fimmtudagur, júlí 29, 2004

Hverjar munu verða lyktir málsins?

Það fór mjög mikilvæg fyrirspurn út í loftið rétt í þessu. Niðurstaðan mun skipta mig gríðarlega miklu máli. Hefur allt verið unnið fyrir gíg, eða verður uppskorið líkt og til hefur verið sáð. Það er spurningin.

Þetta að lokum: Alþingismenn, það er skylda ykkar, fjórða hvert ár, að vera við innsetningu forseta Íslands. Ykkur verður ekki ætlað neitt hlutverk, nema að vera til staðar, þ.e. sýna forsetaembættinu virðingu. Dagsetning embættistöku forseta hefur legið ljós fyrir frá því lög nr. 36 voru samþykkt á Alþingi 12. febrúar 1945.

Engin ummæli: