föstudagur, maí 07, 2004

Menntun fyrir alla.

Þjóðir heims eiga langt í land með að ná því markmiði að allir njóti einhverrar skólagöngu árið 2015 og að unninn verði bugur á ólæsi. Hér eru nokkrar staðreyndir:

• 860 milljónir jarðarbúa eru ólæsir.
• 70% þeirra búa í níu fjölmennustu ríkjum heims: Bangladess, Brasilíu, Kína, Egyptalandi, Indónesíu, Mexíkó, Nígeríu og Pakistan.
• Börnum (6-11 ára) fjölgar um 10 milljónir á ári sem sækja skóla.
• 113 milljónir barna ganga ekki í skóla og 97% þeirra búa í þróunarríkjunum.
• 60% þessara barna eru stúlkur.
• Læsi fullorðinna hefur aukist um 85% hjá körlum og 74% hjá konum.
• Hvert ár í skóla til viðbótar er talið auka laun mann um 6%.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞÍ) helgar í nýlegu riti sínu umfjöllun um menntun, fræðslu og þekkingarmiðlun meðal fólks í þeim þróunarlöndum sem Íslendingar starfa í. Margar fróðlegar greinar eru í ritinu og eru höfundar aðallega starfsmenn ÞÍ, auk Þorvalds Gylfasonar prófessors við Háskóla Íslands. Hugmyndum manna til þróunarmála er ágætlega mjötluð í þessum orðum Þorvalds: „Afstaða manna til þróunarhjálpar hefur tekið talsverðum breytingum í tímans rás. Það starfar af því, að fengin reynsla hefur kennt mönnum að skipta um skoðun.“

Hvað gerir spillt einræðisstjórn við hjálparfé? Svarið við þessari lykilspurningu varðandi meðhöndlun hjálparfés hefur leitt íslensk stjórnvöld á þá braut að skilyrða aðstoð sína og vanda til vals á verkefnum, enda nýtist hjálparfé þannig best. Samstarfslöndin eru nú fjögur og öll í Afríku, þ.e. Namibía, Malaví, Mósambík og Úganda.

Engin ummæli: