sé blaðað í fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár, 2004, mun framlag til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, þrónunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi nema kr. 651,3 millj. Framlög Íslands hafa verið að hækka en eru þó langt frá alþjóðlegum viðmiðunum. Fyrir um áratug var ætlunin að framlög næmu 0,7% af þjóðarframleiðslu, en framlög Íslands námu þá 0,07%. Á síðasta ári voru þessi framlög þó orðin 0,16% af þjóðarframleiðslu, frá því að vera 0,12% árið 2002.
Svör voru einnig greind eftir menntun, kyni og búsetu. Framkemur mikill munur á viðhorfum fólks eftir menntun, en 64% háskólamenntaðra og 35% þeirra sem lokið hafa grunnskóla telja framlag Íslands til þróunarmála of lítið. En þegar er litið til heildarniðurstöðunnar þá telur nærri helmingur þjóðarinnar, eða 48% að framlagið sé of lítið eða hæfilegt.
Sé blaðað í fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár, 2004, mun framlag til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, þrónunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi nema kr. 651,3 millj. Framlög Íslands hafa verið að hækka en eru þó langt frá alþjóðlegum viðmiðunum. Fyrir um áratug var ætlunin að framlög næmu 0,7% af þjóðarframleiðslu, en framlög Íslands námu þá 0,07%. Á síðasta ári voru þessi framlög þó orðin 0,16% af þjóðarframleiðslu, frá því að vera 0,12% árið 2002.
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Hvers vegna bráðabirgðalög?
Samkvæmt 28. gr. stjórnarskrár er heimilt að „þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög er Alþingi er ekki að störfum. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný“. Af þessu má sjá að sérstaða bráðabirgðalaga fellst í því að Alþingi á ekki hlut að setningu þeirra, heldur forseti einn sem annar handhafa löggagjafarvaldsins. En í 2. gr. stjórnarskrárinnar, er kveður á um þrískiptingu ríkisvaldsins, segir að „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið“.
Forseti getur ekki sett lögin að eigin frumkvæði, heldur gerir hann það með atbeina og á ábyrgð ráðherra. Það felur í sér að ráðherra gerir tillögu um slík lög og leggur hana fyrir forseta í stað þess að leggja hana fyrir þingið. Ráðherra sá sem gerir tillögu um lögin ræður að sjálfsögðu efni þeirra og hann ábyrgist gagnvart forseta að fullnægt sé skilyrðum 28. gr. stjórnarskrárinnar.
Allmörg dæmi eru til um setningu bráðabirgðalaga s.s. um stofnun utanríkisþjónustu Íslands 8. júlí 1940. En Alþingi hafði 10. apríl 1940, þ.e. daginn eftir að Þjóðverjar réðust inn í Danmörku, samþykkt þingsályktun þess efnis að Ísland taki yfir utanríkismál að öllu leyti í sínar hendur. Á árunum 1989 og 1990, voru sett bráðabirgðalög á samninga fjármálaráðherra við BHMR og tekin var til baka umsamin launahækkun kennara. Í seinni tíð hefur setning bráðabirgðalaga verið í algjöru lámarki. Nýjasta dæmið er frá því nú í sumar er sett voru bráðabirgðalög um innleiðingu tilskipunar 91/67/EBE um skilyrði á sviði heilbrigðis eldisdýra og afurða þeirra.
Heimildir til setningar bráðabirgðalaga virðist af öllu vera nauðsynleg til að geta brugðist við atvikum er kalla á brýna nauðsyn. Það er í höndum forseta að taka ákvörðun um hvort hann fellst á tillögu ráðherra og þar hlýtur m.a. að ráða mat hans á brýnni nauðsyn. Í lögum er kveðið á um að reglulegt Alþingi skuli koma saman 1. október ár hvert og sitja til jafnlengdar næsta ár. Alþingi situr því allt árið, þannig að bráðabirgðalög verða aðeins gefin út í þinghléum.
Forseti getur ekki sett lögin að eigin frumkvæði, heldur gerir hann það með atbeina og á ábyrgð ráðherra. Það felur í sér að ráðherra gerir tillögu um slík lög og leggur hana fyrir forseta í stað þess að leggja hana fyrir þingið. Ráðherra sá sem gerir tillögu um lögin ræður að sjálfsögðu efni þeirra og hann ábyrgist gagnvart forseta að fullnægt sé skilyrðum 28. gr. stjórnarskrárinnar.
Allmörg dæmi eru til um setningu bráðabirgðalaga s.s. um stofnun utanríkisþjónustu Íslands 8. júlí 1940. En Alþingi hafði 10. apríl 1940, þ.e. daginn eftir að Þjóðverjar réðust inn í Danmörku, samþykkt þingsályktun þess efnis að Ísland taki yfir utanríkismál að öllu leyti í sínar hendur. Á árunum 1989 og 1990, voru sett bráðabirgðalög á samninga fjármálaráðherra við BHMR og tekin var til baka umsamin launahækkun kennara. Í seinni tíð hefur setning bráðabirgðalaga verið í algjöru lámarki. Nýjasta dæmið er frá því nú í sumar er sett voru bráðabirgðalög um innleiðingu tilskipunar 91/67/EBE um skilyrði á sviði heilbrigðis eldisdýra og afurða þeirra.
Heimildir til setningar bráðabirgðalaga virðist af öllu vera nauðsynleg til að geta brugðist við atvikum er kalla á brýna nauðsyn. Það er í höndum forseta að taka ákvörðun um hvort hann fellst á tillögu ráðherra og þar hlýtur m.a. að ráða mat hans á brýnni nauðsyn. Í lögum er kveðið á um að reglulegt Alþingi skuli koma saman 1. október ár hvert og sitja til jafnlengdar næsta ár. Alþingi situr því allt árið, þannig að bráðabirgðalög verða aðeins gefin út í þinghléum.
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Lífstílslyf — auknar þarfir, aukin kostnaður.
Samkeppni lyfjaframleiðenda í lífstílslyfjum er greinilega hörð um þessar mundir. Ef horft er til þess að árið 1990 nam kostnaður vegna lyfja sem falla undir þennan flokk, sem er ætlað að vinna gegn slæmum afleiðingum af óheppilegum lifnaðarháttum okkar, tæplega kr. 90 millj. Þetta voru lyf gegn nikótínfíkn og til að lækka blóðfitu. Núna hafa bæst við lyf við stinningarvanda og offitu og eru nú samtals 19 lyf í þessum flokki, þar af 2-3 sem bæst hafa við á þessu ári. Á síðasta ári 2002 var heildarsalan samtals kr. 1.288 millj. Miðað við söluna það sem af er árinu má reikna með að heildarkostnaður á þessu ári 2003 fari yfir kr. 1.400 millj.
Á 13 árum hafa lífstílslyf, vegna nýrra þarfa kallað á aukin kostnað sem nemur kr. 1.310 millj. eða yfir 1555%. Það sem vekur athygli við þessa þróun að það eru lyfjafyrirtækin sem skapa þessa nýju þörf. Almannatryggingar greiða einungis 1/3 hluta þessa kostnaðar, þannig að það er almenningur í raun sem greiðir þessa gríðarlegu aukningu beint úr eigin vasa.
Á 13 árum hafa lífstílslyf, vegna nýrra þarfa kallað á aukin kostnað sem nemur kr. 1.310 millj. eða yfir 1555%. Það sem vekur athygli við þessa þróun að það eru lyfjafyrirtækin sem skapa þessa nýju þörf. Almannatryggingar greiða einungis 1/3 hluta þessa kostnaðar, þannig að það er almenningur í raun sem greiðir þessa gríðarlegu aukningu beint úr eigin vasa.
Nýtt Bistro í Hafnarfirði a la Össur Skarphéðinsson.
Það vekur athygli í hátíðarræðu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, á landsþingi Samfylkingarinnar að hann telur Hafnarfjarðar-fylkinguna hafa „hratt fyrir róða því pólitíska tilraunaeldhúsi sem Sjálfstæðismenn höfðu sett hér á hlóðir, þar sem aðalrétturinn sem boðið var upp á var einkavæðing grunnskólans a la Björn Bjarnason“.
Síðan segir hann: „Hefði Samfylkingin ekki lokað einkavæðingareldhúsi Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði hefði Sjálfstæðisflokkurinn sent sömu uppskrift og sömu kokka um allt land.“
Það vekur því furðu þegar sami formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, segir að „við þurfum framtíðarlausn í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Við þurfum ekki endilega aukið fjármagn en við þurfum sárlega breytta stefnu. Pólitík er að þora. Pólitík er að reyna nýjar aðferðir, nýja hugsun, sýna dirfsku.“ En síðan heldur maðurinn því fram að það vanti fjármagn í hinu orðinu þegar hann segir „málefni geðsjúkra, meira að segja geðsjúkra barna og afbrotamanna eru í uppnámi ár eftir ár vegna fjárskorts, allt að 10 mánaða biðtími er eftir heyrnartækjum í kerfinu og allt að eins árs biðtími eftir hjúkrunarrými fyrir aldraða“.
Nú er spurning hvort að formaður Framtíðarnefndar Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafi verið með í ráðum er þessi undarlega ræða formannsins var í smíðum og að sá annars ágæti varaþingmaður útskýri hvað þessi orð þýði „að skoða með opnum huga breytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni“. Var ekki verið að afþakka kokkarí frá öðru eldhúsi með samskonar uppskrift, eða skiptir það nýju Frjálshyggju-fylkinguna höfuðmáli hver kokkar.
Síðan segir hann: „Hefði Samfylkingin ekki lokað einkavæðingareldhúsi Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði hefði Sjálfstæðisflokkurinn sent sömu uppskrift og sömu kokka um allt land.“
Það vekur því furðu þegar sami formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, segir að „við þurfum framtíðarlausn í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Við þurfum ekki endilega aukið fjármagn en við þurfum sárlega breytta stefnu. Pólitík er að þora. Pólitík er að reyna nýjar aðferðir, nýja hugsun, sýna dirfsku.“ En síðan heldur maðurinn því fram að það vanti fjármagn í hinu orðinu þegar hann segir „málefni geðsjúkra, meira að segja geðsjúkra barna og afbrotamanna eru í uppnámi ár eftir ár vegna fjárskorts, allt að 10 mánaða biðtími er eftir heyrnartækjum í kerfinu og allt að eins árs biðtími eftir hjúkrunarrými fyrir aldraða“.
Nú er spurning hvort að formaður Framtíðarnefndar Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafi verið með í ráðum er þessi undarlega ræða formannsins var í smíðum og að sá annars ágæti varaþingmaður útskýri hvað þessi orð þýði „að skoða með opnum huga breytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni“. Var ekki verið að afþakka kokkarí frá öðru eldhúsi með samskonar uppskrift, eða skiptir það nýju Frjálshyggju-fylkinguna höfuðmáli hver kokkar.
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Dómsmálaráðherra kærður fyrir Hina málefnalegu niðurstöðu.
Líkt og frægt var þá skipaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, nýjan hæstaréttardómara ekki fyrir svo löngu. Þótti sú skipan ekki að öllu leiti eftir bókinni, en mjög gróflega var gengið framhjá þremur mjög svo hæfum einstaklingum.
Það vakti eftirtekt í rökræðu eftir skipan Björns, á Ólafi Berki Þorvaldssyni í Hæstarétt, að Birni Bjarnasyni þótti það ómálefnalegt af fréttamönnum að telja frændsemi Ólafs við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafa haft einhver áhrif. Það hefðu jú verið sérþekking Ólafs Barkar á Evrópurétti sem hefði haft úrslitaárif. Þetta hafði því verið málefnaleg niðurstaða og því hafin yfir alla gagnrýni.
Þessi málefnalega niðurstaða Björns hefur nú verið kærð til Kærunefndar Jafnréttismála fyrir brot á jafnréttislögum. Markmið þeirra laga er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Til að ná fram þessu markmiði skal líkt og segir í lögunum: a) gæta jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, b) vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu, c) gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, d) bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu, e) efla fræðslu um jafnréttismál, f) greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni og g) efla rannsóknir í kynjafræðum.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, stendur núna frammi fyrir því prófi hvort að hin málefnalega niðurstaðan, þ.e. sérþekking á Evrópurétti, haldi vatni frami fyrir Kærunefnd Jafnréttismála.
Það vakti eftirtekt í rökræðu eftir skipan Björns, á Ólafi Berki Þorvaldssyni í Hæstarétt, að Birni Bjarnasyni þótti það ómálefnalegt af fréttamönnum að telja frændsemi Ólafs við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafa haft einhver áhrif. Það hefðu jú verið sérþekking Ólafs Barkar á Evrópurétti sem hefði haft úrslitaárif. Þetta hafði því verið málefnaleg niðurstaða og því hafin yfir alla gagnrýni.
Þessi málefnalega niðurstaða Björns hefur nú verið kærð til Kærunefndar Jafnréttismála fyrir brot á jafnréttislögum. Markmið þeirra laga er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Til að ná fram þessu markmiði skal líkt og segir í lögunum: a) gæta jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, b) vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu, c) gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, d) bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu, e) efla fræðslu um jafnréttismál, f) greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni og g) efla rannsóknir í kynjafræðum.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, stendur núna frammi fyrir því prófi hvort að hin málefnalega niðurstaðan, þ.e. sérþekking á Evrópurétti, haldi vatni frami fyrir Kærunefnd Jafnréttismála.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)