miðvikudagur, maí 10, 2006

Yfirlýsing frá kosningastjóra

Það leiðinlega atvik átti sér stað í lok síðustu viku að ungur sjálfboðaliði á vegum framboðsins uggði ekki að sér og lagði jeppabifreið sem framboðið hefur á leigu í stæði merkt fötluðum. Þetta atvik er harmað og um leið beðist afsökunar á þessu. Slíkt á ekki að geta komið fyrir en því miður átti þetta sér stað og sjálfboðaliðinn er miður sín vegna þessa.

Þetta gerðist fyrir utan Rimaskóla í Grafarvogi þegar íbúasamtök hverfisins buðu frambjóðendum til kvöldfundar til að kynna stefnumál sín. Mikil rigning var þetta kvöld og því miður sá bílstjórinn ekki merkinguna en var með hugann við að komast eins nálægt skólanum og kostur var því hann átti að bera inn töluvert magn af vatni sem framsóknarmenn buðu gestum fundarins upp á.

Fundurinn tókst með ágætum og mættu um 140 manns til að hlýða á frambjóðendur. Hér er vert að koma á framfæri þakklæti til íbúasamtakanna en því miður bar þennan skugga á og er það von mín að með þessari yfirlýsingu átti menn sig á að hér var um óviljaverk að ræða.

Rúnar Hreinsson kosningastjóri

mánudagur, maí 08, 2006

Seðlaveskið í þvottavélinni!!

Snillingurinn, ég, fann seðlaveskið í þvottavélinni í morgun. Það fór í gegnum hugan hvort að maður gangi á öllum „fimm“ þessa dagana, eða hvort það hafi yfir höfuð einhvern tímann gerst?!

Sérvalið þvottaefni í Bónus, mýkingarefni frá Spar og Gvendarbrunnavatn tókst að leysa upp seðla, nótur og nafnspjöld. Kortin sluppu líklega og bókasafnskortið!

Að lokum. Leitið að dóti í vösum áður en fatnaður er settur í þvottavélina!! Það er hyggilegra.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Hjólað í vinnuna.

Siv startaði nýju átaki ÍSÍ í morgun - Hjólað í vinnuna. Maður fer einmitt núna að taka fram fákinn eftir vetrarhlé. Verður gaman að hjóla út á Nes í sumar enda frábær leið frá uppsveitum Kópavogs meðfram strandlengjunni út á Seltjarnarnes.

Framsóknarleiðtogar í framboði.

Leiðtogar í Mosfellsbæ, Marteinn Magnússon og Helga Jóhannesdóttir.


Leiðtogar í Reykjavík, Björn Ingi Hrafnsson og Óskar Bergsson.


Leiðtogar í Hafnarfirði, Sigurður Eyþórsson og Fjóla Halldórsdóttir.

föstudagur, apríl 21, 2006

exbé!


miðvikudagur, apríl 12, 2006

Hver er daman?


Hún er mjög þekkt, á yngri árum var hún ósigrandi í íþróttum og hefur gaman af skák!

föstudagur, mars 24, 2006

Hljómsveitin VESPRÉ.


Að ofan hljómsveitin VESPRÉ, hún kom sá og sigraði á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Poppheimurinn var ekki samur á eftir.

Þrátt fyrir vatnaskil þess tíma virðast sérfræðingar hafa haldið umfjöllun um sveitina í algjöru lágmarki.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Nýtt framsóknarfélag stofnað í borginni.

Nýtt Framsóknarfélag, Þjóðmálafélagið Akur, hefur verið stofnað í Reykjavík. Anna Kristindóttir hefur í fréttum látið hafa eftir sér að þessu nýja félagi sé ætlað að koma á öflugu félagsstarfi og sýna fram á að hægt sé að skiptast á skoðunum án þess að menn séu þá beinlínis í flokkadráttum sem gætu falið í sér að auka á deilur og tortryggni.

Þessu ber að fagna og hlakka ég til að fylgjast með framhaldinu.

En mig langar aðeins til að velta fyrir mér nafni þessa félags, Akur. Í orðabók Menningarsjóðs segir: 1 ræktað sáðland: kornakur, kartöfluakur; túnið er allt einn akur, þ.e. kafsprottið; afleidd eða huglæg merking er fara eins og logi yfir akur, þ.e. breiðast út mjög hratt (um frétt, farsótt o.fl.). 2 mergð, urmull.

Og nú er Akur orðið Þjóðmálafélag, það eru spennandi tímar framundan.

föstudagur, mars 17, 2006

Manntafl í rífandi stemmingu í Ráðhúsinu.

Á þriðjahundrað manns urðu vitni að rífandi stemmingu á hraðskákmóti Skáksambands Íslands í Ráðhúsinu í gær. Eftir að um annað hundruð skákmenn höfðu att kappi í fyrradag, var komið að úrslitaeinvígi Magnúsar Carlsen og Hannesar Hlífars Stefánssonar. Spennustigið var í hámarki í Tjarnarsalnum, eftirlæti margra, Magnús og einn af sonum Íslands Hannes Hlífar voru sestir við háborðið. Skákdómari tilkynnti að hefja skyldi taflið og áhorfendur þögnuðuð.

Úrslit urðu á þann veg að Magnús vann báðar skákirnar og því óumdeildur sigurvegari mótsins, sem hann var mjög vel kominn af. Hafði hann m.a. unnið heimsmeistarann í hraðskák, Viswanathan Anand. Eftir það einvígi var gaman að fylgjast með litlu systur Magnúsar, er hún sýndi með báðum þumalfingrum velþóknun sína á afreki stóra bróður og uppskar breitt bros hans. Þau taka greinilega þátt í þessu með honum af lífi og sál.

Þátttöku undirritaðs lauk fyrri dag keppninnar, hefði orðið að lenda 60 sætum ofar til að komast í 64-manna úrslit, þannig að maður var langt frá sínum villtustu draumum, enda sumir draumar varla raunhæfir!

Andstæðingur minn í 1. umferð komst þó nokkuð langt, enda minnir mig að hann sé fyrrum ólympíufari fyrir Íslands hönd, Jón Garðar Viðarsson. Í 64-manna úrslitum tefldi hann gegn Inna Gaponenko, stórmeistara kvenna, og vann 1½-½. Í 32-manna úrslitum tefldi hann gegn stórmeistaranum Pentala Harikrishna sá er 19 ára frá Indlandi og feikilegt efni í ofurstórmeistara. Það reyndist of hár veggur að klífa.

Mér á vinstri hönd einmitt í þessari 1. umferð var ung skákkona Turkan Mamedjarova frá Azerbaijan, fædd 1989 og er alþjóðlegur meistari kvenna. Hún komst í 32-manna úrslit og tefli þá gegn sterkustu skákkonu heims, Judit Polgar. En það reyndist henni um megn. Hafði Guðfríður Lilja, forseti Skáksambandsins, hent gaman af því að Judit hefði núna 2 heila, enda komin 5 mánuði á leið!

Mamedjarova þessi á eldri bróður, Shakhriyar Mamedyarov. Sá er núna í 15. sæti á Fide-listanum, fæddur árið 1985, eða sama ár og Kasparov varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Verður spennandi að fylgjast með þeim systkinunum. Í framhjáhlaupi má geta þess að ég horfði á Mamedyarov tefla gegn Nataf, frönskum stórmeistara, með aðeins 30 sekúndur gegn 4 mínútum Frakkans og vinna samt!!

Að lokum skal stjórn Skáksambandsins þökkuð frábær skemmtan.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Íslensk velmegun og kraftur eru öfundarefni nágrannaþjóða.

Viðbrögð Valgerðar Sverrisdóttur í fréttum í gær voru góð. Þar rakti hún að þeir hlutir sem hafi mjög mikil áhrif á efnahaginn hér og séu grundvallaratriðið væri mikil lántaka viðskiptabankanna og útlán, mikil sala á skuldabréfum í íslenskum krónum og sem sé komin yfir 200 milljarða og frá áramótum einhverjir 70 milljarðar.

Í Kastljósþætti í vikunni kom fram í máli Guðmundur Ólafssonar að það sem valdi mestu um þenslu hér heima, séu lántökur innlánsstofnana erlendis til að lána síðan til húsnæðiskaupa. Þetta væru orðnir um 250-300 milljarðar og því langsamlega stærsti faktorinn. Jafnframt sagði hann að innstreymi í hagkerfið vegna Kárahnjúka séu kannski 12–15 milljarðar á ári á móti hinu öllu.

Guðmundur sagði jafnframt atvinnuvegina ganga mjög vel og við ættum líka náttúruauðlindir sem við gætum nýtt áfram og því sé engin ástæða til þess að fara á límingunum þó einhverjir drengir úti í Bretlandi séu að skrifa einhverjar skrýtlur. Enda eins og Guðmundur sagði hreint út að þetta væru nú mikil jól hjá þeim hagfræðingunum núna. Hann væri búinn að hlusta á eina fimm í fjölmiðlum með öðru eyranu og þeir segðu nú svolítið sitt hvað.

Það er rétt hjá Valgerði að íslensk velmegun og kraftur eru öfundarefni nágrannaþjóða. Ungir Íslendingar sem eru að hasla sér völl á viðskiptasviðinu t.d. í Danmörku segja það blákalt að ungir Danir séu bara latir.

Annað. Halldór Ásgrímsson var í viðtali hjá BBC-WORLD SERVICE í gær. Ekki á hverjum degi sem íslenskur ráðamaður er þar í sviðsljósinu.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Skjálfandi.

Hér horfum við yfir Bakka, Héðinshöfði er tanginn fjær og Lundey fyrir miðri mynd ofarlega.


Héðinshöfði frá öðru sjónarhorni.

Horft yfir Skjálfanda að svokölluðum Víknafjöllum.

Kelduhverfi.

Tekið frá Skúlagarði í Kelduhverfi í átt að Vatnafjallgarði, oftast nefnt Tjörnes.


Lón í Öxarfirði, horfum í átt að Lónsósnum.


Horft yfir Kelduhverfið af útsýnispalli með góðum upplýsingaskiltum sem sjá má í forgrunni.

Öxnadalur.

Eyjafjörðurinn.


Eyjafjörðurinn alltaf glæsilegur.

Húnaver.


Alltaf gaman að mynda Húnaver, enda sérlega góðar minningar sem maður á þaðan.