miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Breskir bændur lofaðir.

Prince Charles yesterday [22.11.] praised farmers for their hard work to protect the countryside as he opened the West's newest livestock market, and thanked them for their efforts despite the difficult times they faced with foot-and-mouth, BSE and falling meat prices. As he officially opened Cirencester Livestock Market in Gloucestershire, Charles said: "I try to make people understand what an important role people like you play.

If it was not for you, the British countryside would not look the way it does and the people that enjoy it would not still find it like it is." As well as opening the market at Fosse Farm, Driffield, the Prince tried his hand as an auctioneer as he directed the first three lots to be sold during yesterday's business and brought down the hammer on each deal.
(Heimild: Western Daily Press)

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Evrópuunræðan innann Framsóknarflokksins.

Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður, kom inn á athyglisverðan flöt á Evrópuumræðunni innann Framsóknarflokksins á fimmtudaginn í síðustu viku er til umræðu var munnleg skýrsla utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde. Þar sagði Siv m.a.:

„Talsvert hefur verið rætt um Evrópusambandið, sem er eðlilegt enda höfum við þar gífurlegra hagsmuna að gæta. Framsóknarflokkurinn markaði stefnu sína núna á flokksþingi í febrúar 2005. Þar stendur, með leyfi virðulegs forseta:

„Á vettvangi Framsóknarflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera undir næsta flokksþing til kynningar.

Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði.“

Eins og margir muna þá skók EES-samningurinn Framsóknarflokkinn. Þar var tekist á. Ég var í þeim hópi sem studdi mjög EES-samninginn. Ég held að Framsóknarmenn telji almennt, þegar þeir líta til baka, að EES-samningurinn hafi verið geysilega jákvætt skref. Ég vil líka segja að á flokksþingi okkar í febrúar 2005 má segja að nokkur breyting hafi orðið í orðræðunni gagnvart Evrópusambandinu innan Framsóknarflokksins. Kannski er hægt að kalla það kynslóðaskipti, ég skal ekkert um það segja. A.m.k. var unga fólkið almennt, þótt það sé ekki svart-hvít umræða, mun jákvæðara gagnvart aðild að Evrópusambandinu en við höfum áður heyrt á vettvangi Framsóknarflokksins. Og hvað var unga fólkið að segja? Jú, það vildi fá tækifæri. Það sagðist sjá að Evrópusambandið væri einsleitt og við værum hluti af því. Við erum með EES-samninginn og að sjálfsögðu höfum við þróast eins og Evrópusambandið vegna þess. Það hefur fært okkur margt mjög hagstætt.

Unga fólkið menntar sig og nýtir tæknina. Það hugleiðir að stofna fyrirtæki og sum þeirra hafa gert það. Þau vilja fara í útrás. Þau fylgjast með sveiflu krónunnar og fylgjast með evrunni. Þau fylgjast með því hvernig önnur ríki hafa farið inn í Evrópusambandið og notið undanþágna, t.d. Malta. Menn hafa rætt um að á vettvangi sjávarútvegsins gætum við fengið slíkar undanþágu. Menn hafa trú á því, af því það er ekki Evrópusambandinu í hag að veita okkur ekki ákveðið svigrúm áfram gagnvart stýringu á sjávarauðlindum okkar. Þannig var mun jákvæðari tónn gagnvart Evrópusambandsaðild en ég hef upplifað áður í Framsóknarflokknum. Ég vildi draga þetta sérstaklega fram af því ég tel að það sé að verða breyting í Framsóknarflokknum að þessu leyti. Nú er unnið að því í Evrópunefnd að móta samningsmarkmið og það verður spennandi að sjá hvernig því reiðir af.“

Þessu til staðfestingar er rétt að rifja upp ályktun er samþykkt var á 32. þingi Sambands ungra framsóknarmanna að Nesjavöllum í Grafningi 25.-27. júní 2004, en þar segir:

„[Þingið] telur að meginmarkmið utanríkisstefnu Íslands sé að varðveita sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, yfirráð yfir auðlindum hennar, tryggja öryggi landsins, efla viðskipti við aðrar þjóðir og tryggja aðgang að erlendum mörkuðum.

Á undanförnum árum hafa Íslendingar í auknum mæli látið til sín taka og axlað aukna ábyrgð innan alþjóða samfélagsins. Þann áratug sem EES-samningurinn hefur verið í gildi hefur hann nýst íslenskum hagsmunum vel í meginatriðum og hefur leitt til mikilla hagsbóta í þágu einstaklinga og fyrirtækja. Þing SUF telur að þó svo að tekist hafi að semja um framlengingu og stækkun EES-samningsins hafi samningurinn ekki þróast nægilega í takt við þær breytingar sem orðið hafa á samstarfi Evrópuríkja á þessu tímabili. Að auki telur þing SUF að EES-samningurinn hafi frá upphafi ekki gætt þess nægilega að Íslendingar hafi sjálfstjórn á sínum málum, m.a. með aðkomu að löggjöf þar sem Íslendingar þurfa í æ ríkara mæli að taka löggjöf ESB óbreytta inn í íslenskan rétt án þess að hafa nokkra aðkomu að stefnumótuninni sjálfri. Það liggur því fyrir að íslendingar afsala sér meira af sjálfsákvörðunarrétti utan ESB en innan.

Því telur þing SUF að það þjóni hagsmunum Íslands að hefja nú þegar vinnu við samningsmarkmið með aðild að ESB í huga og skal sú vinna hefjast að frumkvæði forsætisráðuneytisins. Huga þarf sérstaklega að hagsmunum Íslendinga í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum. Án viðunandi niðurstöðu úr amningarviðræðum leggst SUF alfarið gegn inngöngu í ESB.“

föstudagur, nóvember 18, 2005

RÚV og þjóðfélagsumræðan.


Líkt og sjá má á myndinni þá hafði RÚV mikinn viðbúnað vegna miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í Kópavogi um síðustu helgi. Bein útsending frá staðnum í fréttatíma stöðvarinnar og að ég held sanngjörn umfjöllun af ræðu forsætisráðherra. Ber að þakka þetta og að halda upp kyndli óháðs vettvangs þjóðfélagsumræðu. Aðrar stöðvar eiga það ekki skilið.

Síðan var RÚV með fréttamann á staðnum er fyrstu tölur voru birtar í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi, á laugardagskvöldinu, þar voru engir aðrir utan einn ljósmyndari frá Fréttablaðinu.

365 fjölmiðlar.
Ekki veit ég hvort að maður eigi að fagna eða gráta yfir nýrri fréttastöð 365. Hef enga trú á þessu fyrirtæki fyrir það fyrsta og síðan stýra fyrirtækinu fjárglæframenn sem eiga ekkert skilið nema skömm samborgara sinna og illa innrættir blaðamenn sem eru fengnir til að stýra þessu feigðarflani. Verði þeim að góðu.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Endurskoðun stjórnarskrárinnar.


Það var sérlega góður og upplýsandi fundur er ég sat í gær, miðvikudag, um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, formaður stjórnarskrárnefndar, hafði þar framsögu, ásamt Jónínu Bjartmarz, alþingismanni, og nefndarmanni stjórnarskrárnefndar og Guðmundi Ómari Hafsteinsyni, lögmanni.

Á fundi á þriðju klst. var farið yfir þætti er vörðuðu, stöðu forseta; þjóðaratkvæðagreiðslur, þingnefndir, þingrof, Landsdóm, alþjóðasamninga, dómsvaldið, eignarréttarákvæði og umhverfisverndarákvæði. Það væri óðsmanns æði að ætla sér að fjalla um hvert þessara atriða hér og nú, en þess mun ekki lengi vænta að ég komi ekki með einhvern pistil um flesta þessara þátta. En ég bendi áhugasömum á pistil frá 28. maí 2004 um lagasynjanir konungsvaldsins.

Guðmundur Ómar Hafsteinsson, lögmaður, flutti mjög svo gott innlegg í umræðuna um mannréttindi og hagsmundi ungs fólks. Þá sérstaklega ákvæði um rétt til menntunar og stöðu fjölskyldunnar. Sérlega skemmtilegur vinkill á mannréttindaumræðuna og vonandi hægt að nálgast erindi hans fljótlega á prenti.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Mannanöfn og fellibyljir.


Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð.

Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hóf Bandaríska veðurstofan að gefa fellibyljum kvenmannsnöfn og síðar tók Alþjóða veðurfræðistofnunin við útgáfu nafnalista fyrir fellibylji. Á 8. áratugnum þótti ekki lengur viðeigandi að nefna fellibylji einungis eftir konum og 1978-1979 voru karlmannsnöfn tekin upp til jafns við kvenmannsnöfn.

Í gangi eru 6 listar með nöfnum yfir fellibylji á Atlantshafinu sem notaðir eru til skiptis. Þannig er listinn sem notaður er árið 2005 sá sami og notaður var árið 1999 og verður notaður aftur 2011. Nöfnum á þessum listum er aðeins breytt ef fellibylur hefur valdið stórfeldu eignartjóni eða mannskaða þannig að ekki þyki við hæfi að nota það aftur. Dæmi um nöfn sem lögð hafa verið af eru „Andrew“ en hann gekk yfir Bahamaeyjar, Suður-Flórída og Louisíana árið 1992, og „Mitch“ sem gekk yfir Mið-Ameríku árið 1998. Ólíklegt verður að telja að nafnið „Katrina“ verði haft áfram á listanum eftir það mikla tjón sem hún olli í lok ágúst 2005. Á heimasíðu Bandarísku fellibyljastofnunarinnar er hægt að skoða þessa lista.“ – Af vísindavefnum.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Er Seðlabankinn að bregðast?


Ungum framsóknarmönnum kemur ekki á óvart sú hugmynd Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, að leggja til að Seðlabankinn athugi hvort ekki eigi að hækka bindiskyldu viðskiptabankanna og draga þannig úr útlánum þeirra.

Í ályktun, á fundi miðstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna, að Bifröst í Borgarfirði 8. október 2005 s.l., segir „að Seðlabankinn eigi að nýta öll vopn sín í hagstjórninni en ekki bara stýrivaxtabreytingar. Stjórnun efnahagslífsins með stýrivöxtunum er takmarkað tæki til að hafa áhrif á gengi og peningaflæði. Ungir framsóknarmenn leggja til að Seðlabankinn nýti í auknum mæli heimild sína til að aðlaga bindiskyldu bankanna að aðstæðum á markaði hverju sinni. Sú útlánaaukning er að kynda undir efnahagslífinu um þessar mundir er að miklum hluta til komin vegna aukinna útlána viðskiptabankanna. Er því eðlilegt að Seðlabankinn hafi áhrif á hana með því að auka eða minnka bindiskyldu bankanna auk þess að bregðast við sveiflum í gengi krónunnar með gjaldeyrisviðskiptum.“

En Þórólfur telur að Seðlabankinn geti gert sitt til að ná verðbólgunni niður, og á þá ekki bara við enn frekari stýrivaxtahækkanir, sem leggi alla ábyrgðina á útflutningsgreinarnar, sem eigi í nægum vanda vegna hás gengis krónunnar. Þórólfur segist vilja sjá Seðlabankann athuga hvort ekki væri hægt að hækka bindiskyldu og draga þannig úr útlánum bankanna því þau hafi aukist mjög á mikið á undanförnu ári. Útgáfa skuldabréfa í krónum erlendis hefur aukist um ellefu milljarða króna á nokkrum dögum. og 111 milljörðum alls. Dollarinn er nú kominn undir 60 krónur og Evran í 72 krónur og hefur ekki verið ódýrari síðan í júní árið 2000.

Í vegvísi Landsbankans má lesa að síðast í gær stækkaði „Austurríska ríkið skuldabréfaflokk sinn í íslenskum krónum sem gefinn er út til eins árs um 8 ma.kr. í morgun. Stærð flokksins er nú 20 ma.kr. og er hann þar með stærri en ríkisbréfaflokkurinn RB10. Austurríska ríkið er næst stærsti útgefandi erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum, en Rabobank í Hollandi hefur gefið út 21 ma.kr. Útgáfa Rabobank er í tveimur skuldabréfaflokkum, 15 ma.kr. til 1½ árs og 6 ma.kr. til eins árs.

Útgáfa Austurríkis í [gær] er stærsta einstaka útgáfan erlendis á skuldabréfum í íslenskum krónum, en fram til þessa hafði ekki verið tilkynnt um meira en 3 ma.kr. í einu. Þessar útgáfur hófust í lok ágúst þegar að Eksportfinans í Noregi tilkynnti um 3 ma.kr. útgáfu sem var síðan stækkuð í 6 ma.kr. síðar um daginn og í 9 ma.kr. nokkrum dögum síðar.“

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Laus farmur án yfirbreiðslu bannaður.


Nýjustu fréttir eru að frestur er vörubifreiðastjórum var gefin, sem flytja lausan farm án yfirbreiðslu, er liðinn. Nú ætlar lögreglan einmitt að fara í átaksverkefni til að framfylgja ákvæði laga um yfirbreiðslu á lausum farmi.

Mín reynsla er sú að er þessir vörubílar koma t.d. úr námunum við Þrengslin eða námunum fyrir neðan Litlu Kaffistofuna, er minn Skoda-Auto sandblásin eftir að hafa mætt þessu vörubílum. Og en þá verra er að lenda fyrir aftan slíkan bíl á leið til borgarinnar að austan. Sumarhúsa ferðir hjá manni breytast í hreina martröð, er maður grætur yfir skemmdu lakki og kvíða yfir því að þurfa að fara til baka aftur og upplifa þessi ósköp.

En hyggjuvit mitt segir að þessi landlægi ósiður að taka kæruleysislega á slíkum málum verði niðurstaðan. Hver man ekki bílum með fiskislorið lekandi niður af pöllunum, sú upplifun þykir ekki par fín á vegum úti í dag, en tíðkaðist alltof lengi þrátt fyrir reglur er bönnuðu þann ósóma. Er því vonandi að sandblástur bíla heyri brátt sögunni til, þó nokkur ár taki að koma öllum í skilning um það.