fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Verðbólgan; efri mörkin rofin.

Hagstofan birti í morgun vísitölu neysluverðs fyrir febrúar. Mældist hún 239,7 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,5% og hefur því rofið efri mörk verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn þarf því að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess að efri mörkin voru rofin og leiðum til úrbóta.

Hvað gera bændur nú?


Engin ummæli: