Samkvæmt fréttaskeytum AP ætla Taílendingar að auka hreinlæti á almenningsklósettum í landinu svo þau standist alþjóðlegar kröfur þar sem þeir munu halda heimsklósettráðstefnuna á næsta ári, að því er embættismaður í taílenska heilbrigðisráðuneytinu sagði í dag.
„Klósett eru mjög mikilvæg fyrir ímynd landsins og hvernig það er í augum þeirra sem heimsækja það,“ sagði Somyos Chareonsak, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu.
Ráðstefnan verður í maí 2006. Þar verður m.a. rætt um hönnun klósetta og nýja tækni, hreinlæti og orku- og vatnssparnað.
Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi sem Alþjóðaklósettstofnunin stendur fyrir, var haldin árið 2001 í Singpore. Önnur var haldin í Kína í fyrra.
Gott mál að ræða hönnun, hreinlæti, orku- og vatnssparnað, en hvað með menninguna, lestur heimsbókmennta á klósettinu, væri ekki lag að við Íslendingar tækju okkur til og héldum ráðstefnu er lýtur að þeim þætti málsins. Mikilvægið er augljóst.
miðvikudagur, apríl 13, 2005
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Reglur um tölvuleiki — þær eru ENGAR.
Samstarfshópurinn Náum áttum hélt fræðslufund um tengsl tölvuleikja og ofbeldis í vikunni. Þar hélt m.a. Rakel Guðmundsdóttir, móðir úr Hafnarfirði, tölu um upplifun foreldris er verslunin BT hafði selt þrettán ára syni hennar tölvuleik sem ekki sé ætlaður börnum að átján ára aldri.
Sonur hennar hafði keypt nýja útgáfu af leiknum Grand Theft Auto fyrir fé sem hann fékk í afmælisgjöf. Í framhaldinu leitaði hún til Neytendasamtakanna, umboðsmanns barna og hafði samband við menntamálaráðuneytið þar sem hún hugðist kæra verslunina til lögreglu en hafi þá komist að raun um að engar reglur giltu um tölvuleiki.
Viðbrögð framkvæmdastjóri BT voru að verslunin setji sér sínar eigin reglur. Hún gangi út að vilji börnin kaupa leiki sem erlendis séu bannaðir sé hringt í foreldra og viðskiptin borin undir þá. Þessi regla hafi gengið upp þar til þeir fengu reiða foreldra í verslanirnar sem vildu leyfa kaupin. En þessi ágætis regla BT var brotin í umrætt sinn.
Leikurinn Grand Theft Auto skera sig úr öðrum ofbeldisleikjum þar sem leikmenn tilheyri glæpagengjum og er hrósað fyrir barsmíðar og dráp meðal annars á börnum og konum. Leikurinn hefur mjög raunverulega ásýnd og er vafasamur. Með nýrri útgáfu leiksins er fullyrt að ofbeldið hafi magnast.
Þann 27. nóvember s.l. segir Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, margítrekaðar beiðnir til menntamálaráðuneytisins um að reglur séu settar um tölvuleiki ekki hafa borið árangur. Hún segir jafnframt að það virðist sem pólitískan vilja skorti.
Í grein eftir Guðmund Magnússon í Fréttablaðinu undir heitinu „Börn og ofbeldisleikir“ segir: „Vestur í Bandaríkjunum hefur það valdið nokkru uppnámi að á markaðinn er kominn tölvuleikur sem býður upp á þá "afþreyingu" að endurtaka morðið á John F. Kennedy, forseta landsins, í nóvember 1963. Framleiðendur leiksins virðast hissa á aðfinnslunum sem uppátækið hefur sætt; finnst þetta saklaus skemmtun sem að auki getur þjálfað viðbragðsflýti og skerpt rökhugsun þátttakenda. Sennilega kannast þeir ekki við hugtakið siðferði nema þá sem einhvers konar samheiti yfir forsjárhyggju og afturhaldssemi. Það má þó hrósa Bandaríkjamönnum fyrir að stjórnvöld þar í landi gera sér grein fyrir því að tölvuleikir sem byggjast á ofbeldi, klámi og virðingarleysi fyrir helstu siðferðislegu gildum samfélagsins hafa slæm áhrif á börn og unglinga. Lög þar í landi banna sölu slíkra leikja til þeirra sem ekki hafa náð átján ára aldri.
Afstaða Alþingis til þessa máls er annars umhugsunarverð. Þingmenn úr öllum flokkum hafa fimm sinnum á undanförnum árum flutt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis, meðal annars í formi tölvuleikja. Tillagan hefur aldrei fengið afgreiðslu. Enginn neitar því að erfitt er að semja lög og reglur um þetta í nútímaþjóðfélagi. En úr því að stórþjóðir eins og Bandaríkjamenn hafa fundið leiðir til að reyna að takmarka þann skaða sem börn og unglingar verða fyrir af völdum ofbeldisfullra tölvuleikja er okkur Íslendingum engin vorkunn að gera slíkt hið sama.
Á endanum er það, eins og alltaf í dæmum af þessu tagi, afstaða og hugarfar okkar sjálfra sem máli skiptir. Uppeldi barna og unglinga er á ábyrgð foreldra og annarra forráðamanna. Það efni sem verslanir afhenda börnum og unglingum yfir búðarborð er á ábyrgð starfsmanna og eigenda viðkomandi verslana. Ef þessir aðilar gera skyldu sína er óþarfi að setja opinberan regluramma um tölvuleiki. En meðan svo er ekki þurfa stjórnvöld að taka á málum. Boð og bönn eru óhjákvæmileg þegar börn og unglingar eiga í hlut. Enn mikilvægara er þó að færa umræður um þessi efni inn í skóla landsins og á annan þann vettvang þar sem hægt er að koma boðskap til unga fólksins til skila með áhrifaríkum hætti.“
Á heimasíðu umboðsmanns barna má m.a. lesa afskipti hans af málum er varða tölvuleiki. En árið 2001 er óskað upplýsinga hjá menntamálaráðuneytinu hvort og þá hvenær standi til að settar verði reglur til verndar börnum og unglingum um skoðun gagnvirkra tölvuleikja. Árið 2003 hvetur umboðsmaður menntamálaráðherra til að setja reglur um skoðun tölvuleikja. Svör berast um að ráðherra vilji bíða fram yfir alþingiskosningar vorið 2003 með að taka slíka ákvörðun. Ekkert gerist í framhaldinu.
Mér er spurn hvert ætlum við að stefna í þessum málum? Er þetta vita vonlaus barátta eða er hægt að bregðast við líkt og Bandaríkjamenn hafa gert?
Það þyrfti að minna ágætan menntamálaráðherra á að það sé árið 2005 NÚNA.
Sonur hennar hafði keypt nýja útgáfu af leiknum Grand Theft Auto fyrir fé sem hann fékk í afmælisgjöf. Í framhaldinu leitaði hún til Neytendasamtakanna, umboðsmanns barna og hafði samband við menntamálaráðuneytið þar sem hún hugðist kæra verslunina til lögreglu en hafi þá komist að raun um að engar reglur giltu um tölvuleiki.
Viðbrögð framkvæmdastjóri BT voru að verslunin setji sér sínar eigin reglur. Hún gangi út að vilji börnin kaupa leiki sem erlendis séu bannaðir sé hringt í foreldra og viðskiptin borin undir þá. Þessi regla hafi gengið upp þar til þeir fengu reiða foreldra í verslanirnar sem vildu leyfa kaupin. En þessi ágætis regla BT var brotin í umrætt sinn.
Leikurinn Grand Theft Auto skera sig úr öðrum ofbeldisleikjum þar sem leikmenn tilheyri glæpagengjum og er hrósað fyrir barsmíðar og dráp meðal annars á börnum og konum. Leikurinn hefur mjög raunverulega ásýnd og er vafasamur. Með nýrri útgáfu leiksins er fullyrt að ofbeldið hafi magnast.
Þann 27. nóvember s.l. segir Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, margítrekaðar beiðnir til menntamálaráðuneytisins um að reglur séu settar um tölvuleiki ekki hafa borið árangur. Hún segir jafnframt að það virðist sem pólitískan vilja skorti.
Í grein eftir Guðmund Magnússon í Fréttablaðinu undir heitinu „Börn og ofbeldisleikir“ segir: „Vestur í Bandaríkjunum hefur það valdið nokkru uppnámi að á markaðinn er kominn tölvuleikur sem býður upp á þá "afþreyingu" að endurtaka morðið á John F. Kennedy, forseta landsins, í nóvember 1963. Framleiðendur leiksins virðast hissa á aðfinnslunum sem uppátækið hefur sætt; finnst þetta saklaus skemmtun sem að auki getur þjálfað viðbragðsflýti og skerpt rökhugsun þátttakenda. Sennilega kannast þeir ekki við hugtakið siðferði nema þá sem einhvers konar samheiti yfir forsjárhyggju og afturhaldssemi. Það má þó hrósa Bandaríkjamönnum fyrir að stjórnvöld þar í landi gera sér grein fyrir því að tölvuleikir sem byggjast á ofbeldi, klámi og virðingarleysi fyrir helstu siðferðislegu gildum samfélagsins hafa slæm áhrif á börn og unglinga. Lög þar í landi banna sölu slíkra leikja til þeirra sem ekki hafa náð átján ára aldri.
Afstaða Alþingis til þessa máls er annars umhugsunarverð. Þingmenn úr öllum flokkum hafa fimm sinnum á undanförnum árum flutt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis, meðal annars í formi tölvuleikja. Tillagan hefur aldrei fengið afgreiðslu. Enginn neitar því að erfitt er að semja lög og reglur um þetta í nútímaþjóðfélagi. En úr því að stórþjóðir eins og Bandaríkjamenn hafa fundið leiðir til að reyna að takmarka þann skaða sem börn og unglingar verða fyrir af völdum ofbeldisfullra tölvuleikja er okkur Íslendingum engin vorkunn að gera slíkt hið sama.
Á endanum er það, eins og alltaf í dæmum af þessu tagi, afstaða og hugarfar okkar sjálfra sem máli skiptir. Uppeldi barna og unglinga er á ábyrgð foreldra og annarra forráðamanna. Það efni sem verslanir afhenda börnum og unglingum yfir búðarborð er á ábyrgð starfsmanna og eigenda viðkomandi verslana. Ef þessir aðilar gera skyldu sína er óþarfi að setja opinberan regluramma um tölvuleiki. En meðan svo er ekki þurfa stjórnvöld að taka á málum. Boð og bönn eru óhjákvæmileg þegar börn og unglingar eiga í hlut. Enn mikilvægara er þó að færa umræður um þessi efni inn í skóla landsins og á annan þann vettvang þar sem hægt er að koma boðskap til unga fólksins til skila með áhrifaríkum hætti.“
Á heimasíðu umboðsmanns barna má m.a. lesa afskipti hans af málum er varða tölvuleiki. En árið 2001 er óskað upplýsinga hjá menntamálaráðuneytinu hvort og þá hvenær standi til að settar verði reglur til verndar börnum og unglingum um skoðun gagnvirkra tölvuleikja. Árið 2003 hvetur umboðsmaður menntamálaráðherra til að setja reglur um skoðun tölvuleikja. Svör berast um að ráðherra vilji bíða fram yfir alþingiskosningar vorið 2003 með að taka slíka ákvörðun. Ekkert gerist í framhaldinu.
Mér er spurn hvert ætlum við að stefna í þessum málum? Er þetta vita vonlaus barátta eða er hægt að bregðast við líkt og Bandaríkjamenn hafa gert?
Það þyrfti að minna ágætan menntamálaráðherra á að það sé árið 2005 NÚNA.
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Dómgreindarskortur blaðamanns.
Ég innilega sammála þeim viðhorfum sem koma fram í eftirfarandi frétt í FRÉTTABLAÐINU í dag:
Nú reynir á sjálfhverfa fjölmiðla hér heima hvort að þetta mál þagni eða fram fari opinn og nauðsynleg umræða um þessa dauðans alvöru, sem fíkniefni eru. Og mun siðanefnd blaðamanna gera eitthvað í málinu?
„Mér finnst þessi vinnubrögð blaðamannsins ekki verjandi,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir kennari um tilraun Reynis Traustasonar blaðamanns til að flytja kókaín til landsins. Reynir segir þetta tengt vinnu sinni að bók og mynd um líf dópsmyglara. Reynir komst í gegnum tollinn á Leifsstöð með tæpt gramm af kókaíni en gaf sig fram við tollverði og afhenti þeim efnið.Reynir Traustason sýnir einbeittan brotavilja í þessu máli, með kaupum á fíkniefnum erlendis, flytur þau heim til Íslands og leynir af ásetningi lögregluyfirvöldum hér heima hvað hann sé með í farangri sínum. Svona gera menn ekki.
„Mér finnst að það eigi að dæma hann fyrir fíkniefnainnflutning eins og alla aðra sem reyna þetta,“ segir Margrét Gauja. „Tilgangurinn helgar ekki meðalið þegar maður er vísvitandi farinn að brjóta lög. Mér finnst ekki skipta miklu máli þótt hann hafi gefið sig fram við tollverði. Það á ekki að láta menn komast upp með það að brjóta lögin á þennan hátt.“ Reynir segir að hann hafi verið að reyna að upplifa sömu tilfinningu og maðurinn sem hann er að skrifa um. Margréti finnst það ekki sannfærandi málsvörn. „Ég hef litla trú á því að „stjörnublaðamaður“ sem hefur það gott á Íslandi geti sett sig í sömu spor og dæmigert burðardýr; það liggur miklu meira að baki en þetta.“ Margrét finnst líka að siðanefnd Blaðamanna Íslands eigi að fjalla um málið og ávíta Reyni fyrir uppátækið.
Nú reynir á sjálfhverfa fjölmiðla hér heima hvort að þetta mál þagni eða fram fari opinn og nauðsynleg umræða um þessa dauðans alvöru, sem fíkniefni eru. Og mun siðanefnd blaðamanna gera eitthvað í málinu?
fimmtudagur, mars 31, 2005
Staðbundnir fjölmiðlar.
Birkir J. Jónsson, alþingsmaður, flutti ágæta ræðu um mikilvægi staðbundna fjölmiðla í ræðu á Alþingi, 22. mars s.l. er hann sagði:
Hæstv. forseti. Hér er hreyft við mjög þörfu máli og ég vil þakka hv. frummælanda, hv. þm. Dagnýju Jónsdóttur, fyrir að flytja hér ágætt mál. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða eins og hv. þingmaður kom inn á í máli sínu. Við vitum að hlutverk staðbundinna fjölmiðla skiptir oftar en ekki mjög miklu máli fyrir viðkomandi byggðarlög, í hverslags mynd sem sú starfsemi er, hvort sem um er að ræða útvarpsrekstur, sjónvarpsrekstur eða dagblöð.
Í þessari tillögu til þingsályktunar er lagt til að hæstv. menntamálaráðherra verði falið að skipa nefnd sem eigi að athuga sérstaklega stöðu þessara fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra og skila skýrslu í framhaldi af því. Jafnframt á nefndin að koma með tillögur um beinar eða óbeinar aðgerðir sem ríkisstjórn og Alþingi gætu gripið til í því skyni að efla rekstargrundvöll þeirra fjölmiðla.
Hæstv. forseti. Ég vil segja að mér finnst mjög brýnt að stjórnvöld komi með beinum aðgerðum að rekstri þessara fjölmiðla með því að styrkja starfsemina og vil færa rök fyrir því hér. Ef við tökum hina staðbundnu fjölmiðla sem dæmi, einkum ritmiðlana, hafa þeir fjölmiðlar gríðarlegt hlutverk. Þeir efla sjálfsmynd íbúa viðkomandi byggðarlaga og byggðarlaganna í heild sinni og varpa oftar en ekki skýru ljósi á þau mál sem hæst ber á góma í viðkomandi byggðarlagi. Þannig efla fjölmiðlarnir samfélagsvitund fólksins, fólkið gerir sér betur grein fyrir því umhverfi sem það býr við og þeim málum sem brenna hvað helst á viðkomandi byggðarlagi. Við könnumst margir hv. þingmenn við það, sérstaklega þingmenn af landsbyggðinni, að þeir fjölmiðlar veita okkur aðhald í störfum okkar með því að benda á mál sem þarfnast úrbóta. Ég get nefnt sem dæmi í því samhengi að fréttablöð eins og Vikudagur eða Skarpur hafa verið mjög dugleg að benda okkur á mál sem við getum ýtt áfram m.a. í þingsölum Alþingis og veitir ekki af, enda höfum við hv. þm. Dagný Jónsdóttir reynt að sinna þeim fjölmiðlum sérstaklega vel.
Hæstv. forseti. Hinir staðbundnu fjölmiðlar búa oftar en ekki við mjög lítinn markað, lítinn auglýsingamarkað og tiltölulega fáa áskrifendur. Há póstburðargjöld lögðust sérstaklega á héraðsfréttablöðin fyrir tveimur eða þremur árum og urðu mjög íþyngjandi í rekstri þeirra fjölmiðla. Það hefur verið mjög erfitt fyrir þá fjölmiðla að hafa rekstur sinn réttum megin við núllið og það er náttúrlega mikið áhyggjuefni ef há póstburðargjöld og annað í rekstrarumhverfi hinna staðbundnu fjölmiðla leiðir til þess að þeir verða að hætta starfsemi sinni. Það mun bitna mjög hart á viðkomandi byggðarlögum og alveg ljóst að innri strúktúr viðkomandi byggðarlags mundi veikjast verulega við slíkt.
Hæstv. forseti. Ég talaði um það áðan að mér fyndist vert að stjórnvöld kæmu með beinum aðgerðum að því að styrkja rekstrargrundvöll þeirra staðbundnu fjölmiðla sem ég hef á undan rekið. Við höfum fyrirmyndina í þeim efnum. Við verjum nú 2.500 millj. kr. til að halda utan um Ríkisútvarp í landinu, Ríkisútvarp sem reyndar rekur svæðisstöðvar líka, þannig að fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Ég held að ekki þyrfti svo háa fjármuni til að styðja við starfsemi þeirra fjölmiðla sem hér um ræðir.
Ég vil gera það að sérstöku umræðuefni að mér finnst að Byggðastofnun hefði átt að vera búin að móta sér stefnu um þessa fjölmiðla fyrir löngu vegna þess að hér er um gríðarlegt byggðamál að ræða. Ég held að ég hafi ágætar heimildir fyrir því að forsvarsmenn Byggðastofnunar séu búnir að átta sig á því. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða og Byggðastofnun á að hafa fjármuni og ætti að vera búin að móta stefnu um að styðja við rekstur þessara fjölmiðla.
Hæstv. forseti. Síðastliðið vor fórum við í gegnum mikla fjölmiðlaumræðu og hér ætlaði allt að fara af hjörunum við að ræða um framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Því miður bar ekki mikið á því í þeirri umræðu að rætt væri um hlutverk og framtíð staðbundinnar fjölmiðlunar. Mig minnir að einn hv. þingmaður hafi nefnt staðbundna fjölmiðla á nafn í ræðu og það var hv. þm. Dagný Jónsdóttir og fyrir það ber að sjálfsögðu að þakka. Þetta er mjög mikilvægt mál og í raun og veru er undarlegt að í þeirri miklu umræðu sem fór hér fram sólarhringum saman skyldi ekkert vera minnst á þessa mikilvægu starfsemi. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir landsbyggðina, hefur mjög mikil áhrif á viðkomandi byggðarlög þar sem þessir miðlar eru starfræktir og ég vil minna á að það er ekki einungis í þágu íbúa á viðkomandi svæðum heldur er stærstur hluti áskrifenda að þessum fjölmiðlum oftar en ekki brottfluttir einstaklingar sem hafa flutt úr sveitarfélagi sínu annaðhvort til náms eða varanlega en vilja fylgjast með framvindu mála í heimabyggð sinni.
Hæstv. forseti. Ég held að við ættum að reyna að þrýsta á hv. menntamálanefnd að drífa í því að afgreiða málið frá sér og senda það til umsagnar þannig að við getum afgreitt það sem þingsályktun frá Alþingi í haust. Ég fagna yfirlýsingu formanns fjárlaganefndar áðan þar sem hann tók vel í það að tekið verði tillit til umhverfis hinna staðbundnu fjölmiðla við fjárlagagerðina í haust. Það er mikilvægt að við skoðum það mjög gaumgæfilega og ég held að það sé pólitískur vilji fyrir því á Alþingi að við hugum nánar að starfsemi þessara fjölmiðla.
En sjaldan er það svo að hörðustu samflokksmenn geti verið sammála um nokkurn hlut, sbr. andsvar Hjálmars Árnasonar við ræðu Birkis:
Virðulegur forseti. Ég get tekið undir flest af því sem hv. þm. Birkir Jón Jónsson nefndi í ræðu sinni, sérstaklega það að héraðsfréttablöðin gegna verulega miklu hlutverki á landsbyggðinni, ekki síst í ljósi þess að þau flytja upplýsingar til íbúa þar og auka þar með og styrkja sjálfsmynd þessara svæða.
Hv. þingmaður hreyfði því að hann teldi vel koma til greina að ríkið legði fram fjármuni til þess að styrkja rekstur slíkra fjölmiðla. Hann nafngreindi einungis tvo slíka fjölmiðla sem, ef ég skildi hv. þingmann rétt, eru gefnir út við Eyjafjörð. Á hv. þingmaður við að ríkisstyrkur sé takmarkaður við Norðurland þegar hann talar um þetta á almennum nótum og hvernig vill hv. þingmaður þá gera upp á milli fjölmiðla á sömu svæðum, þ.e. ef fleiri en einn héraðsfjölmiðill er gefinn út í sama héraði á þá að gera upp á milli þeirra eða eiga allir að fá slíka styrki?
Birkir svarar andsvari:
Hæstv. forseti. Að sjálfsögðu fór ég almennt í þetta mál. Við eigum að koma mjög almennt að staðbundnum fjölmiðlum að mínu mati, en hv. þingmaður tók eftir því í ræðu minni að ég tók tvö dæmi, annars vegar Skarp sem er gefinn út á Húsavík og hins vegar Vikudag á Akureyri. Þar var ég einungis að taka tvö glæsileg dæmi um slíkan rekstur og hvaða áhrif slíkir fjölmiðlar geta haft á nánasta umhverfi sitt og eflt sitt byggðarlag. Að sjálfsögðu munum við fara í það að styrkja öflugustu héraðsfréttamiðla landsins. Ég tel að það sé hlutverk þeirrar nefndar, sem við höfum lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra skipi, að móta hvernig og hvaða fjölmiðlar verði styrktir, en að sjálfsögðu verður það gert á almennum nótum. Þótt það væri náttúrlega ágætt að styrkja sérstaklega staðbundna fjölmiðla í Þingeyjarsýslum og Eyjafjarðarsýslu þá held ég að það gangi ekki heilt yfir séð og ég verð ekki stuðningsmaður þess að við förum í svo sértækar aðgerðir. (Gripið fram í.) Hugsanlega var hv. þm. Hjálmar Árnason að gefa það í skyn að hann væri reiðubúinn að styrkja sérstaklega þessa tvo fjölmiðla en ég mun ekki styðja hann í þeim málflutningi. Ég vil að farið verði í almennar umræður. Og af því að hv. þm. Ögmundur Jónasson kallaði hér fram í þá sagði ég áðan um Ríkisútvarpið að fyrst við getum styrkt ríkisútvarp í landinu um 2.500 millj. kr. á ársgrundvelli, hljóta stjórnvöld að geta styrkt starfsemi þessara staðbundnu fjölmiðla með sama hætti en náttúrlega ekki í eins miklum mæli.
Jafnframt varð Magnús Stefánsson að skjóta niður fullyrðingar í ræðu Birkis í andsvari:
Herra forseti. Hv. þm. Birkir Jón Jónsson er oft og tíðum mjög hvatvís maður í umræðunni og er það út af fyrir sig gott mál. Hann vitnaði til þess að ég hefði gefið einhver fyrirheit um það í ræðu minni að staðbundnir fjölmiðlar fengju framlög á fjárlögum til að styrkja rekstur þeirra. Ég bið hv. þingmann að hlusta betur næst vegna þess að ég sagði að það kæmi auðvitað til greina að slíkt gæti gerst en ég er hins vegar mjög varkár í að gefa yfirlýsingar um ríkisútgjöld og í þessu máli gildir hið sama. Ég bið því hv. þingmann að oftúlka ekki orð mín en auðvitað skil ég hug hans því að hann vill auðvitað að grundvöllur þessara fjölmiðla verði styrkur og það er ágætt mál. Hv. þingmaður á sæti í fjárlaganefnd ásamt mér þannig að þetta er viðkvæmt mál í þeirri flóru sem þar er til umfjöllunar. Ég vildi bara sérstaklega koma hér og leiðrétta hv. þingmann.
Birkir svarar andsvari Magnúsar:
Hæstv. forseti. Það er ekki á hverjum degi sem maður lendir í því að fá andsvör frá tveimur félögum sínum úr eigin þingflokki en það er staðreyndin í dag rétt fyrir páska. Ég taldi að hv. þingmaður hefði haft uppi góð orð um þessa starfsemi og þessa staðbundnu fjölmiðla. Vitaskuld munum við, ég og hv. þm. Magnús Stefánsson, taka umræðu í haust um framtíð þessara miðla samhliða fjárlagagerð án þess að nokkru hafi verið lofað hér af hv. formanni fjárlaganefndar þingsins. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli, sérstaklega í þessari umræðu, að formaður fjárlaganefndar þingsins hafi góðan hug til þessarar þingsályktunartillögu, enda er hann einn af flutningsmönnum hennar, og ég tek fram að flutningsmenn að tillögunni eru þingmenn úr öllum þingflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Því vonast ég til þess ásamt hv. þingmanni að þingsályktunartillagan eigi greiða leið í gegnum þingið.
Það er auðvitað skítlegt að fá andsvör rétt fyrir páska.
Hæstv. forseti. Hér er hreyft við mjög þörfu máli og ég vil þakka hv. frummælanda, hv. þm. Dagnýju Jónsdóttur, fyrir að flytja hér ágætt mál. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða eins og hv. þingmaður kom inn á í máli sínu. Við vitum að hlutverk staðbundinna fjölmiðla skiptir oftar en ekki mjög miklu máli fyrir viðkomandi byggðarlög, í hverslags mynd sem sú starfsemi er, hvort sem um er að ræða útvarpsrekstur, sjónvarpsrekstur eða dagblöð.
Í þessari tillögu til þingsályktunar er lagt til að hæstv. menntamálaráðherra verði falið að skipa nefnd sem eigi að athuga sérstaklega stöðu þessara fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra og skila skýrslu í framhaldi af því. Jafnframt á nefndin að koma með tillögur um beinar eða óbeinar aðgerðir sem ríkisstjórn og Alþingi gætu gripið til í því skyni að efla rekstargrundvöll þeirra fjölmiðla.
Hæstv. forseti. Ég vil segja að mér finnst mjög brýnt að stjórnvöld komi með beinum aðgerðum að rekstri þessara fjölmiðla með því að styrkja starfsemina og vil færa rök fyrir því hér. Ef við tökum hina staðbundnu fjölmiðla sem dæmi, einkum ritmiðlana, hafa þeir fjölmiðlar gríðarlegt hlutverk. Þeir efla sjálfsmynd íbúa viðkomandi byggðarlaga og byggðarlaganna í heild sinni og varpa oftar en ekki skýru ljósi á þau mál sem hæst ber á góma í viðkomandi byggðarlagi. Þannig efla fjölmiðlarnir samfélagsvitund fólksins, fólkið gerir sér betur grein fyrir því umhverfi sem það býr við og þeim málum sem brenna hvað helst á viðkomandi byggðarlagi. Við könnumst margir hv. þingmenn við það, sérstaklega þingmenn af landsbyggðinni, að þeir fjölmiðlar veita okkur aðhald í störfum okkar með því að benda á mál sem þarfnast úrbóta. Ég get nefnt sem dæmi í því samhengi að fréttablöð eins og Vikudagur eða Skarpur hafa verið mjög dugleg að benda okkur á mál sem við getum ýtt áfram m.a. í þingsölum Alþingis og veitir ekki af, enda höfum við hv. þm. Dagný Jónsdóttir reynt að sinna þeim fjölmiðlum sérstaklega vel.
Hæstv. forseti. Hinir staðbundnu fjölmiðlar búa oftar en ekki við mjög lítinn markað, lítinn auglýsingamarkað og tiltölulega fáa áskrifendur. Há póstburðargjöld lögðust sérstaklega á héraðsfréttablöðin fyrir tveimur eða þremur árum og urðu mjög íþyngjandi í rekstri þeirra fjölmiðla. Það hefur verið mjög erfitt fyrir þá fjölmiðla að hafa rekstur sinn réttum megin við núllið og það er náttúrlega mikið áhyggjuefni ef há póstburðargjöld og annað í rekstrarumhverfi hinna staðbundnu fjölmiðla leiðir til þess að þeir verða að hætta starfsemi sinni. Það mun bitna mjög hart á viðkomandi byggðarlögum og alveg ljóst að innri strúktúr viðkomandi byggðarlags mundi veikjast verulega við slíkt.
Hæstv. forseti. Ég talaði um það áðan að mér fyndist vert að stjórnvöld kæmu með beinum aðgerðum að því að styrkja rekstrargrundvöll þeirra staðbundnu fjölmiðla sem ég hef á undan rekið. Við höfum fyrirmyndina í þeim efnum. Við verjum nú 2.500 millj. kr. til að halda utan um Ríkisútvarp í landinu, Ríkisútvarp sem reyndar rekur svæðisstöðvar líka, þannig að fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Ég held að ekki þyrfti svo háa fjármuni til að styðja við starfsemi þeirra fjölmiðla sem hér um ræðir.
Ég vil gera það að sérstöku umræðuefni að mér finnst að Byggðastofnun hefði átt að vera búin að móta sér stefnu um þessa fjölmiðla fyrir löngu vegna þess að hér er um gríðarlegt byggðamál að ræða. Ég held að ég hafi ágætar heimildir fyrir því að forsvarsmenn Byggðastofnunar séu búnir að átta sig á því. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða og Byggðastofnun á að hafa fjármuni og ætti að vera búin að móta stefnu um að styðja við rekstur þessara fjölmiðla.
Hæstv. forseti. Síðastliðið vor fórum við í gegnum mikla fjölmiðlaumræðu og hér ætlaði allt að fara af hjörunum við að ræða um framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Því miður bar ekki mikið á því í þeirri umræðu að rætt væri um hlutverk og framtíð staðbundinnar fjölmiðlunar. Mig minnir að einn hv. þingmaður hafi nefnt staðbundna fjölmiðla á nafn í ræðu og það var hv. þm. Dagný Jónsdóttir og fyrir það ber að sjálfsögðu að þakka. Þetta er mjög mikilvægt mál og í raun og veru er undarlegt að í þeirri miklu umræðu sem fór hér fram sólarhringum saman skyldi ekkert vera minnst á þessa mikilvægu starfsemi. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir landsbyggðina, hefur mjög mikil áhrif á viðkomandi byggðarlög þar sem þessir miðlar eru starfræktir og ég vil minna á að það er ekki einungis í þágu íbúa á viðkomandi svæðum heldur er stærstur hluti áskrifenda að þessum fjölmiðlum oftar en ekki brottfluttir einstaklingar sem hafa flutt úr sveitarfélagi sínu annaðhvort til náms eða varanlega en vilja fylgjast með framvindu mála í heimabyggð sinni.
Hæstv. forseti. Ég held að við ættum að reyna að þrýsta á hv. menntamálanefnd að drífa í því að afgreiða málið frá sér og senda það til umsagnar þannig að við getum afgreitt það sem þingsályktun frá Alþingi í haust. Ég fagna yfirlýsingu formanns fjárlaganefndar áðan þar sem hann tók vel í það að tekið verði tillit til umhverfis hinna staðbundnu fjölmiðla við fjárlagagerðina í haust. Það er mikilvægt að við skoðum það mjög gaumgæfilega og ég held að það sé pólitískur vilji fyrir því á Alþingi að við hugum nánar að starfsemi þessara fjölmiðla.
En sjaldan er það svo að hörðustu samflokksmenn geti verið sammála um nokkurn hlut, sbr. andsvar Hjálmars Árnasonar við ræðu Birkis:
Virðulegur forseti. Ég get tekið undir flest af því sem hv. þm. Birkir Jón Jónsson nefndi í ræðu sinni, sérstaklega það að héraðsfréttablöðin gegna verulega miklu hlutverki á landsbyggðinni, ekki síst í ljósi þess að þau flytja upplýsingar til íbúa þar og auka þar með og styrkja sjálfsmynd þessara svæða.
Hv. þingmaður hreyfði því að hann teldi vel koma til greina að ríkið legði fram fjármuni til þess að styrkja rekstur slíkra fjölmiðla. Hann nafngreindi einungis tvo slíka fjölmiðla sem, ef ég skildi hv. þingmann rétt, eru gefnir út við Eyjafjörð. Á hv. þingmaður við að ríkisstyrkur sé takmarkaður við Norðurland þegar hann talar um þetta á almennum nótum og hvernig vill hv. þingmaður þá gera upp á milli fjölmiðla á sömu svæðum, þ.e. ef fleiri en einn héraðsfjölmiðill er gefinn út í sama héraði á þá að gera upp á milli þeirra eða eiga allir að fá slíka styrki?
Birkir svarar andsvari:
Hæstv. forseti. Að sjálfsögðu fór ég almennt í þetta mál. Við eigum að koma mjög almennt að staðbundnum fjölmiðlum að mínu mati, en hv. þingmaður tók eftir því í ræðu minni að ég tók tvö dæmi, annars vegar Skarp sem er gefinn út á Húsavík og hins vegar Vikudag á Akureyri. Þar var ég einungis að taka tvö glæsileg dæmi um slíkan rekstur og hvaða áhrif slíkir fjölmiðlar geta haft á nánasta umhverfi sitt og eflt sitt byggðarlag. Að sjálfsögðu munum við fara í það að styrkja öflugustu héraðsfréttamiðla landsins. Ég tel að það sé hlutverk þeirrar nefndar, sem við höfum lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra skipi, að móta hvernig og hvaða fjölmiðlar verði styrktir, en að sjálfsögðu verður það gert á almennum nótum. Þótt það væri náttúrlega ágætt að styrkja sérstaklega staðbundna fjölmiðla í Þingeyjarsýslum og Eyjafjarðarsýslu þá held ég að það gangi ekki heilt yfir séð og ég verð ekki stuðningsmaður þess að við förum í svo sértækar aðgerðir. (Gripið fram í.) Hugsanlega var hv. þm. Hjálmar Árnason að gefa það í skyn að hann væri reiðubúinn að styrkja sérstaklega þessa tvo fjölmiðla en ég mun ekki styðja hann í þeim málflutningi. Ég vil að farið verði í almennar umræður. Og af því að hv. þm. Ögmundur Jónasson kallaði hér fram í þá sagði ég áðan um Ríkisútvarpið að fyrst við getum styrkt ríkisútvarp í landinu um 2.500 millj. kr. á ársgrundvelli, hljóta stjórnvöld að geta styrkt starfsemi þessara staðbundnu fjölmiðla með sama hætti en náttúrlega ekki í eins miklum mæli.
Jafnframt varð Magnús Stefánsson að skjóta niður fullyrðingar í ræðu Birkis í andsvari:
Herra forseti. Hv. þm. Birkir Jón Jónsson er oft og tíðum mjög hvatvís maður í umræðunni og er það út af fyrir sig gott mál. Hann vitnaði til þess að ég hefði gefið einhver fyrirheit um það í ræðu minni að staðbundnir fjölmiðlar fengju framlög á fjárlögum til að styrkja rekstur þeirra. Ég bið hv. þingmann að hlusta betur næst vegna þess að ég sagði að það kæmi auðvitað til greina að slíkt gæti gerst en ég er hins vegar mjög varkár í að gefa yfirlýsingar um ríkisútgjöld og í þessu máli gildir hið sama. Ég bið því hv. þingmann að oftúlka ekki orð mín en auðvitað skil ég hug hans því að hann vill auðvitað að grundvöllur þessara fjölmiðla verði styrkur og það er ágætt mál. Hv. þingmaður á sæti í fjárlaganefnd ásamt mér þannig að þetta er viðkvæmt mál í þeirri flóru sem þar er til umfjöllunar. Ég vildi bara sérstaklega koma hér og leiðrétta hv. þingmann.
Birkir svarar andsvari Magnúsar:
Hæstv. forseti. Það er ekki á hverjum degi sem maður lendir í því að fá andsvör frá tveimur félögum sínum úr eigin þingflokki en það er staðreyndin í dag rétt fyrir páska. Ég taldi að hv. þingmaður hefði haft uppi góð orð um þessa starfsemi og þessa staðbundnu fjölmiðla. Vitaskuld munum við, ég og hv. þm. Magnús Stefánsson, taka umræðu í haust um framtíð þessara miðla samhliða fjárlagagerð án þess að nokkru hafi verið lofað hér af hv. formanni fjárlaganefndar þingsins. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli, sérstaklega í þessari umræðu, að formaður fjárlaganefndar þingsins hafi góðan hug til þessarar þingsályktunartillögu, enda er hann einn af flutningsmönnum hennar, og ég tek fram að flutningsmenn að tillögunni eru þingmenn úr öllum þingflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Því vonast ég til þess ásamt hv. þingmanni að þingsályktunartillagan eigi greiða leið í gegnum þingið.
Það er auðvitað skítlegt að fá andsvör rétt fyrir páska.
mánudagur, mars 07, 2005
Tímarit á læknabiðstofum smitvaldar?
Læknar við læknadeild Oslóarháskóla hafa rannsakað hvort tímarit, sem liggja frammi á biðstofum lækna og heilbrigðisstofnana kunni að vera smitvaldar. Niðurstaðan var sú, að engin ástæða sé til að fjarlægja tímarit af biðstofunum.
Skýrst er frá niðurstöðum norsku rannsóknarinnar í blaði breskra heimilislækna. Höfundur greinarinnar segir frá því að tekin hafi verið 15 tímarit á 11 biðstofum lækna og tekin bakteríustrok af forsíðunum. Tekin voru þau tímarit sem lágu efst í bunkanum á hverri stofu en aldur þeirra var frá tveimur upp í níu mánuði.
Það kom engum á óvart að bakteríur fundust á öllum forsíðunum. Hins vegar fundust ekki nema tvö tilvik um sjúkdómsvaldandi bakteríur. Hugsanlegt sé að bakteríurnar hafi ekki lifað af tímann sem leið frá því strokin voru tekin þar til þau voru rannsökuð (6-12 klukkustundir). Það segir höfundur að geti bent til þess að forsíður tímarita bjóði ekki upp á þau lífsskilyrði sem slíkar bakteríur þurfa.
Höfundurinn dregur þá ályktun af rannsókn sinni að engin ástæða sé til að fjarlægja tímarit af biðstofum lækna.
Hins vegar bendir hann á þann annmarka á rannsókninni að hún hafi eingöngu beinst að bakteríum. ─ Eftir sé að kanna hvort á tímaritunum kunni að þrífast sjúkdómsvaldandi veirur.
Skýrst er frá niðurstöðum norsku rannsóknarinnar í blaði breskra heimilislækna. Höfundur greinarinnar segir frá því að tekin hafi verið 15 tímarit á 11 biðstofum lækna og tekin bakteríustrok af forsíðunum. Tekin voru þau tímarit sem lágu efst í bunkanum á hverri stofu en aldur þeirra var frá tveimur upp í níu mánuði.
Það kom engum á óvart að bakteríur fundust á öllum forsíðunum. Hins vegar fundust ekki nema tvö tilvik um sjúkdómsvaldandi bakteríur. Hugsanlegt sé að bakteríurnar hafi ekki lifað af tímann sem leið frá því strokin voru tekin þar til þau voru rannsökuð (6-12 klukkustundir). Það segir höfundur að geti bent til þess að forsíður tímarita bjóði ekki upp á þau lífsskilyrði sem slíkar bakteríur þurfa.
Höfundurinn dregur þá ályktun af rannsókn sinni að engin ástæða sé til að fjarlægja tímarit af biðstofum lækna.
Hins vegar bendir hann á þann annmarka á rannsókninni að hún hafi eingöngu beinst að bakteríum. ─ Eftir sé að kanna hvort á tímaritunum kunni að þrífast sjúkdómsvaldandi veirur.
(Heimild: mbl.is)
fimmtudagur, mars 03, 2005
Deildó um helgina.
Mun taka þátt í deildarkeppninni í skák um helgina. Er að vísu í liði í 4. deild og mun flakka á milli 2. og 3. borðs eftir hentugleika. Það er því engin Íslandsmeistaratitill í hyllingum hjá mér, heldur er þetta spurning um að vera með!!
Nú er um að gera að dusta rykið af Tarrasch-, Petrov's-vörninni og einhverju heimabruggi til viðbótar, tefla hvasst og máta andstæðinginn, eða þá svíða í endatafli.
Allir áhugamenn um skák hvattir til að líta við í Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Nú er um að gera að dusta rykið af Tarrasch-, Petrov's-vörninni og einhverju heimabruggi til viðbótar, tefla hvasst og máta andstæðinginn, eða þá svíða í endatafli.
Allir áhugamenn um skák hvattir til að líta við í Menntaskólanum í Hamrahlíð.
þriðjudagur, mars 01, 2005
Hvíldardagur á Sveitasetrinu.
Af einhverjum ástæðum fékk undirritaður frí í vinnunni í gær. Ástæður þessa eru líklega margvíslegar, kannski helst sú að vinnuframlagið síðustu daga hefur verið óhóflegt, svo að ég tali hreint út.
Var því lagt yfir Hellisheiði og ekki lynt látum fyrir en komið var að Sveitasetrinu. Hann var heldur kaldur í gær, en gott var það, að komst út úr skarkala bæjarins og njóta þagnarinnar og kyrrðar.
Hlakka mikið til vorsins, þá verður enn skemmtilegra að fara austur og njóta þessa alls.
Var því lagt yfir Hellisheiði og ekki lynt látum fyrir en komið var að Sveitasetrinu. Hann var heldur kaldur í gær, en gott var það, að komst út úr skarkala bæjarins og njóta þagnarinnar og kyrrðar.
Hlakka mikið til vorsins, þá verður enn skemmtilegra að fara austur og njóta þessa alls.
föstudagur, febrúar 18, 2005
Herferð Og Vodafone er tortryggileg.
Athygli hefur vakið sérlega tortryggileg herferð Og Vodafone á síðum dagblaðanna undanfarið. Er helst að skilja á þessum áróðri að Og Vodafone ætli sér að fá allt fyrir ekki neitt. Það er sérlega eftirtektarvert að sjá Baug í þessum auglýsingum höfða til landsbyggðarfólks. Fram hefur komið að Og Vodafone eru ekki á móti því að einkavæða Landssíma Íslands, hafa jafnvel talið þarft að flýta því ferli. En Og Vodafone eru á því að skilja eigi svokallað grunnnet frá við sölu símans og selja það sérstaklega. Hvaða hagsmunir liggja þar að baki? Er ekki nauðsynlegt að tryggja frjálsa samkeppni í fjarskiptum á Íslandi?
Fjarskiptafyrirtæki hafa víðast hvar í Evrópu verið seld úr ríkiseigu. Í því ferli hafa grunnnet hvergi verið aðskilin af þeirri ástæðu að hvergi var sú leið talin heppileg eða skynsamleg, hvorki fyrir fjarskiptamarkaðinn né neytendur. Gert er ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta á EES-svæðinu, en auk grunnnets Símans reka Orkuveita Reykjavíkur, Og Vodafone og Fjarski svæðisbundin grunnnet. Ríkisrekið grunnnet væri því í beinni samkeppni við aðra rekstraraðila og engan veginn hægt að tryggja viðskipti annarra rekstraraðila við slíkt net. Sem dæmi má nefna að 365-ljósvakamiðlar hafa sagt upp samningi við Skjá 1 um dreifingu á svokölluðu örbylgjudreifikerfi. Þar hljóta markaðs- og rekstrarleg sjónarmið að búa að baki. Því er spurningin hvort að Póst- og fjarskiptastofnun eigi að grípa hér inn í og meta hvort að um málefnalegar forsendur sé að baki þessari ákvörðun 365-ljósvakamiðla?
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði í ræða á Viðskiptaþingi fyrir stuttu: „Markmið íslenskra stjórnvalda með sölu á hlut sínum í Símanum eru skýr: að auka samkeppni á fjarskiptamarkaði enn frekar og bæta þannig hag neytenda. Til að þessi markmið megi nást er virkt eftirlit algert skilyrði. Þurfi að styrkja það frekar til að eyða tortryggni gagnvart markaðsráðandi aðila sem starfrækir grunnnet, þá tel ég rétt að skoða það sérstaklega.“ Rekstraraðili gunnnets þarf að standa undir fjárfestingum vegna tæknilegrar uppbyggingar til að koma til móts við hraða vöruþróun og auknar kröfur neytenda. Agi markaðarins hefur þau áhrif á þjónustufyrirtæki, sem á allt undir neytandanum, að þau eru betur til þess fallinn að byggja upp en rekstraraðili í eigu hins opinbera.
Farsímaþjónusta t.d. flokkast ekki undir alþjónustu og stjórnvöld geta því ekki lagt kvaðir á Símann um uppbyggingu þess. Því hefur Halldór Ásgrímsson sagt að ríkið ætli að nota um 800 milljónir af þeim peningum sem fást við sölu Landssímans til að byggja upp GSM-farsímakerfið við þjóðvegi landsins.
„Ætli þeir geri það nokkurn tímann hjá Og Vodafone“?
Fjarskiptafyrirtæki hafa víðast hvar í Evrópu verið seld úr ríkiseigu. Í því ferli hafa grunnnet hvergi verið aðskilin af þeirri ástæðu að hvergi var sú leið talin heppileg eða skynsamleg, hvorki fyrir fjarskiptamarkaðinn né neytendur. Gert er ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta á EES-svæðinu, en auk grunnnets Símans reka Orkuveita Reykjavíkur, Og Vodafone og Fjarski svæðisbundin grunnnet. Ríkisrekið grunnnet væri því í beinni samkeppni við aðra rekstraraðila og engan veginn hægt að tryggja viðskipti annarra rekstraraðila við slíkt net. Sem dæmi má nefna að 365-ljósvakamiðlar hafa sagt upp samningi við Skjá 1 um dreifingu á svokölluðu örbylgjudreifikerfi. Þar hljóta markaðs- og rekstrarleg sjónarmið að búa að baki. Því er spurningin hvort að Póst- og fjarskiptastofnun eigi að grípa hér inn í og meta hvort að um málefnalegar forsendur sé að baki þessari ákvörðun 365-ljósvakamiðla?
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði í ræða á Viðskiptaþingi fyrir stuttu: „Markmið íslenskra stjórnvalda með sölu á hlut sínum í Símanum eru skýr: að auka samkeppni á fjarskiptamarkaði enn frekar og bæta þannig hag neytenda. Til að þessi markmið megi nást er virkt eftirlit algert skilyrði. Þurfi að styrkja það frekar til að eyða tortryggni gagnvart markaðsráðandi aðila sem starfrækir grunnnet, þá tel ég rétt að skoða það sérstaklega.“ Rekstraraðili gunnnets þarf að standa undir fjárfestingum vegna tæknilegrar uppbyggingar til að koma til móts við hraða vöruþróun og auknar kröfur neytenda. Agi markaðarins hefur þau áhrif á þjónustufyrirtæki, sem á allt undir neytandanum, að þau eru betur til þess fallinn að byggja upp en rekstraraðili í eigu hins opinbera.
Farsímaþjónusta t.d. flokkast ekki undir alþjónustu og stjórnvöld geta því ekki lagt kvaðir á Símann um uppbyggingu þess. Því hefur Halldór Ásgrímsson sagt að ríkið ætli að nota um 800 milljónir af þeim peningum sem fást við sölu Landssímans til að byggja upp GSM-farsímakerfið við þjóðvegi landsins.
„Ætli þeir geri það nokkurn tímann hjá Og Vodafone“?
sunnudagur, febrúar 13, 2005
Þorrablót í Hvalfirði og ánægjulegasti dagur ársins.
Það var sérlega ánægilegt að sitja í góðra manna hópi í gær á Hótel Glym í Hvalfirði. Maturinn frábær, skemmtiatriðin góð, áttu einstaka þátttakendur þar tvímælalaust leiksigra lífsins. Held ég hafi rétt eftir sumum að söngferill taki við af þingmannsferli, ekki spurning, salurinn var með þeim og fólkið úti örugglega tilbúið að kjósa þá.
Dagurinn í dag er auðvitað flottasti dagur ársins, þakka fyrir margar góðar kveðjur og rósir!! Tvímælalaust ánægjulegasti dagur ársins.
Dagurinn í dag er auðvitað flottasti dagur ársins, þakka fyrir margar góðar kveðjur og rósir!! Tvímælalaust ánægjulegasti dagur ársins.
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Verðbólgan; efri mörkin rofin.
Hagstofan birti í morgun vísitölu neysluverðs fyrir febrúar. Mældist hún 239,7 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,5% og hefur því rofið efri mörk verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn þarf því að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess að efri mörkin voru rofin og leiðum til úrbóta.
Hvað gera bændur nú?
Hvað gera bændur nú?
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Saltkjöt og baunir.
Því er ekki logið upp á okkur Íslendinga að matarhefðir og meðferð matvæla eru hluti af okkar arfleifð og lífsstíl. Við hertum, kæstum, reyktum og súrsuðum okkar fisk eða kjöt til matar yfir vetrarmánuðina, þegar óhægt var um venjulegt ferskmeti.
Þessa dagana höldum við í heiðri allri þessa þjóðlegu menningu með miklu áti og velgjörðum, svo er það auðvitað BÓNUS, á allt saman, að fá sprengidag inn í þorra.
Gaman af þessu.
Þessa dagana höldum við í heiðri allri þessa þjóðlegu menningu með miklu áti og velgjörðum, svo er það auðvitað BÓNUS, á allt saman, að fá sprengidag inn í þorra.
Gaman af þessu.
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Líffæragjöf.
Mér var send í gær ályktun frá Sambandi ungra framsóknarmanna, þar sem segir:
„Skorað er á Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, að skoða í samstarfi við aðra ráðherra sem málið heyrir undir, hvort ekki sé hægt að útbúa upplýst samþykki landsmanna fyrir líffæragjöf. Í þessu sambandi mætti t.d. líta til þeirrar framkvæmdar sem tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna en þar er tekið fram á ökuskírteini viðkomandi hvort líffæragjöf er samþykkt.“
Það er þarft að ungt fólk myndi sér skoðun á þessu máli.
Það var ánægjulegt að lesa í FRÉTTABLAÐINU um bata ungrar konu, Írisar Arnlaugsdóttur, en hún var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér.
Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér „meira að segja í lit,“ eins og hún orðar það.
Á öðrum stað er fjallað um mikinn skort á gjafaaugum hér á landi, svo hægt sé að framkvæma nauðsynlegar hornhimnuaðgerðir á ungu fólki sem þjáist af ættgengum sjúkdómi sem leiðir til blindu. Sem hugsanlega skýringu er nefnt að það geti að hluta til stafað af því að á líffæragjafakortum, sem Landlæknisembættið gefur út og fólk getur gefið ýmsa líkamshluta að sér látnu, er ekki getið um augu.
Af þessu má sjá að hér þarf úrbóta við.
„Skorað er á Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, að skoða í samstarfi við aðra ráðherra sem málið heyrir undir, hvort ekki sé hægt að útbúa upplýst samþykki landsmanna fyrir líffæragjöf. Í þessu sambandi mætti t.d. líta til þeirrar framkvæmdar sem tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna en þar er tekið fram á ökuskírteini viðkomandi hvort líffæragjöf er samþykkt.“
Það er þarft að ungt fólk myndi sér skoðun á þessu máli.
Það var ánægjulegt að lesa í FRÉTTABLAÐINU um bata ungrar konu, Írisar Arnlaugsdóttur, en hún var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér.
Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér „meira að segja í lit,“ eins og hún orðar það.
Á öðrum stað er fjallað um mikinn skort á gjafaaugum hér á landi, svo hægt sé að framkvæma nauðsynlegar hornhimnuaðgerðir á ungu fólki sem þjáist af ættgengum sjúkdómi sem leiðir til blindu. Sem hugsanlega skýringu er nefnt að það geti að hluta til stafað af því að á líffæragjafakortum, sem Landlæknisembættið gefur út og fólk getur gefið ýmsa líkamshluta að sér látnu, er ekki getið um augu.
Af þessu má sjá að hér þarf úrbóta við.
Verst að fá heilablóðfall í febrúar.
Var að lesa frétt í Morgunblaðinu þar sem er greint frá niðurstöðum sænskrar rannsóknar, þar sem segir að „fólk sem fær heilablóðfall í febrúar er líklegra til þess að látast af völdum sjúkdómsins en þeir einstaklingar sem fá hann á öðrum tímum ársins“.
En þessu veldur að yfir vetrartímann, þegar hitastig er lágt, er blóðþrýstingur manna hærri og fólki því hættara við sýkingum. Þetta eru mögulegir skýringarþættir þegar kemur að því að skýra hvers vegna fleiri látast af völdum heilablóðfalls yfir vetrartímann, segir í fréttinni.
En þessu veldur að yfir vetrartímann, þegar hitastig er lágt, er blóðþrýstingur manna hærri og fólki því hættara við sýkingum. Þetta eru mögulegir skýringarþættir þegar kemur að því að skýra hvers vegna fleiri látast af völdum heilablóðfalls yfir vetrartímann, segir í fréttinni.
Meirihluti ætlar að stunda líkamsrækt.
Það eru um 79% þjóðarinnar sem segjast ætla að stunda líkamsrækt reglulega á árinu 2005. En um 64% segjast hafa reglulega stundað líkamsrækt á síðastliðnu ári. Þessar upplýsingar koma fram í Þjóðarpúls GALLUP fyrir janúar.
Því yngra sem fólk er því líklegra er að það ætli að stunda líkamsrækt reglulega, en um 88% fólks á aldrinum 18 til 34 ára.
Fólk á höfuðborgarsvæðinu ætlar að stunda líkamsrækt reglulega í meiri mæli á árinu en fólk á landsbyggðinni og háskólamenntað fólk segist frekar ætla að stunda líkamsrækt en þeir sem hafa minni menntun.
Því yngra sem fólk er því líklegra er að það ætli að stunda líkamsrækt reglulega, en um 88% fólks á aldrinum 18 til 34 ára.
Fólk á höfuðborgarsvæðinu ætlar að stunda líkamsrækt reglulega í meiri mæli á árinu en fólk á landsbyggðinni og háskólamenntað fólk segist frekar ætla að stunda líkamsrækt en þeir sem hafa minni menntun.
mánudagur, janúar 03, 2005
Tíu minnisstæðustu ummælin árið 2004.
„En Samfylkingin er eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór.“
Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 29. nóvember 2004.
„Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“
Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, 9. janúar 2004 um meintan sinnepsgasfund Íslendinga í Írak.
„Það var einhver símastrákur hjá Samfylkingunni sem var spurður að þessu með virðisaukaskattinn. Það kannast enginn við að hafa svarað þessu.“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar 30. nóvember 2004. (Símastrákurinn reyndist vera Jóhann Ársælsson alþingismaður.)
„Meinfýsnishlakkandi úrtölumenn víða um heim hafa einblínt á erfiðleikana sem vissulega er við að etja í Írak og virðast telja deilur um aðdraganda innrásarinnar skipta meira máli en frelsi og framtíðarvonir Íraka.“
Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 11. nóvember 2004.
„Ég hlýt að líta svo á og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, 14. maí 2004.
„Jafnréttislögin eru barn síns tíma.“
Björn Bjarnason um jafnréttislögin, 7. apríl 2004.
„Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar.“
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, 5. nóvember 2004.
„Ég veit ekkert um þetta meinta samráð olíufélaganna.“
Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og eiginkona Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, 1. nóvember 2004.
„Ég tek ekki við skipunum frá miðaldra mönnum.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Ríkissjónvarpinu 24. október 2004.
„Synjunarákvæði stjórnarskrárinnar eru leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald.“
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, 1. október 2004.
Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 29. nóvember 2004.
„Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“
Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, 9. janúar 2004 um meintan sinnepsgasfund Íslendinga í Írak.
„Það var einhver símastrákur hjá Samfylkingunni sem var spurður að þessu með virðisaukaskattinn. Það kannast enginn við að hafa svarað þessu.“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar 30. nóvember 2004. (Símastrákurinn reyndist vera Jóhann Ársælsson alþingismaður.)
„Meinfýsnishlakkandi úrtölumenn víða um heim hafa einblínt á erfiðleikana sem vissulega er við að etja í Írak og virðast telja deilur um aðdraganda innrásarinnar skipta meira máli en frelsi og framtíðarvonir Íraka.“
Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 11. nóvember 2004.
„Ég hlýt að líta svo á og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, 14. maí 2004.
„Jafnréttislögin eru barn síns tíma.“
Björn Bjarnason um jafnréttislögin, 7. apríl 2004.
„Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar.“
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, 5. nóvember 2004.
„Ég veit ekkert um þetta meinta samráð olíufélaganna.“
Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og eiginkona Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, 1. nóvember 2004.
„Ég tek ekki við skipunum frá miðaldra mönnum.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Ríkissjónvarpinu 24. október 2004.
„Synjunarákvæði stjórnarskrárinnar eru leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald.“
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, 1. október 2004.
(Heimild: FRÉTTABLAÐIÐ)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)