mánudagur, maí 30, 2005

Aðalfundur Skáksambands Íslands.

Það var ánægilegur dagur sem ég átti á aðalfundi Skáksambands Íslands s.l. laugardag. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var endurkjörin forseti sambandsins og verður mjög spennandi að fylgjast með áframhaldandi starfi hennar í þágu hreyfingarinnar.

En mér féllust hendur er ég las í reikningum Skáksambandsins að það hafi greitt Ríkisútvarpinu hálfa milljón króna til sýna frá skákmóti, þar sem m.a. Kasparov og Karpov voru þátttakendur. Er það virkilega svo að það þurfi að „múta“ RUV til að sýna frá slíkum viðburði? Mín fyrsta hugsun var, hvers vegna erum við með Ríkisútvarp? Og þurfa fleiri íþróttahreyfingar að greiða RUV fyrir að sýna frá stórmótum á þeirra vegum? Þarf Blaksambandið að greiða? Bridgesambandið? Glímusambandið? Eða Knattspyrnusambandið?

Ég legg til að Ríkisútvarpið verði selt starfsmönnum þess með góðum afslætti, þannig að þjóðin þurfi ekki lengur að þola áþján þessarar stofnunar á sínum herðum. „Þetta er orðið, gott!!“

Engin ummæli: