fimmtudagur, desember 11, 2003

Gæði verkefna til atvinnusköpunar skipta ekki máli, það er MAGNIÐ?

Kristján L. Möller, alþingismaður, kemur enn og aftur fram með eina af sínum margfrægu fyrirspurnum á Alþingi, hvert málið á fætur öðru er tekið fyrir og ekkert skal undanskilið, því ráðamönnum þjóðarinnar er gert að kafa svo langt aftur að ekki má treysta minni elstu manna.

Nýjasta fyrirspurn Kristjáns snýr að atvinnusköpun frá upphafi, tilgreina skal umfangið eftir verðlagi hvers árs og eins til núvirðis. Auk þess skal ekki síst tilgreina hverjir hafi notið úthlutana og hvernig þær hafi skipist eftir sveitarfélögum. Hvernig ætli Ingólfur Arnarson hafi nú annars hagað atvinnusköpun sinni árið 875, og er ekki síður mikilvægt að vita fjárhæðirnar á verðlagi dagsins í dag.

Nákvæmlega hljóðar fyrirspurn Kristjáns svo: 1. Hve háum fjárhæðum hefur verið varið árlega til „Átaks til atvinnusköpunar“ frá upp hafi, annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á núvirði? 2. Hverjir hafa notið þessara úthlutana og hvernig skiptast þær eftir sveitarfélögum og hin um nýju kjördæmum? – Skriflegt svar óskast.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði nú verið þakklát Kristjáni hefði hann lagt til einhverjar krónur til að vinna að slíkri heimildarvinnu líkt og þingmaðurinn kallar hér eftir. Þess sá ekki stað í umræðu um fjárlögin og ekki gat ráðherra gert ráð fyrir jafn umfangsmikilli fyrirspurn líkt og sá annars ágætur þingmaður, Kristján L. Möller, leggur hér fram.

Það vekur athygli að Kristján L. Möller vill eyrnamerkja í héröð greidd framlög til atvinnusköpunar, óháð því hversu góðar tillögurnar eru, það er magnið, ekki gæðin, sem er lykilatriðið hjá fylkingarmönnum.

Engin ummæli: