miðvikudagur, apríl 13, 2005

Alþjóðaklósettráðstefnan haldin í Taílandi.

Samkvæmt fréttaskeytum AP ætla Taílendingar að auka hreinlæti á almenningsklósettum í landinu svo þau standist alþjóðlegar kröfur þar sem þeir munu halda heimsklósettráðstefnuna á næsta ári, að því er embættismaður í taílenska heilbrigðisráðuneytinu sagði í dag.

„Klósett eru mjög mikilvæg fyrir ímynd landsins og hvernig það er í augum þeirra sem heimsækja það,“ sagði Somyos Chareonsak, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu.

Ráðstefnan verður í maí 2006. Þar verður m.a. rætt um hönnun klósetta og nýja tækni, hreinlæti og orku- og vatnssparnað.

Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi sem Alþjóðaklósettstofnunin stendur fyrir, var haldin árið 2001 í Singpore. Önnur var haldin í Kína í fyrra.

Gott mál að ræða hönnun, hreinlæti, orku- og vatnssparnað, en hvað með menninguna, lestur heimsbókmennta á klósettinu, væri ekki lag að við Íslendingar tækju okkur til og héldum ráðstefnu er lýtur að þeim þætti málsins. Mikilvægið er augljóst.

Engin ummæli: