mánudagur, desember 26, 2005

Á sjúkrahúsi yfir jól.

Einu sinni verður allt fyrst, það sannaðist rækilega yfir hátíðirnar, er undirritaður varð að dvelja tvær nætur á sjúkrarúmi. Ég hefði farið heim veikur í hádeginu á miðvikudag, en á föstudegi var ekki um annað að ræða en að koma sér á bráðamóttöku. Þar var gripið til viðeigandi ráðstafana og sýnt að ég yrði a.m.k. dvelja þar sólarhring.

Ekki náðist nægur bati á þessum tíma og varð ég því að dvelja eina nótt til. En með sýklagjöf og framúrskarandi hjúkrun tókst að ná mér sæmilegum. Núna liggur maður heima RÓLEGUR til að ná sér fullkomlega. Þá er um að gera að nýta tímann og lesa.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ!!

Engin ummæli: