Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirra niðurstöðu í kvörtun þriggja umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að annmarki hafi verið á undirbúningi og meðferð skipaninni og því sé það niðurstaða umboðsmanns að af hálfu dómsmálaráðherra hefði ekki verið lagður fullnægjandi grundvöllur að skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara 19. ágúst 2003.
Í viðtali við fréttastofu Sjóvarps 2o. ágúst 2003, sagði Björn Bjarnason: Ja ég lagði nú sama sjónarmið til grundvallar og Hæstiréttur. Ég taldi heppilegast að við Hæstarétt kæmi maður með meistarapróf í Evrópurétti og samkeppnisrétti eins og Ólafur Börkur hefur og það var mitt mat að það væri gott fyrir réttinn að fá slíkan mann og ég taldi það heppilegast.
[Fréttamaðurinn]: En þeir töldu það nú ekki sjálfir að það skipti öllu máli?
Björn Bjarnason: Nei þeir eiga að gefa mér álit um hæfi mannanna og gerðu það og síðan taka þeir tvo einstaklinga og nefna þá frá sínum bæjardyrum séð að það sé heppilegast. Það er mjög sjaldgæft að Hæstiréttur geri þetta og það má rannsaka það kannski sérstaklega hve oft hann hefur farið þessa leið.“
Síðar í viðtalinu segir Björn: „Ég legg mitt mat á hlutina á þeim forsendum sem ég geri og ég komst að þessari niðurstöðu.
[Fréttamaðurinn]: En fékkstu einhverja sérfræðinga þér til aðstoðar?
Björn Bjarnason: Nei ég þarf ekki sérfræðinga í þessu tilliti, Hæstiréttur er sá sérfræðiaðili sem á að segja mér hvort að umsækjendur séu hæfir eða ekki. Síðan er undir mati mínu komið hvern ég vel úr þessum hópi hæfra umsækjenda.
[Fréttamaðurinn]: En þú fórst sem sagt ekki eftir því sem að þeir töldu að væri heppilegast?
Björn Bjarnason: Nei, af því að ég taldi heppilegast að maðurinn hefði þekkingu á Evrópurétti og það var einn umsækjenda sem er með meistarapróf í Evrópurétti og það var það sem ég taldi heppilegast fyrir Hæstarétt.“
Það var því mat Björns Bjarnasonar að Evrópuréttur „setji æ meiri svip á kennslu í lagadeildum og hann skipti sífellt meira máli fyrir Íslendinga og aðra sem nærri koma Evrópusamstarfinu“.
Björn var síðan spurður í viðtalinu hvort það skipti einhverju máli við þessa ákvörðun að umsækjandinn Ólafur Börkur væri frændi forsætisráðherrans?
„Björn Bjarnason: Það eru ómálefnanlegar ástæður, það er ómálefnanlegt af þér að spyrja á þessum forsendum og það væri ómálefnanlegt af mér að taka ákvörðun um það á þessum forsendum. Ég tók ákvörðunina á málefnanlegum forsendum, þess vegna er hún hafin yfir gagnrýni.“
Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmælum til ráðherra að framvegis verði tekið mið af þeim sjónarmiðum sem lýst væri í álitinu við undirbúning og veitingu embætta hæstaréttardómara.
Þar segir m.a. í reifun málsins: „ að við val úr hópi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara yrði fyrst og fremst að gera þá kröfu að umsækjandi hefði víðtæka og almenna lögfræðilega menntun og þekkingu þannig að hann gæti, og þá í ljósi starfsferils síns, tekist á við þau verkefni sem Hæstarétti væri falið að lögum að sinna“.
„Umboðsmaður [tekur] fram að ekki yrði fullyrt af sinni hálfu að ráðherra gæti ekki ákveðið að leggja áherslu á þekkingu umsækjenda á ákveðnu réttarsviði við val í embætti hæstaréttardómara.“ Það yrði þó að byggja á traustum grunni enda verið að skipa mann í embætti hjá sjálfstæðum handhafa ríkisvaldsins, sbr. rit Montesquieus „De l´Esprit des Lois“ um kenningar um þrígreiningu ríkisvaldsins er kom út árið 1748 og því verði að gera strangar kröfur til dómsmálaráðherra.
Í reifun á áliti umboðsmanns segir síðan: „[A]ð á dómsmálaráðherra hafi hvílt sú almenna skylda að leggja til við forseta Íslands að sá umsækjandi sem telja varð hæfastan til að gegna embætti hæstaréttardómara yrði skipaður í það. [...] [A]ð ráðherra hefði tæplega verið unnt að ganga út frá því, þegar hann tók afstöðu til fyrirliggjandi umsókna, að þær ásamt fylgigögnum gæfu heildstæða mynd af þekkingu umsækjenda á Evrópurétti. [...] [A]ð rétt hefði verið að afla upplýsinga um hvort umsækjendur hefðu sérstaka þekkingu á þessu réttarsviði og eftir atvikum að hvaða marki reynt hefði á slíka þekkingu í störfum þeirra. Það [væri] því afstaða umboðsmanns að málið hefði ekki verið upplýst nægjanlega hvað þetta varðar áður en ákvörðun var tekin um hver yrði skipaður í embættið og málsmeðferðin að þessu leyti hefði því ekki verið í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga. [...] [J]afnframt að á hefði skort að fullnægjandi upplýsingar hafi legið fyrir um hvernig staðið var að samanburði milli umsækjenda um önnur atriði sem ætla yrði að dómsmálaráðherra hefði litið til samkvæmt rökstuðningi hans til umsækjenda.“
Um þessa niðurstöðu segir Björn Bjarnason, í Morgunblaðinu í dag: „Nú liggja fyrir fræðilegar vangaveltur og ábendingar á grunni þeirra frá umboðsmanni sem mér finns sjálfsagt að menn velti áfram fyrir sér og ræði.“
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í fyrrnefndu viðtali [20.8. 2003] við fréttamann Sjónvarps að hann hafi tekið „ákvörðunina á málefnanlegum forsendum, þess vegna er hún hafin yfir gagnrýni“. Ákvörðun ráðherrans stendur og hún er lögleg, en málefnalegar forsendur Björns voru brot á lögum, sbr. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla og 10. gr. stjórnsýslulaga (rannsóknarregla) nr. 37/1993.
Af þessu má leiða að gagnrýnin á málefnalegar forsendur sé ekki hafin yfir gagnrýni, heldur hafi gagnrýni á málefnalega forsendu dómsmálaráðherra verið þörf og að dómsmálaráðherra sé nú sjálfur tilbúinn að velta fyrir sér málefnalegri gagnrýni, um málefnalegar forsendur, og ræða hana af hreinskilni. Þessu viðhorfi ráðherrans ber að fagna.
miðvikudagur, maí 05, 2004
þriðjudagur, maí 04, 2004
Flogið með Eimskip, sbr. grein í tímaritinu Frjáls verslun, 11. tbl. 1991.
Í allri þeirri umræðu sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag um samþjöppun, fákeppni og einokun er vert að glöggva m.a. í stjórnarsáttmála fyrsta ráðuneytis Davíðs Oddssonar er innhélt kafla er hljóðaði svo:
Áform ríkisstjórnarinnar um lagasetningu gegn einokun og hringamyndun eiga rætur sínar að rekja til þess að menn hafa ekki kunnað sér hóf í ásókn eftir völdum í nokkrum af álitlegustu fyrirtækjum landsins. Valdasamþjöppun stríðir gegn hugmyndum manna um lýðræðisleg vinnubrögð í atvinnulífi nútímans.
Í svonefndri hvítri bók ríkisstjórnarinnar, sem út kom í október sama haust, sagði: „Ríkisstjórnin mun efla samkeppni og setja lög sem beinast skulu gegn einokun og hringamyndun í viðskiptalífinu.“
Nú er það svo að Alþýðuflokkurinn sat í nefndu stjórnarráði og hefur allt fram að deginum í gær talað fyrir aðgerðum gegn samþjöppun, fákeppni og einokun. Forystumaður Samfylkingarinnar, Össur Skaphéðinsson, hefur jafnframt kallað eftir reglum til handa Samkeppnisstofnun að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækum, og það helst á öllum sviðum.
Þetta er skýr stefna og því mjög eftir því tekið hvernig Samfylkingin heldur á fjölmiðlamálinu í dag og gengur erinda þeirra valdasamþjöppunarafla sem hafa orðið gríðarleg tök á fjölmiðlamarkaðnum.
„Þann 25. apríl sl. birtist grein í Vísbendingu eftir Björn G. Ólafsson hagfræðing þar sem spurt var hvort leyfa eigi hlutafélögum að eiga hlut í öðrum hlutafélögum. Þar vitnaði hann m.a. í skrif Friðriks Ágústs von Hayeks, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, þar sem hann leggur til að hlutafélögum verði einfaldlega bannað að eiga hlutafé í öðrum fyrirtækjum nema sem fjárfestingu og þá án atkvæðisréttar“, sbr. Frjáls verslun, 11. tbl. 1991.
Morgunblaðið gerði hana að umtalsefni og birti hana í heilu lagi í Reykjavíkurbréfi 4. maí, nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin var mynduð 1991. Þar sagði:
„Eins og lesendur Reykjavíkurbréfs sjá er Hayek að lýsa í þessari ritgerð, sem skrifuð er fyrir alllöngu, aðstæðum sem nú þegar eru komnar upp á hlutabréfamarkaðinum hér og í viðskiptalífi okkar Íslendinga. Hafi einhverjir talið að skoðanir þeirra sem telja þetta óeðlilega þróun eigi eitthvað skylt við sósíalisma eða vinstrimennsku ættu þeir hinir sömu ekki lengur að velkjast í vafa um að þær spretta þvert á móti upp úr grundvallarlífsviðhorfum borgaralegra afla.“
Morgunblaðið spurði því hvort að ekki væri verið að „koma í veg fyrir misnotkun og afskræmingu […], nauðsynleg til þess að viðhalda eðlilegu jafnvægi í þessu fámenna þjóðfélagi. Slíkt jafnvægi er forsenda þess að sæmilegur friður og sátt ríki meðal hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Þess vegna eru þeir aðilar í viðskiptalífinu sem raska þessu jafnvægi að kalla yfir sig afskipti löggjafarvaldsins sem væru óþörf ef menn kynnu sér hóf.“
Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram er að öllu leyti í samræmi við þá stefnu sem mörkuð er í skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum.
1. Með frumvarpinu er aðeins leitast við að tryggja að við lögbundna og nauðsynlega úthlutun ríkisins á útvarpsleyfum séu þjóðréttarlegar skuldbindingar ríkisins um að tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði hafðar í heiðri. Frumvarpið nær sem sé aðeins til þeirra sviða þar sem ríkið hefur nú þegar aðkomu að fjölmiðlamarkaði. Í frumvarpinu ekki gengið lengra en nauðsynlegt er í því skyni að ná fram hinu lögmæta markmiði og tryggja að sjónarmið um fjölbreytni séu meðal þess sem haft er í huga við úthlutun leyfa.
2. Það gildir öðru máli um dagblöð en útvarp vegna þess að starfsemi útvarps byggir á nauðsynlegri úthlutun ríkisvaldsins á útvarpsleyfum, sem eru takmörkuð gæði, sem er nú þegar úthlutað til takmarkaðs tíma. Engin úthlutun takmarkaðra gæða á dagblaðamarkaði réttlætir svo víðtæka takmörkun á tjáningarfrelsi (og atvinnufrelsi) eins og fólgin væri í því að setja ákveðin eignarhaldsskilyrði gagnvart eigendum dagblaða. Löng lýðræðishefð er fyrir því að rétturinn til útgáfu dagblaða er ótakmarkaður.“
Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hérlendis er komin yfir þau mörk sem talist geta viðunandi þegar miðað er við alþjóðlega mælikvarða. Hér er um fullkomlega málefnalegar forsendur fyrir lagasetningu að ræða. Með lagasetningunni er veittur aðlögunartími til þess að tryggja að áhrif hennar séu ekki óþarflega íþyngjandi og brjóti ekki gegn stjórnarskrárákvæðum er vernda atvinnufrelsi og eignarréttindi.
Hvernig er hægt að standa í vegi fyrir áform ríkisstjórnarinnar um lagasetningu sem eiga rætur sínar að rekja til þess að menn hafa ekki kunnað sér hóf í ásókn eftir völdum í nokkrum af álitlegustu fyrirtækjum landsins. Þegar valdasamþjöppun stríðir gegn hugmyndum manna um lýðræðisleg vinnubrögð í atvinnulífi nútímans. Fyrir þessu hefur Jóhanna Sigurðardóttir talað, Össur Skarphéðinsson, Margrét Frímannsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Ásta R. Jóhannesdóttir.
EN BARA EKKI Í DAG, SEGJA ÞAU ÖLL Í DAG, UM FJÖLMIÐLAFRUMVARÐIÐ SVOKALLAÐA.
Er nema von að spurt sé hvort að málefnaleg afstaða Samfylkingarinnar til frumvarpsins sé nokkur?
Áform ríkisstjórnarinnar um lagasetningu gegn einokun og hringamyndun eiga rætur sínar að rekja til þess að menn hafa ekki kunnað sér hóf í ásókn eftir völdum í nokkrum af álitlegustu fyrirtækjum landsins. Valdasamþjöppun stríðir gegn hugmyndum manna um lýðræðisleg vinnubrögð í atvinnulífi nútímans.
Í svonefndri hvítri bók ríkisstjórnarinnar, sem út kom í október sama haust, sagði: „Ríkisstjórnin mun efla samkeppni og setja lög sem beinast skulu gegn einokun og hringamyndun í viðskiptalífinu.“
Nú er það svo að Alþýðuflokkurinn sat í nefndu stjórnarráði og hefur allt fram að deginum í gær talað fyrir aðgerðum gegn samþjöppun, fákeppni og einokun. Forystumaður Samfylkingarinnar, Össur Skaphéðinsson, hefur jafnframt kallað eftir reglum til handa Samkeppnisstofnun að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækum, og það helst á öllum sviðum.
Þetta er skýr stefna og því mjög eftir því tekið hvernig Samfylkingin heldur á fjölmiðlamálinu í dag og gengur erinda þeirra valdasamþjöppunarafla sem hafa orðið gríðarleg tök á fjölmiðlamarkaðnum.
„Þann 25. apríl sl. birtist grein í Vísbendingu eftir Björn G. Ólafsson hagfræðing þar sem spurt var hvort leyfa eigi hlutafélögum að eiga hlut í öðrum hlutafélögum. Þar vitnaði hann m.a. í skrif Friðriks Ágústs von Hayeks, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, þar sem hann leggur til að hlutafélögum verði einfaldlega bannað að eiga hlutafé í öðrum fyrirtækjum nema sem fjárfestingu og þá án atkvæðisréttar“, sbr. Frjáls verslun, 11. tbl. 1991.
Morgunblaðið gerði hana að umtalsefni og birti hana í heilu lagi í Reykjavíkurbréfi 4. maí, nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin var mynduð 1991. Þar sagði:
„Eins og lesendur Reykjavíkurbréfs sjá er Hayek að lýsa í þessari ritgerð, sem skrifuð er fyrir alllöngu, aðstæðum sem nú þegar eru komnar upp á hlutabréfamarkaðinum hér og í viðskiptalífi okkar Íslendinga. Hafi einhverjir talið að skoðanir þeirra sem telja þetta óeðlilega þróun eigi eitthvað skylt við sósíalisma eða vinstrimennsku ættu þeir hinir sömu ekki lengur að velkjast í vafa um að þær spretta þvert á móti upp úr grundvallarlífsviðhorfum borgaralegra afla.“
Morgunblaðið spurði því hvort að ekki væri verið að „koma í veg fyrir misnotkun og afskræmingu […], nauðsynleg til þess að viðhalda eðlilegu jafnvægi í þessu fámenna þjóðfélagi. Slíkt jafnvægi er forsenda þess að sæmilegur friður og sátt ríki meðal hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Þess vegna eru þeir aðilar í viðskiptalífinu sem raska þessu jafnvægi að kalla yfir sig afskipti löggjafarvaldsins sem væru óþörf ef menn kynnu sér hóf.“
Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram er að öllu leyti í samræmi við þá stefnu sem mörkuð er í skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum.
1. Með frumvarpinu er aðeins leitast við að tryggja að við lögbundna og nauðsynlega úthlutun ríkisins á útvarpsleyfum séu þjóðréttarlegar skuldbindingar ríkisins um að tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði hafðar í heiðri. Frumvarpið nær sem sé aðeins til þeirra sviða þar sem ríkið hefur nú þegar aðkomu að fjölmiðlamarkaði. Í frumvarpinu ekki gengið lengra en nauðsynlegt er í því skyni að ná fram hinu lögmæta markmiði og tryggja að sjónarmið um fjölbreytni séu meðal þess sem haft er í huga við úthlutun leyfa.
2. Það gildir öðru máli um dagblöð en útvarp vegna þess að starfsemi útvarps byggir á nauðsynlegri úthlutun ríkisvaldsins á útvarpsleyfum, sem eru takmörkuð gæði, sem er nú þegar úthlutað til takmarkaðs tíma. Engin úthlutun takmarkaðra gæða á dagblaðamarkaði réttlætir svo víðtæka takmörkun á tjáningarfrelsi (og atvinnufrelsi) eins og fólgin væri í því að setja ákveðin eignarhaldsskilyrði gagnvart eigendum dagblaða. Löng lýðræðishefð er fyrir því að rétturinn til útgáfu dagblaða er ótakmarkaður.“
Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hérlendis er komin yfir þau mörk sem talist geta viðunandi þegar miðað er við alþjóðlega mælikvarða. Hér er um fullkomlega málefnalegar forsendur fyrir lagasetningu að ræða. Með lagasetningunni er veittur aðlögunartími til þess að tryggja að áhrif hennar séu ekki óþarflega íþyngjandi og brjóti ekki gegn stjórnarskrárákvæðum er vernda atvinnufrelsi og eignarréttindi.
Hvernig er hægt að standa í vegi fyrir áform ríkisstjórnarinnar um lagasetningu sem eiga rætur sínar að rekja til þess að menn hafa ekki kunnað sér hóf í ásókn eftir völdum í nokkrum af álitlegustu fyrirtækjum landsins. Þegar valdasamþjöppun stríðir gegn hugmyndum manna um lýðræðisleg vinnubrögð í atvinnulífi nútímans. Fyrir þessu hefur Jóhanna Sigurðardóttir talað, Össur Skarphéðinsson, Margrét Frímannsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Ásta R. Jóhannesdóttir.
EN BARA EKKI Í DAG, SEGJA ÞAU ÖLL Í DAG, UM FJÖLMIÐLAFRUMVARÐIÐ SVOKALLAÐA.
Er nema von að spurt sé hvort að málefnaleg afstaða Samfylkingarinnar til frumvarpsins sé nokkur?
sunnudagur, apríl 25, 2004
Chevrolet Suburban bensínhákur og skipulag fjölskyldunnar.
„Fjölskyldan á hann. Ég á hann ekki,“ sagði John Kerry aðspurður hvort að samræmi væri í hugmyndum hans um að þarlendum reglum um hámarksbensíneyðslu fólksbíla verði breytt og kaup hans á nýjum Chevrolet Suburban bensínhák. Í dag undirgangast bílaframleiðendur í Bandaríkjunum undir þá reglu að framleiðslulína á fólksbílum megi að hámarki eyða 10.2 lítrum á hverja 100 km. Hugmyndir Kerrys ganga út á að þeir megi ekki eyða meira en 7.8 lítrum á 100 kílómetra árið 2015 og að gera Bandaríkin þannig síður háð erlendum eldsneytisbyrgjum. Því er spurt hvort það samræmist með einhverjum hætti hagsmuna allra, að John Kerry geti leyft sér að aka um á bensínhák, en að aðrir verði þá að kaupa sér mun kraftminni bíla til að halda meðaltalinu.
„Ég og mín fjölskylda,“ sagði Ragnar Reykás hér um árið og gerði um leið þennan frasa ódauðlegan. Í því ljósi er vert að skoða í fullri alvöru hvort að svar John Kerry hér að ofan eigi sér ekki einhverja stoð í kenningum um sjálft skipulag fjölskyldunnar. Er fjölskyldan ekki oft eitthvað sem Kerry þarf að minna sig á, ekki alveg samofin honum sjálfum. Þegar eiginkonan lítur svo á að sjálfsmynd hennar endurspegli í fjölskyldunni og á því mun erfiðra með að aðgreina sig frá henni. Sjálfsmat hennar er því oft bundið mati og viðurkenningu frá einhverjum nákomnum. Meðan Kerry er bundin sjálfsmati út frá sjálfstæði, tengslum við vinnumarkaðinn og fyrirvinnuhlutverkið, þ.e. viðurkenningu frá einhverjum útávið.
Samkvæmt þessu skal því í raun taka mark á þess svari Kerry og trúa því þá í fullri alvöru að bensínhákurinn sé ekki hans eign.
„Ég og mín fjölskylda,“ sagði Ragnar Reykás hér um árið og gerði um leið þennan frasa ódauðlegan. Í því ljósi er vert að skoða í fullri alvöru hvort að svar John Kerry hér að ofan eigi sér ekki einhverja stoð í kenningum um sjálft skipulag fjölskyldunnar. Er fjölskyldan ekki oft eitthvað sem Kerry þarf að minna sig á, ekki alveg samofin honum sjálfum. Þegar eiginkonan lítur svo á að sjálfsmynd hennar endurspegli í fjölskyldunni og á því mun erfiðra með að aðgreina sig frá henni. Sjálfsmat hennar er því oft bundið mati og viðurkenningu frá einhverjum nákomnum. Meðan Kerry er bundin sjálfsmati út frá sjálfstæði, tengslum við vinnumarkaðinn og fyrirvinnuhlutverkið, þ.e. viðurkenningu frá einhverjum útávið.
Samkvæmt þessu skal því í raun taka mark á þess svari Kerry og trúa því þá í fullri alvöru að bensínhákurinn sé ekki hans eign.
miðvikudagur, apríl 21, 2004
Verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, hefur kynnt í ríkistjórn frumvarp um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Vegna endurskoðunar laga um friðun Þingvalla sem eru frá 1928 og stækkun þess landsvæðis var álitið nauðsynlegt að tryggja verndun vatnasviðs Þingvallavatns og vatnsins sjálfs, en þar er um að ræða stærstu grunnvatnsauðlind á Íslandi. Þar sem hér á landi hafa ekki enn verið sett almenn lög um verndun grunnvatns eða annars nytjavatns er farin sú leið að kveða á um verndun lífríkis Þingvallavatns og vatnasviðs þess í sérstökum lögum. Það er ekki einsdæmi hér á landi, sbr. t.d. lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, og um vernd Breiðafjarðar. Við setningu almennra laga um vatnsvernd væri kostur á að fella þær lagareglur sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir inn í almenn lög um vatnsvernd.
Lagt til að allt svæðið frá vatnaskilum í Hengli inn í Langjökul verði sérstakt vatnsverndarsvæði og falli þannig Þingvallavatn og mestur hluti vatnasviðs þess saman í órofa heild með hinum menningarlegu og náttúrufræðilegu minjum. Frumvarpið var samið undir forsjá Þingvallanefndar og er með því og frumvarpi til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum leitast við að móta verndarstefnu á þessu svæði til frambúðar. Talið er að á Þingvalla- og Brúarársvæðinu ofan við Brúarfoss, sem alls er um 1.260 ferkílómetrar, sé um þriðjungur af öllu lindarvatni í byggð á Íslandi.
Sérstaklega er mælt fyrir um verndun á lífríki Þingvallavatns og að þess skuli gætt að raska ekki búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikju og urriðastofna sem nú lifa í vatninu, enda eina þekkta vatnið í heiminum þar sem finnast fjögur afbrigði af bleikju, á um 10 þúsund ára ferli og er það einsdæmi. Af því leiðir að vegna þeirrar sérstöku mengunar- og sjúkdómahættu sem stafar af fiskirækt og fiskeldi er lagt til að bannað verði að stunda slíka starfsemi í eða við Þingvallavatn. En með orðunum „við Þingvallavatn“ er miðað við að slík starfsemi taki vatn, hafi frárennsli eða hafi önnur líffræðileg tengsl við Þingvallavatn.
Gróður er mikill í Þingvallavatni og er 1/3 hluti botnsins þakinn gróðri og þótt vatnið sé kalt er magn þörunga mikið. Lággróður er nokkuð mikill úti á 10 m dýpi en kransþörungar (hágróður) verða mjög háir á 10–30 m dýpi og mynda stór gróðurbelti í vatninu sem hafa mikla þýðingu fyrir allt dýralíf, ekki síst fiskinn. Alls eru fundnar um 150 tegundir jurta á botni og sýnir það nokkuð fjölbreytni gróðursins. Um 50 tegundir dýra beita sér á þennan gróður, allt frá fjöruborði og út á mikið dýpi. Fæstum mun ljóst að 120 þús. dýr lifa á hverjum fermetra í fjöruborðinu en á 114 m dýpi lifa enn 5–10 þús. Dýr þessi mynda fæðu hinnar alþekktu og ljúffengu bleikju sem veiðist í Þingvallavatni. Mikilvæg fæða bleikjunnar er vatnabobbinn, en hann er þýðingarmikill hlekkur í fæðukeðju botnsins, líkt og segir í frumvarpinu.
Lagt til að allt svæðið frá vatnaskilum í Hengli inn í Langjökul verði sérstakt vatnsverndarsvæði og falli þannig Þingvallavatn og mestur hluti vatnasviðs þess saman í órofa heild með hinum menningarlegu og náttúrufræðilegu minjum. Frumvarpið var samið undir forsjá Þingvallanefndar og er með því og frumvarpi til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum leitast við að móta verndarstefnu á þessu svæði til frambúðar. Talið er að á Þingvalla- og Brúarársvæðinu ofan við Brúarfoss, sem alls er um 1.260 ferkílómetrar, sé um þriðjungur af öllu lindarvatni í byggð á Íslandi.
Sérstaklega er mælt fyrir um verndun á lífríki Þingvallavatns og að þess skuli gætt að raska ekki búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikju og urriðastofna sem nú lifa í vatninu, enda eina þekkta vatnið í heiminum þar sem finnast fjögur afbrigði af bleikju, á um 10 þúsund ára ferli og er það einsdæmi. Af því leiðir að vegna þeirrar sérstöku mengunar- og sjúkdómahættu sem stafar af fiskirækt og fiskeldi er lagt til að bannað verði að stunda slíka starfsemi í eða við Þingvallavatn. En með orðunum „við Þingvallavatn“ er miðað við að slík starfsemi taki vatn, hafi frárennsli eða hafi önnur líffræðileg tengsl við Þingvallavatn.
Gróður er mikill í Þingvallavatni og er 1/3 hluti botnsins þakinn gróðri og þótt vatnið sé kalt er magn þörunga mikið. Lággróður er nokkuð mikill úti á 10 m dýpi en kransþörungar (hágróður) verða mjög háir á 10–30 m dýpi og mynda stór gróðurbelti í vatninu sem hafa mikla þýðingu fyrir allt dýralíf, ekki síst fiskinn. Alls eru fundnar um 150 tegundir jurta á botni og sýnir það nokkuð fjölbreytni gróðursins. Um 50 tegundir dýra beita sér á þennan gróður, allt frá fjöruborði og út á mikið dýpi. Fæstum mun ljóst að 120 þús. dýr lifa á hverjum fermetra í fjöruborðinu en á 114 m dýpi lifa enn 5–10 þús. Dýr þessi mynda fæðu hinnar alþekktu og ljúffengu bleikju sem veiðist í Þingvallavatni. Mikilvæg fæða bleikjunnar er vatnabobbinn, en hann er þýðingarmikill hlekkur í fæðukeðju botnsins, líkt og segir í frumvarpinu.
mánudagur, apríl 19, 2004
Eru líkindi til að Kýpurdeilan sé að leysast?
Á laugardaginn er fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla á Kýpur um sameiningaráætlun Sameinuðu þjóðanna, en að henni hefur verið unnið í all nokkurn tíma eða frá árinu 2002. All margar tilraunir til sátta hafa verið reyndar, með misjöfnum árangri, og SÞ samþykkt fjölda ályktana um nauðsyn þessa að Kýpurdeilan verði leyst. Fullyrða má að tilnefning Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í ágúst 1996, á Richard Holbrooke sem sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjanna á Kýpur, hafi vakið upp vonir um að markmið um sameiningu landsins tækis. Holbrooke hafði þá áður gengt lykilhlutverki við að binda enda á stríðinu í fyrrum Júgóslavíu með Dayton-samkomulaginu, og fengið mikið lof fyrir.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur nú ákveðið að þessar kosningar fari fram, þó svo að ekki hafi tekist að semja um öll ágreiningsefni á tilsettum tíma. En gífurleg pressa hefur verið á deiluaðilum um að ná niðurstöðu áður en að inngöngu Kýpur-Grikkja verður í Evrópusambandið 1. maí. Forsetar beggja hluta Kýpur hafa lýst yfir andstöðu við sameiningaráætlunina, og hefur Annan sagt að framtíðin sé því nú í höndum fólksins sjálfs.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur nú ákveðið að þessar kosningar fari fram, þó svo að ekki hafi tekist að semja um öll ágreiningsefni á tilsettum tíma. En gífurleg pressa hefur verið á deiluaðilum um að ná niðurstöðu áður en að inngöngu Kýpur-Grikkja verður í Evrópusambandið 1. maí. Forsetar beggja hluta Kýpur hafa lýst yfir andstöðu við sameiningaráætlunina, og hefur Annan sagt að framtíðin sé því nú í höndum fólksins sjálfs.
fimmtudagur, apríl 15, 2004
Breiðari tekjustofn Fiskiræktarsjóðs gæti skilað aukalega 11 milljón kr. tekjum árlega.
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, mælti í dag á Alþingi, fyrir um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, sem kveða á um að færa ákvæði um stjórnsýslu Fiskiræktarsjóðsins í nútímalegt horf. Ætlunin er að stuðla að skilvirkari innheimtu gjalda í sjóðinn, jafnframt að kveða á um að setja skýrari ákvæði um gjaldstofna þeirra gjalda sem renna í sjóðinn, ekki síst til að tryggja betra samræmi í stjórnsýsluframkvæmd og jafnrétti gjaldenda.
Nefnd á forræði landbúnaðarráðherra skipuð, árið 2001, þeim dr. jur. Gauki Jörundssyni, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, Páli Hreinssyni, lagaprófessor í Háskóla Íslands, og Ingimar Jóhannssyni, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, er ætlað að semja nýtt frumvarp til laga um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970, með síðari breytingum. Það er niðurstaða nefndarinnar að aðkallandi sé að breyta ákvæðum núgildandi laga um Fiskræktarsjóð sem fyrst og er það mat nefndarinnar að ekki ástæðu til að bíða með þær breytingar þar til heildarendurskoðun gildandi laga hefur farið fram.
Meginmarkmið Fiskiræktarsjóðs frá upphafi, árið 1970, hafa verið að efla fiskrækt í landinu, m.a. með seiðasleppingum. Ísland er í dag eina landið við Norður-Atlantshaf sem ekki hefur orðið fyrir stórfelldu hruni í laxastofnum. Nágrannar okkar verja nú miklu fé til viðhalds laxastofna og verndunar svo að auðlindin tapist ekki fyrir fullt og allt. Er það mat nefndarinnar að fullyrða megi að mikilvægi Fiskræktarsjóðs hafi aukist eftir því sem áhrif manna á náttúru landsins hafa orðið meiri og því afar þýðingarmikið að lagaumgjörð um starfsemi sjóðsins sé nútímaleg og stuðli að skilvirkri starfsemi hans.
Tekjustofnar Fiskræktarsjóðs hafa frá upphafi verið 2% gjald af hreinum leigutekjum af veiði og 3‰ gjald af vergum tekjum af sölu á raforku. Í upphafi var þar um að ræða sölu á orku til almennings en frá 1998 var hins vegar gerð sú breyting að einnig skyldi greitt sama gjald af sérsamningum til nýrra stórnotenda.
Hér er um gríðarlegt hagsmunamál fyrir veiðimenn, enda verður það hlutverk sjóðsins að efla fiskrækt í ám og vötnum og bæta veiðiaðstöðu með því að veita lán eða styrki til verkefna sem að því stuðla.
Núverandi greiðendur í sjóðinn eru veiðifélög og jarðeigendur sem selja veiðileyfi. Þeirra framlag í sjóðinn nam 16,6 m.kr. árið 2002. Einnig greiða í sjóðinn vinnslufyrirtæki sem selja raforku framleidda með vatnsorku til almenningsveitna og nýrra stórnotenda eftir árið 1998. Þessi fyrirtæki eru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Orkubú Vestfjarða og RARIK. Alls nam sú greiðsla 8 m.kr. árið 2002. Í frumvarpinu er lagt til að greitt verði af allri raforkusölu til almennings og stórnotenda. Gert er ráð fyrir að breiðari tekjustofn geti skilað sjóðnum aukalega 11 m.kr. tekjum árlega en þó ekki fyrr en samningar sem voru gerðir fyrir 1998 renna út eða þeim er sagt upp.
Nefnd á forræði landbúnaðarráðherra skipuð, árið 2001, þeim dr. jur. Gauki Jörundssyni, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, Páli Hreinssyni, lagaprófessor í Háskóla Íslands, og Ingimar Jóhannssyni, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, er ætlað að semja nýtt frumvarp til laga um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970, með síðari breytingum. Það er niðurstaða nefndarinnar að aðkallandi sé að breyta ákvæðum núgildandi laga um Fiskræktarsjóð sem fyrst og er það mat nefndarinnar að ekki ástæðu til að bíða með þær breytingar þar til heildarendurskoðun gildandi laga hefur farið fram.
Meginmarkmið Fiskiræktarsjóðs frá upphafi, árið 1970, hafa verið að efla fiskrækt í landinu, m.a. með seiðasleppingum. Ísland er í dag eina landið við Norður-Atlantshaf sem ekki hefur orðið fyrir stórfelldu hruni í laxastofnum. Nágrannar okkar verja nú miklu fé til viðhalds laxastofna og verndunar svo að auðlindin tapist ekki fyrir fullt og allt. Er það mat nefndarinnar að fullyrða megi að mikilvægi Fiskræktarsjóðs hafi aukist eftir því sem áhrif manna á náttúru landsins hafa orðið meiri og því afar þýðingarmikið að lagaumgjörð um starfsemi sjóðsins sé nútímaleg og stuðli að skilvirkri starfsemi hans.
Tekjustofnar Fiskræktarsjóðs hafa frá upphafi verið 2% gjald af hreinum leigutekjum af veiði og 3‰ gjald af vergum tekjum af sölu á raforku. Í upphafi var þar um að ræða sölu á orku til almennings en frá 1998 var hins vegar gerð sú breyting að einnig skyldi greitt sama gjald af sérsamningum til nýrra stórnotenda.
Hér er um gríðarlegt hagsmunamál fyrir veiðimenn, enda verður það hlutverk sjóðsins að efla fiskrækt í ám og vötnum og bæta veiðiaðstöðu með því að veita lán eða styrki til verkefna sem að því stuðla.
Núverandi greiðendur í sjóðinn eru veiðifélög og jarðeigendur sem selja veiðileyfi. Þeirra framlag í sjóðinn nam 16,6 m.kr. árið 2002. Einnig greiða í sjóðinn vinnslufyrirtæki sem selja raforku framleidda með vatnsorku til almenningsveitna og nýrra stórnotenda eftir árið 1998. Þessi fyrirtæki eru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Orkubú Vestfjarða og RARIK. Alls nam sú greiðsla 8 m.kr. árið 2002. Í frumvarpinu er lagt til að greitt verði af allri raforkusölu til almennings og stórnotenda. Gert er ráð fyrir að breiðari tekjustofn geti skilað sjóðnum aukalega 11 m.kr. tekjum árlega en þó ekki fyrr en samningar sem voru gerðir fyrir 1998 renna út eða þeim er sagt upp.
miðvikudagur, apríl 07, 2004
„Hin málefnalega niðurstaða,“ jafnréttislögum ríkari.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir, í Morgunblaðinu í morgun, jafnréttislög barn síns tíma. „Óeðlilegt sé að þeir sem nú hafa veitingarvaldið séu bundnir af því að ráða konur frekar en karla, af því að forverar þeirra hafi ekki gert það, en kærunefnd jafnréttismála kemst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að ráða hefði átt konu, sem væri jafnhæf eða hæfari en aðrir umsækjendur, í stöðu hæstaréttardómara. Í áliti nefndarinnar er bent á að tveir dómarar af níu við Hæstarétt séu konur.
Björn sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa fært fyrir því rök gagnvart kærunefndinni að málið félli ekki undir hana, „vegna þess að það var ekki um neina kynferðislega mismunun að ræða í mínum athöfnum þegar ég veitti þetta starf.“
Björn minnir á að í umsögn sinni um umsækjendurna átta hafi Hæstiréttur talið þá alla hæfa en síðan talið tvo karla heppilegasta úr hópnum fyrir réttinn að þessu sinni. „Ef Hæstiréttur hefði talið jafnréttislög gera óhjákvæmilegt að kona yrði valin, hlyti rétturinn að hafa vakið máls á því í umsögn sinni,“ segir Björn. Hann segir þá röksemdafærslu kærunefndarinnar að ráða hefði átt konu í stað karls til réttarins ekki haldbæra. „Ég tel að miðað við núverandi stöðu í okkar þjóðfélagi sé það tímaskekkja að gera kröfur á þessum forsendum til þeirra sem hafa veitingarvaldið, að binda hendur þeirra á þennan veg. Það er óneitanlega mjög erfitt að fikra sig eftir þessum lögum. Sjálf framkvæmdastýra jafnréttismála mátti sæta því að kærunefndin sagði hana brjóta jafnréttislög en niðurstaða fimm dómara Hæstaréttar í því máli var að kærunefndin hefði ekki komist að réttri niðurstöðu.““
Birni Bjarnasyni þótti það ómálefnalegt af fréttamönnum að telja frændsemi Ólafs við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafa haft einhver áhrif við skipan hans í Hæstarétt. Það hefðu jú verið sérþekking Ólafs Barkar á Evrópurétti sem hafi haft úrslitaárif. Þetta hafði því verið málefnaleg niðurstaða og því hafin yfir alla gagnrýni. Ráðherra er enn óhagganlegur í þeirri skoðun sinni að „sérþekking í Evrópurétti“ sé grundvallaratriði málsins við skipan dómarans. Lögum um að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla, og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, er sem sé tímaskekkja. Í lögunum segir: til að ná fram þessu markmiði skal a) gæta jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, b) vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu, c) gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, d) bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu, e) efla fræðslu um jafnréttismál, f) greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni og g) efla rannsóknir í kynjafræðum.
Það hlýtur að verða að spyrja slíkan áhrifamann í íslensku samfélaginu grundvallarspurninga eins og:
- Er það vilji stjórnvalda að gæta að jafnrétti kynjanna?
- Á enn að hjakka í þeim pytti að ekki sé hugað nægilega að jafnréttissjónarmiðum og í raun ekki, sbr. dæmið hér að ofan?
- Kynjahlutföll æðstu embættismanna ríkisins eru ójöfn, er það tímaskekkja að laga það hlutfall?
- Eru viðbrögð dómsmálaráðherra líkleg til að hvetja konur til að sækja um störf er hann veitir?
Pólitískur vilji dómsmálaráðherra til að jafna hlutföll kynjanna er ekki sýnilegur og er maðurinn í raun að dæma alla jafnréttisbaráttu í áratugi með öllu óeðlilega. Kalt mat er að öllum tilraunum til jafnréttis skal HÆTT NÚ ÞEGAR, eða að Árni Magnússon, ráðherra jafnréttismála, standi nú upp og mótmæli viðbrögðum dómsmálaráðherrans.
Björn sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa fært fyrir því rök gagnvart kærunefndinni að málið félli ekki undir hana, „vegna þess að það var ekki um neina kynferðislega mismunun að ræða í mínum athöfnum þegar ég veitti þetta starf.“
Björn minnir á að í umsögn sinni um umsækjendurna átta hafi Hæstiréttur talið þá alla hæfa en síðan talið tvo karla heppilegasta úr hópnum fyrir réttinn að þessu sinni. „Ef Hæstiréttur hefði talið jafnréttislög gera óhjákvæmilegt að kona yrði valin, hlyti rétturinn að hafa vakið máls á því í umsögn sinni,“ segir Björn. Hann segir þá röksemdafærslu kærunefndarinnar að ráða hefði átt konu í stað karls til réttarins ekki haldbæra. „Ég tel að miðað við núverandi stöðu í okkar þjóðfélagi sé það tímaskekkja að gera kröfur á þessum forsendum til þeirra sem hafa veitingarvaldið, að binda hendur þeirra á þennan veg. Það er óneitanlega mjög erfitt að fikra sig eftir þessum lögum. Sjálf framkvæmdastýra jafnréttismála mátti sæta því að kærunefndin sagði hana brjóta jafnréttislög en niðurstaða fimm dómara Hæstaréttar í því máli var að kærunefndin hefði ekki komist að réttri niðurstöðu.““
Birni Bjarnasyni þótti það ómálefnalegt af fréttamönnum að telja frændsemi Ólafs við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafa haft einhver áhrif við skipan hans í Hæstarétt. Það hefðu jú verið sérþekking Ólafs Barkar á Evrópurétti sem hafi haft úrslitaárif. Þetta hafði því verið málefnaleg niðurstaða og því hafin yfir alla gagnrýni. Ráðherra er enn óhagganlegur í þeirri skoðun sinni að „sérþekking í Evrópurétti“ sé grundvallaratriði málsins við skipan dómarans. Lögum um að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla, og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, er sem sé tímaskekkja. Í lögunum segir: til að ná fram þessu markmiði skal a) gæta jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, b) vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu, c) gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, d) bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu, e) efla fræðslu um jafnréttismál, f) greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni og g) efla rannsóknir í kynjafræðum.
Það hlýtur að verða að spyrja slíkan áhrifamann í íslensku samfélaginu grundvallarspurninga eins og:
- Er það vilji stjórnvalda að gæta að jafnrétti kynjanna?
- Á enn að hjakka í þeim pytti að ekki sé hugað nægilega að jafnréttissjónarmiðum og í raun ekki, sbr. dæmið hér að ofan?
- Kynjahlutföll æðstu embættismanna ríkisins eru ójöfn, er það tímaskekkja að laga það hlutfall?
- Eru viðbrögð dómsmálaráðherra líkleg til að hvetja konur til að sækja um störf er hann veitir?
Pólitískur vilji dómsmálaráðherra til að jafna hlutföll kynjanna er ekki sýnilegur og er maðurinn í raun að dæma alla jafnréttisbaráttu í áratugi með öllu óeðlilega. Kalt mat er að öllum tilraunum til jafnréttis skal HÆTT NÚ ÞEGAR, eða að Árni Magnússon, ráðherra jafnréttismála, standi nú upp og mótmæli viðbrögðum dómsmálaráðherrans.
mánudagur, apríl 05, 2004
Mun Ralph Nader geta hafa úrslitaáhrif líkt og í síðustu forsetakosningum.
Athygli vekur könnun sem var framkvæmd í Pennsylvaníu á dögunum er sýnir greinilega að framboð Ralph Neders getur haft jafnmikil áhrif á niðurstöðuna líkt og í síðustu kosningum. Í könnun í febrúar var Johan Kerry með 47%, George Bush með 46% og óákveðnir voru 8%. En í könnun í mars hafði Kerry fallið niður í 40%, Bush áfram í 46%, og Nader með 3%, er óákveðnum hafði fjölgað í 12%.
Þess ber að geta að sá er sigrar í Pennsylvaníu hefur orðið sigurvegari forsetakosninganna frá 1952, með einni undantekningu eða í síðustu kosningum árið 2000, er Al Gore vann. Líkt og frægt varð eftir kosningarnar 2000 þá skipti niðurstaðan í Flórídaríki gríðarlegu máli, enda 25 kjörræðismenn kosnir þar og því þungt lóð á vogarskálarnar. Það var að vísu mjög knappur meirihluti atkvæða er George Bush hlaut þar, eða 537 atkvæði umfram Gore, á meðan Neder fékk um 97.500 atkvæði. Þessi staðreynd reyndist hafa úrslitaáhrif.
Á milli kannana (febrúar/mars) hefur John Kerry hreinsað upp forkosningarnar hjá demókrötum, Bush hafið sína kosningabaráttu fyrir endurkjöri og Richard Clarke fyrrum ráðgjafi Bush, gefið út bók sem hlotið hefur alheimsathygli. En óvíst er að þessir hlutir hafi úrslitaáhrif, heldur hitt hversu ólíkt kjósendur forgangsraða málefnunum. En stuðningsmenn Bush eru líklegir til að setja hriðjuverkaógn og öryggi heima fyrir, framfyrir efnahagsmál, er kjósendur Kerry eru líklegir til að setja efnahagsmálin í forgang.
Líkt og niðurstaðan í Flórída sýndi og þessi könnun í Pennsylvaníu sýnir þá mun framboð Ralph Neders geta haft úrslitaáhrif, enda er kosningakerfið í Bandaríkjunum þannig úr garði gert, að frambjóðandi sem fær 48,41% atkvæða á landsvísu tapi, er sitjandi forseti fékk aðeins 47,89% (hafi gerst síðast 1888), enda verið að kjósa kjörmenn frá hverju fylki til að velja nýjan forseta. Forseta- og varaforsetaembættið eru einu opinberu embættin í Bandaríkjunum sem eru ekki kjörin í beinni kosningu af fólkinu, heldur af ráði 538 kjörmanna og þarf því 270 sæta meirihluta í kjörmannaráðinu.
Hefðin í Bandríkjunum býður ekki upp á að þriðjiflokkurinn eða að sjálfstæðir frambjóðendur, nái neinum sérstökum árangri, enda hafa ekki nema 5 aðilar í sögunni náð að skríða yfir 10% atkvæðamagn, síðast Ross Perot árin 1992 og 1996. Einn fyrrum forseti hefur lagt í að bjóða sig fram undir merkjum þriðjaflokksins, en það var árið 1912, er Theodore Rosevelt bauð sig fram. Þó svo að baráttan sé vonlaus frá upphafi hefur sjálfstæðum frambjóðendum oft tekist að koma að sínum heitustu baráttumálum, líkt og er Nader setti neytendavernd á oddinn árið 2000.
En sú spurning hrópar á alla hvort að sagan muni eiga sér hliðstæður árið 2004, líkt og árin 2000, 1888 og 1876.
Þess ber að geta að sá er sigrar í Pennsylvaníu hefur orðið sigurvegari forsetakosninganna frá 1952, með einni undantekningu eða í síðustu kosningum árið 2000, er Al Gore vann. Líkt og frægt varð eftir kosningarnar 2000 þá skipti niðurstaðan í Flórídaríki gríðarlegu máli, enda 25 kjörræðismenn kosnir þar og því þungt lóð á vogarskálarnar. Það var að vísu mjög knappur meirihluti atkvæða er George Bush hlaut þar, eða 537 atkvæði umfram Gore, á meðan Neder fékk um 97.500 atkvæði. Þessi staðreynd reyndist hafa úrslitaáhrif.
Á milli kannana (febrúar/mars) hefur John Kerry hreinsað upp forkosningarnar hjá demókrötum, Bush hafið sína kosningabaráttu fyrir endurkjöri og Richard Clarke fyrrum ráðgjafi Bush, gefið út bók sem hlotið hefur alheimsathygli. En óvíst er að þessir hlutir hafi úrslitaáhrif, heldur hitt hversu ólíkt kjósendur forgangsraða málefnunum. En stuðningsmenn Bush eru líklegir til að setja hriðjuverkaógn og öryggi heima fyrir, framfyrir efnahagsmál, er kjósendur Kerry eru líklegir til að setja efnahagsmálin í forgang.
Líkt og niðurstaðan í Flórída sýndi og þessi könnun í Pennsylvaníu sýnir þá mun framboð Ralph Neders geta haft úrslitaáhrif, enda er kosningakerfið í Bandaríkjunum þannig úr garði gert, að frambjóðandi sem fær 48,41% atkvæða á landsvísu tapi, er sitjandi forseti fékk aðeins 47,89% (hafi gerst síðast 1888), enda verið að kjósa kjörmenn frá hverju fylki til að velja nýjan forseta. Forseta- og varaforsetaembættið eru einu opinberu embættin í Bandaríkjunum sem eru ekki kjörin í beinni kosningu af fólkinu, heldur af ráði 538 kjörmanna og þarf því 270 sæta meirihluta í kjörmannaráðinu.
Hefðin í Bandríkjunum býður ekki upp á að þriðjiflokkurinn eða að sjálfstæðir frambjóðendur, nái neinum sérstökum árangri, enda hafa ekki nema 5 aðilar í sögunni náð að skríða yfir 10% atkvæðamagn, síðast Ross Perot árin 1992 og 1996. Einn fyrrum forseti hefur lagt í að bjóða sig fram undir merkjum þriðjaflokksins, en það var árið 1912, er Theodore Rosevelt bauð sig fram. Þó svo að baráttan sé vonlaus frá upphafi hefur sjálfstæðum frambjóðendum oft tekist að koma að sínum heitustu baráttumálum, líkt og er Nader setti neytendavernd á oddinn árið 2000.
En sú spurning hrópar á alla hvort að sagan muni eiga sér hliðstæður árið 2004, líkt og árin 2000, 1888 og 1876.
mánudagur, mars 22, 2004
Að kroppa í yfirfærslu fjár á milli kynslóða.
Á Alþingi í dag er til umræðu og afgreiðslu ný heildarlög um erfðafjárskatt, en núgildandi lög eru að mörgu leyti orðin úrelt. Lögin eiga uppruna sinn í dönsku lögum, en fyrstu ákvæðin um erfðafjárskatt í Danmörku er að finna í tilskipun 12. september 1798, sem einnig var lögleidd hér á landi. Síðar, eða með lögum frá 1952 var m.a. fjallað um það hlutverk erfðafjársjóðs að endurhæfa fólk sem ekki gæti séð sér farboða. Erfðafé hefur lengi verið talið eðlilegur skattstofn, sbr. langa forsögu hans hér á landi, og í raun eru það aðeins tvö aðildarríki OECD, af 30, sem leggja ekki á erfðafjárskatt, þ.e. Ástralía og Kanada.
Svo segir í greinargerð með frumvarpinu: „Þótt flest ríki OECD leggi á erfðafjárskatt eru aðferðir við álagningu hans mjög mismunandi eftir ríkjum. Ákvörðun um skattstofn og skattfjárhæð er misjöfn. Einnig er mjög mismunandi eftir ríkjum hvort lagt er á dánarbúið sem heild eða á einstaka arfshluta. Síðari reglunni er fylgt á Norðurlöndum (nema Danmörku), í Frakklandi, Hollandi, á Spáni og í Þýskalandi, en í Bretlandi, Danmörku og ýmsum fleiri ríkjum Evrópu er dánarbúið andlag skattsins. Í langflestum tilvikum fylgja ríkin þó þeirri meginreglu að miða fjárhæð erfðafjárskattsins við skyldleika. Eftir því sem erfingjar eru fjarskyldari þeim mun hærri er skatturinn.
Samkvæmt íslenskri og norrænni löggjöf um erfðafjárskatta er almenna reglan sú að greiða skuli skatt af hverjum einstökum arfshluta, skatthlutfallið ræðst af sifjatengslum og fer stighækkandi eftir því sem skyldleikinn fjarlægist. Þá hækkar skatturinn innan hvers flokks eftir því sem arfur verður meiri.
Nýleg endurskoðun hefur staðið yfir bæði í Noregi og Danmörku á lögum um erfðafjárskatt. Hefur við samningu þessa frumvarps nú sérstaklega verið litið til þeirra breytinga sem lagðar hafa verið til í þessum löndum.“
Veigamestu breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru „annars vegar veruleg lækkun skatthlutfallsins og hins vegar hækkun skattfrelsismarka. Þannig er gert ráð fyrir að af erfðafé í a-flokki skuli greiða 5% erfðafjárskatt og af erfðafé í b-flokki skuli greiða 10% erfðafjárskatt. Ræðst skattfjárhæðin af skyldleika erfingja við arflifanda eins og samkvæmt gildandi lögum. Skatturinn er því hærri eftir því sem skyldleikinn er firnari. Slíkar reglur eru réttlættar út frá erfðaréttarlegum sjónarmiðum, þ.e. með vísan til þess að erfðaréttur fjarskyldari ættingja er veikari en erfðaréttur náskyldra. Hins vegar hækkar skatturinn ekki eftir því sem erfðafé vex eins og er samkvæmt gildandi lögum. Hann er með öðrum orðum ekki stigvaxandi.“
„Í frumvarpinu er miðað við að heildarskattfrelsismörk í hverju dánarbúi verði 1 millj. kr. og að erfðafjárskattur verði eingöngu lagður á þá fjárhæð sem er umfram viðmiðunarmörkin. Í dag eru skattfrelsismörkin afar lág, eða einungis 60 þús. krónur. Þá er skatturinn lagður á alla fjárhæðina sé hún hærri en 60 þús. kr., en ekki einungis það sem umfram er.
Áhrif breytingartillagna frumvarpsins eru nokkuð mismunandi eftir skattflokkum, en í öllum tilvikum ætti skatturinn að lækka ef frá eru taldir þeir aðilar sem hafa verið undanþegnir skattinum en verða nú skattskyldir. Í eftirfarandi töflu er birtur lauslegur samanburður á skattflokkum fyrir og eftir breytingu. Í öllum tilvikum er erfingi aðeins einn og skattskyldur arfur 3 millj. kr. þegar kostnaður hefur verið dreginn frá.“
Það verður því að teljast all mikil réttarbót með samþykki þingheims á þessum nýju heildarlögum og í raun fagnaðarefni, enda umdeilanlegt hvort að þessi háttur sé sanngjarn og réttlátur ef rökin eru að þetta sé ágæt leið fyrir ríkisjóð, ein af mörgum, að kroppa í yfirfærslu fjár á milli kynslóða.
Svo segir í greinargerð með frumvarpinu: „Þótt flest ríki OECD leggi á erfðafjárskatt eru aðferðir við álagningu hans mjög mismunandi eftir ríkjum. Ákvörðun um skattstofn og skattfjárhæð er misjöfn. Einnig er mjög mismunandi eftir ríkjum hvort lagt er á dánarbúið sem heild eða á einstaka arfshluta. Síðari reglunni er fylgt á Norðurlöndum (nema Danmörku), í Frakklandi, Hollandi, á Spáni og í Þýskalandi, en í Bretlandi, Danmörku og ýmsum fleiri ríkjum Evrópu er dánarbúið andlag skattsins. Í langflestum tilvikum fylgja ríkin þó þeirri meginreglu að miða fjárhæð erfðafjárskattsins við skyldleika. Eftir því sem erfingjar eru fjarskyldari þeim mun hærri er skatturinn.
Samkvæmt íslenskri og norrænni löggjöf um erfðafjárskatta er almenna reglan sú að greiða skuli skatt af hverjum einstökum arfshluta, skatthlutfallið ræðst af sifjatengslum og fer stighækkandi eftir því sem skyldleikinn fjarlægist. Þá hækkar skatturinn innan hvers flokks eftir því sem arfur verður meiri.
Nýleg endurskoðun hefur staðið yfir bæði í Noregi og Danmörku á lögum um erfðafjárskatt. Hefur við samningu þessa frumvarps nú sérstaklega verið litið til þeirra breytinga sem lagðar hafa verið til í þessum löndum.“
Veigamestu breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru „annars vegar veruleg lækkun skatthlutfallsins og hins vegar hækkun skattfrelsismarka. Þannig er gert ráð fyrir að af erfðafé í a-flokki skuli greiða 5% erfðafjárskatt og af erfðafé í b-flokki skuli greiða 10% erfðafjárskatt. Ræðst skattfjárhæðin af skyldleika erfingja við arflifanda eins og samkvæmt gildandi lögum. Skatturinn er því hærri eftir því sem skyldleikinn er firnari. Slíkar reglur eru réttlættar út frá erfðaréttarlegum sjónarmiðum, þ.e. með vísan til þess að erfðaréttur fjarskyldari ættingja er veikari en erfðaréttur náskyldra. Hins vegar hækkar skatturinn ekki eftir því sem erfðafé vex eins og er samkvæmt gildandi lögum. Hann er með öðrum orðum ekki stigvaxandi.“
„Í frumvarpinu er miðað við að heildarskattfrelsismörk í hverju dánarbúi verði 1 millj. kr. og að erfðafjárskattur verði eingöngu lagður á þá fjárhæð sem er umfram viðmiðunarmörkin. Í dag eru skattfrelsismörkin afar lág, eða einungis 60 þús. krónur. Þá er skatturinn lagður á alla fjárhæðina sé hún hærri en 60 þús. kr., en ekki einungis það sem umfram er.
Áhrif breytingartillagna frumvarpsins eru nokkuð mismunandi eftir skattflokkum, en í öllum tilvikum ætti skatturinn að lækka ef frá eru taldir þeir aðilar sem hafa verið undanþegnir skattinum en verða nú skattskyldir. Í eftirfarandi töflu er birtur lauslegur samanburður á skattflokkum fyrir og eftir breytingu. Í öllum tilvikum er erfingi aðeins einn og skattskyldur arfur 3 millj. kr. þegar kostnaður hefur verið dreginn frá.“
Það verður því að teljast all mikil réttarbót með samþykki þingheims á þessum nýju heildarlögum og í raun fagnaðarefni, enda umdeilanlegt hvort að þessi háttur sé sanngjarn og réttlátur ef rökin eru að þetta sé ágæt leið fyrir ríkisjóð, ein af mörgum, að kroppa í yfirfærslu fjár á milli kynslóða.
þriðjudagur, mars 16, 2004
Tæknilegar framfarir í læknisfræði — aðgerðir flytjast út af sjúkrahúsunum í miklum mæli — kostnaður sjúklinga eykst í kjölfarið.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, svaraði fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur um kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni á Alþingi á dögunum. Af spurningum Jóhönnu, fyrrum ráðherra, má greinilega sjá að þingmaðurinn er töluvert uppnumin af niðurstöðum er Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands, kemst að og er birtust í Læknablaðinu á liðnu ári. En Jóhanna spyr til að byrja með hvort að ráðherra telji að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í sjúkratryggingum hafi aukist um 70% á sl. 15 árum, sbr. niðurstöður Rúnars.
Jón Kristjánsson byrjaði að gera grein fyrir að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hafi almennt talað aukist frá því fyrir 15 árum og það væri rétt því hjá ágætum fræðimanni, Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor, við Háskóla Íslands. „Hins vegar verði að hafa allan varann á þegar um er að ræða athuganir yfir svo langt tímabil sem hér um ræðir. Hafa verði hugfast að hlutur sjúklinga í greiðslum vegna læknisþjónustu breytist mjög mismunandi eftir því hvaða þjónustu við erum að ræða um. Á mælikvarða neysluverðsvísitölu sem hækkaði frá mars 1997 og til desember 2003 um tæplega 29% þá lækkaði til að mynda tilkostnaður sjúklinga við heimsókn til heimilislæknis og var þá 94% af því sem hann var í mars 1997. Hlutur sjúklings í greiðslum fyrir heilsugæslu almennt hafði hins vegar aukist á sama tímabili um rúmlega 31% samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og eins og fram hefur komið opinberlega áður hækkaði hlutur sjúklinga í kostnaði við heimsókn til sérfræðilækna mun meira á sama tímabili.
Annar mælikvarði á að meta útgjöld sjúklinga er að skoða hlutfallslega skiptingu útgjalda við komu til sérfræðilækna milli sjúklings og Tryggingastofnunar ríkisins. Árið 1998 greiddi sjúklingurinn að meðaltali 40,8% af kostnaði við komu til sérfræðilæknis en Tryggingastofnun 59,2%. Á árinu 1999 var skiptingin 33,3% á sjúkling en 66,7% á TR, á árinu 2000 hafði hlutfallstala sjúklingsins lækkað í 29,9% en hlutur TR að sama skapi aukist í rúmlega 70 af hundraði, hlutfallsgreiðsla sjúklings í meðalkomunni lækkaði enn á árinu 2001 í 29,4% og á árinu 2002 hækkaði hlutur sjúklings svo aftur og varð að meðaltali 31,4% við komu til sérfræðilæknis en hlutur TR 68,6%. Þetta þýðir að á sama tíma og meðalkostnaður við komu til sérfræðilæknis fór samtals úr kr. 4.594 í tæplega kr. 6000, þá lækkaði hlutur sjúklings í krónum talið. Tryggingastofnun ríkisins var með öðrum orðum látin bera aukningu kostnaðarins.
Hér er miðað við árið 1997 og til dagsins í dag til að gefa vísbendingu um breytingar á kostnaði sjúklings þar sem aðstæður nú og fyrir 15 árum eru mjög ólíkar. Almennt má segja um samanburð kostnaðar sjúklinga við heilbrigðisþjónustu að þegar talað er um mismunandi landslag í samanburði til svo langs tíma eins og hér um ræðir, þá er átt við að læknisfræðin og sú þjónusta sem þar er veitt, er gjörbreytt frá því sem áður var og fólk er í stórum stíl farið að taka kostnaðarlegan þátt í læknisaðgerðum á stofum lækna sem áður voru einungis framkvæmdar á sjúkrahúsum.
Tæknilegar framfarir í læknisfræði hafa það í för með sér að aðgerðir flytjast út af sjúkrahúsunum í miklum mæli, þannig að sjúklingarnir eiga kost á miklu fjölbreyttari þjónustu en áður var, án þess að þurfa að leggjast á sjúkrahús. Það segir sig sjálft að kostnaður sjúklinga eykst í kjölfarið, því samfara læknisaðgerðunum sjálfum er boðið upp á sífellt flóknari og nákvæmari röntgen- og rannsóknargreiningu heldur en áður var, sem áður voru að stórum hluta einungis mögulegar á sjúkrahúsum. Þá er ógetið um ný og sífellt dýrari lyf, sem valda sífelldri útgjaldaþenslu svo sem sjúklingar verða varir við. Þegar litið er á tímabilið 1987 - 2001 sést að heilbrigðisútgjöld hafa hækkað um 276%, meðan heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa hækkað á sama tímabili um 316 %. Verg landsframleiðsla hækkaði á tímabilinu um 258%, sem segir að hlutur heilbrigðisútgjaldanna þar af hafi hækkað á tímabilinu eða um tæp 5%.
Heilbrigðisútgjöld heimilanna sem hluti af heildarútgjöldum til heilbrigðismála hækkuðu um 36%, sem er svipað og hækkun heilbrigðisútgjalda á föstu verðlagi á þessu tímabili. Þegar tekið er tillit til fjölgunar þjóðarinnar sést hins vegar að hækkun heilbrigðisútgjalda á mann nemur tæplega 20%. Samanburður á þessu sviði til lengri tíma ber eins og áður sagði að taka með öllum fyrirvörum þar sem margs er að gæta og ytri breytingar verða til þess að ekki er hægt að rýna í tölur einar og sér.“
Jóhann spurði ráðherra einnig hvort að hann telji rétt að gild rök megi færa fyrir því að útgjöld sjúklinga hér á landi séu þegar komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að heilbrigðis-þjónustunni, sbr. niðurstöðu greinar Rúnars Vilhjálmssonar og Guðrúnar V. Sigurðardóttur um bein útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðisþjónustu í 1. tbl. Læknablaðsins 2003?
Jón Kristjánsson svaraði því til, að „niðurstöður greinarhöfunda þess efnis að útgjöld sjúklinga séu komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að þjónustunni, kæmu nokkuð á óvart miðað við þær almennu rannsóknarniðurstöður sem birtast annars í greininni, og svo þær nýlegu niðurstöður í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá september 2002, sem sýnir stóraukna aðsókn til allra þátta heilbrigðisþjónustunnar á tímabilinu 1997-2001. Í grein Rúnars og Guðrúnar er greint frá rannsóknarniðurstöðum varðandi hamlandi áhrif á aðsókn til heilbrigðisþjónustu hjá nokkrum þjóðfélagshópum, en sú grein er byggð á rannsókn Landlæknisembættisins frá 2001 varðandi aðgang að heilbrigðisþjónustu eftir Rúnar, Ólaf Ólafsson, Jóhann Ágúst Sigurðsson og Tryggva Þór Herbertsson.
Þar kemur í ljós að meðalútgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu er u.þ.b. 2,3% af tekjum, en fer í 5,3% hjá láglaunafólki, sem er langhæsta útgjaldahlutfall allra þjóðfélagshópa. Hér er um fólk að ræða, sem hefur undir 1500 þús. kr. í heimilistekjur. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að þetta tekjulága fólk geti notið endurgreiðslna kostnaðar frá Tryggingastofnun, sem nemur allt að 90% af heilbrigðisútgjöldum þess. Úrræðin eru því fyrir hendi og hafa verið til í meira en áratug.
Fram hefur komið í rannsóknum Dr. Rúnars Vilhjálmssonar að sjúklingar nýta sér þessi úrræði, svo sem afsláttarkortin, sérstöku greiðslureglurnar og aðrar ívilnandi reglur afar mismunandi eftir félagslegri stöðu. Þetta gerist þrátt fyrir að sé nánast regla að heilbrigðisstarfsmenn veki athygli sjúklinga á réttinum til afsláttarkorta og þótt greiðslureglur og aðrar ívilnandi reglur hafi margsinnis hafi verið kynntar fyrir einstaklingum og samtökum sem hafa innan sinna vébanda tekjulægri hópa samfélagsins. Ráðuneytið fór til dæmis í samvinnu við ASÍ fyrir u.þ.b. tveimur árum til að gera átak til að kynna þennan endurgreiðslumöguleika, en því miður varð lítil breyting á. Ef til vill verður þessi umræða til að vekja enn athygli á þessum möguleika, en sennilega má betur ef duga skal.
Rétt er að taka fram að skv. skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2002 um rekstur heilsugæslunnar í Reykjavík kemur fram, að aðsókn á alla þætti heilbrigðisþjónustunnar á tímabilinu 1997-2001 hefur aukist svo um munar. Skv. skýrslunni jókst aðsókn:
- til heilsugæslunnar í Reykjavík um 9%
- til sérfræðilækna um 16%
- til bráðamóttöku LSH 25%
- til Læknavaktar um 100%
Þessar tölur um aðsókn til heilbrigðisþjónustunnar sýna að vart sé nokkur sá afgerandi áhrifaþáttur sem valdi því að hægt sé að tala um að það „bitni“ á aðgengi að þjónustunni.
Annað mál er það, að hin gagnmerka rannsókn sem lýst var í grein Rúnars og Guðrúnar, hefur sýnt fram á ýmsa þætti sem varða einstaka þjóðfélagshópa sem hamlar eðlilegri aðsókn þeirra til heilbrigðisþjónustu. Þar kemur greinilega ýmislegt annað til en kostnaðarástæður, eins og greinin ber með sér.“
Jón Kristjánsson vildi „undirstrika að áhrifin eru bundin við tiltekna hópa. Skólafólk fellir oft niður heimsóknir til læknis, sama gildir um fráskilda. Þeir sem eiga í fjárhagserfiðleikum, eru bundnir af vinnu á, eða utan heimilis, fresta líka oftar heimsókn til lækna. Langveikir fresta oftar læknisheimsóknum, en annars gildir að þeir sem njóta afsláttarkorta fresta síður læknisheimsóknum. Þetta eru hinar almennu niðurstöður úr nýjustu rannsóknunum á þessu sviði.
Heilbrigðismálaráðuneytið hefur með eftirfarandi hætti reynt að koma til móts við þá hópa sem hugsanlega fella niður heimsóknir til lækna af fjárhagsástæðum:
- gjöld fyrir læknisþjónustu barna er haldið mjög lágum
- gjöld fyrir aldraða og öryrkja er haldið mjög lágum
- afsláttarþökum fyrir þessa hópa er haldið mjög lágum
- afsláttarþökum hefur almennt verið haldið lágum
- sérstakar ívilnandi greiðslureglur vegna umtalsverðs
- kostnaðar við læknishjálp, lyf og þjálfunarkostnað, sem skilyrtar eru af fjölskyldumtekjum, hafa verið rýmkaðar verulega - nú síðast um nýliðin áramót.“
Af þessu má sjá að Framsóknarflokknum einum er best treystandi til að vinna að framþróunn í heilbrigðismálum enda stendur hann fyrir stöðugum umbótum á samfélaginu og Framsóknarstefnan hefur ætíð sett fólk og velferð þess í öndvegi.
Jón Kristjánsson byrjaði að gera grein fyrir að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hafi almennt talað aukist frá því fyrir 15 árum og það væri rétt því hjá ágætum fræðimanni, Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor, við Háskóla Íslands. „Hins vegar verði að hafa allan varann á þegar um er að ræða athuganir yfir svo langt tímabil sem hér um ræðir. Hafa verði hugfast að hlutur sjúklinga í greiðslum vegna læknisþjónustu breytist mjög mismunandi eftir því hvaða þjónustu við erum að ræða um. Á mælikvarða neysluverðsvísitölu sem hækkaði frá mars 1997 og til desember 2003 um tæplega 29% þá lækkaði til að mynda tilkostnaður sjúklinga við heimsókn til heimilislæknis og var þá 94% af því sem hann var í mars 1997. Hlutur sjúklings í greiðslum fyrir heilsugæslu almennt hafði hins vegar aukist á sama tímabili um rúmlega 31% samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og eins og fram hefur komið opinberlega áður hækkaði hlutur sjúklinga í kostnaði við heimsókn til sérfræðilækna mun meira á sama tímabili.
Annar mælikvarði á að meta útgjöld sjúklinga er að skoða hlutfallslega skiptingu útgjalda við komu til sérfræðilækna milli sjúklings og Tryggingastofnunar ríkisins. Árið 1998 greiddi sjúklingurinn að meðaltali 40,8% af kostnaði við komu til sérfræðilæknis en Tryggingastofnun 59,2%. Á árinu 1999 var skiptingin 33,3% á sjúkling en 66,7% á TR, á árinu 2000 hafði hlutfallstala sjúklingsins lækkað í 29,9% en hlutur TR að sama skapi aukist í rúmlega 70 af hundraði, hlutfallsgreiðsla sjúklings í meðalkomunni lækkaði enn á árinu 2001 í 29,4% og á árinu 2002 hækkaði hlutur sjúklings svo aftur og varð að meðaltali 31,4% við komu til sérfræðilæknis en hlutur TR 68,6%. Þetta þýðir að á sama tíma og meðalkostnaður við komu til sérfræðilæknis fór samtals úr kr. 4.594 í tæplega kr. 6000, þá lækkaði hlutur sjúklings í krónum talið. Tryggingastofnun ríkisins var með öðrum orðum látin bera aukningu kostnaðarins.
Hér er miðað við árið 1997 og til dagsins í dag til að gefa vísbendingu um breytingar á kostnaði sjúklings þar sem aðstæður nú og fyrir 15 árum eru mjög ólíkar. Almennt má segja um samanburð kostnaðar sjúklinga við heilbrigðisþjónustu að þegar talað er um mismunandi landslag í samanburði til svo langs tíma eins og hér um ræðir, þá er átt við að læknisfræðin og sú þjónusta sem þar er veitt, er gjörbreytt frá því sem áður var og fólk er í stórum stíl farið að taka kostnaðarlegan þátt í læknisaðgerðum á stofum lækna sem áður voru einungis framkvæmdar á sjúkrahúsum.
Tæknilegar framfarir í læknisfræði hafa það í för með sér að aðgerðir flytjast út af sjúkrahúsunum í miklum mæli, þannig að sjúklingarnir eiga kost á miklu fjölbreyttari þjónustu en áður var, án þess að þurfa að leggjast á sjúkrahús. Það segir sig sjálft að kostnaður sjúklinga eykst í kjölfarið, því samfara læknisaðgerðunum sjálfum er boðið upp á sífellt flóknari og nákvæmari röntgen- og rannsóknargreiningu heldur en áður var, sem áður voru að stórum hluta einungis mögulegar á sjúkrahúsum. Þá er ógetið um ný og sífellt dýrari lyf, sem valda sífelldri útgjaldaþenslu svo sem sjúklingar verða varir við. Þegar litið er á tímabilið 1987 - 2001 sést að heilbrigðisútgjöld hafa hækkað um 276%, meðan heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa hækkað á sama tímabili um 316 %. Verg landsframleiðsla hækkaði á tímabilinu um 258%, sem segir að hlutur heilbrigðisútgjaldanna þar af hafi hækkað á tímabilinu eða um tæp 5%.
Heilbrigðisútgjöld heimilanna sem hluti af heildarútgjöldum til heilbrigðismála hækkuðu um 36%, sem er svipað og hækkun heilbrigðisútgjalda á föstu verðlagi á þessu tímabili. Þegar tekið er tillit til fjölgunar þjóðarinnar sést hins vegar að hækkun heilbrigðisútgjalda á mann nemur tæplega 20%. Samanburður á þessu sviði til lengri tíma ber eins og áður sagði að taka með öllum fyrirvörum þar sem margs er að gæta og ytri breytingar verða til þess að ekki er hægt að rýna í tölur einar og sér.“
Jóhann spurði ráðherra einnig hvort að hann telji rétt að gild rök megi færa fyrir því að útgjöld sjúklinga hér á landi séu þegar komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að heilbrigðis-þjónustunni, sbr. niðurstöðu greinar Rúnars Vilhjálmssonar og Guðrúnar V. Sigurðardóttur um bein útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðisþjónustu í 1. tbl. Læknablaðsins 2003?
Jón Kristjánsson svaraði því til, að „niðurstöður greinarhöfunda þess efnis að útgjöld sjúklinga séu komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að þjónustunni, kæmu nokkuð á óvart miðað við þær almennu rannsóknarniðurstöður sem birtast annars í greininni, og svo þær nýlegu niðurstöður í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá september 2002, sem sýnir stóraukna aðsókn til allra þátta heilbrigðisþjónustunnar á tímabilinu 1997-2001. Í grein Rúnars og Guðrúnar er greint frá rannsóknarniðurstöðum varðandi hamlandi áhrif á aðsókn til heilbrigðisþjónustu hjá nokkrum þjóðfélagshópum, en sú grein er byggð á rannsókn Landlæknisembættisins frá 2001 varðandi aðgang að heilbrigðisþjónustu eftir Rúnar, Ólaf Ólafsson, Jóhann Ágúst Sigurðsson og Tryggva Þór Herbertsson.
Þar kemur í ljós að meðalútgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu er u.þ.b. 2,3% af tekjum, en fer í 5,3% hjá láglaunafólki, sem er langhæsta útgjaldahlutfall allra þjóðfélagshópa. Hér er um fólk að ræða, sem hefur undir 1500 þús. kr. í heimilistekjur. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að þetta tekjulága fólk geti notið endurgreiðslna kostnaðar frá Tryggingastofnun, sem nemur allt að 90% af heilbrigðisútgjöldum þess. Úrræðin eru því fyrir hendi og hafa verið til í meira en áratug.
Fram hefur komið í rannsóknum Dr. Rúnars Vilhjálmssonar að sjúklingar nýta sér þessi úrræði, svo sem afsláttarkortin, sérstöku greiðslureglurnar og aðrar ívilnandi reglur afar mismunandi eftir félagslegri stöðu. Þetta gerist þrátt fyrir að sé nánast regla að heilbrigðisstarfsmenn veki athygli sjúklinga á réttinum til afsláttarkorta og þótt greiðslureglur og aðrar ívilnandi reglur hafi margsinnis hafi verið kynntar fyrir einstaklingum og samtökum sem hafa innan sinna vébanda tekjulægri hópa samfélagsins. Ráðuneytið fór til dæmis í samvinnu við ASÍ fyrir u.þ.b. tveimur árum til að gera átak til að kynna þennan endurgreiðslumöguleika, en því miður varð lítil breyting á. Ef til vill verður þessi umræða til að vekja enn athygli á þessum möguleika, en sennilega má betur ef duga skal.
Rétt er að taka fram að skv. skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2002 um rekstur heilsugæslunnar í Reykjavík kemur fram, að aðsókn á alla þætti heilbrigðisþjónustunnar á tímabilinu 1997-2001 hefur aukist svo um munar. Skv. skýrslunni jókst aðsókn:
- til heilsugæslunnar í Reykjavík um 9%
- til sérfræðilækna um 16%
- til bráðamóttöku LSH 25%
- til Læknavaktar um 100%
Þessar tölur um aðsókn til heilbrigðisþjónustunnar sýna að vart sé nokkur sá afgerandi áhrifaþáttur sem valdi því að hægt sé að tala um að það „bitni“ á aðgengi að þjónustunni.
Annað mál er það, að hin gagnmerka rannsókn sem lýst var í grein Rúnars og Guðrúnar, hefur sýnt fram á ýmsa þætti sem varða einstaka þjóðfélagshópa sem hamlar eðlilegri aðsókn þeirra til heilbrigðisþjónustu. Þar kemur greinilega ýmislegt annað til en kostnaðarástæður, eins og greinin ber með sér.“
Jón Kristjánsson vildi „undirstrika að áhrifin eru bundin við tiltekna hópa. Skólafólk fellir oft niður heimsóknir til læknis, sama gildir um fráskilda. Þeir sem eiga í fjárhagserfiðleikum, eru bundnir af vinnu á, eða utan heimilis, fresta líka oftar heimsókn til lækna. Langveikir fresta oftar læknisheimsóknum, en annars gildir að þeir sem njóta afsláttarkorta fresta síður læknisheimsóknum. Þetta eru hinar almennu niðurstöður úr nýjustu rannsóknunum á þessu sviði.
Heilbrigðismálaráðuneytið hefur með eftirfarandi hætti reynt að koma til móts við þá hópa sem hugsanlega fella niður heimsóknir til lækna af fjárhagsástæðum:
- gjöld fyrir læknisþjónustu barna er haldið mjög lágum
- gjöld fyrir aldraða og öryrkja er haldið mjög lágum
- afsláttarþökum fyrir þessa hópa er haldið mjög lágum
- afsláttarþökum hefur almennt verið haldið lágum
- sérstakar ívilnandi greiðslureglur vegna umtalsverðs
- kostnaðar við læknishjálp, lyf og þjálfunarkostnað, sem skilyrtar eru af fjölskyldumtekjum, hafa verið rýmkaðar verulega - nú síðast um nýliðin áramót.“
Af þessu má sjá að Framsóknarflokknum einum er best treystandi til að vinna að framþróunn í heilbrigðismálum enda stendur hann fyrir stöðugum umbótum á samfélaginu og Framsóknarstefnan hefur ætíð sett fólk og velferð þess í öndvegi.
fimmtudagur, mars 11, 2004
Fólk í fyrirrúmi: „Íbúðabréf — grundvöllur traustari verðmyndunnar á verðbréfamarkaði.“
Árni Magnússon, félagsamálaráðherra, hefur fengið samþykkt í ríkisstjórnin að lagt verður fram á Alþingi frumvarp er hefur að markmiði að í stað húsbréfa og húsnæðisbréfa verða gefin út íbúðabréf. Þessi breyting mun auka hagkvæmni fjármögnunar, sníða af helstu agnúa sem eru á núverandi útgáfu og skapa grundvöll fyrir traustri verðmyndun á verðbréfamarkaði. Stefnt að því að bæta hag lántakenda sjóðsins bæði með lægri fjármögnunarkostnaði og minni áhættu í tengslum við fasteignaviðskipti, en íbúðalán verða greidd út í peningum og áhrif affalla við sölu verðbréfa verði þar með úr sögunni. Samkvæmt tillögunum munu lánin bera vexti í samræmi við ávöxtunarkröfu hverju sinni. Frumvarpið miðar að því að auka seljanleika íbúðabréfa á verðbréfamarkaði en líkur eru á því að ávöxtunarkrafa fjárfesta lækki vegna þessa. Ef svo verður, getur Íbúðalánasjóður lækkað vexti á útlánum sínum til lántakenda. Væntingar eru því um að framangreindar breytingar hafi í för með sér lækkun fjármögnunarkostnaðar lántakenda og dragi úr umsýslukostnaði Íbúðalánasjóðs.
Gert er ráð fyrir að íbúðabréf verði verðtryggð jafngreiðslubréf með fjórum endurgreiðslum á ári. Jafngreiðslubréf eru þekkt skuldabréfaform alls staðar í heiminum og ættu því að falla að öllum kerfum sem í dag eru notuð í tengslum við verðbréfaviðskipti. Stefnt er að því að íbúðabréf verði gefin út í fáum flokkum sem verði opnir allan líftímann og verði stórir og því markaðshæfir á alþjóðlegum markaði. Til að flýta fyrir að íbúðabréf verði markaðshæf verður eigendum húsbréfa og húsnæðisbréfa boðið að skipta þeim fyrir íbúðabréf og að haldin verði skiptiútboð. Unnið er að útfærslu skiptiútboða og verður útfærslan kynnt síðar. Miðað verði við markaðskjör í skiptum, að teknu tilliti til áhættu útgefandans. Stjórn Íbúðalánasjóðs áformar að fá sérfróðan aðila til aðstoðar við framkvæmd skiptanna. Gert er ráð fyrir því að breytingin geti tekið gildi 1. júlí 2004, en að útboð á íbúðabréfum hefjist eftir 15. apríl 2004.
Framsóknarflokknum einum er best treystandi til að vinna að viðlíka málum enda stendur hann fyrir stöðugum umbótum á samfélaginu og Framsóknarstefnan hefur ætíð sett fólk og velferð þess í öndvegi.
Gert er ráð fyrir að íbúðabréf verði verðtryggð jafngreiðslubréf með fjórum endurgreiðslum á ári. Jafngreiðslubréf eru þekkt skuldabréfaform alls staðar í heiminum og ættu því að falla að öllum kerfum sem í dag eru notuð í tengslum við verðbréfaviðskipti. Stefnt er að því að íbúðabréf verði gefin út í fáum flokkum sem verði opnir allan líftímann og verði stórir og því markaðshæfir á alþjóðlegum markaði. Til að flýta fyrir að íbúðabréf verði markaðshæf verður eigendum húsbréfa og húsnæðisbréfa boðið að skipta þeim fyrir íbúðabréf og að haldin verði skiptiútboð. Unnið er að útfærslu skiptiútboða og verður útfærslan kynnt síðar. Miðað verði við markaðskjör í skiptum, að teknu tilliti til áhættu útgefandans. Stjórn Íbúðalánasjóðs áformar að fá sérfróðan aðila til aðstoðar við framkvæmd skiptanna. Gert er ráð fyrir því að breytingin geti tekið gildi 1. júlí 2004, en að útboð á íbúðabréfum hefjist eftir 15. apríl 2004.
Framsóknarflokknum einum er best treystandi til að vinna að viðlíka málum enda stendur hann fyrir stöðugum umbótum á samfélaginu og Framsóknarstefnan hefur ætíð sett fólk og velferð þess í öndvegi.
fimmtudagur, mars 04, 2004
Fólk í fyrirrúmi: „Sérstakar húsaleigubætur.“
Reglur um sérstakar húsaleigubætur Reykjavíkurborgar fyrir fólk sem býr við húsnæðisvanda og við mjög erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður tóku gildi þann 1. mars s.l. En félagsmálaráð Reykjavíkur samþykkti í upphafi ársins nýjar reglur þar sem er lögð áhersla á heildstæða húsnæðisráðgjöf sem tekur tillit til aðstæðna og þarfa hvers og eins. Sérstökum húsaleigubótum er ætlað að vera fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu á almennum markaði, umfram almennar húsaleigubætur, og munu bæturnar verða reiknaðar sem hlutfall af húsleigubótum eða fyrir hverjar kr. 1.000 fær leigjandi kr. 1.300 í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei verið meiri en kr. 50.ooo né farið yfir 75% af leigufárhæð.
Þessum nýju reglum ber að fagna og eru þær mjög í anda Framsóknarstefnunnar, þ.e. fólk í fyrirrúmi, þar sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á manngildi ofar auðgildi og að hver og einn hafi sama rétt til grundvallarlífskjara óháð efnahags og heilsu. Þetta er skref í rétta átt, og það var brýnt að koma til móts við fólk í mjög erfiðum félagslegum aðstæðum og Framsóknarflokknum er best treystandi í samstarfi með öðrum til að vinna að slíkum umbótum á samfélaginu. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.
Þessum nýju reglum ber að fagna og eru þær mjög í anda Framsóknarstefnunnar, þ.e. fólk í fyrirrúmi, þar sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á manngildi ofar auðgildi og að hver og einn hafi sama rétt til grundvallarlífskjara óháð efnahags og heilsu. Þetta er skref í rétta átt, og það var brýnt að koma til móts við fólk í mjög erfiðum félagslegum aðstæðum og Framsóknarflokknum er best treystandi í samstarfi með öðrum til að vinna að slíkum umbótum á samfélaginu. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.
mánudagur, mars 01, 2004
Össur Skarphéðinsson: „Þessi niðurstaða var umdeild á meðal fræðimanna.“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, ásamt tindátum sínum í þingflokknum, ætlar sér á næstu dögum að mæla fyrir þingsályktun um könnun á framkvæmd samningsins um evrópskt efnahagssvæði. Það á sem sé að skipa nefnd sérfræðinga til að kanna hvort að framkvæmd samningsins rúmist innan 21. gr. stjórnarskrárinnar, henda hafi málið allt verið umdeilt á meðal fræðimanna og þróunin, ásamt allri framkvæmd, orðið á þann veg að ekki sé lengur við unað. Alþingi skal því hlutast fyrir rannsókn á málinu, enda lýðveldið undir að mati flutningsmanna. Í samningnum er gert ráð fyrir að taka yfir 80% af öllum reglum Evrópusambandsins, og það hefur í sjálfu sér ekki breyst, en Össur fullyrðir að allt umfang sé orðið mun meira en hann hafi gert ráð fyrir í upphafi. Einnig telur Össur í dag neitunarvald vera óvirkt, pólitískt sé ógerlegt að neita að staðfesta gerðir frá ESB, enda þýðir það í raun uppsögn á EES-samningnum á því sviði. Jafnframt telur Össur að dómstólar hafi gengið lengra en góðu hófi gengur og að grundvallarsjónarmið um fullveldi Íslands séu í hættu.
Öflugur liðsmaður í liði Össurar á sínum tíma var Jón Baldvin Hannibalsson og er eftir honum haft daginn sem samningurinn var undirritaður í Óportó í Portúgal þann 2. maí 1992: „Ég átti alltaf von á því að menn yrðu tortryggnir og fullir efasemda til að byrja með en ég hef gert ráð fyrir því að þeim efasemdum verði eytt, alveg eins og gerðist þegar við gerðumst aðilar að EFTA árið 1970. Þá voru höfð uppi stór orð um að þetta væru endalok íslensks sjálfstæðis en það var að sjálfsögðu allt á misskilningi byggt. Það mun einnig koma á daginn hvað varðar þennan samning.“ Jafnframt sagði Jón Baldvin að samningurinn væri svo víðtækur að hann auðveldar ríkjum samningsgerð um það sem eftir er við ESB. — Hvað hefur nú breyst í kolli Össurar fyrst að ljóst var í upphafi að samningurinn „væri svo víðtækur,“ en að öllum „efasemdum verði eytt“ og að „endalok íslensks sjálfstæðis“ væri misskilningur einn.
Fjórmenningarnefnd fræðimanna sem var skipuð að Jóni Baldvin í apríl mánuði 1992 skilaði niðurstöðum sínum 7. júlí sama ár og komst að þeirra niðurstöðu að Óportó samningurinn í engu bryti gegn stjórnarskrá, hvorki ein sér né saman og því engin þörf á að breyta henni fyrir lögfestingu samningsins. Í engu gæti heldur, mat fjórmenninganna, dómstólar taldir ósjálfstæðir enda fordæmi fyrir að á takmörkuðum sviðum sé lagt til að grundvallar það sem er ákveðið af erlendum stjórnvöldum eða dómstólum, slíkar undanþágur rúmuðust innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þessi niðurstaða var gagnrýnd m.a. af dr. Guðmundi Alfreðssyni er sagði að „þótt góðir menn hafi setið í sérfræðinganefndinni geta þeir ekki búið til ný stjórnarskrárákvæði eða lagað til önnur, þannig að þau henti niðurstöðunum. [...] og svo um útvíkkunina á 2. gr. stjórnarskrárinnar, þannig að hún nái til yfirþjóðlegra framkvæmdavaldshafa og dómstóla. Þessar kenningar þeirra eru athyglisverðar, en þær eiga sér engar stoðir í stjórnarskránni sjálfri, í framkvæmd hennar til þessa eða í ritum fræðimanna um íslenskan stjórnskipunarrétt. Það þarf að breyta stjórnarskránni til þess að koma þeim í framkvæmd.“
Það er íhugunarefni hvort að Össur hafi komið þessari gagnrýni á þeim tíma fyrir á öskuhögum sögunnar með gamla Alþýðuflokknum, en með nýrri kennitölu og nýju nafni, Fylkingin, sé nú hægt að koma fram sem hrein mey, án fortíðar. Getur stjórnmálaafl verið trúverðugt, sem kemur fram með mál fyrir Alþingi Íslendinga líkt og hér að ofan greinir og telur núna allt í voða. Niðurstaðan var að „engir þættir samningsins á sviði löggjafarvalds, dómsvalds eða framkvæmdavalds brjóti í bága við stjórnarskrána. Í því fellst raunar að ekki er um að ræða neinar óheimilar eða ólöglegar takmarkanir á fullveldi landsins,“ að mati fjórmenninganefndarinnar.
Þeirri spurningu hvort að ástæða sé til „að kanna hvort að framkvæmd samningsins rúmist innan 21. gr. stjórnarskrárinnar, henda hafi málið allt verið umdeilt á meðal fræðimanna og þróunin, ásamt allri framkvæmd, orðið á þann veg að ekki sé lengur við unað,“ var svarað af Þór Vilhjálmssyni, einum fjórmenninganna, 7. júlí 1992: „Það er engin ástæða til þess, að því er ég tel, að vefengja störf manna, sem vinna sem sérfræðingar að svona máli.“ Allt málið var því talið afgreitt af stjórnvöldum, sem Össur var fulltrúi fyrir, og niðurstaða fjórmenninganna fullnægjandi.
Öflugur liðsmaður í liði Össurar á sínum tíma var Jón Baldvin Hannibalsson og er eftir honum haft daginn sem samningurinn var undirritaður í Óportó í Portúgal þann 2. maí 1992: „Ég átti alltaf von á því að menn yrðu tortryggnir og fullir efasemda til að byrja með en ég hef gert ráð fyrir því að þeim efasemdum verði eytt, alveg eins og gerðist þegar við gerðumst aðilar að EFTA árið 1970. Þá voru höfð uppi stór orð um að þetta væru endalok íslensks sjálfstæðis en það var að sjálfsögðu allt á misskilningi byggt. Það mun einnig koma á daginn hvað varðar þennan samning.“ Jafnframt sagði Jón Baldvin að samningurinn væri svo víðtækur að hann auðveldar ríkjum samningsgerð um það sem eftir er við ESB. — Hvað hefur nú breyst í kolli Össurar fyrst að ljóst var í upphafi að samningurinn „væri svo víðtækur,“ en að öllum „efasemdum verði eytt“ og að „endalok íslensks sjálfstæðis“ væri misskilningur einn.
Fjórmenningarnefnd fræðimanna sem var skipuð að Jóni Baldvin í apríl mánuði 1992 skilaði niðurstöðum sínum 7. júlí sama ár og komst að þeirra niðurstöðu að Óportó samningurinn í engu bryti gegn stjórnarskrá, hvorki ein sér né saman og því engin þörf á að breyta henni fyrir lögfestingu samningsins. Í engu gæti heldur, mat fjórmenninganna, dómstólar taldir ósjálfstæðir enda fordæmi fyrir að á takmörkuðum sviðum sé lagt til að grundvallar það sem er ákveðið af erlendum stjórnvöldum eða dómstólum, slíkar undanþágur rúmuðust innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þessi niðurstaða var gagnrýnd m.a. af dr. Guðmundi Alfreðssyni er sagði að „þótt góðir menn hafi setið í sérfræðinganefndinni geta þeir ekki búið til ný stjórnarskrárákvæði eða lagað til önnur, þannig að þau henti niðurstöðunum. [...] og svo um útvíkkunina á 2. gr. stjórnarskrárinnar, þannig að hún nái til yfirþjóðlegra framkvæmdavaldshafa og dómstóla. Þessar kenningar þeirra eru athyglisverðar, en þær eiga sér engar stoðir í stjórnarskránni sjálfri, í framkvæmd hennar til þessa eða í ritum fræðimanna um íslenskan stjórnskipunarrétt. Það þarf að breyta stjórnarskránni til þess að koma þeim í framkvæmd.“
Það er íhugunarefni hvort að Össur hafi komið þessari gagnrýni á þeim tíma fyrir á öskuhögum sögunnar með gamla Alþýðuflokknum, en með nýrri kennitölu og nýju nafni, Fylkingin, sé nú hægt að koma fram sem hrein mey, án fortíðar. Getur stjórnmálaafl verið trúverðugt, sem kemur fram með mál fyrir Alþingi Íslendinga líkt og hér að ofan greinir og telur núna allt í voða. Niðurstaðan var að „engir þættir samningsins á sviði löggjafarvalds, dómsvalds eða framkvæmdavalds brjóti í bága við stjórnarskrána. Í því fellst raunar að ekki er um að ræða neinar óheimilar eða ólöglegar takmarkanir á fullveldi landsins,“ að mati fjórmenninganefndarinnar.
Þeirri spurningu hvort að ástæða sé til „að kanna hvort að framkvæmd samningsins rúmist innan 21. gr. stjórnarskrárinnar, henda hafi málið allt verið umdeilt á meðal fræðimanna og þróunin, ásamt allri framkvæmd, orðið á þann veg að ekki sé lengur við unað,“ var svarað af Þór Vilhjálmssyni, einum fjórmenninganna, 7. júlí 1992: „Það er engin ástæða til þess, að því er ég tel, að vefengja störf manna, sem vinna sem sérfræðingar að svona máli.“ Allt málið var því talið afgreitt af stjórnvöldum, sem Össur var fulltrúi fyrir, og niðurstaða fjórmenninganna fullnægjandi.
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
„Við erum búin að vera að rembast við að reyna að lækka raforkuverð í 10 ár.“
Í síðustu viku kom fram í fjölmiðlum að „verð á rafmagni til íbúa á höfuðborgarsvæðinu gæti hækkað um fimmtung samkvæmt tillögum um breytingar á raforkuflutningi,“ eða svo var haft eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Fullyrti forstjórinn að þetta yrði niðurstaðan í tillögum nefndar Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á kostnaði við raforkuflutning í framhaldi af raforkulögum sem sett voru fyrir tæpu ári.
Markmiðið með kerfisbreytingunni á raforkuflutningi er að skilja hina ýmsu þætti raforkugeirans, s.s. samkeppnisrekstur frá sérleyfisrekstri, þ.e. einkum að koma á markaðskerfi fyrir orkuvinnslu. Samkvæmt raforkulögunum mun eitt hlutafélag sjá um flutning á raforku en orkufyrirtæki landsins munu halda áfram að framleiða og selja orkuna. „Ég yrði ekki hissa þó hann hækkaði um 20%,“ sagði forstjórinn og úr varð allsherjar áfall íbúa á suðvesturhorninu. Enn bætti hann í og fullyrti„við erum búin að vera að rembast við að reyna að lækka raforkuverð í 10 ár.“ Hver verður þá skýringin ef hitastig á Íslandi muni hækka eitthvað frekar?
Allt þetta uppnám verður að teljast með undarlegri frumhlaupum þegar skýrt er að beinar aðgerðir hins opinbera til að jafna dreifingarkostnað – hvort sem þær verða fjármagnaðar úr ríkissjóði eða með orkugjaldi – miða að því að lækka dreifbýlisskrár niður undir dýrustu þéttbýlisgjaldskrárarnar. Þetta mun kosta 1% hækkun hjá Reykvíkingum, en t.d. 1,5% hækkun hjá Orkubúi Vestfjarða og 1,4% hækkun hjá Norðurorku. Bíddu, hvað sagði nú forstjórinn aftur?
Markmiðið með kerfisbreytingunni á raforkuflutningi er að skilja hina ýmsu þætti raforkugeirans, s.s. samkeppnisrekstur frá sérleyfisrekstri, þ.e. einkum að koma á markaðskerfi fyrir orkuvinnslu. Samkvæmt raforkulögunum mun eitt hlutafélag sjá um flutning á raforku en orkufyrirtæki landsins munu halda áfram að framleiða og selja orkuna. „Ég yrði ekki hissa þó hann hækkaði um 20%,“ sagði forstjórinn og úr varð allsherjar áfall íbúa á suðvesturhorninu. Enn bætti hann í og fullyrti„við erum búin að vera að rembast við að reyna að lækka raforkuverð í 10 ár.“ Hver verður þá skýringin ef hitastig á Íslandi muni hækka eitthvað frekar?
Allt þetta uppnám verður að teljast með undarlegri frumhlaupum þegar skýrt er að beinar aðgerðir hins opinbera til að jafna dreifingarkostnað – hvort sem þær verða fjármagnaðar úr ríkissjóði eða með orkugjaldi – miða að því að lækka dreifbýlisskrár niður undir dýrustu þéttbýlisgjaldskrárarnar. Þetta mun kosta 1% hækkun hjá Reykvíkingum, en t.d. 1,5% hækkun hjá Orkubúi Vestfjarða og 1,4% hækkun hjá Norðurorku. Bíddu, hvað sagði nú forstjórinn aftur?
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Brotið blað í sögu náttúruverndar á Íslandi.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004–2008 á Alþingi í gær. En með samþykkt hennar ályktar Alþingi, með vísan til 65. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, að á næstu fimm árum skuli unnið að friðlýsingu fjórtán svæða á landinu til að stuðla að traustari vernd íslenskrar náttúru og framkvæmd alþjóðlegra samninga um náttúruvernd hér á landi. Jafnframt verði á tímabilinu unnið áfram að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Náttúruverndaráætluninni er ætlað að taka til eftirfarandi svæða: I. Fuglasvæði. II. Stækkun þjóðgarða. III. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. IV. Plöntusvæði, gróðurfar og jarðfræði.
Siv kom inn á að með gerð náttúruverndaráætlunar til fimm ára er brotið blað í sögu náttúruverndar á Íslandi. Með henni er lagður grundvöllur að markvissari verndun náttúru Íslands en áður hefur tíðkast. Náttúruverndaráætlun 2004–2008 markar fyrsta skrefið í þá átt að koma á fót skipulögðu neti verndarsvæða hér á landi sem byggist annars vegar á vísindalegum gagnagrunnum um náttúru Íslands og hins vegar á faglegu mati á verndargildi þeirra.
Hugmyndafræði náttúruverndar nú á tímum kristallast í nokkrum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að, ekki síst í Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu frá 1993 og alþjóðasamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992. Þessir samningar leggja sérstaka áherslu á skráningu, vernd og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, tegunda og búsvæða. Hverju aðildarríki ber að koma á fót neti verndarsvæða sem til samans tryggja lágmarksvernd líffræðilegrar fjölbreytni þess ríkis. Traustar upplýsingar um náttúrufar og náttúruminjar skulu liggja til grundvallar vali á hverju svæði og netið skal byggt upp skipulega þannig að hvert nýtt svæði sem bætist við netið auki heildarfjölbreytni náttúruminja sem njóta verndar.
Á Íslandi er um 90 ára hefð fyrir friðun einstakra náttúruminja, en íslenski hafarnarstofninn var friðlýstur með lögum um fuglafriðun í ársbyrjun 1914. Ef frá eru tekin landgræðslu- og skógræktarsvæði má rekja upphaf svæðisbundinnar náttúruverndar til 1928 þegar Þingvellir voru friðlýstir með sérlögum sem helgistaður allrar þjóðarinnar. Friðlýst svæði voru fá fram undir 1970 en fjölgaði mjög á áttunda áratugnum í kjölfar breytinga á lögum um náttúruvernd og eru nú 91 talsins.
Í náttúruverndaráætlun 2004–2008 er lagt til að unnið verði að verndun 14 svæða, þar sem tekið er tillit til mikilvægis þeirra fyrir náttúruvernd, aðstyðjandi ógna og óska heimamanna, en þó einnig með það að leiðarljósi að festa í sessi tiltekna aðferðafræði við svæðisbundna náttúruvernd sem uppfyllir skyldur Íslands á alþjóðavettvangi. Friðlýsing krefst töluverðrar undirbúningsvinnu ef tryggja á að hún skili árangri, hana þarf að vinna í sem mestri sátt við heimamenn og hún þarf að falla sem best að áætlunum um aðra landnotkun.
Vinna við friðlýsingu svæða sem eru á náttúruverndaráætlun 2004–2008 mun krefjast mikillar og náinnar samvinnu og samráðs við hagsmunaaðila. Við framkvæmd náttúruverndaráætlunar verður lögð áhersla á að kynning og samráð fari fram eins snemma í ferlinum og hægt er og að þeir aðilar sem teljast hafa sérstakra hagsmuna að gæta verði skilgreindir eins fljótt og auðið er. Þessari aðferðafræði er ætlað að stuðla að aðkomu hagsmunaaðila snemma í friðlýsingarferlinu og með því auka líkur á að sátt náist um friðlýsingu sem er grunnurinn að því að friðlýsingin nái þeim markmiðum sem að er stefnt.
Samkvæmt náttúruverndarlögum skal umhverfisráðherra leggja náttúruverndaráætlun fyrir Alþingi eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Náttúruverndaráætlun mun verða í stöðugri þróun hjá Umhverfisstofnun, m.a. vegna friðlýsinga einstakra svæða, tillagna sveitarfélaga og fagstofnana um ný svæði, í ljósi nýrra rannsókna og skuldbindinga vegna hugsanlegra staðfestinga á alþjóðasamningum sem Ísland kann að gerast aðili að. Umhverfisráðherra mun leggja næst fram náttúruverndaráætlun í síðasta lagi árið 2008 fyrir tímabilið 2009–2013.
Siv kom inn á að með gerð náttúruverndaráætlunar til fimm ára er brotið blað í sögu náttúruverndar á Íslandi. Með henni er lagður grundvöllur að markvissari verndun náttúru Íslands en áður hefur tíðkast. Náttúruverndaráætlun 2004–2008 markar fyrsta skrefið í þá átt að koma á fót skipulögðu neti verndarsvæða hér á landi sem byggist annars vegar á vísindalegum gagnagrunnum um náttúru Íslands og hins vegar á faglegu mati á verndargildi þeirra.
Hugmyndafræði náttúruverndar nú á tímum kristallast í nokkrum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að, ekki síst í Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu frá 1993 og alþjóðasamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992. Þessir samningar leggja sérstaka áherslu á skráningu, vernd og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, tegunda og búsvæða. Hverju aðildarríki ber að koma á fót neti verndarsvæða sem til samans tryggja lágmarksvernd líffræðilegrar fjölbreytni þess ríkis. Traustar upplýsingar um náttúrufar og náttúruminjar skulu liggja til grundvallar vali á hverju svæði og netið skal byggt upp skipulega þannig að hvert nýtt svæði sem bætist við netið auki heildarfjölbreytni náttúruminja sem njóta verndar.
Á Íslandi er um 90 ára hefð fyrir friðun einstakra náttúruminja, en íslenski hafarnarstofninn var friðlýstur með lögum um fuglafriðun í ársbyrjun 1914. Ef frá eru tekin landgræðslu- og skógræktarsvæði má rekja upphaf svæðisbundinnar náttúruverndar til 1928 þegar Þingvellir voru friðlýstir með sérlögum sem helgistaður allrar þjóðarinnar. Friðlýst svæði voru fá fram undir 1970 en fjölgaði mjög á áttunda áratugnum í kjölfar breytinga á lögum um náttúruvernd og eru nú 91 talsins.
Í náttúruverndaráætlun 2004–2008 er lagt til að unnið verði að verndun 14 svæða, þar sem tekið er tillit til mikilvægis þeirra fyrir náttúruvernd, aðstyðjandi ógna og óska heimamanna, en þó einnig með það að leiðarljósi að festa í sessi tiltekna aðferðafræði við svæðisbundna náttúruvernd sem uppfyllir skyldur Íslands á alþjóðavettvangi. Friðlýsing krefst töluverðrar undirbúningsvinnu ef tryggja á að hún skili árangri, hana þarf að vinna í sem mestri sátt við heimamenn og hún þarf að falla sem best að áætlunum um aðra landnotkun.
Vinna við friðlýsingu svæða sem eru á náttúruverndaráætlun 2004–2008 mun krefjast mikillar og náinnar samvinnu og samráðs við hagsmunaaðila. Við framkvæmd náttúruverndaráætlunar verður lögð áhersla á að kynning og samráð fari fram eins snemma í ferlinum og hægt er og að þeir aðilar sem teljast hafa sérstakra hagsmuna að gæta verði skilgreindir eins fljótt og auðið er. Þessari aðferðafræði er ætlað að stuðla að aðkomu hagsmunaaðila snemma í friðlýsingarferlinu og með því auka líkur á að sátt náist um friðlýsingu sem er grunnurinn að því að friðlýsingin nái þeim markmiðum sem að er stefnt.
Samkvæmt náttúruverndarlögum skal umhverfisráðherra leggja náttúruverndaráætlun fyrir Alþingi eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Náttúruverndaráætlun mun verða í stöðugri þróun hjá Umhverfisstofnun, m.a. vegna friðlýsinga einstakra svæða, tillagna sveitarfélaga og fagstofnana um ný svæði, í ljósi nýrra rannsókna og skuldbindinga vegna hugsanlegra staðfestinga á alþjóðasamningum sem Ísland kann að gerast aðili að. Umhverfisráðherra mun leggja næst fram náttúruverndaráætlun í síðasta lagi árið 2008 fyrir tímabilið 2009–2013.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)