föstudagur, október 21, 2005

Er Cameron næsti leiðtogi íhaldsmanna?


Áfram að forystuleit íhaldsmanna í Bretlandi, þeir David Cameron og David Davis munu kljást um hylli 300.000 félagsmanna Íhaldsflokksins í póstkosningu, eftir úrslit annarrar umferðar innann þingflokks þeirra. Atkvæði féllu þannig að Cameron fékk 90 (56) atkvæði, Davis 57 (62) og Fox 51 (42) atkvæði. Innan sviga hef ég hér niðurstöðuna frá því í fyrstu umferð.

Verður ekki annað ályktað en að stuðningsmenn Clarke hafi farið yfir til Cameron, enda er sú tilhneiging í samræmi við yfirlýsingar Clarke, eftir fyrstu umferð, að flokkurinn sé líklega að leita að yngri manni til að leiða flokkinn í kosningunum 2009.

Póstkosningin mun hefjast 4. nóvember n.k. og standa yfir þar til úrslit verða tilkynnt 6. desember. Áætlað er að fram fari að a.m.k. 11 sameiginlegir framboðsfundi. Það er því spennandi barátta framundan og margt sem á eftir að koma á óvart.

2 ummæli:

Ellan sagði...

velkominn aftur í bloggheiminn.

Einar Gunnar sagði...

Takk fyrir það ;-) kv/ege