föstudagur, nóvember 28, 2003

Taugastríðið II.

Enn og aftur staðfestir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður framtíðarnefndar Samfylkingarinnar, óstjórnlegan klofning innan raða Fylkingarinnar. Á PRESSU-kvöldi Sjónvarpsins s.l. miðvikudag, gat formaður framtíðarnefndar með engu móti unnt Össuri Skarphéðinssyni, svila sínum og formanni Samfylkingarinnar, að hrós um hann slysaðist út um hennar varir. Aftur á móti var einhent sér í að svara því til að Össur, leiðtogi stjórnarandstöðunar, hafi nú ekki gert svo sem neitt, það hafi einfaldlega ekki reynt á það enn þá, of skammt væri liðið á kjörtímabilið. Auðvirðulegri einkunn gat Ingibjörg Sólrún ekki gefið núverandi formanni Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, er næsti formaður á næsta landsþingi Fylkingarinnar, ef eftir ganga áætlanir hennar um sinn pólitíska frama. Ólíkt öðrum ákvörðunum Ingibjargar Sólrúnar í pólitík, var ekki framkvæmd skoðunarkönnun af stuðningsmönnum, er laut að því hvernig menn sæju hana fyrirsér sem varaformaður næstu 2 árin og formaður eftir það. Heldur var kannað hvern stuðningsmenn Fylkingarinnar vildu fá sem næsta formann á nýliðnu landsþingi. Það er mikilvæg spurning upp á framtíðina hvort að ákvörðunin sem var tekin af Ingibjörgu Sólrúnu hafi verið rétt, að bjóða sig fram til varaformanns. Stílbrotið var að stökkva ekki til því að tækifærið var fyrir hendi og könnunin hafði sína sögu að segja.

Í bókinni „Traits of a Healthy Family“ eftir Delores Curran er greint frá rannsóknum höfundar um þau einkenni sem eru mikilvæg í hinni heilbrigðu fjölskyldu og gætu orðið gagnleg hjálpartæki til að efla heilbrigði fjölskyldunnar. Þar kemur m.a. fram að fjölskyldunni er nauðsynlegt að: tjáskiptin séu góð, sýnt sé traust, sýnd sé gagnkvæm virðing og að jafnvægi sé í tengslum milli einstaklinga. Stjórnmálamanni er nauðsynlegt að hafa í huga þessi mikilvægu gildi ætli hann sér að stjórna með fólki, en ekki stjórna fólki. Ingibjörg Sólrún á enn eftir að sýna þessa hlið á sér, nema að stjórnarhættir í Norður-Kóreu séu enn fyrirmyndin.

Fram er komið að Ingibjörg Sólrún ætlar sér í nám erlendis og er stefnan sett á „London School of Economics and Political Science" er von til að Howard Davies stjórnandi skólans gæti orðið til aðstoðar með eitt af lykilatriðum hinnar heilbrigðu fjölskyldu. Delores Curran nefnir að fjölskyldan eigi að leita sér aðstoðar ef á þarf að halda, námið mun því verða Ingibjörgu Sólrúnu mikilvægt hjálpartæki til að ná áttum að nýju og gera henni gott. Taugastríðið mun því ekki verða óbærilegt milli þeirra Össurar og Ingibjargar Sólrúnar.

Það er síðan öðrum dauðlegum mönnum einlæg ósk að þurfa ekki hnjóta um Ingibjörgu Sólrúnu í fjölmiðlum lýsa Lundúnaborg í viku hverri í einhverjum þjóðfélagsþættinum, þar sem heimsstjórnmálin verða krifjuð yfir morgunkaffinu; eða hún verði fastur pistlahöfundur í einhverju dagblaðanna með fyrirsögninni „Solla í Lundúnum“. Sjálf hefur hún skrifað öfundargrein yfir því hvernig aðrir stjórnmálamenn „kunna því best að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni einir og óáreittir,“ þar sem enginn er til „að trufla þeirra merku pólitísku útleggingar á veruleikanum og enginn til andsvara“.

Mörgum Íslendingum er annt um höfuðborg Breskaheimsveldisins, menningin fjölbreitt og hreint ævintýri að uppgötva eitthvað nýtt í hverri heimsókn. Sú spurning hrópar á landslýð hvort verði farið að tala um Lundúnir, fyrir og eftir „Sollu“.

Engin ummæli: