þriðjudagur, október 18, 2005

Leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins I. hluti.

Fjórir eru í framboði í fyrstu umferð leiðtogakjörs Íhaldsflokksins í Bretlandi sem fram fer í dag. Þeir þrír sem flest atkvæði hljóta alda áfram í aðra umferð á fimmtudaginn. Telja fréttaskýrendur að Kenneth Clarke og Liam Fox muni berjast um þriðja sætið, en David Davis og David Cameron séu öruggir áfram.

Liam Fox og David Davis voru strax nefndir sem hugsanlegir arftakar Michael Howard, eftir að hann óvænt sagði af sér leiðtogaembættinu í Íhaldsflokknum daginn eftir kosningarnar í vor.

David Cameron er í dag talin líklegastur til að hreppa leiðtogaembættið en þess ber að geta að það eru þingmenn Íhaldsflokksins sem kjósa nú í dag og á fimmtudaginn. Í annarri umferðinni fellur þriðji frambjóðandinn út og allir félagsmenn í Íhaldsflokknum, alls um 300.000, munu síðan kjósa á milli þeirra tveggja sem eftir eru.

Engin ummæli: