miðvikudagur, maí 25, 2005

Af framlögum til stjórnmálaflokkanna í Bretlandi.

Michael Brown var stórtækur er hann greiddi Frjálslindaflokknum kr. 300 milljónir í aðdraganda bresku þing kosninganna. Þessi ágæti maður býr í Palma á Majorca og er hann fjárfestir í City. Þetta er athyglisvert ef haft er í huga að maðurinn er aðeins 39 ára. Af öðrum má nefna að Greg Dyke fyrrum yfirmaður BBC gaf kr. 1,3 milljón.

Þessir aurar komu sér vel fyrir kosningabaráttu frjálslinda, s.s. vegna dagblaðs auglýsinga og veltiskilta í þeim kjördæmum þar sem mjótt var á munum.

Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu Electoral Commission og má þar sjá að Verkamannaflokkurinn fékk mest allra flokka í framlög eða kr. 1,14 milljarð og Íhaldsflokkurinn kr. 1 milljarð.

Engin ummæli: