Farin að huga að haustverkunum á sveitasetrinu, fór í undirbúningsferð í dag. En tvær næstu helgar munu væntanlega verða gjörnýttar. En síðan verður sjálfsagt skotist nokkrum sinnum austur, svona til að fylgjast með að allt sé í lagi.
Haustið er líka undursamlegur tími. Hjá bændum í sauðfjárræktinni fer mikill tími í hrútasýningar, lambaskoðanir og að lokum myndasýningar þar sem bestu veturgömlu hrútarnir eru verðlaunaðir. Allt svo sem ósköp venjuleg haustverk til sveita.
sunnudagur, september 26, 2004
miðvikudagur, september 22, 2004
Samræðustjórnmál, upphaf nýrra hugmynda.
Viðskiptaráðuneytið hvetur til þess í fréttatilkynningu frá því í gær að ég og þú, fyrirtæki og stofnanir sendi ráðuneytinu umsögn um drög að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Drögin segja þeir í samræmi við skýrslu nefndarinnar um íslenskt viðskiptaumhverfi.
Í drögunum koma m.a. fram hugmyndir stjórnvalda að binda í lög reglur um starfskjör stjórnenda. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart er hafður er huga frægur föstudagur í nóvember mánuði í fyrra. Þá var dagskipunin að út af bankabókum skyldu allar eignir landsmanna í Kaupþingi-Búnaðarbanka. Það voru nákvæmlega kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbankans, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti þá þegar yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði.
Í drögunum er m.a. lagt er til að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal varðandi kaupréttarsamninga, árangurstengdar greiðslur, hlunnindi, uppsagnarfrest og starfslokasamninga. Jafnframt er mælt með því að starfskjarastefnan verði leiðbeinandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefnunni og rökstyðja ástæður þess. Starfskjarastefnan sé rædd á aðalfundi ár hvert og skulu hluthafar upplýstir um stefnuna eða helstu atriði hennar, sem og áætlaðan kostnað vegna kaupréttaráætlana sem samþykkja skal á fundinum. Á aðalfundi skal stjórn einnig gera hluthöfum grein fyrir starfskjörum þeirra stjórnenda sem hún ræður.
En í sjálfu sér má spyrja hvort að ekki hefði verið nauðsynlegt að efna til samræðu um t.d. þennan þátt, þ.e. starfskjarastefnu, í frumvarpsdrögunum, við gerð skýrslunnar. Starfskjarastefna fyrir stjórnendur sem á að vera rædd á aðalfundi, árlega og vera leiðbeinandi, mun verða miðmið a.m.k. innan fyrirtækisins, ef ekki víðar, sbr. fámennið hér á landi. Hefðu t.d. landssamtök eins og Heimili og skóli ekki áhuga á því að koma að þessari umræðu, og hefði ekki verið þörf á því að hleypa öðrum slíkum aðilum að samræðunni er skýrslan var í vinnslu.
En okkur gefst þó nú tími til 5. október nk. að senda umsagnir um drögin að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Og er ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þeirri samræðu, hver veit nema að nýjar hugmyndir komi fram.
Í drögunum koma m.a. fram hugmyndir stjórnvalda að binda í lög reglur um starfskjör stjórnenda. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart er hafður er huga frægur föstudagur í nóvember mánuði í fyrra. Þá var dagskipunin að út af bankabókum skyldu allar eignir landsmanna í Kaupþingi-Búnaðarbanka. Það voru nákvæmlega kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbankans, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti þá þegar yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði.
Í drögunum er m.a. lagt er til að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal varðandi kaupréttarsamninga, árangurstengdar greiðslur, hlunnindi, uppsagnarfrest og starfslokasamninga. Jafnframt er mælt með því að starfskjarastefnan verði leiðbeinandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefnunni og rökstyðja ástæður þess. Starfskjarastefnan sé rædd á aðalfundi ár hvert og skulu hluthafar upplýstir um stefnuna eða helstu atriði hennar, sem og áætlaðan kostnað vegna kaupréttaráætlana sem samþykkja skal á fundinum. Á aðalfundi skal stjórn einnig gera hluthöfum grein fyrir starfskjörum þeirra stjórnenda sem hún ræður.
En í sjálfu sér má spyrja hvort að ekki hefði verið nauðsynlegt að efna til samræðu um t.d. þennan þátt, þ.e. starfskjarastefnu, í frumvarpsdrögunum, við gerð skýrslunnar. Starfskjarastefna fyrir stjórnendur sem á að vera rædd á aðalfundi, árlega og vera leiðbeinandi, mun verða miðmið a.m.k. innan fyrirtækisins, ef ekki víðar, sbr. fámennið hér á landi. Hefðu t.d. landssamtök eins og Heimili og skóli ekki áhuga á því að koma að þessari umræðu, og hefði ekki verið þörf á því að hleypa öðrum slíkum aðilum að samræðunni er skýrslan var í vinnslu.
En okkur gefst þó nú tími til 5. október nk. að senda umsagnir um drögin að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Og er ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þeirri samræðu, hver veit nema að nýjar hugmyndir komi fram.
þriðjudagur, september 14, 2004
Vatnajökulsþjóðgarður; 1. áfangi.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, undirritaði ásamt forsvarsmönnum Skaftárhrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, yfirlýsingu sl. sunnudag sem verður stækkun Skaftafellsþjóðgarðs. En ríkisstjórn Íslands hafði nýlega samþykkti tillögu Sivjar Friðleifsdóttur um að fyrsti áfangi í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Með þessari stækkun verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 km2 og nær til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæðisins. Áfangi þessi markar tímamót á alþjóðavísu, því hér er stærsti þjóðgarður í Evrópu að fæðast.
Framtíðarsýn ráðherrans er að Þjóðgarðurinn Vatnajökull (eða Vatnajökulsþjóðgarður) nái stranda á milli, allt frá Öxarfirði í norðri til sjávar í suðri þar sem jökulhettan sjálf væri hjartað eða kjarninn rétt sunnan við miðjuna. Slíkur þjóðgarður hefði þvílíka sérstöðu, sökum mikilla náttúruverðmæta, að hann færi auðveldlega inn á Heimsminjaskrá UNESCO og yrði einn mikilvægasti og stórfenglegasti þjóðgarður veraldar og tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar.
Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs og jafnframt verður unnið að verndun svæða norðan Vatnajökuls í samræmi við tillögur nefndar sem skilað var til ráðuneytisins í maí sl. um verndun svæðisins.
Þar er m.a. lagt til að flokkun verndarsvæðisins með hliðsjón af verndarmarkmiðum og landnýtingu verði ákveðin skv. alþjóðlegum skilgreiningum, þ.e. flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um vernduð svæði og hafa þegar verið unnin frumdrög að slíkri flokkun fyrir þjóðgarðssvæðið í heild.
Samhliða ákvörðun um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls þarf að ákveða lágmarksuppbyggingu aðstöðu á vegum þjóðgarðsins til þess að mæta umferð gesta um svæðið. Slík uppbygging er forsenda fyrir stofnun þjóðgarðsins. Áætlaður kostnaður við slíka uppbyggingu nemur um 600 milljónum króna. Áætlaður rekstrarkostnaður þjóðgarðs norðan Vatnajökuls er um 130 milljónir króna á ári.
Óháðir aðilar meta það svo að verði farið að tillögum um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og í þá uppbyggingu sem lagt er til megi gera ráð fyrir að lágmarki 1,5 - 2,0% aukningu ferðamanna hingað til lands. Þetta gæti svarað til hækkunar gjaldeyristekna um 1,2 - 1,5 milljarða króna á ári. Þar af mætti ætla að um 700 milljónir kæmu inn á svæðið í auknum tekjum árlega. Ennfremur er því spáð að ferðamönnum muni fjölga um 5% til viðbótar verði stofnaður Vatnajökulsþjóðgarður sem nái til alls jökulsins og svæða norðan og sunnan hans. Þetta gæti þýtt um 32 þúsund fleiri ferðamenn og viðbótargjaldeyristekjur upp á um 4 milljarða króna.
Framtíðarsýn ráðherrans er að Þjóðgarðurinn Vatnajökull (eða Vatnajökulsþjóðgarður) nái stranda á milli, allt frá Öxarfirði í norðri til sjávar í suðri þar sem jökulhettan sjálf væri hjartað eða kjarninn rétt sunnan við miðjuna. Slíkur þjóðgarður hefði þvílíka sérstöðu, sökum mikilla náttúruverðmæta, að hann færi auðveldlega inn á Heimsminjaskrá UNESCO og yrði einn mikilvægasti og stórfenglegasti þjóðgarður veraldar og tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar.
Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs og jafnframt verður unnið að verndun svæða norðan Vatnajökuls í samræmi við tillögur nefndar sem skilað var til ráðuneytisins í maí sl. um verndun svæðisins.
Þar er m.a. lagt til að flokkun verndarsvæðisins með hliðsjón af verndarmarkmiðum og landnýtingu verði ákveðin skv. alþjóðlegum skilgreiningum, þ.e. flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um vernduð svæði og hafa þegar verið unnin frumdrög að slíkri flokkun fyrir þjóðgarðssvæðið í heild.
Samhliða ákvörðun um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls þarf að ákveða lágmarksuppbyggingu aðstöðu á vegum þjóðgarðsins til þess að mæta umferð gesta um svæðið. Slík uppbygging er forsenda fyrir stofnun þjóðgarðsins. Áætlaður kostnaður við slíka uppbyggingu nemur um 600 milljónum króna. Áætlaður rekstrarkostnaður þjóðgarðs norðan Vatnajökuls er um 130 milljónir króna á ári.
Óháðir aðilar meta það svo að verði farið að tillögum um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og í þá uppbyggingu sem lagt er til megi gera ráð fyrir að lágmarki 1,5 - 2,0% aukningu ferðamanna hingað til lands. Þetta gæti svarað til hækkunar gjaldeyristekna um 1,2 - 1,5 milljarða króna á ári. Þar af mætti ætla að um 700 milljónir kæmu inn á svæðið í auknum tekjum árlega. Ennfremur er því spáð að ferðamönnum muni fjölga um 5% til viðbótar verði stofnaður Vatnajökulsþjóðgarður sem nái til alls jökulsins og svæða norðan og sunnan hans. Þetta gæti þýtt um 32 þúsund fleiri ferðamenn og viðbótargjaldeyristekjur upp á um 4 milljarða króna.
mánudagur, ágúst 16, 2004
Á grænu ljósi, allstaðar.
Átti mjög ánægilegan laugardag í sumarferð framsóknarmanna um Hvalfjörð, Borgarfjörð, Reykholt, Húsafell, Barnafossa, Kaldadal, Þingvelli og loks Nesjavelli. Var mér sérstaklega komið á óvart með merkri sögu er Hvalfjörður hefur að geyma. Hef ég í raun aldrei leitt hugann að því að eitt sinn hafi allt að 30.000 manns búið í Hvalfirði á sama tíma. Forvitnilegt, ekki satt!!
90% lánin.
Það er ágætt yfirlit yfir úrskurð eftirlitsstofnunar EFTA(ESA) í fasteignablaði Morgunblaðsins í morgun. En úrskurður ESA gengur út á að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs brjóti ekki geng ákvæðum EES-samningsins og að hækkun hámarkslánhlutfalls í allt að 90% er innan ramma samningsins.
Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa kvartað yfir starfsskilyrðum Íbúðalánasjóðs til ESA, sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag íbúðalána Íbúðalánasjóðs feli í sér almannaþjónustu sem sé heimil samkvæmt ákvæðum EES-samningsins. Þessari staðreynd er vert að halda til haga í áframhaldandi árásum forsvarsmanna þessara samtaka.
Áformað er að leggja drög að frumvarpi til laga um hækkun í 90% fyrir ríkistjórn í næstu vikum, er yrði síðan lagt fram á Alþingi í byrjun október.
90% lánin.
Það er ágætt yfirlit yfir úrskurð eftirlitsstofnunar EFTA(ESA) í fasteignablaði Morgunblaðsins í morgun. En úrskurður ESA gengur út á að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs brjóti ekki geng ákvæðum EES-samningsins og að hækkun hámarkslánhlutfalls í allt að 90% er innan ramma samningsins.
Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa kvartað yfir starfsskilyrðum Íbúðalánasjóðs til ESA, sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag íbúðalána Íbúðalánasjóðs feli í sér almannaþjónustu sem sé heimil samkvæmt ákvæðum EES-samningsins. Þessari staðreynd er vert að halda til haga í áframhaldandi árásum forsvarsmanna þessara samtaka.
Áformað er að leggja drög að frumvarpi til laga um hækkun í 90% fyrir ríkistjórn í næstu vikum, er yrði síðan lagt fram á Alþingi í byrjun október.
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Veðrið og verðið!!
Undirritaður hefur notið gríðarlegra forréttinda að eigin mati síðustu dag. En að geta skroppið austur yfir fjall í sveitasetrið, flatmagað á veröndinni, með drykk, í svona líka ofboðslega góðu veðri.
Ætla mér í sumarferð á laugardag, heilsdagsferð um Hvalfjörð, Borgarfjörð, Kaldadal og Þingvelli. Framsóknartengd sumarferð, sbr. hugtakið menningartengd ferðaþjónusta, og um þar næstu helgi er spurning um að vera við Lagarfljót, síðsumarsmót framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Gaman af þessu.
Olíuverð var áfram hátt á heimsmarkaði í morgun samkvæmt fréttum. Brent Norðursjávarolíu var 41,82 dalir tunnan þegar opnað var fyrir viðskipti á markaði í Lundúnum og hefur olíuverð aldrei verið hærra. Í gær var verðið í Lundúnum 41,57 dalir tunnan. Í New York lækkaði verð um 6 sent tunnan í rafrænum viðskiptum í morgun og var 44,74 dalir en verðið komst í 45,04 dali á þriðjudag. Þess ber að geta að verðið á lítranum á Selfossi er um 103 kr., fullyrði að finnist ekki lægra verð á öðru byggðu bóli hér á landinu í dag.
Ætla mér í sumarferð á laugardag, heilsdagsferð um Hvalfjörð, Borgarfjörð, Kaldadal og Þingvelli. Framsóknartengd sumarferð, sbr. hugtakið menningartengd ferðaþjónusta, og um þar næstu helgi er spurning um að vera við Lagarfljót, síðsumarsmót framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Gaman af þessu.
Olíuverð var áfram hátt á heimsmarkaði í morgun samkvæmt fréttum. Brent Norðursjávarolíu var 41,82 dalir tunnan þegar opnað var fyrir viðskipti á markaði í Lundúnum og hefur olíuverð aldrei verið hærra. Í gær var verðið í Lundúnum 41,57 dalir tunnan. Í New York lækkaði verð um 6 sent tunnan í rafrænum viðskiptum í morgun og var 44,74 dalir en verðið komst í 45,04 dali á þriðjudag. Þess ber að geta að verðið á lítranum á Selfossi er um 103 kr., fullyrði að finnist ekki lægra verð á öðru byggðu bóli hér á landinu í dag.
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Sumarið er komið, aftur!!
Það er ekki nokkur spurning, vinnutímaskyldunni verður eingöngu skilað í dag, ekki klukkustund meir. Það verður brunað austur að sveitasetrinu og slakað á í dýrlegu veðri, væntanlega, má ekki bregðast er líður á daginn.
Siv, afmælisbarn dagsins, mætti með köku á skrifstofuna og vil ég færa henni mínar bestu þakkir. Gaman af þessu.
Siv, afmælisbarn dagsins, mætti með köku á skrifstofuna og vil ég færa henni mínar bestu þakkir. Gaman af þessu.
föstudagur, ágúst 06, 2004
Hvað mun sjóða í pottunum?
Verð að mæta í pottakynningu í kvöld!! Það verður víst eldaður mjög góður matur og því ástæðulaust að láta sig vanta. Enda valmöguleikar fáir er það vantar eldabuskuna heima hjá mér. Áhugasamir lesendur síðunnar eru beðnir um láta vita af áhuga sínum á að taka þátt, það vantar tilfinnanlega fleiri með.
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Fimleikafélag Hafnarfjarðar á sigurbraut.
FH-ingar unnu öruggan sigur á Íslandsmeisturum KR, 3-1, í Vesturbænum, í gær, í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Það er ekkert annað en gaman af þessu. KR þurfa ekkert lengur að velta fyrir sér einhverjum undirbúningi gegn FH-ingum, þar mæta þeir einfaldlega ofjörlum sínum. En samt KR-ingar, KOMA SVO!!
FH-ingar eru efstir í deildinni, eiga heimaleik gegn Víkingum á sunnudag og viku síðar ÍBV í Vestmannaeyjum. Góð úrslit í þessum leikjum skipta máli, t.d. yrðu 4 stig í lagi, í samræmi við niðurstöðuna úr fyrrihelming Íslandsmótsins.
Það yrði nú ofsalega gaman að taka þetta tvöfalt í sumar, taka Íslandsmeistara-dolluna, í fyrsta sinn og bikarinn einnig.
FH-ingar eru efstir í deildinni, eiga heimaleik gegn Víkingum á sunnudag og viku síðar ÍBV í Vestmannaeyjum. Góð úrslit í þessum leikjum skipta máli, t.d. yrðu 4 stig í lagi, í samræmi við niðurstöðuna úr fyrrihelming Íslandsmótsins.
Það yrði nú ofsalega gaman að taka þetta tvöfalt í sumar, taka Íslandsmeistara-dolluna, í fyrsta sinn og bikarinn einnig.
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Skattar.
Heildarfjöldi framteljenda við álagningu árið 2004 var 229.665 og hafði þeim fjölgað um 1,4% frá fyrra ári. Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 129,2 milljörðum króna og hækkar um 6,3% frá fyrra ári.
Tekjuskattar til ríkissjóðs, þ.e. almennur tekjuskattur, sérstakur tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur, nema alls 66,2 milljörðum króna og hækka um 7,5% milli ára.
Almennan tekjuskatt greiða 65% framteljenda, eða liðlega 148 þúsund einstaklingar og fjölgaði þeim um 3,8% milli ára. Þeir greiða samtals 58,4 milljarða í almennan tekjuskatt og hefur skattgreiðsla á hvern gjaldanda vaxið um 1,9% milli ára. Meðalskatthlutfall er 12% að teknu tilliti til persónuafsláttar og er nær óbreytt milli ára.
Sérstakan tekjuskatt (hátekjuskatt) greiða 14.896 gjaldendur. Álagður sérstakur tekjuskattur nemur samtals 1.358 m. kr. samanborið við 1.773 m.kr. árið 2003. Um er að ræða lækkun milli ára enda var skatturinn lækkaður úr 7% í 5% af tekjum umfram viðmiðunarmörk.
Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 6,4 milljörðum króna og hækkar um meira en 40% milli ára. Skýringa þessarar hækkunar er að leita í auknum arðgreiðslum og söluhagnaði hlutabréfa, meðal annars af erlendum hlutabréfum, en skattskyldur arður af þeim nær tvöfaldast milli ára. Þá fjölgar gjaldendum hans á ný, eða um liðlega 3% og eru þeir nú nær 77 þúsund.
Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 63 milljörðum króna og hækkar um 5,1% milli ára. Gjaldendur útsvars eru 221.814, eða nær 97% allra á grunnskrá framteljenda. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um 3,4% milli ára. Meðalútsvar á tekjur síðasta árs nemur 13%.
Gjaldstofn tekjuskatts og útsvars nam 483,3 milljörðum króna og hafði vaxið um 4,8% frá fyrra ári. Framteljendum með tekjur fjölgaði um 1,3% milli ára og því hækkaði gjaldstofninn að meðaltali um 3,5% á mann. Til samanburðar hækkaði launavísitalan um 5,6% milli 2002 og 2003. Skýringa á því að framtaldar tekjur á framteljanda hækka minna en launavísitala er m.a. að leita í styttri vinnutíma, minni atvinnuþátttöku en jafnframt meira atvinnuleysi en var árið áður.
Framteljendum sem skattyfirvöld þurfa að áætla tekjur á fækkar um 13% milli ára. Enn þarf þó að áætla tekjur rúmlega 10 þúsund framteljenda.
Framtaldar eignir heimilanna námu 1.669 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 11,6% frá fyrra ári. Fasteignir eru 70% af eignum og verðmæti þeirra hafði aukist um 13,3% milli ára en eigendum fasteigna fjölgaði um 2,7%. Þeim sem telja fram skuldir vegna íbúðarkaupa fjölgaði enn meira eða um 3,6%. Skuldir heimilanna námu alls 656,8 milljörðum króna í árslok 2003 og höfðu þær vaxið um 12% frá fyrra ári. Skuldir vegna íbúðarkaupa nema ? af heildarskuldum. Álagður eignarskattur nemur 2,2 milljörðum króna og hækkar um 20% milli ára, en þá hækkun má einkum rekja til hækkandi fasteignaverðs. Gjaldendum eignarskatts fjölgar um 6,6%.
Barnabætur nema 5,1 milljarði króna og aukast um 2,6% milli ára. Þeim sem þeirra njóta fjölgar um 0,5%. Vaxtabætur nema 5,2 milljörðum og lækka um 3,7%. Vaxtabætur voru lækkaðar um 10% milli ára en framteljendum sem þeirra njóta fjölgar um 3,1% og eru þeir nær 58 þúsund. Af úthlutuðum vaxta- og barnabótum koma um 5 milljarðar til útborgunar nú um mánaðarmótin eftir skuldajöfnum á móti ógreiddum sköttum. Til viðbótar verður greidd út ofgreidd staðgreiðsla af tekjum síðasta árs, samtals 2,4 milljarðar króna. (Heimild: Fjármálaráðuneytið.)
Tekjuskattar til ríkissjóðs, þ.e. almennur tekjuskattur, sérstakur tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur, nema alls 66,2 milljörðum króna og hækka um 7,5% milli ára.
Almennan tekjuskatt greiða 65% framteljenda, eða liðlega 148 þúsund einstaklingar og fjölgaði þeim um 3,8% milli ára. Þeir greiða samtals 58,4 milljarða í almennan tekjuskatt og hefur skattgreiðsla á hvern gjaldanda vaxið um 1,9% milli ára. Meðalskatthlutfall er 12% að teknu tilliti til persónuafsláttar og er nær óbreytt milli ára.
Sérstakan tekjuskatt (hátekjuskatt) greiða 14.896 gjaldendur. Álagður sérstakur tekjuskattur nemur samtals 1.358 m. kr. samanborið við 1.773 m.kr. árið 2003. Um er að ræða lækkun milli ára enda var skatturinn lækkaður úr 7% í 5% af tekjum umfram viðmiðunarmörk.
Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 6,4 milljörðum króna og hækkar um meira en 40% milli ára. Skýringa þessarar hækkunar er að leita í auknum arðgreiðslum og söluhagnaði hlutabréfa, meðal annars af erlendum hlutabréfum, en skattskyldur arður af þeim nær tvöfaldast milli ára. Þá fjölgar gjaldendum hans á ný, eða um liðlega 3% og eru þeir nú nær 77 þúsund.
Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 63 milljörðum króna og hækkar um 5,1% milli ára. Gjaldendur útsvars eru 221.814, eða nær 97% allra á grunnskrá framteljenda. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um 3,4% milli ára. Meðalútsvar á tekjur síðasta árs nemur 13%.
Gjaldstofn tekjuskatts og útsvars nam 483,3 milljörðum króna og hafði vaxið um 4,8% frá fyrra ári. Framteljendum með tekjur fjölgaði um 1,3% milli ára og því hækkaði gjaldstofninn að meðaltali um 3,5% á mann. Til samanburðar hækkaði launavísitalan um 5,6% milli 2002 og 2003. Skýringa á því að framtaldar tekjur á framteljanda hækka minna en launavísitala er m.a. að leita í styttri vinnutíma, minni atvinnuþátttöku en jafnframt meira atvinnuleysi en var árið áður.
Framteljendum sem skattyfirvöld þurfa að áætla tekjur á fækkar um 13% milli ára. Enn þarf þó að áætla tekjur rúmlega 10 þúsund framteljenda.
Framtaldar eignir heimilanna námu 1.669 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 11,6% frá fyrra ári. Fasteignir eru 70% af eignum og verðmæti þeirra hafði aukist um 13,3% milli ára en eigendum fasteigna fjölgaði um 2,7%. Þeim sem telja fram skuldir vegna íbúðarkaupa fjölgaði enn meira eða um 3,6%. Skuldir heimilanna námu alls 656,8 milljörðum króna í árslok 2003 og höfðu þær vaxið um 12% frá fyrra ári. Skuldir vegna íbúðarkaupa nema ? af heildarskuldum. Álagður eignarskattur nemur 2,2 milljörðum króna og hækkar um 20% milli ára, en þá hækkun má einkum rekja til hækkandi fasteignaverðs. Gjaldendum eignarskatts fjölgar um 6,6%.
Barnabætur nema 5,1 milljarði króna og aukast um 2,6% milli ára. Þeim sem þeirra njóta fjölgar um 0,5%. Vaxtabætur nema 5,2 milljörðum og lækka um 3,7%. Vaxtabætur voru lækkaðar um 10% milli ára en framteljendum sem þeirra njóta fjölgar um 3,1% og eru þeir nær 58 þúsund. Af úthlutuðum vaxta- og barnabótum koma um 5 milljarðar til útborgunar nú um mánaðarmótin eftir skuldajöfnum á móti ógreiddum sköttum. Til viðbótar verður greidd út ofgreidd staðgreiðsla af tekjum síðasta árs, samtals 2,4 milljarðar króna. (Heimild: Fjármálaráðuneytið.)
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Góð helgi á sveitasetrinu.
Þá er enn ein verslunarmannahelgin liðin og að því er virðist stóráfallalaust, utan hræðilegt bílslys fyrir austan fjall í gærdag. Það verður að teljast ótvírætt að áróðurinn sem var rekin viknuna fyrir helgina skilaði miklum árangri.
Undirritaður varði mestum tíma á sveitasetrinu, en tíma var jafnframt varið í nokkra reiðtúra um nálægðarsveitir í Sunnlendingafjórðungi.
Undirritaður varði mestum tíma á sveitasetrinu, en tíma var jafnframt varið í nokkra reiðtúra um nálægðarsveitir í Sunnlendingafjórðungi.
fimmtudagur, júlí 29, 2004
Hverjar munu verða lyktir málsins?
Það fór mjög mikilvæg fyrirspurn út í loftið rétt í þessu. Niðurstaðan mun skipta mig gríðarlega miklu máli. Hefur allt verið unnið fyrir gíg, eða verður uppskorið líkt og til hefur verið sáð. Það er spurningin.
Þetta að lokum: Alþingismenn, það er skylda ykkar, fjórða hvert ár, að vera við innsetningu forseta Íslands. Ykkur verður ekki ætlað neitt hlutverk, nema að vera til staðar, þ.e. sýna forsetaembættinu virðingu. Dagsetning embættistöku forseta hefur legið ljós fyrir frá því lög nr. 36 voru samþykkt á Alþingi 12. febrúar 1945.
Þetta að lokum: Alþingismenn, það er skylda ykkar, fjórða hvert ár, að vera við innsetningu forseta Íslands. Ykkur verður ekki ætlað neitt hlutverk, nema að vera til staðar, þ.e. sýna forsetaembættinu virðingu. Dagsetning embættistöku forseta hefur legið ljós fyrir frá því lög nr. 36 voru samþykkt á Alþingi 12. febrúar 1945.
miðvikudagur, júlí 28, 2004
"That's the formula for victory."
