- Auðlindin – umhverfi og stofnar (haffræði, sjávarlíffræði, fiskifræði, stofnstærðarfræði)
- Nytjarnar – veiðar og fiskeldi (veiðitækni, skipatækni, fiskeldi, stjórnkerfi fiskveiða)
- Framleiðslan – vinnsla sjávarafurða (vinnslutækni, örverufræði, matvælafræði, efnafræði)
- Salan – markaðir, rekstur (rekstur, hagfræði, fjármál, markaðsfræði, stjórnun)
Íslenskt atvinnulíf hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðari árum. Helsta breytingin, auk tækninýjunga, er vaxandi alþjóðavæðing viðskiptalífsins. Alþjóðaviðskipti hafa aukist, fjármálamarkaðir hafa opnast og íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði. Þó athyglin hafi einkum beinst að bönkum og tæknifyrirtæknum á síðustu árum voru það í raun sjávarútvegsfyrirtæki sem hófu þessa byltingu.
Íslenskur sjávarútvegur hefur verið alþjóðlegur allt frá 15. öld og hefur verið okkar mikilvægasti atvinnuvegur allt fram til okkar daga. Þó sjávarútvegur hafi fallið í skuggann af ýmsum öðrum greinum í íslensku þjóðlífi á síðustu árum hefur hann þróast mjög hratt. Nýjasta tækni sem oft er hönnuð og smíðuð hér á landi er notuð á flestum stigum sjávarútvegsins. Íslenskar sjávarafurðir hafa einnig orð á sér erlendis fyrir að vera gæðavara og þess vegna seljast þær oft á hærra verði en vörur keppinautanna. Til að halda þessari stöðu þarf sjávarútvegurinn að viðhalda stöðugri framþróun og háu menntunarstigi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli