laugardagur, október 07, 2006

Ný íslensk skákstig – fjórða mesta stigahækkunin.


Á nýjum íslenskum skákstigalista er Jóhann Hjartarson sem fyrr stigahæstur. Hannes Hlífar Stefánsson er næstur og Helgi Ólafsson þriðji. Dagur Andri Friðgeirsson hækkaði mest frá síðasta stigalista (mars 2006) eða um 155 skákstig og Sigurður Sigurjónsson er hæstur nýliða á listanum nú með 1785 skákstig.

Það sem snýr að mér persónulega er að ykkar einlægur hækkar um 115 stig á milli lista og er það 4. mesta hækkunin frá því mars. Þarna er ég í góðum hópi efnilegustu skákmanna þjóðarinnar og gamalla refa í bransanum.

10 mestu hækkanir.

Nr. Nafn mism stig
1 Dagur Andri Friðgeirsson 155
2 Daníel Pétursson 135
3 Vilhjálmur Pálmason 125
4 Einar G Einarsson 115
5 Svanberg Már Pálsson 105
6 Kristján Hreinsson 100
7 Hallgerður H Þorsteinsdóttir 90
8 Hjörvar Grétarsson 85
9 Óskar Bjarnason 80
10 Sigurlaug R Friðþjófsdóttir 70

Engin ummæli: