miðvikudagur, október 20, 2004

Ungt fólk stærsti hópurinn án atvinnu.

Mest er atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 4,4%. Þetta kemur fram í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar á þriðja ársfjórðungi ársins. Atvinnuleysi er nú 2,6% og er það sama atvinnuleysisprósentan frá sama tíma í fyrra.

Atvinnuleysi kvenna eykst.
Með tilliti til kynjaskiptingar þá eru 3,4% kvenna án atvinnu en 2,0% karla. Hefur þá atvinnuleysi kvenna aukist um 1,1%, en hjá körlum hefur það minnkað um 0,9%. Lítur því út fyrir að konur eigi erfiðara uppdráttar á vinnumarkaðnum í dag en karlar.

Fækkun á vinnumarkaði.
Samtals voru 158.100 manns starfandi á þriðja ársfjórðungi sem felur í sér fækkun um 4.800 manns frá sama tíma í fyrra.

Heimild: Hagstofan.

Engin ummæli: