fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Verst að fá heilablóðfall í febrúar.

Var að lesa frétt í Morgunblaðinu þar sem er greint frá niðurstöðum sænskrar rannsóknar, þar sem segir að „fólk sem fær heilablóðfall í febrúar er líklegra til þess að látast af völdum sjúkdómsins en þeir einstaklingar sem fá hann á öðrum tímum ársins“.

En þessu veldur að yfir vetrartímann, þegar hitastig er lágt, er blóðþrýstingur manna hærri og fólki því hættara við sýkingum. Þetta eru mögulegir skýringarþættir þegar kemur að því að skýra hvers vegna fleiri látast af völdum heilablóðfalls yfir vetrartímann, segir í fréttinni.

Engin ummæli: