Ef þið skoðið frétt sem birtist á CNN á dögunum, sbr. slóðina hér á eftir,
http://www.cnn.com/2004/WORLD/europe/11/25/yushchenko.ailment.ap/index.html
þá getur maður ekki verið annað en sannfærður um að öll brögð séu notuð í pólitík. Ætli það séu til sambærileg tilvik hér heima?
sunnudagur, nóvember 28, 2004
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Hatton Rockall-málið.
Það var gaman að rekast á fréttina hér að neðan, enda undirritaður áhugamaður um málið. Skrifaði grein þann, 12. nóvember í fyrra, þar sem ég rakti ýmsar hliðar málsins. Ég læt fréttina fylgja hér með.
Viðræður um Hatton Rockall-málið í Lundúnum
Viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur f.h. Færeyja fóru fram í vikunni í Lundúnum um Hatton Rockall-málið en öll ríkin fjögur hafa gert tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á Hatton Rockall-svæðinu og skarast kröfur aðila.
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir, að viðræðurnar hafi verið jákvæðar og gagnlegar og ákveðið að halda næsta viðræðufund aðila í Þórshöfn í Færeyjum á vormánuðum.
Ráðuneytið segir, að aðilum sé ljóst að til þess að lausn náist um afmörkun landgrunns á Hatton Rockall-svæðinu þurfi tvennt að koma til. Annars vegar þurfi ríkin fjögur að komast að samkomulagi um skiptingu landgrunnsins sín á milli eða um að landgrunnið eða hlutar þess verði sameiginlegt nýtingarsvæði. Hins vegar þurfi ríkin sameiginlega að leggja greinargerð eða greinargerðir fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk landgrunnsins, þ.e. mörkin milli landgrunnsins og alþjóðlega hafsbotnssvæðisins, og ákvarða þau með hliðsjón af tillögum landgrunnsnefndarinnar.
Formaður íslensku viðræðunefndarinnar er Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, en Steinar Þór Guðlaugsson, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, tekur einnig þátt í viðræðunum af Íslands hálfu. (Af mbl.is)
Viðræður um Hatton Rockall-málið í Lundúnum
Viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur f.h. Færeyja fóru fram í vikunni í Lundúnum um Hatton Rockall-málið en öll ríkin fjögur hafa gert tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á Hatton Rockall-svæðinu og skarast kröfur aðila.
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir, að viðræðurnar hafi verið jákvæðar og gagnlegar og ákveðið að halda næsta viðræðufund aðila í Þórshöfn í Færeyjum á vormánuðum.
Ráðuneytið segir, að aðilum sé ljóst að til þess að lausn náist um afmörkun landgrunns á Hatton Rockall-svæðinu þurfi tvennt að koma til. Annars vegar þurfi ríkin fjögur að komast að samkomulagi um skiptingu landgrunnsins sín á milli eða um að landgrunnið eða hlutar þess verði sameiginlegt nýtingarsvæði. Hins vegar þurfi ríkin sameiginlega að leggja greinargerð eða greinargerðir fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk landgrunnsins, þ.e. mörkin milli landgrunnsins og alþjóðlega hafsbotnssvæðisins, og ákvarða þau með hliðsjón af tillögum landgrunnsnefndarinnar.
Formaður íslensku viðræðunefndarinnar er Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, en Steinar Þór Guðlaugsson, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, tekur einnig þátt í viðræðunum af Íslands hálfu. (Af mbl.is)
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Að standa við gefin loforð – látum verkin tala.
Ræðan sem aldrei var flutt, eða því sem næst.
Hvernig hefur Framsóknarflokknum miðað við að ná fram raunhæfum markmiðum sínum. Eru kosningaloforðin öll svikin líkt og andstæðingarnir segja í hverri tækifærisræðunni á eftir annarri. Eða getum við getum borið höfuðið hátt er litið er til þess árangurs sem náðst hefur. Spyrja andstæðingarnir í dag, hvað með 12.000 ný störf, spyrja þeir í dag, hvað með foreldraorlofsmálið og spyrja þeir í dag, hvað með 90% lánin. Við framsóknarmenn eigum að vera duglegri í því að minna pólitíska andstæðinga okkar á, hverju við höfum náð fram í landsstjórninni, enda er sá árangur glæsilegur sem við getum verið stolt af.
12.000 ný störf.
Við framsóknarmenn l0fuðum að setja atvinnumálin á oddinn og auka verðmætasköpun í landinu. Við lofuðum að skapa 12.000 ný störf fyrir aldamót. Á kjörtímabilinu 1995 til 1999 var mikil hagvöxtur og stórfelld fjölgun starfa sem bar vitni um þá áherslu sem lögð var á atvinnumálin og aukna verðmætasköpun. Niðurstaðan varð að störfum fjölgaði um 14.000. Landsframleiðslan jókst um 22% og sem svaraði 1.600.000 kr. á hverju fjögurra manna fjölskyldu. Fjölgun starfanna tengdist fyrst og fremst hugbúnaðargerð og öðrum þekkingargreinum, almennum smáiðnaði, fjárfestingu í orkufrekum iðnaði og ýmsum þjónustugreinum.
Foreldraorlofið.
Við framsóknarmenn lofuðum að jafna rétt mæðra og feðra til töku fæðingarorlofs. Fæðingarorlofið var lengt úr sex í níu mánuði og tryggt var um leið samvistir barns bæði við föður og móður, þannig varð ábyrgð þeirra beggja jöfn gagnvart barninu. Við framsóknarmenn lögðum áherslu á að taka sérstakt tillit til fjölskyldunnar, þar er samræming fjölskyldu- og atvinnulífs mikilvægt úrlausnarefni, í nútímaþjóðfélagi og að því vinnum við framsóknarmenn.
90% lánin.
Við framsóknarmenn lofuðum að lánshlutfall almennra íbúðarlána verði hækkað í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp þessa efnis. Við gildistöku þessa lagafrumvarps er gert ráð fyrir að hámarkslánið verði 13 millj. kr. en það hækki síðan áfram í áföngum á kjörtímabilinu. Við framsóknarmenn stöndum vörð um að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum sé sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Við framsóknarmenn lofuðum að endurgreiðsla LÍN verði lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk. Enda er leggjum við höfuð áherslu á að menntun sé fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og stöðu. Í samræmi við þessa stefnu okkar liggur fyrir Alþingi frumvarp um að árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. Lánþegum með eldri námslán verður gefin kostur á skuldbreytingu, þannig að endurgreiðsla af lánum þeirra verði í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. Þessi breyting á reglum lánasjóðsins mun gefa fleirum einstaklingum tækifæri á því að fara í nám og stuðla þannig að arðbærra menntuðu fólki í þjóðfélaginu. Samhliða þessari breytingu er mikilvægt að skoða kosti og galla þess, að taka upp styrktarkerfi líkt og gerist á hinum Norðurlöndunum.
Skattalækkanir.
Við framsóknarmenn lofuðum að lækka skatta. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka um 4% í þremur áföngum, til ársins 2007, samkvæmt tillögum sem ríkistjórnin hefur kynnt. Eignarskattar verða afnumdir frá og með áramótum. Viðmiðunarfjárhæðir barnabóta og vaxtabóta mun hækka um 3% á árinu 2005. Þá verður persónuafsláttur hækkaður til næstu þriggja ára í samræmi við umsamdar launahækkanir á almennum vinnumarkaði, þ.e. um 3% nú um áramót, 2,5% árið 2006 og 2,25% árið 2007. Auk þessa er vinna hafin við hækkun barnabóta sem mun koma til framkvæmda í tveimur áföngum, á árunum 2006 og 2007.
Af þessari upptalningum sést að við framsóknarmenn gleymum ekki loforðum okkar, heldur efnum við þau. Þjóðin treystir okkur til að vinna af ábyrgð að velferð sinni, undir því trausti ætlum við framsóknarmenn að standa.
föstudagur, nóvember 05, 2004
Vúhú, gaman, gaman.
Yess núna byrjar skólin aftur, ég hlakka svo til að byrja aftur, það er svo gaman að læra. Vonandi semja kennararnir um launin :) bæbæ - 29. október 2004 - 14:55
Það er bróðurdóttir mín, Eva Katrín, 9 ára, sem ber fram þessa ósk. Mér þykir full ástæða til að birta þetta hér á síðunni. Þessum kröfum verður þjóðfélagið að svara enda lögbundið að veita börnum 6 til 16 ára grunnmenntun.
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Bush næsti forseti.
Jæja, er ekki ástæða til að óska heimsbyggðinni til lukku með nýjan forseta stórveldisins. Var á kosningavöku í nótt, langt frameftir, og hélt síðan áfram, hálf sofandi, er heim var komið í nótt. Það mátti svo sem búast við þessari niðurstöðu, en auðvitað var einnig von innst inni um að Kerry myndi vinna þessar kosningar.
fimmtudagur, október 28, 2004
Bloggað í eitt ár.
Í dag er liðið eitt ár frá því að undirritaður byrjaði að blogga á netinu. Ég átti svo sem ekki von á því að mér tækist að halda þetta út, það hafa svo sem komið upp tímabil þar sem ritstíflan var algjör, en hér er ég enn.
Annars hefur 28. október ákveðna merkingu ár hvert, er ég hef reynt að lifa með, og því þá ekki að setjast niður og skrifa eitthvað, sem aðrir hefðu gaman af að lesa, er stundir gefast. Það er ekki til betri tímaþjófur.
Í skrifum um þjóðfélagsmál eru fyrirmyndirnar auðvitað allnokkrar, ein er mér þó kærust, sem ég missti alltof fljótt.
Annars hefur 28. október ákveðna merkingu ár hvert, er ég hef reynt að lifa með, og því þá ekki að setjast niður og skrifa eitthvað, sem aðrir hefðu gaman af að lesa, er stundir gefast. Það er ekki til betri tímaþjófur.
Í skrifum um þjóðfélagsmál eru fyrirmyndirnar auðvitað allnokkrar, ein er mér þó kærust, sem ég missti alltof fljótt.
39. dagur í verkfalli grunnskólakennara
Frá 20. september s.l. hafa samningsaðilar í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga leitast við að ná saman um kaup og kjör. Krafan um að viðsemjendur nái nú niðurstöðu er skiljanleg, ekki síst fyrst og fremst barnanna vegna. Er réttur þeirra ekki að öllu leyti fyrir borð borin með áframhaldandi stöðu, þ.e. að í dag skuli vera 39. dagur í verkfalli grunnskólakennara. Þær raddir sem spáðu fyrir um löngu verkfalli hafa svo sannarlega haft rétt fyrir sér. Það eru um 4.500 kennarar frá störfum og kennsla legið niðri hjá rúmlega 45 þúsund skólabörnum á aldrinum 6 til 16 ára. Kennarar buðum sveitarfélögunum að skoða þá hugmynd að semja út skólaárið, þ.e. að gerður yrði stuttur samningur með 15 til 16 prósenta raunhækkun, og þar af 6,6 prósenta kauphækkun. Því var hafnað.
Kennarar hafa staðið fastir fyrir í baráttunni, jafnvel gengið það langt að banna aðgang að skólastofum, þannig að ekki sé minnsta smuga á því að sækja þangað nauðsynlegustu námsgögn, sem nemendur hafa jafnvel greitt fyrir. Frá því verður hins vegar ekki litið að jafn langt verkfall er taktlaust, sem bitnar á saklausum aðilum, börnunum, þau eru fórnarlömbin.
Kennarar eiga að hafa góð laun og það yrði mikið fagnaðarefni ef hægt væri að ná saman um kjör fyrir mánudaginn, samningsaðilar verða því að ná saman, líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi er undir. Enda segi í lögum um hlutverk grunnskólans, að í samvinnu við heimilin eigi skólinn að búa nemendur sína undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem sé í sífelldri þróun. Auk þess eigi starfshættir skólans að mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi, þar sem temja skuli nemendum víðsýni. Efla eigi skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skuli einnig veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og að þeir temji sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið eigi að leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Þessu mikilvæga hlutverki grunnskólanna má ekki missa sjónir af.
Nýjustu hugmyndirnar í kennaradeilunni um breytt launakerfi kennara hafa fallið í grýttan jarðveg hjá formanni menntamálanefndar Alþingis. Hann metur það svo að afleiðingarnar yrðu kollsteypa fyrir efnahagslífið.
Rök hníga því í þá átt að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé líklegasta lausnin.
Kennarar hafa staðið fastir fyrir í baráttunni, jafnvel gengið það langt að banna aðgang að skólastofum, þannig að ekki sé minnsta smuga á því að sækja þangað nauðsynlegustu námsgögn, sem nemendur hafa jafnvel greitt fyrir. Frá því verður hins vegar ekki litið að jafn langt verkfall er taktlaust, sem bitnar á saklausum aðilum, börnunum, þau eru fórnarlömbin.
Kennarar eiga að hafa góð laun og það yrði mikið fagnaðarefni ef hægt væri að ná saman um kjör fyrir mánudaginn, samningsaðilar verða því að ná saman, líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi er undir. Enda segi í lögum um hlutverk grunnskólans, að í samvinnu við heimilin eigi skólinn að búa nemendur sína undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem sé í sífelldri þróun. Auk þess eigi starfshættir skólans að mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi, þar sem temja skuli nemendum víðsýni. Efla eigi skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skuli einnig veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og að þeir temji sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið eigi að leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Þessu mikilvæga hlutverki grunnskólanna má ekki missa sjónir af.
Nýjustu hugmyndirnar í kennaradeilunni um breytt launakerfi kennara hafa fallið í grýttan jarðveg hjá formanni menntamálanefndar Alþingis. Hann metur það svo að afleiðingarnar yrðu kollsteypa fyrir efnahagslífið.
Rök hníga því í þá átt að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé líklegasta lausnin.
miðvikudagur, október 20, 2004
Hagspá til ársins 2010.
Eftirfarandi umfjöllun er að finna á Vegvísi, markaðs- og greiningarriti Landsbankans, frá því í gær, undir fyrirsögninni: Auknar líkur á stormasamri aðlögun.
Mikil uppsveifla er fyrirsjáanleg í efnahagslífinu á næstu árum og mun hún að öllum líkindum reyna mjög á þol hagkerfisins og auka líkur á stormasamri aðlögun að betra jafnvægi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni hagspá Landsbankans fyrir árin 2004-2010. Nú í upphafi stóriðjuframkvæmdanna er viðskiptahallinn þegar kominn vel yfir það sem almennt samrýmist efahagslegum stöðugleika og verðbólgan er þegar komin töluvert umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Aðkoma bankanna á íbúðalánamarkaði og lækkun langtímavaxta mun án efa auka enn frekar á innlenda eftirspurn. Þessu til viðbótar koma svo loforð stjórnvalda um skattalækkanir sem m.a. hafa það að markmiði að auka kaupmátt ráðstöfunartekna, sérstaklega í lok uppsveiflunnar.
Að okkar mati er líklegt að framvindan á næstu árum verði á margan hátt keimlík því sem gerðist í síðustu uppsveiflu. Mikill kaupmáttur og vaxandi viðskiptahalli leiddu til mikils þrýstings á gengi krónunnar sem á endanum gaf eftir. Þessi sýn felur í sér að verðbólgan hækkar tímabundið og verður yfir þolmörkum Seðlabankans um miðbik spátímabilsins. Spár okkar gera ráð fyrir því að verðbólgan fari hæst í rúm 6% í upphafi árs 2007 en lækki síðan aftur samfara styrkingu krónunnar. Viðskiptahalli gagnvart útlöndum gæti því lækkað hratt og stefnir í 3% af landsframleiðslu árið 2010.
Ungt fólk stærsti hópurinn án atvinnu.
Mest er atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 4,4%. Þetta kemur fram í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar á þriðja ársfjórðungi ársins. Atvinnuleysi er nú 2,6% og er það sama atvinnuleysisprósentan frá sama tíma í fyrra.
Atvinnuleysi kvenna eykst.
Með tilliti til kynjaskiptingar þá eru 3,4% kvenna án atvinnu en 2,0% karla. Hefur þá atvinnuleysi kvenna aukist um 1,1%, en hjá körlum hefur það minnkað um 0,9%. Lítur því út fyrir að konur eigi erfiðara uppdráttar á vinnumarkaðnum í dag en karlar.
Fækkun á vinnumarkaði.
Samtals voru 158.100 manns starfandi á þriðja ársfjórðungi sem felur í sér fækkun um 4.800 manns frá sama tíma í fyrra.
Heimild: Hagstofan.
Atvinnuleysi kvenna eykst.
Með tilliti til kynjaskiptingar þá eru 3,4% kvenna án atvinnu en 2,0% karla. Hefur þá atvinnuleysi kvenna aukist um 1,1%, en hjá körlum hefur það minnkað um 0,9%. Lítur því út fyrir að konur eigi erfiðara uppdráttar á vinnumarkaðnum í dag en karlar.
Fækkun á vinnumarkaði.
Samtals voru 158.100 manns starfandi á þriðja ársfjórðungi sem felur í sér fækkun um 4.800 manns frá sama tíma í fyrra.
Heimild: Hagstofan.
föstudagur, október 15, 2004
Halló Akureyri!
Stefnan er tekin á Akureyri um helgina. Var að lesa á heimasíðu þeirra að það séu um 200.000 manns sem heimsæki bæinn árlega, jafnt vetur, sumar, vor og haust. Ég var þarna á ferð fyrr í sumar og það í mjög góðu veðri. Undirritaður hefur því lagt nokkuð af mörkum til að halda uppi ofangreindri tölu.
fimmtudagur, október 14, 2004
Eitt embætti, tvö frumvörp.
Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, hefur lagt fram til kynningar frumvarpsdrög til breytinga á skipulagi samkeppnisyfirvalda og neytendamála. Lagt er til að Samkeppnisstofnun og Löggildingarstofa leggist af í núverandi mynd en að sett verði á stofn Neytendastofa sem skuli starfa að stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála, vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu, mælifræði og rafmagnsöryggismála. Neytendastofu verður og ætlað að annast framkvæmd laga um órétta viðskiptahætti og gagnsæi markaðarins. Einnig skuli unnið að stefnumótun á sviði neytendamála, auk þess sem stofnunin skal beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á því sviði. Þá skal Neytendastofa annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði neytendamála.
Þá er lagt til að skipuð verði sérstök áfrýjunarnefnd neytendamála, þ.e. úrræði til að áfrýja stjórnvaldsákvörðunum teknum af Neytendastofu. Mikilvægt er að slík úrræði séu áfram heimil, enda geta ákvarðanir Neytendastofu verið íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila, sbr. sambærileg ákvæði í núgildandi lögum um Samkeppnisstofnun. Ákvörðunum Löggildingarstofu, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, er ekki heimilt að skjóta til æðra stjórnvalds samkvæmt núgildandi lögum. Neytendaréttur mun því verða ríkari með ofangreindum hugmyndum viðskiptaráðherra.
Nýmæli í frumvarpsdrögunum lýtur að stofnun embættis „talsmanns neytenda,“ sem hafi það hlutverk að taka við kvörtunum frá neytendum, gefa út álitsgerðir og hafa frumkvæði að úrbótum. Talsmanni neytenda verður hins vegar ekki ætlað að vinna að stefnumótun á sviði neytendamála, né er lagt til að talsmaður neytenda vinni að því að gerðar verði rannsóknir á sviði neytendamála. Sú vinna verður í höndum Neytendastofu. Þó svo að talsmaður neytenda muni starfa í tengslum við starfsemi Neytendastofu þá verður sjálfstæði hans að fullu tryggt og hann mun geta nýtt starfsmenn Neytendastofu sér til aðstoðar við dagleg störf og undirbúning mála.
Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á að vegna vaxandi fákeppni á ýmsum sviðum þurfi að koma til aukin neytendavernd og mun öflugra eftirlit með þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga. Þessa sér stað í ofangreindum hugmyndum Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra.
Einn af öflugri liðsmönnum Samfylkingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður, hefur bent á að styrkja þurfi stöðu neytenda á markaði, enda hafi hún verið veik og við áratugum á eftir nágrannaþjóðunum í neytendavernd og í því að tryggja neytendarétt. Það er því ánægjulegt að vita til þess að Samfylkingin ætli sér að flytja þingsályktun er lítur að stofnun talsmanns neytenda, ekki síst í ljósi þess að nokkrum dögum áður kynnti viðskiptaráðherra ofangreint stjórnarfrumvarp sama efnis.
Það verður að teljast mjög fátítt að nokkrum dögum eftir stjórnarmeirihlutinn hefur kynnt brýnt þjóðfélagsmál skuli stjórnarandstaðan kynna nákvæmlega sama mál. Er þá eftir allt saman ekki svo mikill áherslumunur á flokkum í íslenskum stjórnmálum. Þórunn og félagar ættu því að kanna rækilega möguleika á „þjóðstjórn“ við flutning málsins á Alþingi.
Þá er lagt til að skipuð verði sérstök áfrýjunarnefnd neytendamála, þ.e. úrræði til að áfrýja stjórnvaldsákvörðunum teknum af Neytendastofu. Mikilvægt er að slík úrræði séu áfram heimil, enda geta ákvarðanir Neytendastofu verið íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila, sbr. sambærileg ákvæði í núgildandi lögum um Samkeppnisstofnun. Ákvörðunum Löggildingarstofu, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, er ekki heimilt að skjóta til æðra stjórnvalds samkvæmt núgildandi lögum. Neytendaréttur mun því verða ríkari með ofangreindum hugmyndum viðskiptaráðherra.
Nýmæli í frumvarpsdrögunum lýtur að stofnun embættis „talsmanns neytenda,“ sem hafi það hlutverk að taka við kvörtunum frá neytendum, gefa út álitsgerðir og hafa frumkvæði að úrbótum. Talsmanni neytenda verður hins vegar ekki ætlað að vinna að stefnumótun á sviði neytendamála, né er lagt til að talsmaður neytenda vinni að því að gerðar verði rannsóknir á sviði neytendamála. Sú vinna verður í höndum Neytendastofu. Þó svo að talsmaður neytenda muni starfa í tengslum við starfsemi Neytendastofu þá verður sjálfstæði hans að fullu tryggt og hann mun geta nýtt starfsmenn Neytendastofu sér til aðstoðar við dagleg störf og undirbúning mála.
Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á að vegna vaxandi fákeppni á ýmsum sviðum þurfi að koma til aukin neytendavernd og mun öflugra eftirlit með þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga. Þessa sér stað í ofangreindum hugmyndum Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra.
Einn af öflugri liðsmönnum Samfylkingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður, hefur bent á að styrkja þurfi stöðu neytenda á markaði, enda hafi hún verið veik og við áratugum á eftir nágrannaþjóðunum í neytendavernd og í því að tryggja neytendarétt. Það er því ánægjulegt að vita til þess að Samfylkingin ætli sér að flytja þingsályktun er lítur að stofnun talsmanns neytenda, ekki síst í ljósi þess að nokkrum dögum áður kynnti viðskiptaráðherra ofangreint stjórnarfrumvarp sama efnis.
Það verður að teljast mjög fátítt að nokkrum dögum eftir stjórnarmeirihlutinn hefur kynnt brýnt þjóðfélagsmál skuli stjórnarandstaðan kynna nákvæmlega sama mál. Er þá eftir allt saman ekki svo mikill áherslumunur á flokkum í íslenskum stjórnmálum. Þórunn og félagar ættu því að kanna rækilega möguleika á „þjóðstjórn“ við flutning málsins á Alþingi.
laugardagur, október 09, 2004
Á ég að nefna þrenn mistök ...
Það var eftirtektarvert í kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt, að er Bush var beðin um að nefna þrenn mistök sem hann hafi gert í embætti, gat hann ekki nefnt eitt einasta. Ástæða þessa hjá Bush er sú að það er starfsfólkið hans sem gerir öll mistökin og hann svo mannlegur sjálfur að fyrirgefa þeim. Hann ætlar þó sögunni að dæma síðar til um hvaða mistök hafi verið gerð.
Endilega rennið yfir þetta:
Endilega rennið yfir þetta:
Q: „President Bush, during the last four years, you have made thousands of decisions that have affected millions of lives. Please give three instances in which you came to realize you had made a wrong decision, and what you did to correct it. Thank you.“
PRESIDENT BUSH: „I have made a lot of decisions ― some of them little, like appointments to board you've never heard of, and some of them big. And in a war, there's a lot of tactical decisions that historians will look back and say, you shouldn't have done that, you shouldn't have made that decision. And I'll take responsibility for them. I'm human.
But on the big questions about whether or not we should have gone into Afghanistan, the big question about whether we should have removed somebody in Iraq, I'll stand by those decisions because I think they're right. That's really what you're ― when they ask about the mistakes, that's what they're talking about. They're trying to say, did you make a mistake going into Iraq? And the answer is absolutely not. It's the right decision.
The Duelfer report confirmed that decision today, because what Saddam Hussein was doing was trying to get rid of sanctions so he could reconstitute a weapons program, and the biggest threat facing America is terrorists with weapons of mass destruction. We knew he hated us. We knew he had been a ― invaded other countries. We knew he tortured his own people.
On the tax cut, it's a big decision. I did the right decision. Our recession was one of the shallowest in modern history.
Now, you ask what mistakes ― I made some mistakes in appointing people, but I'm not going to name them. I don't want to hurt their feelings on national TV.
But history will look back, and I'm fully prepared to accept any mistakes that history judges to my administration. Because the President makes the decisions, the President has to take the responsibility.“
sunnudagur, september 26, 2004
Haustverk á sveitasetrinu.
Farin að huga að haustverkunum á sveitasetrinu, fór í undirbúningsferð í dag. En tvær næstu helgar munu væntanlega verða gjörnýttar. En síðan verður sjálfsagt skotist nokkrum sinnum austur, svona til að fylgjast með að allt sé í lagi.
Haustið er líka undursamlegur tími. Hjá bændum í sauðfjárræktinni fer mikill tími í hrútasýningar, lambaskoðanir og að lokum myndasýningar þar sem bestu veturgömlu hrútarnir eru verðlaunaðir. Allt svo sem ósköp venjuleg haustverk til sveita.
Haustið er líka undursamlegur tími. Hjá bændum í sauðfjárræktinni fer mikill tími í hrútasýningar, lambaskoðanir og að lokum myndasýningar þar sem bestu veturgömlu hrútarnir eru verðlaunaðir. Allt svo sem ósköp venjuleg haustverk til sveita.
miðvikudagur, september 22, 2004
Samræðustjórnmál, upphaf nýrra hugmynda.
Viðskiptaráðuneytið hvetur til þess í fréttatilkynningu frá því í gær að ég og þú, fyrirtæki og stofnanir sendi ráðuneytinu umsögn um drög að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Drögin segja þeir í samræmi við skýrslu nefndarinnar um íslenskt viðskiptaumhverfi.
Í drögunum koma m.a. fram hugmyndir stjórnvalda að binda í lög reglur um starfskjör stjórnenda. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart er hafður er huga frægur föstudagur í nóvember mánuði í fyrra. Þá var dagskipunin að út af bankabókum skyldu allar eignir landsmanna í Kaupþingi-Búnaðarbanka. Það voru nákvæmlega kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbankans, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti þá þegar yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði.
Í drögunum er m.a. lagt er til að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal varðandi kaupréttarsamninga, árangurstengdar greiðslur, hlunnindi, uppsagnarfrest og starfslokasamninga. Jafnframt er mælt með því að starfskjarastefnan verði leiðbeinandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefnunni og rökstyðja ástæður þess. Starfskjarastefnan sé rædd á aðalfundi ár hvert og skulu hluthafar upplýstir um stefnuna eða helstu atriði hennar, sem og áætlaðan kostnað vegna kaupréttaráætlana sem samþykkja skal á fundinum. Á aðalfundi skal stjórn einnig gera hluthöfum grein fyrir starfskjörum þeirra stjórnenda sem hún ræður.
En í sjálfu sér má spyrja hvort að ekki hefði verið nauðsynlegt að efna til samræðu um t.d. þennan þátt, þ.e. starfskjarastefnu, í frumvarpsdrögunum, við gerð skýrslunnar. Starfskjarastefna fyrir stjórnendur sem á að vera rædd á aðalfundi, árlega og vera leiðbeinandi, mun verða miðmið a.m.k. innan fyrirtækisins, ef ekki víðar, sbr. fámennið hér á landi. Hefðu t.d. landssamtök eins og Heimili og skóli ekki áhuga á því að koma að þessari umræðu, og hefði ekki verið þörf á því að hleypa öðrum slíkum aðilum að samræðunni er skýrslan var í vinnslu.
En okkur gefst þó nú tími til 5. október nk. að senda umsagnir um drögin að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Og er ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þeirri samræðu, hver veit nema að nýjar hugmyndir komi fram.
Í drögunum koma m.a. fram hugmyndir stjórnvalda að binda í lög reglur um starfskjör stjórnenda. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart er hafður er huga frægur föstudagur í nóvember mánuði í fyrra. Þá var dagskipunin að út af bankabókum skyldu allar eignir landsmanna í Kaupþingi-Búnaðarbanka. Það voru nákvæmlega kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbankans, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti þá þegar yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði.
Í drögunum er m.a. lagt er til að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal varðandi kaupréttarsamninga, árangurstengdar greiðslur, hlunnindi, uppsagnarfrest og starfslokasamninga. Jafnframt er mælt með því að starfskjarastefnan verði leiðbeinandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefnunni og rökstyðja ástæður þess. Starfskjarastefnan sé rædd á aðalfundi ár hvert og skulu hluthafar upplýstir um stefnuna eða helstu atriði hennar, sem og áætlaðan kostnað vegna kaupréttaráætlana sem samþykkja skal á fundinum. Á aðalfundi skal stjórn einnig gera hluthöfum grein fyrir starfskjörum þeirra stjórnenda sem hún ræður.
En í sjálfu sér má spyrja hvort að ekki hefði verið nauðsynlegt að efna til samræðu um t.d. þennan þátt, þ.e. starfskjarastefnu, í frumvarpsdrögunum, við gerð skýrslunnar. Starfskjarastefna fyrir stjórnendur sem á að vera rædd á aðalfundi, árlega og vera leiðbeinandi, mun verða miðmið a.m.k. innan fyrirtækisins, ef ekki víðar, sbr. fámennið hér á landi. Hefðu t.d. landssamtök eins og Heimili og skóli ekki áhuga á því að koma að þessari umræðu, og hefði ekki verið þörf á því að hleypa öðrum slíkum aðilum að samræðunni er skýrslan var í vinnslu.
En okkur gefst þó nú tími til 5. október nk. að senda umsagnir um drögin að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Og er ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þeirri samræðu, hver veit nema að nýjar hugmyndir komi fram.
þriðjudagur, september 14, 2004
Vatnajökulsþjóðgarður; 1. áfangi.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, undirritaði ásamt forsvarsmönnum Skaftárhrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, yfirlýsingu sl. sunnudag sem verður stækkun Skaftafellsþjóðgarðs. En ríkisstjórn Íslands hafði nýlega samþykkti tillögu Sivjar Friðleifsdóttur um að fyrsti áfangi í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Með þessari stækkun verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 km2 og nær til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæðisins. Áfangi þessi markar tímamót á alþjóðavísu, því hér er stærsti þjóðgarður í Evrópu að fæðast.
Framtíðarsýn ráðherrans er að Þjóðgarðurinn Vatnajökull (eða Vatnajökulsþjóðgarður) nái stranda á milli, allt frá Öxarfirði í norðri til sjávar í suðri þar sem jökulhettan sjálf væri hjartað eða kjarninn rétt sunnan við miðjuna. Slíkur þjóðgarður hefði þvílíka sérstöðu, sökum mikilla náttúruverðmæta, að hann færi auðveldlega inn á Heimsminjaskrá UNESCO og yrði einn mikilvægasti og stórfenglegasti þjóðgarður veraldar og tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar.
Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs og jafnframt verður unnið að verndun svæða norðan Vatnajökuls í samræmi við tillögur nefndar sem skilað var til ráðuneytisins í maí sl. um verndun svæðisins.
Þar er m.a. lagt til að flokkun verndarsvæðisins með hliðsjón af verndarmarkmiðum og landnýtingu verði ákveðin skv. alþjóðlegum skilgreiningum, þ.e. flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um vernduð svæði og hafa þegar verið unnin frumdrög að slíkri flokkun fyrir þjóðgarðssvæðið í heild.
Samhliða ákvörðun um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls þarf að ákveða lágmarksuppbyggingu aðstöðu á vegum þjóðgarðsins til þess að mæta umferð gesta um svæðið. Slík uppbygging er forsenda fyrir stofnun þjóðgarðsins. Áætlaður kostnaður við slíka uppbyggingu nemur um 600 milljónum króna. Áætlaður rekstrarkostnaður þjóðgarðs norðan Vatnajökuls er um 130 milljónir króna á ári.
Óháðir aðilar meta það svo að verði farið að tillögum um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og í þá uppbyggingu sem lagt er til megi gera ráð fyrir að lágmarki 1,5 - 2,0% aukningu ferðamanna hingað til lands. Þetta gæti svarað til hækkunar gjaldeyristekna um 1,2 - 1,5 milljarða króna á ári. Þar af mætti ætla að um 700 milljónir kæmu inn á svæðið í auknum tekjum árlega. Ennfremur er því spáð að ferðamönnum muni fjölga um 5% til viðbótar verði stofnaður Vatnajökulsþjóðgarður sem nái til alls jökulsins og svæða norðan og sunnan hans. Þetta gæti þýtt um 32 þúsund fleiri ferðamenn og viðbótargjaldeyristekjur upp á um 4 milljarða króna.
Framtíðarsýn ráðherrans er að Þjóðgarðurinn Vatnajökull (eða Vatnajökulsþjóðgarður) nái stranda á milli, allt frá Öxarfirði í norðri til sjávar í suðri þar sem jökulhettan sjálf væri hjartað eða kjarninn rétt sunnan við miðjuna. Slíkur þjóðgarður hefði þvílíka sérstöðu, sökum mikilla náttúruverðmæta, að hann færi auðveldlega inn á Heimsminjaskrá UNESCO og yrði einn mikilvægasti og stórfenglegasti þjóðgarður veraldar og tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar.
Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs og jafnframt verður unnið að verndun svæða norðan Vatnajökuls í samræmi við tillögur nefndar sem skilað var til ráðuneytisins í maí sl. um verndun svæðisins.
Þar er m.a. lagt til að flokkun verndarsvæðisins með hliðsjón af verndarmarkmiðum og landnýtingu verði ákveðin skv. alþjóðlegum skilgreiningum, þ.e. flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um vernduð svæði og hafa þegar verið unnin frumdrög að slíkri flokkun fyrir þjóðgarðssvæðið í heild.
Samhliða ákvörðun um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls þarf að ákveða lágmarksuppbyggingu aðstöðu á vegum þjóðgarðsins til þess að mæta umferð gesta um svæðið. Slík uppbygging er forsenda fyrir stofnun þjóðgarðsins. Áætlaður kostnaður við slíka uppbyggingu nemur um 600 milljónum króna. Áætlaður rekstrarkostnaður þjóðgarðs norðan Vatnajökuls er um 130 milljónir króna á ári.
Óháðir aðilar meta það svo að verði farið að tillögum um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og í þá uppbyggingu sem lagt er til megi gera ráð fyrir að lágmarki 1,5 - 2,0% aukningu ferðamanna hingað til lands. Þetta gæti svarað til hækkunar gjaldeyristekna um 1,2 - 1,5 milljarða króna á ári. Þar af mætti ætla að um 700 milljónir kæmu inn á svæðið í auknum tekjum árlega. Ennfremur er því spáð að ferðamönnum muni fjölga um 5% til viðbótar verði stofnaður Vatnajökulsþjóðgarður sem nái til alls jökulsins og svæða norðan og sunnan hans. Þetta gæti þýtt um 32 þúsund fleiri ferðamenn og viðbótargjaldeyristekjur upp á um 4 milljarða króna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)