þriðjudagur, apríl 05, 2005

Dómgreindarskortur blaðamanns.

Ég innilega sammála þeim viðhorfum sem koma fram í eftirfarandi frétt í FRÉTTABLAÐINU í dag:

„Mér finnst þessi vinnubrögð blaðamannsins ekki verjandi,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir kennari um tilraun Reynis Traustasonar blaðamanns til að flytja kókaín til landsins. Reynir segir þetta tengt vinnu sinni að bók og mynd um líf dópsmyglara. Reynir komst í gegnum tollinn á Leifsstöð með tæpt gramm af kókaíni en gaf sig fram við tollverði og afhenti þeim efnið.
„Mér finnst að það eigi að dæma hann fyrir fíkniefnainnflutning eins og alla aðra sem reyna þetta,“ segir Margrét Gauja. „Tilgangurinn helgar ekki meðalið þegar maður er vísvitandi farinn að brjóta lög. Mér finnst ekki skipta miklu máli þótt hann hafi gefið sig fram við tollverði. Það á ekki að láta menn komast upp með það að brjóta lögin á þennan hátt.“ Reynir segir að hann hafi verið að reyna að upplifa sömu tilfinningu og maðurinn sem hann er að skrifa um. Margréti finnst það ekki sannfærandi málsvörn. „Ég hef litla trú á því að „stjörnublaðamaður“ sem hefur það gott á Íslandi geti sett sig í sömu spor og dæmigert burðardýr; það liggur miklu meira að baki en þetta.“ Margrét finnst líka að siðanefnd Blaðamanna Íslands eigi að fjalla um málið og ávíta Reyni fyrir uppátækið.
Reynir Traustason sýnir einbeittan brotavilja í þessu máli, með kaupum á fíkniefnum erlendis, flytur þau heim til Íslands og leynir af ásetningi lögregluyfirvöldum hér heima hvað hann sé með í farangri sínum. Svona gera menn ekki.

Nú reynir á sjálfhverfa fjölmiðla hér heima hvort að þetta mál þagni eða fram fari opinn og nauðsynleg umræða um þessa dauðans alvöru, sem fíkniefni eru. Og mun siðanefnd blaðamanna gera eitthvað í málinu?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þögnin virðist hafa vinninginn í þessu máli eins og öðrum er blaðamenn eru annars vegar. Ekki orðið vör við mikla umræðu í fjölmiðlum, því miður. Enda háalvarlegt mál.
Ellan