fimmtudagur, júlí 22, 2004

Breiðu bökin.

Það stefnir allt í að skatturinn ætli sér að hafa stórar upphæðir af breiðu bökum þessa þjóðfélags nú um mánaðarmótin. Það liggur þá kristal klárt fyrir hvar þau er að finna, hjá sauðsvörtum almúganum, á meðan að Jón og Jóhannes geta haft hundruð milljónir af þjóðfélaginu. Þeir feðgar sæta að vísu einhverri rannsókn skattyfirvalda, en á meðan skal almúginn blæða.

Ef það þykir hentugt að kroppa í fé, einhversstaðar, þá skal keyra á það, enda augljós rök þar að baki, þ.e. hentugt!! Takist feðgum aftur á móti að koma fé undan, þá er óhentugt að sækja það, enda komið fyrir löngu út í hafsauga, úr augnsýn, þ.e. óhentugt að mati skattyfirvalda.

Það skal berja almennilega á almúganum, hann á ekki annað skilið.

Engin ummæli: