þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Laus farmur án yfirbreiðslu bannaður.


Nýjustu fréttir eru að frestur er vörubifreiðastjórum var gefin, sem flytja lausan farm án yfirbreiðslu, er liðinn. Nú ætlar lögreglan einmitt að fara í átaksverkefni til að framfylgja ákvæði laga um yfirbreiðslu á lausum farmi.

Mín reynsla er sú að er þessir vörubílar koma t.d. úr námunum við Þrengslin eða námunum fyrir neðan Litlu Kaffistofuna, er minn Skoda-Auto sandblásin eftir að hafa mætt þessu vörubílum. Og en þá verra er að lenda fyrir aftan slíkan bíl á leið til borgarinnar að austan. Sumarhúsa ferðir hjá manni breytast í hreina martröð, er maður grætur yfir skemmdu lakki og kvíða yfir því að þurfa að fara til baka aftur og upplifa þessi ósköp.

En hyggjuvit mitt segir að þessi landlægi ósiður að taka kæruleysislega á slíkum málum verði niðurstaðan. Hver man ekki bílum með fiskislorið lekandi niður af pöllunum, sú upplifun þykir ekki par fín á vegum úti í dag, en tíðkaðist alltof lengi þrátt fyrir reglur er bönnuðu þann ósóma. Er því vonandi að sandblástur bíla heyri brátt sögunni til, þó nokkur ár taki að koma öllum í skilning um það.

Engin ummæli: