fimmtudagur, desember 16, 2004

Framsókn í 88 ár.

Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfaði hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélög sem grunneiningar. Uppruna flokksins má rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar þ.e. samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust m.a. fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag.

Stefnan
Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið frjálslyndur umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar í gegnum tíðina bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Þessu viðhorfi var lýst þannig af Hermanni Jónassyni formanni flokksins 1944-62 að stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Vegna frjálslyndis síns er hann umburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra. Hann vill að allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við lausn þjóðfélagsmála fái tækifæri til að tjá sig, túlka skoðun sína og reyna að vinna henni fylgi áður en ákvarðanir eru teknar.

Sem umbótaflokkur hefur flokkurinn í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækifærum og ríkari menningu. Þjóðfélagi þar sem manngildið er metið meira en auðgildi og vinnan, þekkingin og framtakið látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla.

Grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.

I. Þjóðfélagsgerð
Við viljum áfram byggja upp þjóðfélag á grunngildum lýðræðis, persónufrelsis, jafnræðis og samfélagslegrar ábyrgðar.

II. Mannréttindi
Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.

III. Jafnræði þegnanna
Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska og grundvallarlífskjara óháð uppruna, heilsu og efnahag.

IV. Mannauður
Við viljum efla mannauð með því að sérhver einstaklingur fái örvun og tækifæri til að þroskast og vaxa í leik og starfi. Við stefnum að samfélagi umburðarlyndis og víðsýni svo margbreytileiki þjóðlífs og einstaklinga fái notið sín.

V. Stjórnarfar
Við viljum að þjóðin fari með æðsta ákvörðunarvald og handhafar valdsins stjórni aðeins í umboði hennar. Við vinnum ötullega að réttlátu stjórnarfari, opnum stjórnarháttum og valddreifingu.

VI. Hagkerfi
Við viljum byggja efnahagslíf þjóðarinnar á markaðshagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og samtaka þeirra njóti sín til fulls.

VII. Alþjóðasamfélagið
Við höfum ríkum skyldum að gegna varðandi samvinnu við aðrar þjóðir um lausn sameiginlegra verkefna. Við viljum að þátttaka okkar í alþjóðlegum samskiptum eigi að byggjast á viðurkenningu á rétti þjóða til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunar.

VIII. Náttúrugæði
Við viljum skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaði ekki hagsmuni komandi kynslóða. Við teljum að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta íslenskri stjórn.

IX. Búsetuskilyrði
Við teljum það til grundvallarréttinda að fólki verði gert kleift að velja sér búsetu þar sem það kýs. Greiðar samgöngur, alhliða fjarskipti, fjölbreytt atvinnutækifæri, fjölþætt framboð menntunar, menningar og heilbrigðisþjónustu eru þættir sem jafna búsetuskilyrði.

X. Stjórnmálin
Við byggjum á frjálslyndri hugmyndafræði og teljum því farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika.

Samþykkt á 26. flokksþingi 16.-18. mars 2001

(Heimild: framsokn.is)

fimmtudagur, desember 02, 2004

Reykjavík-Staðarskáli-Varmahlíð-Sauðárkrókur-Borgarnes-Kópavogur.

Var á fundi í gærkvöldi á Sauðárkróki sem hófst kl. 21 og stóð til um hálf tólf. Hljóp í skarðið fyrir góðan vin minn sem stýrir landbúnaðarhópi flokksins sem vinnur að stefnumótun fyrir næsta flokksþing okkar.

Á norðurleiðinni kom það mér á óvart að hægt sé að leggja færðina á Vesturlandsvegi og Holtavörðuheiði að jöfnu, en sú er raunin. Suðaustan éljagangur á hvorum stað, að vísu verð ég að viðurkenna að færið á Holtavörðuhæðinni var eitthvað verra, var dimmt á köflum. Stoppuðum í Staðarskála og í Varmahlíð, mikil framsóknarmenning á hvorum stað. Langidalur ætlaði aldrei að endi taka, enda svarta myrkur, en loks var komið að Húnavöllum og hitastigið snar hækkaði, sælla minninga frá Verslunarmannahelginni 1989.

Verstu svellbúntin á allri leiðinni reyndist vera á gatnamótunum inn á Sauðárkrók, skaut þessu að heimamönnum og var þá bent á að Vinstri Grænir stýrðu þessu sveitarfélagi og ekki orð um það meir.

Það var sært stoltið hjá karldýrinu er hann koma út frá því að greiða fyrir bensínið á Ábæ. Hafði þó undirbúið að vera ofsalega „cool“ á því er á planið væri komið, þar sem ekki hafði enn tekist að finna út hvar ætti að opna bensínlokið, en kúbeinið hafði verið skilið eftir heima. Vonaðist til að afgreiðslumaðurinn myndi finna út úr þessu vandamáli í snarheitum, eftir að hafa kallað „fylla“ á leið inn á afgreiðslu. Sú von brást hrapalega. Ég hafði sem sé ekki með neinu móti fundið enn út hvernig ætti opna þetta „blessaða“ lok, þrátt fyrir fundarhöld innandyra sem utan á vettvangi. Þess ber að gera að ég var á lánsbíl, eina haldbæra afsökunin í stöðunni. Ung afgreiðslustúlka tók að sér að bjarga málum, og benti mér á, eftir að hún var komin inn aftur, að núna myndi ég vita næst hvar ætti að opna „blessað“ bensínlokið, á mjög svo móðurlegan hátt.

Kom ekki heim fyrr en um hálf fjögur í nótt, eftir ákaflega skemmtilegt ferðalag. Meðan ég man, vil hrósa fólki fyrir hversu duglegt það hefur verið við að skreyta síðustu daga, ekki svo mikið sem einn bær án jólaljósa. Gaman af því.

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Sumum hefur verið byrlað eitur.

Ef þið skoðið frétt sem birtist á CNN á dögunum, sbr. slóðina hér á eftir,
http://www.cnn.com/2004/WORLD/europe/11/25/yushchenko.ailment.ap/index.html
þá getur maður ekki verið annað en sannfærður um að öll brögð séu notuð í pólitík. Ætli það séu til sambærileg tilvik hér heima?

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Hatton Rockall-málið.

Það var gaman að rekast á fréttina hér að neðan, enda undirritaður áhugamaður um málið. Skrifaði grein þann, 12. nóvember í fyrra, þar sem ég rakti ýmsar hliðar málsins. Ég læt fréttina fylgja hér með.


Viðræður um Hatton Rockall-málið í Lundúnum

Viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur f.h. Færeyja fóru fram í vikunni í Lundúnum um Hatton Rockall-málið en öll ríkin fjögur hafa gert tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á Hatton Rockall-svæðinu og skarast kröfur aðila.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir, að viðræðurnar hafi verið jákvæðar og gagnlegar og ákveðið að halda næsta viðræðufund aðila í Þórshöfn í Færeyjum á vormánuðum.

Ráðuneytið segir, að aðilum sé ljóst að til þess að lausn náist um afmörkun landgrunns á Hatton Rockall-svæðinu þurfi tvennt að koma til. Annars vegar þurfi ríkin fjögur að komast að samkomulagi um skiptingu landgrunnsins sín á milli eða um að landgrunnið eða hlutar þess verði sameiginlegt nýtingarsvæði. Hins vegar þurfi ríkin sameiginlega að leggja greinargerð eða greinargerðir fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk landgrunnsins, þ.e. mörkin milli landgrunnsins og alþjóðlega hafsbotnssvæðisins, og ákvarða þau með hliðsjón af tillögum landgrunnsnefndarinnar.

Formaður íslensku viðræðunefndarinnar er Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, en Steinar Þór Guðlaugsson, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, tekur einnig þátt í viðræðunum af Íslands hálfu. (Af mbl.is)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Að standa við gefin loforð – látum verkin tala.

Ræðan sem aldrei var flutt, eða því sem næst.

Hvernig hefur Framsóknarflokknum miðað við að ná fram raunhæfum markmiðum sínum. Eru kosningaloforðin öll svikin líkt og andstæðingarnir segja í hverri tækifærisræðunni á eftir annarri. Eða getum við getum borið höfuðið hátt er litið er til þess árangurs sem náðst hefur. Spyrja andstæðingarnir í dag, hvað með 12.000 ný störf, spyrja þeir í dag, hvað með foreldraorlofsmálið og spyrja þeir í dag, hvað með 90% lánin. Við framsóknarmenn eigum að vera duglegri í því að minna pólitíska andstæðinga okkar á, hverju við höfum náð fram í landsstjórninni, enda er sá árangur glæsilegur sem við getum verið stolt af.

12.000 ný störf.
Við framsóknarmenn l0fuðum að setja atvinnumálin á oddinn og auka verðmætasköpun í landinu. Við lofuðum að skapa 12.000 ný störf fyrir aldamót. Á kjörtímabilinu 1995 til 1999 var mikil hagvöxtur og stórfelld fjölgun starfa sem bar vitni um þá áherslu sem lögð var á atvinnumálin og aukna verðmætasköpun. Niðurstaðan varð að störfum fjölgaði um 14.000. Landsframleiðslan jókst um 22% og sem svaraði 1.600.000 kr. á hverju fjögurra manna fjölskyldu. Fjölgun starfanna tengdist fyrst og fremst hugbúnaðargerð og öðrum þekkingargreinum, almennum smáiðnaði, fjárfestingu í orkufrekum iðnaði og ýmsum þjónustugreinum.

Foreldraorlofið.
Við framsóknarmenn lofuðum að jafna rétt mæðra og feðra til töku fæðingarorlofs. Fæðingarorlofið var lengt úr sex í níu mánuði og tryggt var um leið samvistir barns bæði við föður og móður, þannig varð ábyrgð þeirra beggja jöfn gagnvart barninu. Við framsóknarmenn lögðum áherslu á að taka sérstakt tillit til fjölskyldunnar, þar er samræming fjölskyldu- og atvinnulífs mikilvægt úrlausnarefni, í nútímaþjóðfélagi og að því vinnum við framsóknarmenn.

90% lánin.
Við framsóknarmenn lofuðum að lánshlutfall almennra íbúðarlána verði hækkað í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp þessa efnis. Við gildistöku þessa lagafrumvarps er gert ráð fyrir að hámarkslánið verði 13 millj. kr. en það hækki síðan áfram í áföngum á kjörtímabilinu. Við framsóknarmenn stöndum vörð um að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum sé sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Við framsóknarmenn lofuðum að endurgreiðsla LÍN verði lækkuð til samræmis við eldri lánaflokk. Enda er leggjum við höfuð áherslu á að menntun sé fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og stöðu. Í samræmi við þessa stefnu okkar liggur fyrir Alþingi frumvarp um að árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. Lánþegum með eldri námslán verður gefin kostur á skuldbreytingu, þannig að endurgreiðsla af lánum þeirra verði í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. Þessi breyting á reglum lánasjóðsins mun gefa fleirum einstaklingum tækifæri á því að fara í nám og stuðla þannig að arðbærra menntuðu fólki í þjóðfélaginu. Samhliða þessari breytingu er mikilvægt að skoða kosti og galla þess, að taka upp styrktarkerfi líkt og gerist á hinum Norðurlöndunum.

Skattalækkanir.
Við framsóknarmenn lofuðum að lækka skatta. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka um 4% í þremur áföngum, til ársins 2007, samkvæmt tillögum sem ríkistjórnin hefur kynnt. Eignarskattar verða afnumdir frá og með áramótum. Viðmiðunarfjárhæðir barnabóta og vaxtabóta mun hækka um 3% á árinu 2005. Þá verður persónuafsláttur hækkaður til næstu þriggja ára í samræmi við umsamdar launahækkanir á almennum vinnumarkaði, þ.e. um 3% nú um áramót, 2,5% árið 2006 og 2,25% árið 2007. Auk þessa er vinna hafin við hækkun barnabóta sem mun koma til framkvæmda í tveimur áföngum, á árunum 2006 og 2007.

Af þessari upptalningum sést að við framsóknarmenn gleymum ekki loforðum okkar, heldur efnum við þau. Þjóðin treystir okkur til að vinna af ábyrgð að velferð sinni, undir því trausti ætlum við framsóknarmenn að standa.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Vúhú, gaman, gaman.

Yess núna byrjar skólin aftur, ég hlakka svo til að byrja aftur, það er svo gaman að læra. Vonandi semja kennararnir um launin :) bæbæ - 29. október 2004 - 14:55

Það er bróðurdóttir mín, Eva Katrín, 9 ára, sem ber fram þessa ósk. Mér þykir full ástæða til að birta þetta hér á síðunni. Þessum kröfum verður þjóðfélagið að svara enda lögbundið að veita börnum 6 til 16 ára grunnmenntun.


miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Bush næsti forseti.

Jæja, er ekki ástæða til að óska heimsbyggðinni til lukku með nýjan forseta stórveldisins. Var á kosningavöku í nótt, langt frameftir, og hélt síðan áfram, hálf sofandi, er heim var komið í nótt. Það mátti svo sem búast við þessari niðurstöðu, en auðvitað var einnig von innst inni um að Kerry myndi vinna þessar kosningar.

fimmtudagur, október 28, 2004

Bloggað í eitt ár.

Í dag er liðið eitt ár frá því að undirritaður byrjaði að blogga á netinu. Ég átti svo sem ekki von á því að mér tækist að halda þetta út, það hafa svo sem komið upp tímabil þar sem ritstíflan var algjör, en hér er ég enn.

Annars hefur 28. október ákveðna merkingu ár hvert, er ég hef reynt að lifa með, og því þá ekki að setjast niður og skrifa eitthvað, sem aðrir hefðu gaman af að lesa, er stundir gefast. Það er ekki til betri tímaþjófur.

Í skrifum um þjóðfélagsmál eru fyrirmyndirnar auðvitað allnokkrar, ein er mér þó kærust, sem ég missti alltof fljótt.

39. dagur í verkfalli grunnskólakennara

Frá 20. september s.l. hafa samningsaðilar í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga leitast við að ná saman um kaup og kjör. Krafan um að viðsemjendur nái nú niðurstöðu er skiljanleg, ekki síst fyrst og fremst barnanna vegna. Er réttur þeirra ekki að öllu leyti fyrir borð borin með áframhaldandi stöðu, þ.e. að í dag skuli vera 39. dagur í verkfalli grunnskólakennara. Þær raddir sem spáðu fyrir um löngu verkfalli hafa svo sannarlega haft rétt fyrir sér. Það eru um 4.500 kennarar frá störfum og kennsla legið niðri hjá rúmlega 45 þúsund skólabörnum á aldrinum 6 til 16 ára. Kennarar buðum sveitarfélögunum að skoða þá hugmynd að semja út skólaárið, þ.e. að gerður yrði stuttur samningur með 15 til 16 prósenta raunhækkun, og þar af 6,6 prósenta kauphækkun. Því var hafnað.

Kennarar hafa staðið fastir fyrir í baráttunni, jafnvel gengið það langt að banna aðgang að skólastofum, þannig að ekki sé minnsta smuga á því að sækja þangað nauðsynlegustu námsgögn, sem nemendur hafa jafnvel greitt fyrir. Frá því verður hins vegar ekki litið að jafn langt verkfall er taktlaust, sem bitnar á saklausum aðilum, börnunum, þau eru fórnarlömbin.

Kennarar eiga að hafa góð laun og það yrði mikið fagnaðarefni ef hægt væri að ná saman um kjör fyrir mánudaginn, samningsaðilar verða því að ná saman, líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi er undir. Enda segi í lögum um hlutverk grunnskólans, að í samvinnu við heimilin eigi skólinn að búa nemendur sína undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem sé í sífelldri þróun. Auk þess eigi starfshættir skólans að mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi, þar sem temja skuli nemendum víðsýni. Efla eigi skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skuli einnig veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og að þeir temji sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið eigi að leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Þessu mikilvæga hlutverki grunnskólanna má ekki missa sjónir af.

Nýjustu hugmyndirnar í kennaradeilunni um breytt launakerfi kennara hafa fallið í grýttan jarðveg hjá formanni menntamálanefndar Alþingis. Hann metur það svo að afleiðingarnar yrðu kollsteypa fyrir efnahagslífið.

Rök hníga því í þá átt að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé líklegasta lausnin.

miðvikudagur, október 20, 2004

Hagspá til ársins 2010.

Eftirfarandi umfjöllun er að finna á Vegvísi, markaðs- og greiningarriti Landsbankans, frá því í gær, undir fyrirsögninni: Auknar líkur á stormasamri aðlögun.

Mikil uppsveifla er fyrirsjáanleg í efnahagslífinu á næstu árum og mun hún að öllum líkindum reyna mjög á þol hagkerfisins og auka líkur á stormasamri aðlögun að betra jafnvægi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni hagspá Landsbankans fyrir árin 2004-2010. Nú í upphafi stóriðjuframkvæmdanna er viðskiptahallinn þegar kominn vel yfir það sem almennt samrýmist efahagslegum stöðugleika og verðbólgan er þegar komin töluvert umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Aðkoma bankanna á íbúðalánamarkaði og lækkun langtímavaxta mun án efa auka enn frekar á innlenda eftirspurn. Þessu til viðbótar koma svo loforð stjórnvalda um skattalækkanir sem m.a. hafa það að markmiði að auka kaupmátt ráðstöfunartekna, sérstaklega í lok uppsveiflunnar.

Að okkar mati er líklegt að framvindan á næstu árum verði á margan hátt keimlík því sem gerðist í síðustu uppsveiflu. Mikill kaupmáttur og vaxandi viðskiptahalli leiddu til mikils þrýstings á gengi krónunnar sem á endanum gaf eftir. Þessi sýn felur í sér að verðbólgan hækkar tímabundið og verður yfir þolmörkum Seðlabankans um miðbik spátímabilsins. Spár okkar gera ráð fyrir því að verðbólgan fari hæst í rúm 6% í upphafi árs 2007 en lækki síðan aftur samfara styrkingu krónunnar. Viðskiptahalli gagnvart útlöndum gæti því lækkað hratt og stefnir í 3% af landsframleiðslu árið 2010.

Ungt fólk stærsti hópurinn án atvinnu.

Mest er atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 4,4%. Þetta kemur fram í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar á þriðja ársfjórðungi ársins. Atvinnuleysi er nú 2,6% og er það sama atvinnuleysisprósentan frá sama tíma í fyrra.

Atvinnuleysi kvenna eykst.
Með tilliti til kynjaskiptingar þá eru 3,4% kvenna án atvinnu en 2,0% karla. Hefur þá atvinnuleysi kvenna aukist um 1,1%, en hjá körlum hefur það minnkað um 0,9%. Lítur því út fyrir að konur eigi erfiðara uppdráttar á vinnumarkaðnum í dag en karlar.

Fækkun á vinnumarkaði.
Samtals voru 158.100 manns starfandi á þriðja ársfjórðungi sem felur í sér fækkun um 4.800 manns frá sama tíma í fyrra.

Heimild: Hagstofan.

föstudagur, október 15, 2004

Halló Akureyri!

Stefnan er tekin á Akureyri um helgina. Var að lesa á heimasíðu þeirra að það séu um 200.000 manns sem heimsæki bæinn árlega, jafnt vetur, sumar, vor og haust. Ég var þarna á ferð fyrr í sumar og það í mjög góðu veðri. Undirritaður hefur því lagt nokkuð af mörkum til að halda uppi ofangreindri tölu.

fimmtudagur, október 14, 2004

Eitt embætti, tvö frumvörp.

Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, hefur lagt fram til kynningar frumvarpsdrög til breytinga á skipulagi samkeppnisyfirvalda og neytendamála. Lagt er til að Samkeppnisstofnun og Löggildingarstofa leggist af í núverandi mynd en að sett verði á stofn Neytendastofa sem skuli starfa að stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála, vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu, mælifræði og rafmagnsöryggismála. Neytendastofu verður og ætlað að annast framkvæmd laga um órétta viðskiptahætti og gagnsæi markaðarins. Einnig skuli unnið að stefnumótun á sviði neytendamála, auk þess sem stofnunin skal beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á því sviði. Þá skal Neytendastofa annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði neytendamála.

Þá er lagt til að skipuð verði sérstök áfrýjunarnefnd neytendamála, þ.e. úrræði til að áfrýja stjórnvaldsákvörðunum teknum af Neytendastofu. Mikilvægt er að slík úrræði séu áfram heimil, enda geta ákvarðanir Neytendastofu verið íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila, sbr. sambærileg ákvæði í núgildandi lögum um Samkeppnisstofnun. Ákvörðunum Löggildingarstofu, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, er ekki heimilt að skjóta til æðra stjórnvalds samkvæmt núgildandi lögum. Neytendaréttur mun því verða ríkari með ofangreindum hugmyndum viðskiptaráðherra.

Nýmæli í frumvarpsdrögunum lýtur að stofnun embættis „talsmanns neytenda,“ sem hafi það hlutverk að taka við kvörtunum frá neytendum, gefa út álitsgerðir og hafa frumkvæði að úrbótum. Talsmanni neytenda verður hins vegar ekki ætlað að vinna að stefnumótun á sviði neytendamála, né er lagt til að talsmaður neytenda vinni að því að gerðar verði rannsóknir á sviði neytendamála. Sú vinna verður í höndum Neytendastofu. Þó svo að talsmaður neytenda muni starfa í tengslum við starfsemi Neytendastofu þá verður sjálfstæði hans að fullu tryggt og hann mun geta nýtt starfsmenn Neytendastofu sér til aðstoðar við dagleg störf og undirbúning mála.

Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á að vegna vaxandi fákeppni á ýmsum sviðum þurfi að koma til aukin neytendavernd og mun öflugra eftirlit með þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga. Þessa sér stað í ofangreindum hugmyndum Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra.

Einn af öflugri liðsmönnum Samfylkingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður, hefur bent á að styrkja þurfi stöðu neytenda á markaði, enda hafi hún verið veik og við áratugum á eftir nágrannaþjóðunum í neytendavernd og í því að tryggja neytendarétt. Það er því ánægjulegt að vita til þess að Samfylkingin ætli sér að flytja þingsályktun er lítur að stofnun talsmanns neytenda, ekki síst í ljósi þess að nokkrum dögum áður kynnti viðskiptaráðherra ofangreint stjórnarfrumvarp sama efnis.

Það verður að teljast mjög fátítt að nokkrum dögum eftir stjórnarmeirihlutinn hefur kynnt brýnt þjóðfélagsmál skuli stjórnarandstaðan kynna nákvæmlega sama mál. Er þá eftir allt saman ekki svo mikill áherslumunur á flokkum í íslenskum stjórnmálum. Þórunn og félagar ættu því að kanna rækilega möguleika á „þjóðstjórn“ við flutning málsins á Alþingi.

laugardagur, október 09, 2004

Á ég að nefna þrenn mistök ...

Það var eftirtektarvert í kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt, að er Bush var beðin um að nefna þrenn mistök sem hann hafi gert í embætti, gat hann ekki nefnt eitt einasta. Ástæða þessa hjá Bush er sú að það er starfsfólkið hans sem gerir öll mistökin og hann svo mannlegur sjálfur að fyrirgefa þeim. Hann ætlar þó sögunni að dæma síðar til um hvaða mistök hafi verið gerð.

Endilega rennið yfir þetta:
Q: „President Bush, during the last four years, you have made thousands of decisions that have affected millions of lives. Please give three instances in which you came to realize you had made a wrong decision, and what you did to correct it. Thank you.“

PRESIDENT BUSH: „I have made a lot of decisions ― some of them little, like appointments to board you've never heard of, and some of them big. And in a war, there's a lot of tactical decisions that historians will look back and say, you shouldn't have done that, you shouldn't have made that decision. And I'll take responsibility for them. I'm human.

But on the big questions about whether or not we should have gone into Afghanistan, the big question about whether we should have removed somebody in Iraq, I'll stand by those decisions because I think they're right. That's really what you're ― when they ask about the mistakes, that's what they're talking about. They're trying to say, did you make a mistake going into Iraq? And the answer is absolutely not. It's the right decision.

The Duelfer report confirmed that decision today, because what Saddam Hussein was doing was trying to get rid of sanctions so he could reconstitute a weapons program, and the biggest threat facing America is terrorists with weapons of mass destruction. We knew he hated us. We knew he had been a ― invaded other countries. We knew he tortured his own people.

On the tax cut, it's a big decision. I did the right decision. Our recession was one of the shallowest in modern history.

Now, you ask what mistakes ― I made some mistakes in appointing people, but I'm not going to name them. I don't want to hurt their feelings on national TV.

But history will look back, and I'm fully prepared to accept any mistakes that history judges to my administration. Because the President makes the decisions, the President has to take the responsibility.“

sunnudagur, september 26, 2004

Haustverk á sveitasetrinu.

Farin að huga að haustverkunum á sveitasetrinu, fór í undirbúningsferð í dag. En tvær næstu helgar munu væntanlega verða gjörnýttar. En síðan verður sjálfsagt skotist nokkrum sinnum austur, svona til að fylgjast með að allt sé í lagi.

Haustið er líka undursamlegur tími. Hjá bændum í sauðfjárræktinni fer mikill tími í hrútasýningar, lambaskoðanir og að lokum myndasýningar þar sem bestu veturgömlu hrútarnir eru verðlaunaðir. Allt svo sem ósköp venjuleg haustverk til sveita.

miðvikudagur, september 22, 2004

Samræðustjórnmál, upphaf nýrra hugmynda.

Viðskiptaráðuneytið hvetur til þess í fréttatilkynningu frá því í gær að ég og þú, fyrirtæki og stofnanir sendi ráðuneytinu umsögn um drög að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Drögin segja þeir í samræmi við skýrslu nefndarinnar um íslenskt viðskiptaumhverfi.

Í drögunum koma m.a. fram hugmyndir stjórnvalda að binda í lög reglur um starfskjör stjórnenda. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart er hafður er huga frægur föstudagur í nóvember mánuði í fyrra. Þá var dagskipunin að út af bankabókum skyldu allar eignir landsmanna í Kaupþingi-Búnaðarbanka. Það voru nákvæmlega kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbankans, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti þá þegar yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði.

Í drögunum er m.a. lagt er til að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal varðandi kaupréttarsamninga, árangurstengdar greiðslur, hlunnindi, uppsagnarfrest og starfslokasamninga. Jafnframt er mælt með því að starfskjarastefnan verði leiðbeinandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefnunni og rökstyðja ástæður þess. Starfskjarastefnan sé rædd á aðalfundi ár hvert og skulu hluthafar upplýstir um stefnuna eða helstu atriði hennar, sem og áætlaðan kostnað vegna kaupréttaráætlana sem samþykkja skal á fundinum. Á aðalfundi skal stjórn einnig gera hluthöfum grein fyrir starfskjörum þeirra stjórnenda sem hún ræður.

En í sjálfu sér má spyrja hvort að ekki hefði verið nauðsynlegt að efna til samræðu um t.d. þennan þátt, þ.e. starfskjarastefnu, í frumvarpsdrögunum, við gerð skýrslunnar. Starfskjarastefna fyrir stjórnendur sem á að vera rædd á aðalfundi, árlega og vera leiðbeinandi, mun verða miðmið a.m.k. innan fyrirtækisins, ef ekki víðar, sbr. fámennið hér á landi. Hefðu t.d. landssamtök eins og Heimili og skóli ekki áhuga á því að koma að þessari umræðu, og hefði ekki verið þörf á því að hleypa öðrum slíkum aðilum að samræðunni er skýrslan var í vinnslu.

En okkur gefst þó nú tími til 5. október nk. að senda umsagnir um drögin að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Og er ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þeirri samræðu, hver veit nema að nýjar hugmyndir komi fram.

þriðjudagur, september 14, 2004

Vatnajökulsþjóðgarður; 1. áfangi.

Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, undirritaði ásamt forsvarsmönnum Skaftárhrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, yfirlýsingu sl. sunnudag sem verður stækkun Skaftafellsþjóðgarðs. En ríkisstjórn Íslands hafði nýlega samþykkti tillögu Sivjar Friðleifsdóttur um að fyrsti áfangi í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Með þessari stækkun verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 km2 og nær til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæðisins. Áfangi þessi markar tímamót á alþjóðavísu, því hér er stærsti þjóðgarður í Evrópu að fæðast.

Framtíðarsýn ráðherrans er að Þjóðgarðurinn Vatnajökull (eða Vatnajökulsþjóðgarður) nái stranda á milli, allt frá Öxarfirði í norðri til sjávar í suðri þar sem jökulhettan sjálf væri hjartað eða kjarninn rétt sunnan við miðjuna. Slíkur þjóðgarður hefði þvílíka sérstöðu, sökum mikilla náttúruverðmæta, að hann færi auðveldlega inn á Heimsminjaskrá UNESCO og yrði einn mikilvægasti og stórfenglegasti þjóðgarður veraldar og tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar.

Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs og jafnframt verður unnið að verndun svæða norðan Vatnajökuls í samræmi við tillögur nefndar sem skilað var til ráðuneytisins í maí sl. um verndun svæðisins.

Þar er m.a. lagt til að flokkun verndarsvæðisins með hliðsjón af verndarmarkmiðum og landnýtingu verði ákveðin skv. alþjóðlegum skilgreiningum, þ.e. flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um vernduð svæði og hafa þegar verið unnin frumdrög að slíkri flokkun fyrir þjóðgarðssvæðið í heild.

Samhliða ákvörðun um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls þarf að ákveða lágmarksuppbyggingu aðstöðu á vegum þjóðgarðsins til þess að mæta umferð gesta um svæðið. Slík uppbygging er forsenda fyrir stofnun þjóðgarðsins. Áætlaður kostnaður við slíka uppbyggingu nemur um 600 milljónum króna. Áætlaður rekstrarkostnaður þjóðgarðs norðan Vatnajökuls er um 130 milljónir króna á ári.

Óháðir aðilar meta það svo að verði farið að tillögum um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og í þá uppbyggingu sem lagt er til megi gera ráð fyrir að lágmarki 1,5 - 2,0% aukningu ferðamanna hingað til lands. Þetta gæti svarað til hækkunar gjaldeyristekna um 1,2 - 1,5 milljarða króna á ári. Þar af mætti ætla að um 700 milljónir kæmu inn á svæðið í auknum tekjum árlega. Ennfremur er því spáð að ferðamönnum muni fjölga um 5% til viðbótar verði stofnaður Vatnajökulsþjóðgarður sem nái til alls jökulsins og svæða norðan og sunnan hans. Þetta gæti þýtt um 32 þúsund fleiri ferðamenn og viðbótargjaldeyristekjur upp á um 4 milljarða króna.

mánudagur, ágúst 16, 2004

Á grænu ljósi, allstaðar.

Átti mjög ánægilegan laugardag í sumarferð framsóknarmanna um Hvalfjörð, Borgarfjörð, Reykholt, Húsafell, Barnafossa, Kaldadal, Þingvelli og loks Nesjavelli. Var mér sérstaklega komið á óvart með merkri sögu er Hvalfjörður hefur að geyma. Hef ég í raun aldrei leitt hugann að því að eitt sinn hafi allt að 30.000 manns búið í Hvalfirði á sama tíma. Forvitnilegt, ekki satt!!

90% lánin.
Það er ágætt yfirlit yfir úrskurð eftirlitsstofnunar EFTA(ESA) í fasteignablaði Morgunblaðsins í morgun. En úrskurður ESA gengur út á að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs brjóti ekki geng ákvæðum EES-samningsins og að hækkun hámarkslánhlutfalls í allt að 90% er innan ramma samningsins.

Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa kvartað yfir starfsskilyrðum Íbúðalánasjóðs til ESA, sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag íbúðalána Íbúðalánasjóðs feli í sér almannaþjónustu sem sé heimil samkvæmt ákvæðum EES-samningsins. Þessari staðreynd er vert að halda til haga í áframhaldandi árásum forsvarsmanna þessara samtaka.

Áformað er að leggja drög að frumvarpi til laga um hækkun í 90% fyrir ríkistjórn í næstu vikum, er yrði síðan lagt fram á Alþingi í byrjun október.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Veðrið og verðið!!

Undirritaður hefur notið gríðarlegra forréttinda að eigin mati síðustu dag. En að geta skroppið austur yfir fjall í sveitasetrið, flatmagað á veröndinni, með drykk, í svona líka ofboðslega góðu veðri.

Ætla mér í sumarferð á laugardag, heilsdagsferð um Hvalfjörð, Borgarfjörð, Kaldadal og Þingvelli. Framsóknartengd sumarferð, sbr. hugtakið menningartengd ferðaþjónusta, og um þar næstu helgi er spurning um að vera við Lagarfljót, síðsumarsmót framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Gaman af þessu.

Olíuverð var áfram hátt á heimsmarkaði í morgun samkvæmt fréttum. Brent Norðursjávarolíu var 41,82 dalir tunnan þegar opnað var fyrir viðskipti á markaði í Lundúnum og hefur olíuverð aldrei verið hærra. Í gær var verðið í Lundúnum 41,57 dalir tunnan. Í New York lækkaði verð um 6 sent tunnan í rafrænum viðskiptum í morgun og var 44,74 dalir en verðið komst í 45,04 dali á þriðjudag. Þess ber að geta að verðið á lítranum á Selfossi er um 103 kr., fullyrði að finnist ekki lægra verð á öðru byggðu bóli hér á landinu í dag.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Sumarið er komið, aftur!!

Það er ekki nokkur spurning, vinnutímaskyldunni verður eingöngu skilað í dag, ekki klukkustund meir. Það verður brunað austur að sveitasetrinu og slakað á í dýrlegu veðri, væntanlega, má ekki bregðast er líður á daginn.

Siv, afmælisbarn dagsins, mætti með köku á skrifstofuna og vil ég færa henni mínar bestu þakkir. Gaman af þessu.

föstudagur, ágúst 06, 2004

Hvað mun sjóða í pottunum?

Verð að mæta í pottakynningu í kvöld!! Það verður víst eldaður mjög góður matur og því ástæðulaust að láta sig vanta. Enda valmöguleikar fáir er það vantar eldabuskuna heima hjá mér. Áhugasamir lesendur síðunnar eru beðnir um láta vita af áhuga sínum á að taka þátt, það vantar tilfinnanlega fleiri með.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Fimleikafélag Hafnarfjarðar á sigurbraut.

FH-ingar unnu öruggan sigur á Íslandsmeisturum KR, 3-1, í Vesturbænum, í gær, í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Það er ekkert annað en gaman af þessu. KR þurfa ekkert lengur að velta fyrir sér einhverjum undirbúningi gegn FH-ingum, þar mæta þeir einfaldlega ofjörlum sínum. En samt KR-ingar, KOMA SVO!!

FH-ingar eru efstir í deildinni, eiga heimaleik gegn Víkingum á sunnudag og viku síðar ÍBV í Vestmannaeyjum. Góð úrslit í þessum leikjum skipta máli, t.d. yrðu 4 stig í lagi, í samræmi við niðurstöðuna úr fyrrihelming Íslandsmótsins.

Það yrði nú ofsalega gaman að taka þetta tvöfalt í sumar, taka Íslandsmeistara-dolluna, í fyrsta sinn og bikarinn einnig.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Skattar.

Heildarfjöldi framteljenda við álagningu árið 2004 var 229.665 og hafði þeim fjölgað um 1,4% frá fyrra ári. Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 129,2 milljörðum króna og hækkar um 6,3% frá fyrra ári.

Tekjuskattar til ríkissjóðs, þ.e. almennur tekjuskattur, sérstakur tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur, nema alls 66,2 milljörðum króna og hækka um 7,5% milli ára.

Almennan tekjuskatt greiða 65% framteljenda, eða liðlega 148 þúsund einstaklingar og fjölgaði þeim um 3,8% milli ára. Þeir greiða samtals 58,4 milljarða í almennan tekjuskatt og hefur skattgreiðsla á hvern gjaldanda vaxið um 1,9% milli ára. Meðalskatthlutfall er 12% að teknu tilliti til persónuafsláttar og er nær óbreytt milli ára.

Sérstakan tekjuskatt (hátekjuskatt) greiða 14.896 gjaldendur. Álagður sérstakur tekjuskattur nemur samtals 1.358 m. kr. samanborið við 1.773 m.kr. árið 2003. Um er að ræða lækkun milli ára enda var skatturinn lækkaður úr 7% í 5% af tekjum umfram viðmiðunarmörk.

Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 6,4 milljörðum króna og hækkar um meira en 40% milli ára. Skýringa þessarar hækkunar er að leita í auknum arðgreiðslum og söluhagnaði hlutabréfa, meðal annars af erlendum hlutabréfum, en skattskyldur arður af þeim nær tvöfaldast milli ára. Þá fjölgar gjaldendum hans á ný, eða um liðlega 3% og eru þeir nú nær 77 þúsund.

Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 63 milljörðum króna og hækkar um 5,1% milli ára. Gjaldendur útsvars eru 221.814, eða nær 97% allra á grunnskrá framteljenda. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um 3,4% milli ára. Meðalútsvar á tekjur síðasta árs nemur 13%.

Gjaldstofn tekjuskatts og útsvars nam 483,3 milljörðum króna og hafði vaxið um 4,8% frá fyrra ári. Framteljendum með tekjur fjölgaði um 1,3% milli ára og því hækkaði gjaldstofninn að meðaltali um 3,5% á mann. Til samanburðar hækkaði launavísitalan um 5,6% milli 2002 og 2003. Skýringa á því að framtaldar tekjur á framteljanda hækka minna en launavísitala er m.a. að leita í styttri vinnutíma, minni atvinnuþátttöku en jafnframt meira atvinnuleysi en var árið áður.

Framteljendum sem skattyfirvöld þurfa að áætla tekjur á fækkar um 13% milli ára. Enn þarf þó að áætla tekjur rúmlega 10 þúsund framteljenda.

Framtaldar eignir heimilanna námu 1.669 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 11,6% frá fyrra ári. Fasteignir eru 70% af eignum og verðmæti þeirra hafði aukist um 13,3% milli ára en eigendum fasteigna fjölgaði um 2,7%. Þeim sem telja fram skuldir vegna íbúðarkaupa fjölgaði enn meira eða um 3,6%. Skuldir heimilanna námu alls 656,8 milljörðum króna í árslok 2003 og höfðu þær vaxið um 12% frá fyrra ári. Skuldir vegna íbúðarkaupa nema ? af heildarskuldum. Álagður eignarskattur nemur 2,2 milljörðum króna og hækkar um 20% milli ára, en þá hækkun má einkum rekja til hækkandi fasteignaverðs. Gjaldendum eignarskatts fjölgar um 6,6%.

Barnabætur nema 5,1 milljarði króna og aukast um 2,6% milli ára. Þeim sem þeirra njóta fjölgar um 0,5%. Vaxtabætur nema 5,2 milljörðum og lækka um 3,7%. Vaxtabætur voru lækkaðar um 10% milli ára en framteljendum sem þeirra njóta fjölgar um 3,1% og eru þeir nær 58 þúsund. Af úthlutuðum vaxta- og barnabótum koma um 5 milljarðar til útborgunar nú um mánaðarmótin eftir skuldajöfnum á móti ógreiddum sköttum. Til viðbótar verður greidd út ofgreidd staðgreiðsla af tekjum síðasta árs, samtals 2,4 milljarðar króna. (Heimild: Fjármálaráðuneytið.)

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Góð helgi á sveitasetrinu.

Þá er enn ein verslunarmannahelgin liðin og að því er virðist stóráfallalaust, utan hræðilegt bílslys fyrir austan fjall í gærdag. Það verður að teljast ótvírætt að áróðurinn sem var rekin viknuna fyrir helgina skilaði miklum árangri.

Undirritaður varði mestum tíma á sveitasetrinu, en tíma var jafnframt varið í nokkra reiðtúra um nálægðarsveitir í Sunnlendingafjórðungi.

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Hverjar munu verða lyktir málsins?

Það fór mjög mikilvæg fyrirspurn út í loftið rétt í þessu. Niðurstaðan mun skipta mig gríðarlega miklu máli. Hefur allt verið unnið fyrir gíg, eða verður uppskorið líkt og til hefur verið sáð. Það er spurningin.

Þetta að lokum: Alþingismenn, það er skylda ykkar, fjórða hvert ár, að vera við innsetningu forseta Íslands. Ykkur verður ekki ætlað neitt hlutverk, nema að vera til staðar, þ.e. sýna forsetaembættinu virðingu. Dagsetning embættistöku forseta hefur legið ljós fyrir frá því lög nr. 36 voru samþykkt á Alþingi 12. febrúar 1945.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

"That's the formula for victory."

Var að fá bréf frá fyrrum forseta Bandaríkjanna, honum Bill, en við erum að vinna að því í sameiningu að koma Kerry í forsetaembættið. Það eru nokkur ljón á veginum en við Bill erum sammála um að þetta séu einhverjar mikilvægustu kosningar sem haldnar hafa verið. Bréfið fer hér á eftir, örlítið stytt:

Dear Einar,

This is the biggest week of John Kerry's political life. I know a little something about the remarkable experience he's going through. I know what it's like to step up to that microphone and accept the honor and responsibility of representing so many people's hopes and aspirations in a vitally important presidential election.

I even know what it's like to be asked to lead our Party into a campaign against an incumbent president. And, most important of all, I know what it's like to have people like you to count on.

This is the moment that you and I tell John Kerry, "You may step up to that microphone alone on Thursday night. But, you'll leave Boston knowing that you can count us in every step of the way. And, together, we're going to pull through to victory on November 2nd."

This campaign is about matching the strength of our candidates with our own willingness to act. That's the formula for victory. So, whatever you do, don't just watch the Convention this week. Take action to help John Kerry, John Edwards and other Democratic candidates carry our values and our ideals into one of the most critical elections ever.

Sincerely,
Bill Clinton
Í ljósi þess að í Flórída megi búast við því að meira en 40.000 atkvæði muni amk. verða gerð ógild af yfirvöldum getur frasinn „Keep on Rockin' in the Free World“ varla átt betur við en í baráttunni sem framundan er.

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Að baka sér vandræði.

Hvað sumir geta komið sér í mikil vandræði. En slúðurblöðunum í Bretlandi er auðvitað ekkert heilagt í blaðamennskunni, en að 18 ára drengur hafi átt „long-time girlfriend,“ er það nú ekki full mikið í lagt. En svona hljóðar fréttin:

Wayne Rooney has apparently been dumped by his long-time girlfriend, Coleen McLoughlin.

The rising English star confessed to his now ex-girlfriend that he had spent a night with a prostitute, Charlotte Glover, in December 2002. This angered Charlotte who had no hesitation in dumping her superstar boyfriend.
So after Sven Goran Eriksson's latest affair, the English squad is hit with yet another scandal. This story was also anticipated by the English tabloid, 'Sunday Mirror' which carried out an interview with Glover last Sunday, who recalled the night of passion with the young forward.
Some weeks ago, the 18-year-old English forward had to endure a 240 sterling three-hour operation to have an enormous celtic cross with the name of his girlfriend, Coleen, tattoed on his arm.
Next time he will think twice before putting a tattoo of a girl on his body!

Fyrir okkur Everton-aðdáendur eru þetta auðvitað hræðilegar fréttir, héðan í frá mun líklega ekkert koma í veg fyrir það hann hverfi frá félaginu.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Breiðu bökin.

Það stefnir allt í að skatturinn ætli sér að hafa stórar upphæðir af breiðu bökum þessa þjóðfélags nú um mánaðarmótin. Það liggur þá kristal klárt fyrir hvar þau er að finna, hjá sauðsvörtum almúganum, á meðan að Jón og Jóhannes geta haft hundruð milljónir af þjóðfélaginu. Þeir feðgar sæta að vísu einhverri rannsókn skattyfirvalda, en á meðan skal almúginn blæða.

Ef það þykir hentugt að kroppa í fé, einhversstaðar, þá skal keyra á það, enda augljós rök þar að baki, þ.e. hentugt!! Takist feðgum aftur á móti að koma fé undan, þá er óhentugt að sækja það, enda komið fyrir löngu út í hafsauga, úr augnsýn, þ.e. óhentugt að mati skattyfirvalda.

Það skal berja almennilega á almúganum, hann á ekki annað skilið.

mánudagur, júlí 19, 2004

Akureyri, Djúpivogur, og sveitasetrið í Grímsnesinu.

Undanfarið hefur farið lítið fyrir pólitískum skrifum hér á síðunni. Ástæður þessa eru ýmsar, helstar þó að aðeins eitt mál hefur komist að á undanförnum vikum, þ.e. fjölmiðlamálið. Ætla verður að um einhver skrif verði um málið allt á næstu vikum á síðunni, en full ástæða er til að gefa lesendum hvíld á því í augnablikinu.

Hinu vil ég ekki þegja yfir, hefði í raun mátt skrifa um miklu fyrr, en það eru ferðalögin.

Höfuðstaður Norðurlands.
Þann 2.-3. júlí var staldrað við á Akureyri í ofsalega góðu verðri. Þessa helgi voru haldin knattspyrnumót er fjölmargir sóttu, það voru 1-2 skemmtiferðaskip á Pollinum, má því áætla að íbúatala Akureyrar hafi aukist all nokkuð á þessum annatíma. Mannlífið á göngugötunni var fjörlegt, veitingastaðir og kaffihús yfirfull, auk þeirra er áttu leið hjá, til að sýna sig og sjá aðra. Það brást að sjálfsögðu ekki á heimleiðinni að er höfuðborgin var í augnsýn, byrjaði að rigna.

Búlandsnes.
Þann 9.-10. júlí var tekið hús á Djúpavogshreppi, það var milt og þurrt veður, en sólarglæta engin. Engin verður ósnortin af fegurð náttúrunnar á austurleiðinni, sandarnir, jöklar og lón, og stórkostleg fjöll soga að sér athygli hvers ferðamanns. Það er sérstök ástæða er til að benda á fyrirmyndar hótel sem rekið er á Djúpavogi, Hótel Framtíð. Þjónusta öll til fyrirmyndar, góð herbergi og veitingaþjónusta, þ.e. matur og drykkir á við það besta sem gerist hér á landi. Mæli sérstaklega með lambinu. Morgunverðarborðið var hlaðið kræsingum. Hafa skal sem fæst orð um hvað hafi tekið við á bakaleiðinni er höfuðborgin var í augnsýn.

Sveitasetrið í Grímsnesinu.
Um liðna helgi var slakað á í sveitasetrinu, að vísu var borið á pall sem umlykur setrið, eitthvað um 40-50 fm, en það var aðeins með annarri. Með hinni var borið á klæðningu hússins, að vísu er ráðlegast að fara aðra umferð yfir allt saman aftur. En veðursælt var um helgina á Suðurlandi og því ástæðulaust að gera ekki eitthvað.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Ólafur — hvers vegna þetta mál?

Þann 27. nóvember 2003 féll í Hæstarétti dómur er varðaði stjórnskipulegt gildi laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Í því máli var niðurstaða réttarins sú, að þótt í einstökum ákvæðum laga nr. 139/1998 væri ítrekað skírskotað til þess að heilsufarsupplýsingar í gagnagrunni á heilbrigðissviði ættu að vera ópersónugreinanlegar þá skorti mjög á að nægilega tryggt væri, með ákvæðum settra laga, að yfirlýstu markmiði yrði náð. Og að ótvírætt væri að ákvæði 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar tæki til slíkra upplýsinga og veitti sérhverjum manni friðhelgi um einkalíf sitt að þessu leyti.

Með rökum má réttilega spyrja hvers vegna þessum lögum hafi ekki verið vísað til þjóðaratkvæðis af forseta Íslands (Ólafi Ragnari Grímssyni) með því að neita að staðfesta jafn umdeild lög. Þess í stað segir Ólafur Ragnar að „skort [hafi] samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“

Það er rétt er forseti segir í yfirlýsingu sinni 1. júní að lýðræði, frelsi og mannréttindi séu grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar, en þessar forsendur eiga við í öllum þeim málum sem Alþingi stendur að hverju sinni. Þessar grundvallarforsendur áttu við er lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði voru staðfest og þau áttu einnig við er lög um evrópskt efnahagssvæði voru staðfest.

Meginmarkmið laganna, um breytingu á útvarps- og samkeppnislögum, er að sporna við því að eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum og samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hamli gegn æskilegri fjölbreytni í fjölmiðlun á Íslandi. Mikilvægi fjölmiðla lýsir sér í kröfu í lýðræðisþjóðfélagi að almenningur hafi aðgang að fjölbreyttum, sjálfstæðum og öflugum fjölmiðlum, eða eins og Ólafur Ragnar segir sjálfur í yfirlýsingunni, að fá traustar fréttir af innlendum og erlendum vettvangi og að fjölmiðlar skapi fjölþætt tækifæri fyrir þegnanna til að sjá skoðanir sínar og til að meta stefnur og straum. Sé þetta tryggt, má setja fram þá kröfu um að almenningur hafi aðgang að fjölbreyttum, sjálfstæðum og öflugum fjölmiðlum.

Á sínum tíma var bullandi ágreiningur um gagnagrunn á heilbrigðissviði og mikil gagnrýni á frumvarpsdrögin frá vísindasamfélaginu hér í landinu. Umræðan um EES-samninginn var ekki síður hörð. Forseti Íslands á þeim tíma, frú Vigdís Fimmbogadóttir, sá þá ástæðu til að gefa yfirlýsingu á ríkisráðsfundi, en forseta höfðu þá borist fjöldi áskorana um að undirrita ekki frumvarpið.

Þegar forsetinn segir í yfirlýsingu sinni að, að undanförnu hafi verið harðar deilur um lagagrundvöll fjölmiðlanna og að ítrekað hafi verið fullyrt að þetta lagafrumvarp muni hvorki standast stjórnarskrá né alþjóðlega samninga; þá verði það dómstóla að meta réttmæti slíkra fullyrðinga.

Ólafur Ragnar hefur nú ákveðið að taka að nokkru til sín þetta mat, hvort að lög standist stjórnskipun, og mat á því hvað sé sátt, um vinnubrögð og niðurstöðu. Ólafur Ragnar hefur tekið í sínar hendur það vald að meta hvort á hafi skort samhljóm og til sé orðin djúp gjá milli þings og þjóðar í mikilvægum málum. Hann sem hefur verið kosin sem sameiningartákn og því hafin yfir dægurþrætur stjórnmálanna, vera óháður og hafin yfir flokkapólitík og flokkadrætti, þ.e. gegn allri sundrungu.

Hvers vegna þetta mál? Þjóðin kallar eftir skýringum frá Ólafi Ragnari sem hefjast á orðunum: "Það er mjög sögulegt og merkilegt að ..." . Þessi sami Ólafur Ragnar sagði árið 1995: „Framsóknarflokkurinn lofaði 12.000 nýjum störfum til aldamóta. Kvöld eftir kvöld komu ungar stúlkur og ungir drengir á sjónvarpsskjáinn í kosningaauglýsingum Framsóknarflokksins og sögðu þjóðinni hvað þau ætluðu að verða. Enginn ætlaði að verða atvinnulaus. 12.000 ný störf til aldamóta voru einkunnarorð Framsóknarflokksins í kosningunum. Kjarninn í því trúnaðarsambandi sem hann bað um milli sín og kjósenda. Þetta helsta kosningaloforð Framsóknarflokkurinn hefur nú gufað upp strax á fyrstu vikum nýrrar ríkisstjórnar.“ Ólafur Ragnar; störfin urðu 14.000. Hver túlkar með þessum orðum djúpa gjá milli kjósenda og Framsóknarflokksins. Er það hlutlaus stjórnmálamaður?

miðvikudagur, júní 02, 2004

Skattalækkanir.

Í fréttum hefur mátt greina einhverja óánægju í þingliði sjálfstæðismanna með að tillögur um skattalækkanir skyldu ekki hafa verið lagðar fram á Alþingi fyrir þinglok. Þingmennirnir; Gunnar Birgisson, Pétur Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson, hafa gengið svo langt að telja þetta jaðra við brot á stjórnarsáttmálanum, eins að framsóknarmenn munu ekki ná sínum málum hindrunarlaust í gegn vegna þessa. Það má með sönnu greina reiði í þessu viðbrögðum þingmanna að skattalækkunartillögur sjálfstæðismenn sem þeir höfðu bundið miklar vonir við að yrðu lagðar fram fyrir þinglok, litu ekki dagsins ljós. Og halda mætti að Gunnar Birgisson sé hreinlega illur er hann segir: „Það er ljóst að það er Framsóknarflokkurinn sem stoppar þetta mál. Hann lagðist gegn skattalækkunum af ótrúlega mikilli hörku. Annaðhvort eru þeir búnir að gleyma því hvað þeir sögðu fyrir síðustu kosningar - þetta stendur klárt og kvitt í ríkisstjórnarsáttmálanum - eða þá hitt, að þeir eru að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn, og veit ekki á gott með samstarf flokkanna í áframhaldinu.“

Í kosningabaráttunni voru skattamál og kjarabætur mjög ofarlega á loforðalista stjórnamálaflokkanna. Við framsóknarmenn sögðum að við teldum að mjög gott svigrúm verði á næsta kjörtímabili til verulegra skattalækkana. Lögðum við til að lækka skattaprósentuna í 35,2% og stórhækka ótekjutengdar barnabætur þannig að þær verði kr. 36.500 fyrir öll börn en helmingi hærri fyrir börn að 7 ára aldri. Og að með þessum aðgerðum væri kaupmáttur fjölskyldufólks aukinn mest og þá sérstaklega þeirra sem væru með yngstu börnin. Það okkar mati er afar mikilvægt að auka ráðstöfunartekjur þeirra sem minnst hafa og lögðum til að lækka skattprósentuna yfir línuna, draga úr jaðaráhrifum í skattkerfinu og leggja mesta áherslu á hækkun lægstu launa í kjarasamningum líkt og gert var á árinu 1997.

Fyrir kosningar mátum við framsóknarmenn skattalækkanir á rúma 16 milljarða króna, hvert prósentustig í tekjuskatti kostar 4,2 milljarða og hækkun persónuafsláttar um 1000 krónur um 2,2 milljarða. Það sýnir best hvað millitekjurnar skipta miklu máli í skattkerfinu að hvert prósent í hátekjuskatti gefur aðeins 300 milljónir króna í ríkissjóð. Út frá því geta menn séð hvað mikið þarf að hækka skatta á hæstu tekjum til að ná verulegri lækkun á þá lægstu. Við álytum einnig á sínum tíma að ef áform Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir væru reiknuð með sambærilegum hætti kæmi í ljós að þær munu kosta ríkissjóð ekki langt frá 30 milljörðum og skattalækkanir Samfylkingarinnar milli 17 og 18 milljarða.

Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að tekjuskattsprósenta á einstaklinga verði lækkuð um allt að 4%, eignarskattur felldur niður, að erfðafjárskattur verði samræmdur og lækkaður. Auk þess að virðisaukaskattkerfið verði tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Það er einnig orðið gríðarlega mikilvægt að brúa það bil sem er orðið á skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga og Framsóknarflokknum er einum flokka treystandi til að leysa það mál.

Í Viðskiptablaðinu var fyrir síðustu kosningar farið all ýtarlega yfir nauðsyn skattalækkana. Þar var m.a. reifað að rétta tímasetningin til skattalækkana sé á samdráttartímum þegar nauðsyn beri til að hvetja áfram neyslu almennings og að forsvaranlegt sé að reka ríkissjóð með halla til þess að hvetja efnahagslífið áfram. Það eiga sér stað miklar framkvæmdir í dag, ekki aðeins tengdar virkjunum og álverum, heldur og einnig jarðgöngum og ýmsum öðrum framkvæmdum. Það liggi augljóslega mikið við að aðhalds sé gætt í rekstri hins opinbera við þessar aðstæður, m.a. með því að lækka ekki skatta og halda aftur af ríkisútgjöldum. Þetta leiðir af því að fjármál ríkisins eru eðli sínu langtímaviðfangsefni, þar sem tekjur og gjöld ættu að fara eftir vel skilgreindum markmiðum. Síðan er auðvitað undir stjórnmálamönnunum komið hvort að þeir móti pólitíska stefnu er taki mið af skynsemisrökum. Allar ákvarðanir fela í sér ábyrgð og afleiðingar. Með stofnun álbræðslu fyrir austan og stækkun álbræðsluna í Hvalfirði gerir kröfu um mikinn afgang í ríkisfjármálum. Þetta er grundvallaratriði í hagstjórn sem ætti að vera hafið yfir allar pólitískar þrætur að mati hagfræðinga.

Niðurstaðan er því að: Kárahnjúkavirkjun hlýtur að tefja fyrir skattalækkunum um nokkur ár að minnsta kosti, jafnvel fram á næsta kjörtímabil. — Aftur á móti eiga skattalækkanir á samdráttartímum eiga vel við þegar hægt er að tengja þær við kjarasamninga og auka þannig ráðstöfunartekjur launþega án launahækkana.

föstudagur, maí 28, 2004

Lagasynjun konungsvaldsins á „Batterí“ lögunum — synjunarvald forseta og 100 ára þingræðisregla.

Í riti dr. Björns Þórðarsonar, „Alþingi og konungsvaldið, lagasynjanir 1875–1904,“ frá árinu 1946, er að finna mörg dæmi af málum þar „sem stjórnin taldi svo mikil missmíði á eða agnúa, að ekki væri að gera þau að lögum eins og þau voru út garði gerð“, líkt og Björn sjálfur kemst að orði. Tilgang ritsins, sem hér á eftir verður að all miklu vitnað í, taldi hann ekki síst vera ætlaðan að halda til haga þessum þætti stjórnmálasögunnar er væri orðin saga, gleymd saga, en á þeim tíma er sagan „var að gerast, fór hún ekki fram hjá fólkinu eða gerðist utan við vitund þess“. Þvert á móti, hafði hún haft rík áhrif á þjóðina. Almenningur fékk á þessum tíma megnan ímugust á öllum lagasynjunum, enda vissu menn „að hér var að verki útlent valdboð, sem gerði að engu starf Alþingis, sem eingöngu hafði fyrir augum heill og hagsmuni þjóðarinnar. Fólk átti bágt með að trúa því, að lög, sem þingið hafði samþykkt og eingöngu lutu að því að kippa einhverju í lag innanlands, væru svo herfilega úr garði gerð, að ekki mætti láta þau verða að gildum lögum og láta reynsluna síðan út um nauðsynlegar umbætur á þeim.“

Konungur synjaði 91 lögum staðfestingar á 30 ára tímabilinu frá 1875–1904, sem Alþingi hafði samþykkt. Hafa ber í huga að hinn danski ráðgjafi fyrir Ísland sat aldrei á Alþing, enda ekki í stjskr. gert ráð fyrir því og hefði hann þar af leiðandi aldrei beint samband við þingið. Þá skorti mjög á að landshöfðingi gæti hverju sinni sagt þinginu, hver væri afstaða og vilji ráðgjafans eða stjórnarinnar í málum er þingið hafði til meðferðar. Þá koma það og ósjaldan fyrir, að þingið sinnti ekki bendingu landshöfðingja um skoðun stjórnarinnar, og eins hitt, að annað varð ofan á hjá ráðgjafanum þótt landshöfðingja þætti samþykkt þingsins ekki varhugaverð.

Víkur þá sögunni aftur til ársins 1899, en þá um sumarið samþykkti Alþingi lög um heimild til sölu á lóð úr Arnarholtstúni og var parturinn kallaður „Batterí“.

[Það skal tekið fram að „Batteríið var virki úr torfi og grjóti við Arnarhólsklett þar sem nú mætast Kalkofnsvegur og Skúlagata. Jörundur Hundadagakonungur lét reisa virkið 1809 en því var ekki haldið við. Danskir hermenn lagfærðu það. Batteríið var aðeins um stuttan tíma hernaðarlegt mannvirki. Lengst af var það skemmtistaður bæjarbúa, sem fóru þangað oft á kvöldin til að njóta fagurs útsýnis. Þegar hafnargerðin hófst árið 1913 var Batteríið rifið og nú sér þess engan stað lengur, þar sem nú er risið hús Seðlabankans. — Heimild: arkitekt.is]

„Meðan á meðferð málsins stóð í þinginu, kom upp í bænum megn óánægja meðal borgara bæjarins út af hinni fyrirhuguðu afhendingu þessarar lóðarspildu [til eins einstaklings], með því að talið var, að hún kæmi í bága við hagsmuni bæjarfélagsins. Borgarafundur samþykkt áskorun til þingsins um að samþykkja ekki frumvarpið, en þingið fór sínu fram og afgreiddi frumvarpið.“

Á sama þingi [1899] voru jafnframt samþykkt lög um að heimilt væri að selja Reykjavíkurkaupstað lóðir í norðurhluta Arnarhólstúni, þ.e. í sama hluta og Batterí-spildan. „Bæjarmenn áttu því mjög bágt með að sætta sig við þá lagasetningu þingsins, að einstaklingur skyldi hafa forgangsrétt fyrir bæjarfélaginu að þessari sérstöku, umræddu lóð.“

Var þá gegnið í það af bæjarstjórninni, í erindi til hins danska ráðgjafa fyrir Ísland, að fá Batterílögunum synjað hjá konungi, með þeim rökum að óskoruð yfirráð bæjarins yfir norðurhluta Arnarholtstúnsins „muni standa hafnarmálum Reykjavíkur fyrir þrifum, en þau málefni hljóti að liggja bænum mjög á hjarta.“

Er þetta dæmi allrar athygli vert, ekki síst í ljósi ímugust þjóðarinnar á lagasynjunum erlends valdboðs. En hér var það heill og hagsmunir þjóðarinnar sem gegnu framar hagsmunum einstaklings, og því var það metið svo af bæjarbúum að sjálfsagt og eðlilegt væri að krefjast lagasynjunar og gera starf Alþingis að engu.

Enda fór það svo að í úrskurði ráðgjafans sem féll 21. júní 1900 sagði: „að þótt það geti eigi eftir hinum framkomu upplýsingum með neinni vissu dæmt um það, hvort hinn umtalaði ótti bæjarstjórnarinnar sé á rökum byggður, hafi ráðuneytið orðið að telja það óráðlegt, að frumvarpið yrði að lögum, þegar af þeirri ástæðu að það sé eigi nægilega sannað, að hin umrædda afhending, sem eigi væri gerð fyrir almennings hag, geti farið fram án þess að standa hagsmunum bæjarins fyrir þrifum. [...] Ráðgjafinn réð því konunginum með þessu fororði að synja frumvarpinu staðfestingar.“

Þessum úrskurði stjórnarinnar varð þingið að sætta sig við og öðrum 90 úrskurðum til viðbótar „hvernig sem hann var og í hvaða búningi sem hann var fram fluttur, og láta eftir sem áður arka að auðnu um afdrif lagasmíða sinna.“

Þessi tilhögun breyttist mjög er stjórnin varð innlend samkvæmt stjórnarskrárbreytingunni frá 3. október 1903 og þingræðisreglan var viðurkennd. Dr. Björn Þórðarson gerir svo í ritinu stutta grein fyrir mismun á stöðu Alþingis sem löggjafaraðila gagnvart stjórninni, þ.e. fyrir og eftir lýðveldisstofnunina 1944. En í 1. gr. stjskr. 1874 var kveðið á um löggjafarvald Alþingis, og sagði: „löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi í sameiningu.“ Í 2. gr. núverandi stjskr. segir: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.“ Breytingin er sú „að skipt hefur verið um hinn löggjafaraðilann, en ekkert segir um, að styrkleiki löggjafarvalds Alþingis sé meiri nú en áður.“ En á móti kemur að „ráðgjafinn á hinu fyrra tímabili [hafði] óbundnar hendur gagnvart almennum lagafrumvörpum frá Alþingi. Það var undir hans dómi komið, hvort hann bar lagafrumvarp upp fyrir konungi til staðfestingar eða synjunar, eða hvort hann gerði það alls ekki og lét það daga uppi og verða sjálfdauða.“

Dæmi um lög frá Alþingi yrðu sjálfdauða, þ.e. ekki borin upp við konung innan tilskilins frests, er frá árinu 1912, en þá „samþykkti Alþingi lög um stofnun peningalotterís fyrir Ísland. Lagafrumvarp þetta var þannig úr garði gert, að ráðherrann [Hannes Hafstein] afréð á eigin býti að leggja það ekki fyrir konung til staðfestingar. Frumvarpið varð sjálfdauða vegna fyrningar. Þingið sá sér ekki fært að áfellast ráðherrann fyrir þessa breytni hans, svo freklega hafði því yfirsést við lagasmíð þessa. Það getur hent enn í dag, að ráðherra komist að raun um, að lög frá Alþingi eigi ekki að fá lagagildi, en honum er óleyfilegt að tefja fyrir því lengur en 14 daga.“

Að mati dr. Björns þá ætti það að vera undantekningarlaus regla, ef það kæmi fyrir, að forseti synji lögum um staðfestingu, að þingið taki þau aftur til endurskoðunar, og ekki eigi að leita til þjóðaratkvæðis, nema mikið liggi við og um sé að tefla skýrt meginatriði í lagasetning, sem svara ber með já eða nei. Jafnframt var Björn þeirrar skoðunar, að aldrei skuli leggja lög undir þjóðaratkvæði, nema Alþingi geri um það sérstaka ályktun hverju sinni, og lög sem forseti hefur synjað staðfestingar, fái ekki gildi, fyrr en sú samþykkt hefur verið gerð.“ Og álykti nú Alþingi að „þjóðaratkvæði skuli fram fara, verður rauninni ekki aðeins greitt atkvæði um lögin, heldur einnig um það, hvort forseti nýtur þess trausts þjóðarinnar, að hann megi fara með embætti sitt framvegis,“ að mati dr. Björns Þórðarsonar.

Það skal haft í huga að konungur Danmerkur beitti aldrei persónulega synjunarvaldi sínu á Íslandi eftir að landinu var sett stjórnarskrá 1874, heldur var það gert að ráði og á ábyrgð hins danska ráðgjafa fyrir Ísland sem sat í Kaupmannahöfn. Eftir viðurkenningu á þingræðinu 1904 (og um leið þingræðisreglunni – óskráðri grunnreglu íslenskrar stjórnskipunnar) synjaði konungur ekki staðfestingar á lagafrumvarpi og frá árinu 1944 hefur engin forseti lýðveldis synjað lagafrumvarpi staðfestingar. Enda segi dr. Björn Þórðarson um 26. gr. stjórnarskrárinnar: „Þetta er næsta eftirtektarvert nýmæli. Fyrst og fremst segir þar berum orðum, að lagafrumvarpið skuli lagt fyrir forseta „til staðfestingar“. Hin óskrifuðu lög þingræðisins hafa ekki verið talin einhlít, heldur eru þau áréttuð með beinni stjórnarskrárskipun til hlutaðeigandi ráðherra. Ef sá hugsanlegi möguleiki kæmi fyrir, að ráðherrann brygðist trúnaði þingsins og legði til við forseta, að lagafrumvarpi væri synjað, bryti hann ekki aðeins í bág við þingræðið, heldur fremdi hann einnig stjórnarskrárbrot. Eftir orðunum liggur þessi skilningur beinast við og óþarft að ræða hér aðra hugsanlega skýringu ákvæðisins.“

mánudagur, maí 24, 2004

Um afstöðu.

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mun líklegast gera grein fyrir atkvæði sínu í dag við afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins. Miklar líkur eru til að þar muni hann telja lögin vera brot á stjórnarskrá, ef marka má málflutning hans undanfarnar vikur, og að forseta lýðveldisins sé hollast að undirrita ekki lögin.

Fyrir ekki svo mörgum dögum lagði þessi sami annars ágæti þingmaður til að EES-samningurinn yrði kannaður, ekki síst framkvæmd, þar eð ekki sé lengur við unað hvernig þróun hans hefur orðið. Þar komi einnig til að málið allt hafi verið umdeilt á meðal fræðimanna og að umdeilanlegt sé að samningurinn rúmist innan 21. gr. stjórnarskrárinnar. Það sorglega er að Össur skyldi ekki skynja að varnaðarorð fræðimanna öllum tímum ber að hafa í huga, einnig þegar viðkomandi er í stjórnarmeirihluta líkt var staðreyndin árið 1992. Hér hefur þingmaðurinn því horfið frá fyrri afstöðu til málsins.

Í nefndum EES-samningi var stigið stórt skref í átt að því markaðshagkerfi sem þjóðfélagið hrærist í í dag, skref sem felur það í sér að ríkið eigi ekki að sinna atvinnustarfsemi sem einkaaðilar geta stundað með eðlilegum hætti og að virk samkeppni sé fyrir hendi. Meginhlutverk ríkisins sé því jafnan að tryggja að til staðar séu reglur um starfsemi á viðkomandi sviði og að reglunum sé fylgt. En að þó kunni á hverjum tíma að vera nauðsynlegt að ríkið hlutist til um þætti sem nauðsynlegir eru til að efla atvinnuvegi og að tryggja þjóðfélaginu ákveðin lífsgæði.

Ef ráða ætti Össuri Skaphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, heilt þá fær hann í dag enn einn séns. Hann verður „frjáls“ að lýsa því yfir: „að samþykkt laganna sé nauðsynleg“, enda yfirlýst markmið að varðveita fjölbreytni og hamla gegn neikvæðum áhrifum samþjöppunar á sviði fjölmiðlunar og takamarka áhrif sem eitt fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa getur haft í einni eða fleiri greinum fjölmiðlunar. Þessu getur Össur ekki með góðu móti hallmælt, enda annálaður baráttumaður gegn samþjöppun á öllum sviðum. Spurningin er hvort að grundvallarsjónarmiðum markaðshagkerfisins séu fótum troðin með samþykkt fjölmiðlalaganna. Hvort að ekki einasta „ítalskir bílasalar“ geti fellt sig við jafn stranga löggjöf á einstaka atvinnuveg?

Því er til að svara að hið sérstaka eðli fjölmiðla og mikilvægi þeirra fyrir lýðræðislega umræðu og menningarlega fjölbreytni í þjóðfélaginu er grunnur þeirra lögmætu markmiða sem stjórnvöld geta byggt á aðgerðir sem gera strangari kröfur um eignarhald til aðila á fjölmiðlamarkaði en í annarri starfsemi. Það er viðurkennt að samkeppnislöggjöf eigi að setja strangari skorður við samruna á fjölmiðlamarkaði en í annarri starfsemi. Þess vegna er það frumvarp sem verður að lögum í dag að öllu leyti í samræmi við þá stefnu sem mörkuð er í skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum.

En í henni segir: „Það er því skoðun nefndarinnar að af framangreindum viðhorfum Evrópuráðsins og almennum viðhorfum um vernd pólitískrar og menningarlegrar fjölbreytni leiði, að það hljóti að teljast afar æskilegt að löggjafinn bregðist við þessu með lagasetningu, einkum þannig að settar verði reglur sem miði að því að hamla gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar sem þegar er til staðar á fjölmiðlamarkaði og einnig til að hamla frekari samþjöppun á þessum markaði í framtíðinni. Einkum á þetta við samþjöppun á markaði fyrir einkarekna fjölmiðla, enda hvíla á Ríkisútvarpinu víðtækar skyldur um fjölbreytni í framboði dagskrárefnis og framsetningu þess sem ekki eiga við um einkarekna fjölmiðla.“

Á fjölmiðlamarkaðnum á Íslandi í dag er sú staða að Norðurljós hf. á Íslenska útvarpsfélagið ehf. sem rekur stöðvar sem hafa 44% af hlustun fyrir hljóðvarp og 37% af áhorfi fyrir sjónvarp. Þá á Norðurljós Frétt ehf. sem gefur út Fréttablaðið sem er útbreiddasta blað landsins með daglegan 69% lestur og DV sem lesið er af 17% landsmanna daglega. Stærsti einstaki hluthafi í Norðurljósum hf. er Baugur Group hf. sem á 29,9%.

Með frumvarpinu er aðeins leitast við að tryggja að við lögbundna og nauðsynlega úthlutun ríkisins á útvarpsleyfum séu þjóðréttarlegar skuldbindingar ríkisins um að tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði hafðar í heiðri. Lögin munu aðeins ná til þeirra sviða þar sem ríkið hefur nú þegar aðkomu að fjölmiðlamarkaði. Lögin ganga ekki lengra en nauðsynlegt er í því skyni að ná fram hinu lögmæta markmiði og tryggja að sjónarmið um fjölbreytni séu meðal þess sem haft er í huga við úthlutun leyfa.

Það gildir öðru máli um dagblöð en útvarp vegna þess að starfsemi útvarps byggir á nauðsynlegri úthlutun ríkisvaldsins á útvarpsleyfum, sem eru takmörkuð gæði, sem er nú þegar úthlutað til takmarkaðs tíma. Engin úthlutun takmarkaðra gæða á dagblaðamarkaði réttlætir svo víðtæka takmörkun á tjáningarfrelsi (og atvinnufrelsi) eins og fólgin væri í því að setja ákveðin eignarhaldsskilyrði gagnvart eigendum dagblaða. Löng lýðræðishefð er fyrir því að rétturinn til útgáfu dagblaða er ótakmarkaður.

Afstaða Össurar Skarphéðinssonar, og félaga hans, ætti að grundvallast á því að samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hérlendis sé komin yfir þau mörk sem talist geta viðunandi þegar miðað er við alþjóðlega mælikvarða. Þessu hefur hann sjálfur haldið fram í þingræðum. Það eru því fullkomlega málefnalegar forsendur fyrir lagasetningu með þessum hætti og skýrri yfirlýsingu af hans hendi að afstaða hans sé að styðja málið.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Um fjölmiðlafrumvarpið.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð saman um breytingarnar á fjölmiðlafrumvarpinu er varða annars vegar að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eignarhlut í því. Hins vegar að núverandi útvarpsleyfum verði leyft að renna út gildistíma sinn, þó þannig að ekkert þeirra renni út fyrr en eftir tvö ár þegar lögin taka gildi.

Von er að spurt sé hvort að þessar breytingar gangi nógu langt. Össur Skarphéðinsson fullyrðir að þessar breytingar gangi skemur en vænst hefði mátt eftir yfirlýsingar framsóknarmanna? Það má telja harla ólíklegt að sá annars ágæti þingmaður hafi nokkuð í höndunum um það hverju framsóknarmenn vildu ná fram fyrir þriðju umræðu, enda engin yfirlýsing gefin út um það á opinberum vettvangi.

Er ekki búið að laga þetta frumvarp nægilega svo við gætum samþykkt það í þessum búningi? Stjórnarandstæðingar, sumir hverjir, hafa lýst því yfir að þeir væru þeirrar skoðunar að frumvarpið bryti ekki í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Einn þeirra, Ögmundur Jónasson, hefur jafnvel gengið svo langt að segja að það hafi aldrei verið skoðun sín að frumvarpið stæðist ekki stjórnarskrá. Kveðst hann jafnframt vilja bera virðingu fyrir skoðunum annarra um þetta mál hvaða skoðun svo sem hann hefði sjálfur myndað sér í málinu. Steingrímur J. Sigfússon setur þann fyrirvara á gagnrýni sína að ekki sé enn búið að dreifa þessum tillögum til þingmanna og því hafi hann ekki séð þær sjálfum.

Sigurður Líndal, fyrrv. lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir breytingarnar vera gott skref en hann hafi ekki gert sér grein fyrir hvort þær séu fullnægjandi. Sigurður segist mjög mikilvægt að breyting sé gerð á frumvarpinu varðandi gildistíma útvarpsleyfanna og að þetta sé skynsamleg breyting. Hann hefur haft afdráttarlausar skoðanir um þetta atriði stæðist ekki gagnvart stjórnarskrá líkt og það var í frumvarpinu fyrir þessa breytingu. Þeir njóti verndar stjórnarskrár sem hafi fengið úthlutað leyfi til tiltekins tíma og vænta þess að fá að halda leyfinu út leyfistímann, hafi þeir ekki brotið neitt af sér.

Eru þessar breytingar svona sýndarmennsku til að láta í það skína að eitthvað hafi verið gert í áttina til lagfæringar? Eitt einhlýtt svar við álíka spurningu er ekki fyrir hendi, það er alltaf einhver óánægja í öllum málum, getur jafnvel gegnið svo langt að allir aðilar séu óánægðir. Fyrir öllu er að geta skipst á skoðunum/gagnrýni, hvaða skoðun svo sem hver hefur.

mánudagur, maí 17, 2004

Að bæta stöðu og öryggi fólks sem er án atvinnu.

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, fékk samþykkt á Alþingi s.l. laugardag sem lög hækkun á atvinnuleysisbótum, sem er í samræmi við yfirlýsingu ríkistjórnarinnar frá 7. mars við undirritun kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins. Yfirlýsingin hljóðaði svo: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki og verði frá 1. mars 2004 kr. 88.767 en hækki síðan um 3% 1. janúar 2005, 2,5% 1. janúar 2006 og um 2,25% 1. janúar 2007.“

Í frumvarpinu er lagt til að hámarksbætur atvinnuleysistrygginga skuli nema 4.096 kr. á dag frá og með 1. mars 2004. Þessi hækkun felur í sér 11,3% hækkun á hámarksbótum atvinnuleysistrygginga og eykur útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs um 330 m.kr. á árinu 2004, en um 400 m.kr. miðað við heilt ár.

Árni Magnússon lét þess getið í flutningsræðu á Alþingi að hann hafi ákveðið að beita mér fyrir endurskoðun laga um atvinnuleysistryggingar og laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Enda væri tímabært að þetta kerfi yrði tekið til endurskoðunar, ekki síst vegna reynslunnar á það kerfi sem tekið var í notkun fyrir tæpum sex árum. Markmiðið með endurskoðuninni nú verði fyrst og fremst að bæta stöðu og öryggi fólks sem er án atvinnu sem og að tryggja gæði vinnumarkaðsaðgerða og auka skilvirkni kerfisins almennt. Þá sé ætlunin að meta árangur vinnumarkaðsaðgerða síðustu ára og hverju þær hafa skilað fólkinu sem nýtt hefur sér þjónustuna.

Þá kom fram í ræðu Árna að samhliða kjarasamningsgerðinni í mars sl. hefði verið gert samkomulag um eflingu starfsmenntasjóða atvinnulífsins um samtals 400 millj. kr. á samningstímanum. Þetta væri gífurlega mikilvægt mál sem hafi það að markmiði að gera starfsmönnum kleift að laga sig að breyttum aðstæðum í atvinnulífinu hvort sem það er á vinnustaðnum eða að takast á við ný og ögrandi verkefni.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Heilbrigðismál eru fjárfesting, fremur en útgjöld.

Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, situr fund heilbrigðismálaráðherra OECD landanna sem nú stendur yfir í París. Jón hefur þar lagt áherslu á að heilbrigðisyfirvöld landanna settu sér markmið til að vinna eftir til langs tíma og vísaði í máli sínu til „Heilbrigðisáætlunar til ársins 2010,“ sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Auk þess lagði Jón ríka áherslu á mikilvægi þess að menn nýttu sér upplýsingatækni á heilbrigðissviði og undirstrikaði mikilvægi samvinnu og samráð allra þeirra sem sinna heilbrigðisþjónustu, þ.e. yfirvalda, samtaka sjúklinga, fagstétta, stofnana, sjálfboðaliða og fyrirtækja sem starfa á heilbrigðistæknivettvangi.

Í fréttatilkynningu frá fundinum er jafnframt bent á að fram hafi komið hjá flestum heilbrigðisráðherrum þeirra 30 ríkja sem eru á fundinum að fremur bæri að líta á kostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna sem fjárfestingu hvers samfélags í stað þess að skilgreina hann sem útgjöld, eða eyðslu.

Jóns Kristjánsson útlistaði útgjaldaaukningu einstaklinga í heilbrigðismálum, í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, í byrjun mars á þessu ári. Í máli hans kom m.a. fram að tæknilegar framfarir í læknisfræði hafi það í för með sér að aðgerðir flytjist út af sjúkrahúsunum í miklum mæli. Sjúklingar eigi því kost á miklu fjölbreyttari þjónustu en áður hafi verið, án þess að þurfa að leggjast á sjúkrahús. Að sjálfsögðu eykst kostnaður sjúklinga í kjölfarið, m.a er þá boðið upp á sífellt flóknari og nákvæmari röntgen- og rannsóknargreiningu heldur en áður, sem var að stórum hluta eingöngu mögulegar á sjúkrahúsunum sjálfum. Síðan eru það ný og sífellt dýrari lyf, sem valda sífelldri útgjaldaþenslu sem sjúklingar verða varir við. Á tímabilinu 1987 til 2001 hækkuðu heilbrigðisútgjöld um 276%, meðan heilbrigðisútgjöld heimilanna hækkuðu á sama tímabili um 316%. Verg landsframleiðsla hækkaði á sama tímabilinu um 258%, sem segir að hlutur heilbrigðisútgjaldanna þar af hafi hækkað um tæp 5%. Því er ástæða til að spyrja hvort þetta sé eyðsla?

Munu landsmenn geta náð saman um að skilgreina útgjöld til heilbrigðismála sem fjárfestingu? Munu landsmenn geta náð saman um samfélagslega vitund og samkennd með þeim sem minna hafa og þurfa á hjálp að halda; og skilgreina því útgjöld til heilbrigðismála sem fjárfestingu?

Framsóknarflokkurinn hefur rekið markvissa og ákveðna stefnu í heilbrigðismálum sem felur í sér að vera réttlát, öllum opin, byggð á samábyrgð þegnanna, að mestu kostuð af almannafé og að þeir gangi fyrir sem hafa mesta þörfina. Framsóknarfólk heldur fast í þessi grundvallargildi, ríka réttlætiskennd, samhjálp og samvinna. Í þennan málaflokk er veitt fjárfesting sem er mikilvægari í dag en nokkru sinni, enda íslenska heilbrigðiskerfið eitt það besta í heiminum og aðgangur að kerfinu almennur.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Af landsfeðrum nær og fjær.

Gangverk þjóðfélagsins heldur sínu striki, engin púst þó svo að landsfeður vorir deili um fjölmiðlalög á Alþingi, og Íslendingar halda áfram vinnu sinni við að safna vinaþjóðum, núna síðast hefur verið stofnað til stjórnmálasambands milli Íslands og Gambíu.

Gambía er aðeins einn tíundi af stærð Íslands, liggur umhverfis samnefnda á á vesturströnd Afríku og er umlukið Senegal. Íbúar eru 1.4 milljónir manna, flestir múslimar. Náttúruauðlindir eru fáar og meðaltekjur á landsmann eru aðeins jafnvirði um 1.000 bandaríkjadollara. Síðustu áratugi hefur ferðaþjónusta orðið ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins.

Landið var áður bresk nýlenda en fékk sjálfstæði fyrir 40 árum og varð lýðveldi árið 1970. Þar er nú fjölflokka þingræði.

Núverandi forsætisráðherra landsins, Yahya Jemmeh, var einungis 29 ára er hann tók við stjórnartaumum, þann 23. júlí 1994, það var að vísu með valdaráni, en þó án blóðsúthellinga. Jemmeh hefur síðan sigrað í tvennum kosningum, árin 1997 og 2003.

mánudagur, maí 10, 2004

Hvers vegna er rétt að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum og hvers vegna er vitnað til Evrópuráðsins í tengslum við það?

Í nútímalýðræðisríki gegna fjölmiðlar margs konar hlutverki, eða líkt og Dagný Jónsdóttir alþingismaður sagði í fyrstu umræðu Alþingis á frumvarpinu: „Þeir upplýsa, færða og móta skoðanir almennings. Þeir hafa vald á því hvað er á dagskrá í umræðunni í samfélaginu, þeir segja okkur hvað er í tísku, þeir ráða því hvaða tónlist nýtur mestra vinsælda, hvaða kvikmyndir, þeir dæma leiksýningar og nýjar bækur og þeir veita okkur þær upplýsingar sem við byggjum á skoðanir okkar og viðhorf til fjölmargra mála, stórra sem smárra.“ Síðar segir Dagný: „[F]jölmiðlar erum miklar valdastofnanir í samfélaginu. Áhrif þeirra, bæði þau sem þeir hafa í raun og veru og hin sem hugsanlegt er að þeir geti tekið að sér, geta ráðið úrslitum um það hvað stefnu þetta samfélag tekur. Þess vegna höfum við þjóðréttarlegu skyldu til að tryggja lýðræðislega fjölbreytni fjölmiðla hér á landi.“

Á fjölmiðlamarkaðnum á Íslandi í dag er sú staða að Norðurljós hf. á Íslenska útvarpsfélagið ehf. sem rekur stöðvar sem hafa 44% af hlustun fyrir hljóðvarp og 37% af áhorfi fyrir sjónvarp. Þá á Norðurljós Frétt ehf. sem gefur út Fréttablaðið sem er útbreiddasta blað landsins með daglegan 69% lestur og DV sem lesið er af 17% landsmanna daglega. Stærsti einstaki hluthafi í Norðurljósum hf. er Baugur Group hf. sem á 29,9%.

Baugur Group hf. er einnig umsvifamikið fyrirtæki í öðrum atvinnurekstri á Íslandi og hafði t.d. á árinu 2000 um 70% markaðshlutdeild á matvörumarkaði í Reykjavík og um 51% á landinu öllu, auk þess sem fyrirtækið hefur mikilla hagsmuna að gæta á öðrum sviðum íslensks viðskiptalífs.

Dagný Jónsdóttir sagði jafnframt í ræðu sinni: „Það skiptir þetta samfélag miklu máli að við getum treyst því að fjölmiðlar gangi ekki annarra erinda en okkar, lesenda þeirra og áhorfenda, þegar þeir veita okkur upplýsingar. Hættan á að sú mynd brenglist þarf ekki alltaf að vera tilkomin vegna vísvitandi aðgerða starfsmanna fjölmiðlanna, hún getur verið að meira eða minna leyti ómeðvituð og átt rætur í uppbyggingu og þeim hefðum sem myndast inni á miðlunum sjálfum. Það er mikilvægt að við gerum það sem í okkar valdi stendur, það sem okkur er skylt að gera, til að draga úr því að fjölmiðlar séu í þeirri stöðu að þeir geti misnotað lýðræðið í þágu sjónarmiða eigenda sinna.“

Í greinargerð með frumvarpinu kemur skýrt fram að meginmarkmið frumvarpsins sé að sporna við því að eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum og samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hamli gegn æskilegri fjölbreytni í fjölmiðlun á Íslandi. Rökin séu m.a. reist á almennt viðurkenndum viðhorfum um mikilvægi fjölmiðla fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi í nútímalýðræðisþjóðfélagi þar sem þeir gegni lykilhlutverki sem vettvangur ólíkra viðhorfa til stjórnmála, menningar og samfélagslegra málefna í víðum skilningi og mikilvæg forsenda þess að einstaklingar fái notið tjáningar- og skoðanafrelsis. Af þessu mikilvæga hlutverki fjölmiðla sprettur sú krafa í lýðræðisþjóðfélagi að almenningur hafi aðgang að fjölbreyttum, sjálfstæðum og öflugum fjölmiðlum.

Síðar í greinargerðinni segir: „Af Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og hann hefur verið túlkaður af Mannréttindadómstól Evrópu, leiðir að tryggja ber fjölbreytni í fjölmiðlun. Á þeim grundvelli hefur ráðherraráð Evrópuráðsins samþykkt tilmæli R (99) 1 […], þar sem settar eru fram hugmyndir að mismunandi leiðum að þessu markmiði. Á íslenska ríkinu hvílir því sú þjóðréttarskylda að leita leiða til að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun.“

En hlutverk og markmið Evrópuráðsins er að standa vörð um hugsjónir aðildarríkjanna um mannréttindi og lýðræði og stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum aðildarríkjanna. Starfsemi Evrópuráðsins nær til allrar ríkjasamvinnu, að undanskildum öryggis- og varnarmálum. Inngönguskilyrði í Evrópuráðið er fullgilding mannréttindasáttmála Evrópu og er ráðið þannig viðmiðun fyrir þær þjóðir sem eru að stofna eða endurreisa lýðræði og réttarríki í sínu landi. Öllum aðildarríkjum ráðsins er ætlað að standa við þær skuldbindingar sem aðild hefði í för með sér og í þeim efnum ríkir jafnræði milli aðildarríkjanna og stækkun ráðsins á ekki að leiða til lakari mælikvarða á sviðum sem það fjallaði um.

Ísland hefur verið aðili að Evrópuráðinu frá 1950, en einu ári áður var því komið á af 10 stofnríkjum. Stofnanir ráðsins eru ráðherranefndin og Evrópuráðsþingið og hefur Alþingi frá upphafi tekið virkan þátt í starfsemi þess enda mikilvægt framlag okkar til eflingar mannréttinda og lýðræðis í Evrópu.

Í skýrslu nefndar menntamálaráðherra, um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, segir: „Það er því skoðun nefndarinnar að af framangreindum viðhorfum Evrópuráðsins og almennum viðhorfum um vernd pólitískrar og menningarlegrar fjölbreytni leiði, að það hljóti að teljast afar æskilegt að löggjafinn bregðist við þessu með lagasetningu, einkum þannig að settar verði reglur sem miði að því að hamla gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar sem þegar er til staðar á fjölmiðlamarkaði og einnig til að hamla frekari samþjöppun á þessum markaði í framtíðinni. Einkum á þetta við samþjöppun á markaði fyrir einkarekna fjölmiðla, enda hvíla á Ríkisútvarpinu víðtækar skyldur um fjölbreytni í framboði dagskrárefnis og framsetningu þess sem ekki eiga við um einkarekna fjölmiðla.“

Niðurstaðan verður því sú, að það sé vert að fagna þeirri umræðu sem fram hefur farið bæði á Alþingi og í þjóðfélaginu almennt í tengslum við þetta lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og að málið fái góða, vandaða, lýðræðislega umræðu, ekki aðeins innan veggja Alþingis heldur í þjóðfélaginu almennt.

Við eigum að spyrja okkur, líkt og Morgunblaðið hefur vakið máls á; hvers vegna vilja vopnaframleiðendur eiga fjölmiðil? Nú, viðskiptavinir vopnaframleiðenda eru ríkisstjórnir. Fjölmiðlar kunni að vilja hafa áhrif á ríkisstjórnir með því að hafa áhrif á almenningsálitið. Þess vegna á með þessu frumvarpi, líkt og Dagný Jónsdóttir kom inn á í fyrrnefndri ræðu: „Að standa vörð um aðhaldshlutverk fjölmiðlanna gagnvart þeim sem fara með efnahagsleg völd og geta í krafti þeirrar stöðu sinnar haft áhrif á og brenglað þá mynd sem við almenningur í landinu, fáum af þeim margvíslegu málum sem okkur snerta, hvort sem um er að ræða ákvarðanir sem við tökum við innkaup eða það hvaða skoðanir við myndum okkur á máli sem er til umræðu af miklum tilfinningahita í þjóðfélaginu, máls eins og þessu sem við erum hér að ræða.“

föstudagur, maí 07, 2004

Menntun fyrir alla.

Þjóðir heims eiga langt í land með að ná því markmiði að allir njóti einhverrar skólagöngu árið 2015 og að unninn verði bugur á ólæsi. Hér eru nokkrar staðreyndir:

• 860 milljónir jarðarbúa eru ólæsir.
• 70% þeirra búa í níu fjölmennustu ríkjum heims: Bangladess, Brasilíu, Kína, Egyptalandi, Indónesíu, Mexíkó, Nígeríu og Pakistan.
• Börnum (6-11 ára) fjölgar um 10 milljónir á ári sem sækja skóla.
• 113 milljónir barna ganga ekki í skóla og 97% þeirra búa í þróunarríkjunum.
• 60% þessara barna eru stúlkur.
• Læsi fullorðinna hefur aukist um 85% hjá körlum og 74% hjá konum.
• Hvert ár í skóla til viðbótar er talið auka laun mann um 6%.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞÍ) helgar í nýlegu riti sínu umfjöllun um menntun, fræðslu og þekkingarmiðlun meðal fólks í þeim þróunarlöndum sem Íslendingar starfa í. Margar fróðlegar greinar eru í ritinu og eru höfundar aðallega starfsmenn ÞÍ, auk Þorvalds Gylfasonar prófessors við Háskóla Íslands. Hugmyndum manna til þróunarmála er ágætlega mjötluð í þessum orðum Þorvalds: „Afstaða manna til þróunarhjálpar hefur tekið talsverðum breytingum í tímans rás. Það starfar af því, að fengin reynsla hefur kennt mönnum að skipta um skoðun.“

Hvað gerir spillt einræðisstjórn við hjálparfé? Svarið við þessari lykilspurningu varðandi meðhöndlun hjálparfés hefur leitt íslensk stjórnvöld á þá braut að skilyrða aðstoð sína og vanda til vals á verkefnum, enda nýtist hjálparfé þannig best. Samstarfslöndin eru nú fjögur og öll í Afríku, þ.e. Namibía, Malaví, Mósambík og Úganda.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Málefnaleg niðurstaða er ekki hafin yfir gagnrýni.

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirra niðurstöðu í kvörtun þriggja umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að annmarki hafi verið á undirbúningi og meðferð skipaninni og því sé það niðurstaða umboðsmanns að af hálfu dómsmálaráðherra hefði ekki verið lagður fullnægjandi grundvöllur að skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara 19. ágúst 2003.

Í viðtali við fréttastofu Sjóvarps 2o. ágúst 2003, sagði Björn Bjarnason: Ja ég lagði nú sama sjónarmið til grundvallar og Hæstiréttur. Ég taldi heppilegast að við Hæstarétt kæmi maður með meistarapróf í Evrópurétti og samkeppnisrétti eins og Ólafur Börkur hefur og það var mitt mat að það væri gott fyrir réttinn að fá slíkan mann og ég taldi það heppilegast.

[Fréttamaðurinn]: En þeir töldu það nú ekki sjálfir að það skipti öllu máli?

Björn Bjarnason: Nei þeir eiga að gefa mér álit um hæfi mannanna og gerðu það og síðan taka þeir tvo einstaklinga og nefna þá frá sínum bæjardyrum séð að það sé heppilegast. Það er mjög sjaldgæft að Hæstiréttur geri þetta og það má rannsaka það kannski sérstaklega hve oft hann hefur farið þessa leið.“

Síðar í viðtalinu segir Björn: „Ég legg mitt mat á hlutina á þeim forsendum sem ég geri og ég komst að þessari niðurstöðu.

[Fréttamaðurinn]: En fékkstu einhverja sérfræðinga þér til aðstoðar?

Björn Bjarnason: Nei ég þarf ekki sérfræðinga í þessu tilliti, Hæstiréttur er sá sérfræðiaðili sem á að segja mér hvort að umsækjendur séu hæfir eða ekki. Síðan er undir mati mínu komið hvern ég vel úr þessum hópi hæfra umsækjenda.

[Fréttamaðurinn]: En þú fórst sem sagt ekki eftir því sem að þeir töldu að væri heppilegast?

Björn Bjarnason: Nei, af því að ég taldi heppilegast að maðurinn hefði þekkingu á Evrópurétti og það var einn umsækjenda sem er með meistarapróf í Evrópurétti og það var það sem ég taldi heppilegast fyrir Hæstarétt.“

Það var því mat Björns Bjarnasonar að Evrópuréttur „setji æ meiri svip á kennslu í lagadeildum og hann skipti sífellt meira máli fyrir Íslendinga og aðra sem nærri koma Evrópusamstarfinu“.

Björn var síðan spurður í viðtalinu hvort það skipti einhverju máli við þessa ákvörðun að umsækjandinn Ólafur Börkur væri frændi forsætisráðherrans?

„Björn Bjarnason: Það eru ómálefnanlegar ástæður, það er ómálefnanlegt af þér að spyrja á þessum forsendum og það væri ómálefnanlegt af mér að taka ákvörðun um það á þessum forsendum. Ég tók ákvörðunina á málefnanlegum forsendum, þess vegna er hún hafin yfir gagnrýni.“

Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmælum til ráðherra að framvegis verði tekið mið af þeim sjónarmiðum sem lýst væri í álitinu við undirbúning og veitingu embætta hæstaréttardómara.

Þar segir m.a. í reifun málsins: „ að við val úr hópi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara yrði fyrst og fremst að gera þá kröfu að umsækjandi hefði víðtæka og almenna lögfræðilega menntun og þekkingu þannig að hann gæti, og þá í ljósi starfsferils síns, tekist á við þau verkefni sem Hæstarétti væri falið að lögum að sinna“.

„Umboðsmaður [tekur] fram að ekki yrði fullyrt af sinni hálfu að ráðherra gæti ekki ákveðið að leggja áherslu á þekkingu umsækjenda á ákveðnu réttarsviði við val í embætti hæstaréttardómara.“ Það yrði þó að byggja á traustum grunni enda verið að skipa mann í embætti hjá sjálfstæðum handhafa ríkisvaldsins, sbr. rit Montesquieus „De l´Esprit des Lois“ um kenningar um þrígreiningu ríkisvaldsins er kom út árið 1748 og því verði að gera strangar kröfur til dómsmálaráðherra.

Í reifun á áliti umboðsmanns segir síðan: „[A]ð á dómsmálaráðherra hafi hvílt sú almenna skylda að leggja til við forseta Íslands að sá umsækjandi sem telja varð hæfastan til að gegna embætti hæstaréttardómara yrði skipaður í það. [...] [A]ð ráðherra hefði tæplega verið unnt að ganga út frá því, þegar hann tók afstöðu til fyrirliggjandi umsókna, að þær ásamt fylgigögnum gæfu heildstæða mynd af þekkingu umsækjenda á Evrópurétti. [...] [A]ð rétt hefði verið að afla upplýsinga um hvort umsækjendur hefðu sérstaka þekkingu á þessu réttarsviði og eftir atvikum að hvaða marki reynt hefði á slíka þekkingu í störfum þeirra. Það [væri] því afstaða umboðsmanns að málið hefði ekki verið upplýst nægjanlega hvað þetta varðar áður en ákvörðun var tekin um hver yrði skipaður í embættið og málsmeðferðin að þessu leyti hefði því ekki verið í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga. [...] [J]afnframt að á hefði skort að fullnægjandi upplýsingar hafi legið fyrir um hvernig staðið var að samanburði milli umsækjenda um önnur atriði sem ætla yrði að dómsmálaráðherra hefði litið til samkvæmt rökstuðningi hans til umsækjenda.“

Um þessa niðurstöðu segir Björn Bjarnason, í Morgunblaðinu í dag: „Nú liggja fyrir fræðilegar vangaveltur og ábendingar á grunni þeirra frá umboðsmanni sem mér finns sjálfsagt að menn velti áfram fyrir sér og ræði.“

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í fyrrnefndu viðtali [20.8. 2003] við fréttamann Sjónvarps að hann hafi tekið „ákvörðunina á málefnanlegum forsendum, þess vegna er hún hafin yfir gagnrýni“. Ákvörðun ráðherrans stendur og hún er lögleg, en málefnalegar forsendur Björns voru brot á lögum, sbr. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla og 10. gr. stjórnsýslulaga (rannsóknarregla) nr. 37/1993.

Af þessu má leiða að gagnrýnin á málefnalegar forsendur sé ekki hafin yfir gagnrýni, heldur hafi gagnrýni á málefnalega forsendu dómsmálaráðherra verið þörf og að dómsmálaráðherra sé nú sjálfur tilbúinn að velta fyrir sér málefnalegri gagnrýni, um málefnalegar forsendur, og ræða hana af hreinskilni. Þessu viðhorfi ráðherrans ber að fagna.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Flogið með Eimskip, sbr. grein í tímaritinu Frjáls verslun, 11. tbl. 1991.

Í allri þeirri umræðu sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag um samþjöppun, fákeppni og einokun er vert að glöggva m.a. í stjórnarsáttmála fyrsta ráðuneytis Davíðs Oddssonar er innhélt kafla er hljóðaði svo:

Áform ríkisstjórnarinnar um lagasetningu gegn einokun og hringamyndun eiga rætur sínar að rekja til þess að menn hafa ekki kunnað sér hóf í ásókn eftir völdum í nokkrum af álitlegustu fyrirtækjum landsins. Valdasamþjöppun stríðir gegn hugmyndum manna um lýðræðisleg vinnubrögð í atvinnulífi nútímans.

Í svonefndri hvítri bók ríkisstjórnarinnar, sem út kom í október sama haust, sagði: „Ríkisstjórnin mun efla samkeppni og setja lög sem beinast skulu gegn einokun og hringamyndun í viðskiptalífinu.“

Nú er það svo að Alþýðuflokkurinn sat í nefndu stjórnarráði og hefur allt fram að deginum í gær talað fyrir aðgerðum gegn samþjöppun, fákeppni og einokun. Forystumaður Samfylkingarinnar, Össur Skaphéðinsson, hefur jafnframt kallað eftir reglum til handa Samkeppnisstofnun að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækum, og það helst á öllum sviðum.

Þetta er skýr stefna og því mjög eftir því tekið hvernig Samfylkingin heldur á fjölmiðlamálinu í dag og gengur erinda þeirra valdasamþjöppunarafla sem hafa orðið gríðarleg tök á fjölmiðlamarkaðnum.

„Þann 25. apríl sl. birtist grein í Vísbendingu eftir Björn G. Ólafsson hagfræðing þar sem spurt var hvort leyfa eigi hlutafélögum að eiga hlut í öðrum hlutafélögum. Þar vitnaði hann m.a. í skrif Friðriks Ágústs von Hayeks, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, þar sem hann leggur til að hlutafélögum verði einfaldlega bannað að eiga hlutafé í öðrum fyrirtækjum nema sem fjárfestingu og þá án atkvæðisréttar“, sbr. Frjáls verslun, 11. tbl. 1991.

Morgunblaðið gerði hana að umtalsefni og birti hana í heilu lagi í Reykjavíkurbréfi 4. maí, nokkrum dögum eftir að ríkisstjórnin var mynduð 1991. Þar sagði:

„Eins og lesendur Reykjavíkurbréfs sjá er Hayek að lýsa í þessari ritgerð, sem skrifuð er fyrir alllöngu, aðstæðum sem nú þegar eru komnar upp á hlutabréfamarkaðinum hér og í viðskiptalífi okkar Íslendinga. Hafi einhverjir talið að skoðanir þeirra sem telja þetta óeðlilega þróun eigi eitthvað skylt við sósíalisma eða vinstrimennsku ættu þeir hinir sömu ekki lengur að velkjast í vafa um að þær spretta þvert á móti upp úr grundvallarlífsviðhorfum borgaralegra afla.“

Morgunblaðið spurði því hvort að ekki væri verið að „koma í veg fyrir misnotkun og afskræmingu […], nauðsynleg til þess að viðhalda eðlilegu jafnvægi í þessu fámenna þjóðfélagi. Slíkt jafnvægi er forsenda þess að sæmilegur friður og sátt ríki meðal hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Þess vegna eru þeir aðilar í viðskiptalífinu sem raska þessu jafnvægi að kalla yfir sig afskipti löggjafarvaldsins sem væru óþörf ef menn kynnu sér hóf.“

Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram er að öllu leyti í samræmi við þá stefnu sem mörkuð er í skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum.

1. Með frumvarpinu er aðeins leitast við að tryggja að við lögbundna og nauðsynlega úthlutun ríkisins á útvarpsleyfum séu þjóðréttarlegar skuldbindingar ríkisins um að tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði hafðar í heiðri. Frumvarpið nær sem sé aðeins til þeirra sviða þar sem ríkið hefur nú þegar aðkomu að fjölmiðlamarkaði. Í frumvarpinu ekki gengið lengra en nauðsynlegt er í því skyni að ná fram hinu lögmæta markmiði og tryggja að sjónarmið um fjölbreytni séu meðal þess sem haft er í huga við úthlutun leyfa.

2. Það gildir öðru máli um dagblöð en útvarp vegna þess að starfsemi útvarps byggir á nauðsynlegri úthlutun ríkisvaldsins á útvarpsleyfum, sem eru takmörkuð gæði, sem er nú þegar úthlutað til takmarkaðs tíma. Engin úthlutun takmarkaðra gæða á dagblaðamarkaði réttlætir svo víðtæka takmörkun á tjáningarfrelsi (og atvinnufrelsi) eins og fólgin væri í því að setja ákveðin eignarhaldsskilyrði gagnvart eigendum dagblaða. Löng lýðræðishefð er fyrir því að rétturinn til útgáfu dagblaða er ótakmarkaður.“

Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði hérlendis er komin yfir þau mörk sem talist geta viðunandi þegar miðað er við alþjóðlega mælikvarða. Hér er um fullkomlega málefnalegar forsendur fyrir lagasetningu að ræða. Með lagasetningunni er veittur aðlögunartími til þess að tryggja að áhrif hennar séu ekki óþarflega íþyngjandi og brjóti ekki gegn stjórnarskrárákvæðum er vernda atvinnufrelsi og eignarréttindi.

Hvernig er hægt að standa í vegi fyrir áform ríkisstjórnarinnar um lagasetningu sem eiga rætur sínar að rekja til þess að menn hafa ekki kunnað sér hóf í ásókn eftir völdum í nokkrum af álitlegustu fyrirtækjum landsins. Þegar valdasamþjöppun stríðir gegn hugmyndum manna um lýðræðisleg vinnubrögð í atvinnulífi nútímans. Fyrir þessu hefur Jóhanna Sigurðardóttir talað, Össur Skarphéðinsson, Margrét Frímannsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Ásta R. Jóhannesdóttir.

EN BARA EKKI Í DAG, SEGJA ÞAU ÖLL Í DAG, UM FJÖLMIÐLAFRUMVARÐIÐ SVOKALLAÐA.

Er nema von að spurt sé hvort að málefnaleg afstaða Samfylkingarinnar til frumvarpsins sé nokkur?

sunnudagur, apríl 25, 2004

Chevrolet Suburban bensínhákur og skipulag fjölskyldunnar.

„Fjölskyldan á hann. Ég á hann ekki,“ sagði John Kerry aðspurður hvort að samræmi væri í hugmyndum hans um að þarlendum reglum um hámarksbensíneyðslu fólksbíla verði breytt og kaup hans á nýjum Chevrolet Suburban bensínhák. Í dag undirgangast bílaframleiðendur í Bandaríkjunum undir þá reglu að framleiðslulína á fólksbílum megi að hámarki eyða 10.2 lítrum á hverja 100 km. Hugmyndir Kerrys ganga út á að þeir megi ekki eyða meira en 7.8 lítrum á 100 kílómetra árið 2015 og að gera Bandaríkin þannig síður háð erlendum eldsneytisbyrgjum. Því er spurt hvort það samræmist með einhverjum hætti hagsmuna allra, að John Kerry geti leyft sér að aka um á bensínhák, en að aðrir verði þá að kaupa sér mun kraftminni bíla til að halda meðaltalinu.

„Ég og mín fjölskylda,“ sagði Ragnar Reykás hér um árið og gerði um leið þennan frasa ódauðlegan. Í því ljósi er vert að skoða í fullri alvöru hvort að svar John Kerry hér að ofan eigi sér ekki einhverja stoð í kenningum um sjálft skipulag fjölskyldunnar. Er fjölskyldan ekki oft eitthvað sem Kerry þarf að minna sig á, ekki alveg samofin honum sjálfum. Þegar eiginkonan lítur svo á að sjálfsmynd hennar endurspegli í fjölskyldunni og á því mun erfiðra með að aðgreina sig frá henni. Sjálfsmat hennar er því oft bundið mati og viðurkenningu frá einhverjum nákomnum. Meðan Kerry er bundin sjálfsmati út frá sjálfstæði, tengslum við vinnumarkaðinn og fyrirvinnuhlutverkið, þ.e. viðurkenningu frá einhverjum útávið.

Samkvæmt þessu skal því í raun taka mark á þess svari Kerry og trúa því þá í fullri alvöru að bensínhákurinn sé ekki hans eign.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, hefur kynnt í ríkistjórn frumvarp um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Vegna endurskoðunar laga um friðun Þingvalla sem eru frá 1928 og stækkun þess landsvæðis var álitið nauðsynlegt að tryggja verndun vatnasviðs Þingvallavatns og vatnsins sjálfs, en þar er um að ræða stærstu grunnvatnsauðlind á Íslandi. Þar sem hér á landi hafa ekki enn verið sett almenn lög um verndun grunnvatns eða annars nytjavatns er farin sú leið að kveða á um verndun lífríkis Þingvallavatns og vatnasviðs þess í sérstökum lögum. Það er ekki einsdæmi hér á landi, sbr. t.d. lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, og um vernd Breiðafjarðar. Við setningu almennra laga um vatnsvernd væri kostur á að fella þær lagareglur sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir inn í almenn lög um vatnsvernd.

Lagt til að allt svæðið frá vatnaskilum í Hengli inn í Langjökul verði sérstakt vatnsverndarsvæði og falli þannig Þingvallavatn og mestur hluti vatnasviðs þess saman í órofa heild með hinum menningarlegu og náttúrufræðilegu minjum. Frumvarpið var samið undir forsjá Þingvallanefndar og er með því og frumvarpi til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum leitast við að móta verndarstefnu á þessu svæði til frambúðar. Talið er að á Þingvalla- og Brúarársvæðinu ofan við Brúarfoss, sem alls er um 1.260 ferkílómetrar, sé um þriðjungur af öllu lindarvatni í byggð á Íslandi.

Sérstaklega er mælt fyrir um verndun á lífríki Þingvallavatns og að þess skuli gætt að raska ekki búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikju og urriðastofna sem nú lifa í vatninu, enda eina þekkta vatnið í heiminum þar sem finnast fjögur afbrigði af bleikju, á um 10 þúsund ára ferli og er það einsdæmi. Af því leiðir að vegna þeirrar sérstöku mengunar- og sjúkdómahættu sem stafar af fiskirækt og fiskeldi er lagt til að bannað verði að stunda slíka starfsemi í eða við Þingvallavatn. En með orðunum „við Þingvallavatn“ er miðað við að slík starfsemi taki vatn, hafi frárennsli eða hafi önnur líffræðileg tengsl við Þingvallavatn.

Gróður er mikill í Þingvallavatni og er 1/3 hluti botnsins þakinn gróðri og þótt vatnið sé kalt er magn þörunga mikið. Lággróður er nokkuð mikill úti á 10 m dýpi en kransþörungar (hágróður) verða mjög háir á 10–30 m dýpi og mynda stór gróðurbelti í vatninu sem hafa mikla þýðingu fyrir allt dýralíf, ekki síst fiskinn. Alls eru fundnar um 150 tegundir jurta á botni og sýnir það nokkuð fjölbreytni gróðursins. Um 50 tegundir dýra beita sér á þennan gróður, allt frá fjöruborði og út á mikið dýpi. Fæstum mun ljóst að 120 þús. dýr lifa á hverjum fermetra í fjöruborðinu en á 114 m dýpi lifa enn 5–10 þús. Dýr þessi mynda fæðu hinnar alþekktu og ljúffengu bleikju sem veiðist í Þingvallavatni. Mikilvæg fæða bleikjunnar er vatnabobbinn, en hann er þýðingarmikill hlekkur í fæðukeðju botnsins, líkt og segir í frumvarpinu.