föstudagur, febrúar 24, 2006

Íslensk velmegun og kraftur eru öfundarefni nágrannaþjóða.

Viðbrögð Valgerðar Sverrisdóttur í fréttum í gær voru góð. Þar rakti hún að þeir hlutir sem hafi mjög mikil áhrif á efnahaginn hér og séu grundvallaratriðið væri mikil lántaka viðskiptabankanna og útlán, mikil sala á skuldabréfum í íslenskum krónum og sem sé komin yfir 200 milljarða og frá áramótum einhverjir 70 milljarðar.

Í Kastljósþætti í vikunni kom fram í máli Guðmundur Ólafssonar að það sem valdi mestu um þenslu hér heima, séu lántökur innlánsstofnana erlendis til að lána síðan til húsnæðiskaupa. Þetta væru orðnir um 250-300 milljarðar og því langsamlega stærsti faktorinn. Jafnframt sagði hann að innstreymi í hagkerfið vegna Kárahnjúka séu kannski 12–15 milljarðar á ári á móti hinu öllu.

Guðmundur sagði jafnframt atvinnuvegina ganga mjög vel og við ættum líka náttúruauðlindir sem við gætum nýtt áfram og því sé engin ástæða til þess að fara á límingunum þó einhverjir drengir úti í Bretlandi séu að skrifa einhverjar skrýtlur. Enda eins og Guðmundur sagði hreint út að þetta væru nú mikil jól hjá þeim hagfræðingunum núna. Hann væri búinn að hlusta á eina fimm í fjölmiðlum með öðru eyranu og þeir segðu nú svolítið sitt hvað.

Það er rétt hjá Valgerði að íslensk velmegun og kraftur eru öfundarefni nágrannaþjóða. Ungir Íslendingar sem eru að hasla sér völl á viðskiptasviðinu t.d. í Danmörku segja það blákalt að ungir Danir séu bara latir.

Annað. Halldór Ásgrímsson var í viðtali hjá BBC-WORLD SERVICE í gær. Ekki á hverjum degi sem íslenskur ráðamaður er þar í sviðsljósinu.

Engin ummæli: