mánudagur, maí 08, 2006

Seðlaveskið í þvottavélinni!!

Snillingurinn, ég, fann seðlaveskið í þvottavélinni í morgun. Það fór í gegnum hugan hvort að maður gangi á öllum „fimm“ þessa dagana, eða hvort það hafi yfir höfuð einhvern tímann gerst?!

Sérvalið þvottaefni í Bónus, mýkingarefni frá Spar og Gvendarbrunnavatn tókst að leysa upp seðla, nótur og nafnspjöld. Kortin sluppu líklega og bókasafnskortið!

Að lokum. Leitið að dóti í vösum áður en fatnaður er settur í þvottavélina!! Það er hyggilegra.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú hló ég dátt, hefði örugglega verið gaman að sjá á þér svipinn þegar þú fannst veskið! Hefðir þú notað þvottaduft frá Nígeríu værir þú kannski moldríkur núna!
Kveðja úr Galtalind