Var að fá bréf frá fyrrum forseta Bandaríkjanna, honum Bill, en við erum að vinna að því í sameiningu að koma Kerry í forsetaembættið. Það eru nokkur ljón á veginum en við Bill erum sammála um að þetta séu einhverjar mikilvægustu kosningar sem haldnar hafa verið. Bréfið fer hér á eftir, örlítið stytt:
Dear Einar,Í ljósi þess að í Flórída megi búast við því að meira en 40.000 atkvæði muni amk. verða gerð ógild af yfirvöldum getur frasinn „Keep on Rockin' in the Free World“ varla átt betur við en í baráttunni sem framundan er.
This is the biggest week of John Kerry's political life. I know a little something about the remarkable experience he's going through. I know what it's like to step up to that microphone and accept the honor and responsibility of representing so many people's hopes and aspirations in a vitally important presidential election.
I even know what it's like to be asked to lead our Party into a campaign against an incumbent president. And, most important of all, I know what it's like to have people like you to count on.
This is the moment that you and I tell John Kerry, "You may step up to that microphone alone on Thursday night. But, you'll leave Boston knowing that you can count us in every step of the way. And, together, we're going to pull through to victory on November 2nd."
This campaign is about matching the strength of our candidates with our own willingness to act. That's the formula for victory. So, whatever you do, don't just watch the Convention this week. Take action to help John Kerry, John Edwards and other Democratic candidates carry our values and our ideals into one of the most critical elections ever.
Sincerely,
Bill Clinton
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Að baka sér vandræði.
Hvað sumir geta komið sér í mikil vandræði. En slúðurblöðunum í Bretlandi er auðvitað ekkert heilagt í blaðamennskunni, en að 18 ára drengur hafi átt „long-time girlfriend,“ er það nú ekki full mikið í lagt. En svona hljóðar fréttin:
Fyrir okkur Everton-aðdáendur eru þetta auðvitað hræðilegar fréttir, héðan í frá mun líklega ekkert koma í veg fyrir það hann hverfi frá félaginu.
Wayne Rooney has apparently been dumped by his long-time girlfriend, Coleen McLoughlin.
The rising English star confessed to his now ex-girlfriend that he had spent a night with a prostitute, Charlotte Glover, in December 2002. This angered Charlotte who had no hesitation in dumping her superstar boyfriend.
So after Sven Goran Eriksson's latest affair, the English squad is hit with yet another scandal. This story was also anticipated by the English tabloid, 'Sunday Mirror' which carried out an interview with Glover last Sunday, who recalled the night of passion with the young forward.
Some weeks ago, the 18-year-old English forward had to endure a 240 sterling three-hour operation to have an enormous celtic cross with the name of his girlfriend, Coleen, tattoed on his arm.
Next time he will think twice before putting a tattoo of a girl on his body!
Fyrir okkur Everton-aðdáendur eru þetta auðvitað hræðilegar fréttir, héðan í frá mun líklega ekkert koma í veg fyrir það hann hverfi frá félaginu.
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Breiðu bökin.
Það stefnir allt í að skatturinn ætli sér að hafa stórar upphæðir af breiðu bökum þessa þjóðfélags nú um mánaðarmótin. Það liggur þá kristal klárt fyrir hvar þau er að finna, hjá sauðsvörtum almúganum, á meðan að Jón og Jóhannes geta haft hundruð milljónir af þjóðfélaginu. Þeir feðgar sæta að vísu einhverri rannsókn skattyfirvalda, en á meðan skal almúginn blæða.
Ef það þykir hentugt að kroppa í fé, einhversstaðar, þá skal keyra á það, enda augljós rök þar að baki, þ.e. hentugt!! Takist feðgum aftur á móti að koma fé undan, þá er óhentugt að sækja það, enda komið fyrir löngu út í hafsauga, úr augnsýn, þ.e. óhentugt að mati skattyfirvalda.
Það skal berja almennilega á almúganum, hann á ekki annað skilið.
Ef það þykir hentugt að kroppa í fé, einhversstaðar, þá skal keyra á það, enda augljós rök þar að baki, þ.e. hentugt!! Takist feðgum aftur á móti að koma fé undan, þá er óhentugt að sækja það, enda komið fyrir löngu út í hafsauga, úr augnsýn, þ.e. óhentugt að mati skattyfirvalda.
Það skal berja almennilega á almúganum, hann á ekki annað skilið.
mánudagur, júlí 19, 2004
Akureyri, Djúpivogur, og sveitasetrið í Grímsnesinu.
Undanfarið hefur farið lítið fyrir pólitískum skrifum hér á síðunni. Ástæður þessa eru ýmsar, helstar þó að aðeins eitt mál hefur komist að á undanförnum vikum, þ.e. fjölmiðlamálið. Ætla verður að um einhver skrif verði um málið allt á næstu vikum á síðunni, en full ástæða er til að gefa lesendum hvíld á því í augnablikinu.
Hinu vil ég ekki þegja yfir, hefði í raun mátt skrifa um miklu fyrr, en það eru ferðalögin.
Höfuðstaður Norðurlands.
Þann 2.-3. júlí var staldrað við á Akureyri í ofsalega góðu verðri. Þessa helgi voru haldin knattspyrnumót er fjölmargir sóttu, það voru 1-2 skemmtiferðaskip á Pollinum, má því áætla að íbúatala Akureyrar hafi aukist all nokkuð á þessum annatíma. Mannlífið á göngugötunni var fjörlegt, veitingastaðir og kaffihús yfirfull, auk þeirra er áttu leið hjá, til að sýna sig og sjá aðra. Það brást að sjálfsögðu ekki á heimleiðinni að er höfuðborgin var í augnsýn, byrjaði að rigna.
Búlandsnes.
Þann 9.-10. júlí var tekið hús á Djúpavogshreppi, það var milt og þurrt veður, en sólarglæta engin. Engin verður ósnortin af fegurð náttúrunnar á austurleiðinni, sandarnir, jöklar og lón, og stórkostleg fjöll soga að sér athygli hvers ferðamanns. Það er sérstök ástæða er til að benda á fyrirmyndar hótel sem rekið er á Djúpavogi, Hótel Framtíð. Þjónusta öll til fyrirmyndar, góð herbergi og veitingaþjónusta, þ.e. matur og drykkir á við það besta sem gerist hér á landi. Mæli sérstaklega með lambinu. Morgunverðarborðið var hlaðið kræsingum. Hafa skal sem fæst orð um hvað hafi tekið við á bakaleiðinni er höfuðborgin var í augnsýn.
Sveitasetrið í Grímsnesinu.
Um liðna helgi var slakað á í sveitasetrinu, að vísu var borið á pall sem umlykur setrið, eitthvað um 40-50 fm, en það var aðeins með annarri. Með hinni var borið á klæðningu hússins, að vísu er ráðlegast að fara aðra umferð yfir allt saman aftur. En veðursælt var um helgina á Suðurlandi og því ástæðulaust að gera ekki eitthvað.
Hinu vil ég ekki þegja yfir, hefði í raun mátt skrifa um miklu fyrr, en það eru ferðalögin.
Höfuðstaður Norðurlands.
Þann 2.-3. júlí var staldrað við á Akureyri í ofsalega góðu verðri. Þessa helgi voru haldin knattspyrnumót er fjölmargir sóttu, það voru 1-2 skemmtiferðaskip á Pollinum, má því áætla að íbúatala Akureyrar hafi aukist all nokkuð á þessum annatíma. Mannlífið á göngugötunni var fjörlegt, veitingastaðir og kaffihús yfirfull, auk þeirra er áttu leið hjá, til að sýna sig og sjá aðra. Það brást að sjálfsögðu ekki á heimleiðinni að er höfuðborgin var í augnsýn, byrjaði að rigna.
Búlandsnes.
Þann 9.-10. júlí var tekið hús á Djúpavogshreppi, það var milt og þurrt veður, en sólarglæta engin. Engin verður ósnortin af fegurð náttúrunnar á austurleiðinni, sandarnir, jöklar og lón, og stórkostleg fjöll soga að sér athygli hvers ferðamanns. Það er sérstök ástæða er til að benda á fyrirmyndar hótel sem rekið er á Djúpavogi, Hótel Framtíð. Þjónusta öll til fyrirmyndar, góð herbergi og veitingaþjónusta, þ.e. matur og drykkir á við það besta sem gerist hér á landi. Mæli sérstaklega með lambinu. Morgunverðarborðið var hlaðið kræsingum. Hafa skal sem fæst orð um hvað hafi tekið við á bakaleiðinni er höfuðborgin var í augnsýn.
Sveitasetrið í Grímsnesinu.
Um liðna helgi var slakað á í sveitasetrinu, að vísu var borið á pall sem umlykur setrið, eitthvað um 40-50 fm, en það var aðeins með annarri. Með hinni var borið á klæðningu hússins, að vísu er ráðlegast að fara aðra umferð yfir allt saman aftur. En veðursælt var um helgina á Suðurlandi og því ástæðulaust að gera ekki eitthvað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)