föstudagur, nóvember 18, 2005

RÚV og þjóðfélagsumræðan.


Líkt og sjá má á myndinni þá hafði RÚV mikinn viðbúnað vegna miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í Kópavogi um síðustu helgi. Bein útsending frá staðnum í fréttatíma stöðvarinnar og að ég held sanngjörn umfjöllun af ræðu forsætisráðherra. Ber að þakka þetta og að halda upp kyndli óháðs vettvangs þjóðfélagsumræðu. Aðrar stöðvar eiga það ekki skilið.

Síðan var RÚV með fréttamann á staðnum er fyrstu tölur voru birtar í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi, á laugardagskvöldinu, þar voru engir aðrir utan einn ljósmyndari frá Fréttablaðinu.

365 fjölmiðlar.
Ekki veit ég hvort að maður eigi að fagna eða gráta yfir nýrri fréttastöð 365. Hef enga trú á þessu fyrirtæki fyrir það fyrsta og síðan stýra fyrirtækinu fjárglæframenn sem eiga ekkert skilið nema skömm samborgara sinna og illa innrættir blaðamenn sem eru fengnir til að stýra þessu feigðarflani. Verði þeim að góðu.

Engin ummæli: